Morgunblaðið - 24.08.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1972, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1972 12 J Björn S. Stefánsson; Skólahald í sveit um og bæjum Strjálbýlið í sveitum landsins og örðugar samffönffur hafa ráðið nokkru um jiað að skólar til sveita hafa haft miklu fámennari árgang'a en skólar í þéttbýli. Sveitaheimilin Iiafa haft þiirf fyrir aðstoð barna við bústörf nokkuð af þeim tíma, sem börn í þéttbýli eru í skóla, og börnin hafa eftir því sem ætia má viljað veita þá aðstoð. Það hefur valdið nokkru um það að skólahald hefur verið styttra fyrir börn í sveitum en í þéttbýli. I grein þessari verður rætt nokkuð um það hvað er heppileg skólastærð og skóla- tími. Sveitaíólk og fulltrúar þess hafa undanfarin &r látið skóla- mál til sín taka í vaxandi mæli, og á ég þá við mál barna- og unglingaskóla. 1 mörgum byggð- arlögum hefur verið komið upp myndarlegum skólabyggingum með rausnarlegu framlagi úr rik issjóði og hreppssjóði eða hreppssjóðum. Sveitafólk hefur viljað að sveitabömin hlytu ebki lakari skólagöngu en tíðk- ast meðal frændfólks þess í þétt býli. Forystan hefur verið í þétt býlinu, og þar hefur fyrst orðið það sem menin hafa talið horfa til framfara í skólamálum, en sveitirnar hafa komið á eftir fyrr eða síðar. Hvað hefur svo fólki, hvort sem er í þéttbýli eða sveitum, gengið til með þeim mikla áhuga sem það hefur sýnt á skólamál- um og þá helzt eins og hann hefur komið fram í byggingu skóla? Auðvitað hafa menn ver- ið að sækjast eftir þeirri mennt- un sem alltaf hefur verið yfir- lýstur tilgangur skólahalds. Svo kemur til og þá fyrst og fremst í Reykjavík og stærri stöðum hér á landi eins og í öðrum lönd um með líka framleiðsluhætti, að það þarf að koma börnunum fyr ir einhvers staðar meðan þau eru börn. Börnin í Reykjavík, svo ég taki dæmi, hafa bókstaf- lega misst bæinn sinn eins og hann var fyrir stríð í hendur eða öllu heldur undir hjól 30 þúsund bíla, en það er ekki fjarri þvi að vera bíll á barn. Hef ég þá ekki fyrst og fremst í huga umferðarhættuna, held- ur það að börnin hafa tapað yf- irráðum yfir götunum og athafnafreisi sinu þar, en göt- urnar voru leiksvæði þeirra. Svo hafa skipulagsglaðir full- orðnir íbúar bæjarins þrifið burtu óregluleg svæði, eins og þau væru lýti. Ég nefni það sem ég þekki bezt, Klambratúnið og nágrenni, en það var sældarreit- ur barna í allri sinni fjöl- breytni, en á nú að vera augna- yndi fullorðinna í frítíma þeirra. Auk þess sem leikjum er ekki ætlaður neinn staður I eðlileg- um tengslum við samastað barn- anna, heimilin er atvinnu flestra nú þannig háttað, að þar eru börn og unglingar vanda- mál, en áður voru þau liðsafli, sem þörf var fyrir. Loks er víða lítið athvarf fyrir þau heima, þar sem enginn er heima á dag- inn 5 daga vikunnar. Allt þetta veldur því að það sýnist vera nærri réttu lagi að segja með helzta unglingafræðingi Norð- manna, að fólk ætti helzt að fæð ast fullorðið. En einhvers staðar verða börnin að bíða (þangað til þau verða fuilorðin). Skólarn ir eru hentugir til að leysa þessi vandræði nokkuð og þvi hent- ugri sem skólinn stendur leng- ur. Enda er það trúlega ekki fjarri hugmyndum margra ungl- inga og stálpaðra barna að skoða skólann sem hæli, þar sem þeim er komið fyrir. Væntan- lega gildir það sem ég segi um skólann sem hæli og gæzlustöð helzt í þéttbýli og síður eða ekki í sveitum, þar sem flesta tima árs er nokkurt lið í börnum og unglingúm og suma tíma mikið, en þau börn sjaldfundin, sem sækja meira eftir þroska sam- kvæmt framlengdri stundaskrá skólans en þeirri viðbótarmennt un, sem vinnan veitir. Margir Islendingar hafa sýnt fram á það hvað langt skólaár barna og unglinga er ekki síður hælisvist en menntun með því að ná þeim námsárangri, sem þarf fyrir framhaldsskóla með marg- falt styttri skólagöngu en verð- ur i löndum þar sem hælisþörf in er miklu meiri en verið hef- Vandaður, bráðfallegur og öruggur KP5 COMBINETTE 270 lítra Kæli- og frystiskápur Efri skápurinn er 60 iítra frystiskápur. Hann uppfyll- ir settar kröfur um fryst- ingu á ferskum matvælum. Neðri skápurinn er 210 I. kæliskápur me3 alsjálf- virkri afhrímingu. Skápinn er mjög auðvelt að þrífa. Stál brennt og lakkað að utan, ABS plast að innan. Allar hillur og skúffur lausar. Fallegir litir og skápurinn er vitaskuld á hjólum. Mál: 60 cm breiður, 65,5 cm mesta dýpt, 138 cm hæð. Þetta er norsk framleiðsla eins og hún gerist bezt. Einar Farestveit & Co. Hf Raftækjaverzlun Bergstaðastr. 