Morgunblaðið - 24.08.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1972 O Farþegaskip milli íslands og Evrópu: Rekstrarmöguleikar mjög litlir — meirihluta ársins, segir Óttarr Möller, forstjóri Eimskips MÖGULEIKAR á þvi að reka farþegaskip á leiðinni niiili Is- lands og annarra Evrópulanda virðast nú orðnir nijög takniark- aðir. Eimskipafélag Islands hef- ur gcrt á þvi athugun, og hefur koinið í ljós, að rekstur nýs far- þegaskips af söniu staerð og Gull foss eða stærri skips er mjög ó- hagstæður yfir vetrarmánuðina, enda liefur félagið nú ákveðið að leggja Gullfossi í vetur. Veldur þessu einkiun versnandi sam- kcppnisaðstaða við flugið, og hef ur Gullfoss imdanfarna vetur siglt hálftómur miili fslands og Evrópulanda. Keniur þetta fram í viðtali, sem Mbl. átti við Óttarr Möller, forstjóra Eimskipafélags ins í gær, og spurðist fyrir um ástæður þess að Gullfossi verð- ur lagt í vetur. — ALLt frá því að skipið kom nýtt til landsins þá hefur það skort verkefini yfir vetrarmánuð ima. Með tilikomu flu'gsiíns og ó- dýrra ferða til suðrænna landa hefur samkeppnisaðstaðan farið stöðugt versinandi. Nú siðusitu ár in hefur skipið siglit milli Kaup- mannahafnar, Þórshafnar og Reykjavikur, og hefur nýting þess á þessum leiðum verið mjög léleg yfir vetrarmánuðina. T.d. var á timabiliinu 1. október 1971 — 30. apríl 1972 meðaJltal far- þega á leiðinni Kaupmannahöfn Reykjavík 11, en frá Reykjavik tii Kaupmannahafnar 8. Frá Þórs höfn til Reykjavíkur 12 en 8 frá Reykjavík til Þórsihafnar. Á leið inni Kaupmainnahöfn — Þórs- höfn 72 en frá Þórshöfn til Kaup manmhafnar 69. Þess má geta, að skipið tekur 218 farþega, og áhöfnin er 69 maiins. Það hefur alitaf verið tap á rekstri skipsins yfir vetrarmán- uðina, þó sérstaklega nú á þessu ári. Er það vegna stórkostlegrar kostnaðarhækkunar erlendis og innanlands og ekki hvað sízt vegna hinna miklu kauphaekkana sem orðið hafa frá því sl. haust. Fyrirsjáanlegt er því tap á rekstri skipsins sem muni nema tugum milljóina, sem Eimskip getur ekki risið undir. Enda má geta þesis, að flutningsgjöld inn- fluttrar vöru og þjónustugjöld, hafa staðið í stað vegna verð- stöðvunar síðan í okt. 1970, eða nærfellt í tvö ár. — Eins og hér kemur fram, þá eru ástæðumar fyrir því að Gull- fossi er lagt fyrst og fremst tvær: Sama og engin not eru fyrir skipið, og rekstrarmöguleik- ar eru ekki fyrir hendi yfir vetr- armánuðina. - Hins vegar mun ferðum verða fjölgað næsta sumar, og frá 15. maí til miðs október mun sikipið sigla frá Kaupmannahöfn um Skotland til Islands þrisvar i viku í stað tvisvar áður. Ráðgert er að fjölga farþega- plássum með þvi að breyta matsal á 2, farrými í farþega- klefa, og munu þá allir farþegar matast í matsal á fyrsta farrými og verður matartíma tvískipt. Skipið verður því eitt faxrými, en mismunandi verð á klefum eftir því hvar þeir eru í skipinu. Farþegar hafa allir afnot af reykskálum og hljómlistarsal. Þá er ráðgert að auka geymslurými fyrir bifreiðar farþega. — Er e.t.v. ætlunin að selja Gúllfoss? — Hann verður settur á sölu- lista, en