Morgunblaðið - 24.08.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGOST 1972 Þeim eykst kjarkur og kraft- ur við að fara á hestbak „Einn, tveir og- . . — Signý hjálpar Guðbjörgu Höllu á bak, en Björn heldur í hestinn á meðan. — Jú, jú — ég hef dottið af baki, en það gerir ekkert tii og ég fer aUtaf aftur, seg- ir ungur piitur, Grétar Pét- ur Geirsson um leið og hann stígur upp á Utlar tröppur og fær aðstoð við að komast á bak Jjósum hesti. Og þegar hann slær í hestinn og þeys- ir af stað er ekld annað að sjá en hann sé þaulvanur hestamaður. Grétar Pétur er aðeins 14 ára og í sumar er hann vist- maður á Reykjalundi, þar sem hann fær þjálfun vegna lömunar í fótum. Hann getur ekki gengið nema við tvo stafi, en þegar hann er kom- inn á bak þarfnast hann ekki stafanna lengur. Þar til í sumar hafði Grét- ar Pétur haft lítil kynni af hestum. En þegar hann kom að Reykjalundi var einmitt Grétar Pétur: „Ég fer á hest- bak eins oft og ég get.“ verið að fá þangað nokkra hesta til afnota fyrir vistfólk ið í sumar. Er hestamennsk- leg þjálfun, hressing og skemmtun og hefur hún not- ið svo mikilla vinsælda að oft ast nær hefur verið farið í þrjár ferðir á dag, misjafn- lega langar eftir veðri og út- haldi hestafólksins. Sú sem stjórnar reið- mennskunni er Signý Jó- hannsdóttir frá Dalsgarði í Mosfellsdal. Lengst af var hún með fimm hesta handa vistfólkinu, en nú síðustu dagana hefur hún aðeins ver ið með þrjá, enda veðrið ekki upp á það bezta. Signý hefur byrjað á að kenna vistfólkinu að leggja á hesta, setja við þá beizli og kennt heiztar þær kúnst- ir, sem kenndar verða. Yfir- leitt hefur hún farið þrjár ferðir á dag, stundum aðeins um næsta nágrenni en stund- um hefur verið farið i lengri ferðir, út að Hafravatni eða niður að sjó. — Þetta hefur verið mjög skemmtilegt starf, segir Signý, því fólkið er yfirleitt svo ánægt og því virðist auk ast kraftur og kjarkur við að fara á hestbak. Hestafólkið mitt er á öllum aldri og vit- anilega misjaflnlega vel á sig komið líkamlega, en hver ger ir eins og hann getur. Og hestarnir eru að sjálfsögðu allir mjög þægir og þýðir, enda flestir komnir á efri ár. Áður en hestamennskan hófst í Reykjalundi hafði Signý verið um mánaðarskeið i Kaupmannahöfn, þar sem hún hafði fylgzt með er verið var að kenna fötluðum og lömuðum reiðmennsku. Einnig fór hún með hópi fatl aðs hestafólks til Þýzka- lands. Það er að færast mikið í í vöxt erlendis að hestar séu hafðir til þjálfunar og skemmtunar fyrir lamaða og fatlaða og einnig fyrir blinda og heyrnarlausa, segir Signý. Þjóðverjar eru komn- ir lengst í þessu, en þetta er einnig að aukast í Sviþjóð og í Danmörku. Þar er reið- mennskan stunduð allt árið um kring, en hún fer eink- um fram innanhúss og því frábrugðin þvi, sem hún hef- ur vterið hjá okfcuir í sumar. Auk þess að stjórna hesta- mennskunni á Reykjalundi hefur Signý verið með hest- ana þrjá morgna í viku í Reykjadail, á barinaiheiimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þar hefur verið reynt að leyfa öllum börn- unum að koma á bak stutta stund og fara einn eða tvo hringi um lóðina. Hefur þetta ekki síður verið vinsællit an á Reykjalundi. Að fenginni þessari reynslu hefur Signý mikinn hug á að fara utan og læra sérstaklega að kenna fötluð- um