sala kemur þvi aðeins til greina'að mjög hagstætt til- boð fáist. Annars er gert ráð fyrir að hann sigli svona næstu árin. Eldd hefur verið ákveðið hvar honum verður lagt upp, og reynt verður að koma skips- höfninni fyrir á öðrum skipum félagsins. — Hvað með kaup á nýju far- þegaskipi? — Því er til að svara að við höfum undanfarin ár rannsakað aðallega tvo möguleika: Að byggja skip eins og Gullfoss, sem bæði tekur farþega og vör- ur, stærra og vandaðra sem sigldi allt árið milli íslands og Evrópuhafna. Rannsóknin hefur leitt í Ijós að tap á rekstri slíks skips yrði slíkt að Eim- skipafélagið gæti á engan hátt staðið undir því. Hinn möguleik- inn er að byggja skip til farþega- flutninga eingöngu, sem sigldi hér tvo til þrjá mánuði ársins yffiir sumartímann, en yrði rekið á suðrænni slóðum yfir vetrar- tímann. Fyrst og fremst yrði það skip að vera svo stórt og vand- að til að geta keppt við erlend farþegaskip, eins og þau, sem hingað koma á sumrin, að verð farmiða yrði það hátt að fáir ís- lendingar gætu notað sér þainn ferðamáta. Enda kostar far með slikum skipum frá 80 upp í hundruðir Bandarikjadollaíra á dag. Við teljum að mjög vafa- samt sé að leggja út í slíkt fyriir- tæki. — Næsta sumar mun fást reynsla á því hvort slíkar ferðir eins og ráðgerðair eru næsta sum ar með Gullfossi koma til með að vera fj árhagslega hagkvæm- ar. Þá ætti að fást úr því skor- ið hvernig hagstæðast er að leysa fiutningaþörf farþega á sjó milli fslands og Evrópu. , — Ég vil að lokum taka það fram, að þótt við höfnm ekki áður lagt skipum okkar tíima- bundið má benda á það, að þetta er mjög algengt erlendis, t. d. er Krónprins Fredrik í förum milli Danmerkur og Færeyja yfir sum armánuðina, en er lagt yfir vetr armánuðina. STUTT HAR EÐA SÍTT ? MIKIL hárgreiðslu- og liár- skurðarsýning var haldin i Siilnasal Hótcl Sögu í gær- kvöldi. Ewert Preutz, Sví- þjóðarnieistari í liársknrði, Poul Jensen, einn friegasti liárgreiðslunieistari Dana, ásanit Leo Passage, Robert Farwick og Dietmar Planier sem eru beimsfriegir liár- greiðslu- og hárskurðarmeist arar sýndu nýjustu dömu- og berraklippingu og greiðslu. Leo Passage er að sögn hárgreiðslu- og hárskurðar- meistara, faðir nýrra aðferða í hárgreiðslu og hárskurði. Hann klippir hárið eftir eigin- leikum, atvinnu og höfuðlagi hvers og eins. Á sýningunni klipptu og greiddu meistararnir ungu fólki, bæði piltum með sítt bitlahár og stutt hár, og hár stúlknanna, stutt eða sítt, varð mjög lifandi við með- ferð þeirra. Meistararnir kváðu ungt fólk hrætt við að fara til hár- skurðarmanna, vegna þess að þeir tækju annaðhvort of mikið eða of lítið af hárinu, sem sagt unga fólkið treysti þeim ekki, en nú hafa hár- skurðarmeistarar þingað og setið námskeið undanfarna daga með erlendu meisturun- um, og segjast nú færir um að klippa og greiða hárið eins og hver og einn óski. Fyrir fimm árum gekk Framh. á bls. 20 I HEILDSOLUBIRGÐIRí KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. TRYGGVAGÖTU 4 - SÍMI 241

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.