reiðmennsku, því hún tel ur þetta hljóta að eiga fram- tíð fyrir sér hér. Birgir Jónsson sjúkraþjálf arú á Reykjal'Uin'di er á sömu skoðun og finnst ólíklegt ann að en hestamennskunni verði haldið áfram á Reykjaluindi næsta sumar og hún þá frem- ur aukin en hitt. Því þótt erf- itt geti verið að „mæla“ þá likamlegu þjálfun, sem reið- mennskan veiti, þá fari ekki á milii mála að þetta sé vist- fólkinu mikil hressing og andleg uppörvun, sem ekki sé siður mikils virði. Þegar okkur bar að garði einn rigningardaginn í vik- unni voru þrjú ungmenni að ieggja upp með Signýju í stuttan reiðtúr. Öll hafa þau farið á hestbak eins oft og þau hafa getað, og munu áreiðanlega gera það í fram- tíðinni þegar þess verð- ur kostur. Ein nú er „sumar- æviutýrinu" að verða lokið, því hestarnir fara til síns heima um mánaðamótin og Grétar Pétur 14 ára og Björn Indriðason 15 ára fara í skóla lamaðra og fatlaðra í Reykjadál og Guðbjörg Halla Björnsdóttir 19 ára, fer í Hlíðardalsskóla. Það er sprett úr spori, því rigning og rok hafa engin áhrif á unga hestafólkið í Reykjalundi. Frá vinstri sjáum við hér Björn, Gtiðbjörgu Höllu, Grétar Pétur og Signýju. (Ljósm. Mbl. Brynjól'fur). Spassky og Fischer í eik meistaraeinvíigið í skák á ís- landi 1972. Innain við 100 skiildir verða sieldir, en aftan á hverjuim skiMi er póststimpilll einvígisins ag frimerki. Ragnaa- Lár teifcnaðd myndina, sieim uininin er í eikina. -Skildirnir eru seldir i Laugaæ- diaiMiöHlinni. ÞAÐ nýjasta í minjagripasöl- rmni vegna heimsmeistaraein- Viigxsins er veg'gskjöldur úr tré þar sem vangasvipuir Fischiefrs og Spasskys eru gerðir í tré, em í miðri myndinni er hrókur út- skorinn þar sem hann trónar fyr- ir framam ísdiand. Skildir þesisdr eru gierðir úr eik, en hægt er að fá þá með álietraðri plötu úr bronsi, silfri eða guffi. Skiidim- ir eru framlieiddir af Ioecraft á Álafossli, Á plöfcu skjaldarins stendur Fiseher-Spasisky, hiedms- Mynd af veggskildinum úr eik, með vangasvip meistaranna. IESI0 DnoiEon Svartlistarsýning UM sáðustu helgi opnaði Þór- steinn Þórsteinsson svartlistar- myndasýningu í Ámundarsal við Mímisveg. Sýningin er opin eftir hádegi alla daga, en henni lýkur 30. ágúst. Allar myndirnar eru til sölu. Þórs'teiinm Þórsteinsson er fæddur í Reykjavík 1932. Fyrst sótö hann samtíimis nám í kvöld- deildum Handíða- og mytndiiista- skólans og skóla Félags íslenzkra frístumdamálara. Þegar hann hafði aldur til hóf hann nám í dagdeild Handíðas kól ams. Eftir Handíða- og myinidlistairskóiainn ruaut hamn um hiríð eiinlkakieninisiu Jóni9 Engilberts og var jafnframt hjálparfcokkur á vininiustofu listamannsins. 1951—’52 stundaði hanin f ramhaldsnám í Statens Kuinistakademi í Oisló aufc kvöid- niáirruskeiðs í raderingu í Kunst- inidustriskolen. 1953 dvaldist hamin í París, þar sem hann sama ár hélt sína fyrstu sjálfstæðu sýnlngu. Árið 1955 sýndi hann Iágmynidir í Bogasal þjóðminja- safnsinis. Þórsteinm. hefur farið náma- Þórsteinn Þórsteinsson ferðir m. a. til Hollands, ítalíu, Emglands, Spáinar og Austuirríkis. Hanin málaði framan af í geo- metrísku formi en söðlaði urn 1956 og hefur haldið sig að reai- isma síðan. Hann hefur uim árabil átt við erfiðani, þjáningarfulíLani sjúk- dóm að stríða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.