10A Sími 16995 ur hér. Menn gera ef til vill elkki miikið með slííoa reymsl'u, enda erfitt að skjalfesta hana og komast áfram á henni í nútima- legu skilríkja- og skjalalandi. Þó benda í sömu átt athuganir á þvi hvernig skólatími nýtist til náms, þar sem hann er orðinn langur. Það reynist vera furðu UtiM hluti skólatímans sem nýt- ist til þess náms og þeirrar kennslu, sem er yfirlýst viðfanysefni skólanna. Þriðja hlutverk skólanna er hlutverk, sem varðað hefur stöð ugt fleiri beint síðustu árin og áratugina og á trúlega mestan þátt i áhuga forystuliðs sveita- fólksins á bættu skólaskipulagi. Við skólagöngu hljóta menn þau skilriki, sem krafizt er í landinu til þess að veitast ýms- ar stöður og störf, og einmitt þau störf, sem fylgir betri efna- hagur en skilrikjalausu störfun- um. Þau skilriki, sem eru þann- ig ávisun á góð efni, hljóta menn að vísu ekki fyrr en í framhalds- skólum, en mér segir hugur að forystulið sveitafólksins telji tryggara að haga skólahaldi í sveitum líkt og gerist í fjöl- menninu, þar sem það auðveldi börnum þeirra aðgang að skil- ríkjaskólunum. Það má þvi til með að athuga hvað er góður skóli. Þegar börn byrja í skóla, hafa þau lært að nota líkama sinn, þau hafa lært að beita máiinu og ráða við til- finningar sínar. Þau hafa lært að reiða sig á sig sjálf og hafa hlotið lof fyrir að eiga frum- kvæði að því að læra meira. Oft eru höfð á þessu endaskipti í skólum. Þá mæla aðrir fyrir hvað þau skuli læra, hvenær þau skuli læra það (svo til upp á mínútu), hvar og hvernig, og þau venjast á að verða öðrum háð um menntun sína. Þau fá að vita það, að það, sem er ein- hvers virði, er það, sem er kennt, og sömuleiðis, að ef eitthvað skiptir máli, þá verði einhver til þess kvaddur að kenna þeim það. Svona hafa þessi enda skipti á þroskaskilyrðunum ver- ið orðuð af öðrum en mér. Hver er svo útkoman? Það er ekki einleikið, hvað margir kennarar telja það miklu ánægjulegra að kenna börnum fyrstu skólaárin en árin, þegar þau fara að nálgast fermingu. Bendir það ekki til þess, að þá sé búið að kæfa með þeim heil- brigða þroskaviðleitni, þá þroskaviðleitni, sem fékk að njóta sín í bernsku án reglu- gerða um það, hvaða framför manni ber að taka samkvæmt staðfestri stundaskrá? Marg- ir þekkja þennan mun að vera barn þar sem þroskalöngunin rekur barnið til að biðja um að fá að spreyta sig á einhverju, sem er í fullorðna lífinu eða þar sem stundaskráin og kennarinn svo að segja fyrirskipa hverja framför og banna eigin leiðir til þroska. Þess vegna nýtist tím- inn svo miklu betur þar sem hug urinn er á undan verkefninu, og þá dugar tæplega og jafnvel spillir fyrir að lenigja skóladag og skólaár, ef það verður gert þannig að hugurinn verður ekki einu sinni á eftir verkefninu, heldur langt í burtu. Hér er um það að ræða að námið miðast við kennarann, og raunar er verið að gera kenn- urum rangt til með þvi að segja að svo sé, þar sem þeirra vinna er samkvæmt fyrirmælum, reglu gerð og stundaskrá. í venjulegri bekkjarkennslu eiga börnin að ganga í takt eins og kennarinn ákveður. Það eru þó til aðrar að ferðir þar sem kennarinn á ekki kost á að láta bömin ganga i takt. Þá er sami kennari látinn hafa á sama tíma börn á ýmsum aldri og með misjafna greind. Við slík skilyrði þegar aldur og hæfileikar eru misjafnir tekur kennarinn frekar til þess bragðs að treysta á þann styrk til náms, sem á upptök sín í nemendun- um: áhuga, sjálfræði, forvitni og rannsóknarhneigð, þrek og þol- inmæði. Allt þetta er venjulega svo ríkt í eðlilegu barni að það eru beinlínis mannréttindi hvers nemanda að vera laus við kenn- arann öðru hvérju, en það verð- ur hann þegar hver kennari hef ur fá börn úr hverjum árgangi eins og hér er talað um og þarf að skipta sér á árgangana. Annað, sem léttir námið, þegar kennt er blöniduðum alduirs- og greindarflokkum, er, að kennar- inn og börnin hafa fyrir sér eðli legan þroskamun í bekkjunum, en það sýnir börnunum, hvað það er eðlilegt að leita aðstoðar og hvetur þau til náms og léttir það að hafa stöðugt fyrir augun um félaga við nám, sem eru ann- að hvort & þeirri braut, sem þau eiga að fara eða hafa farið. 1 Bandaríkjunum þar sem eru nokkur samtök um slika kennslu hætti, komast menn svo að orði, að börnin læri á mismuninum í flokknum. Þetta er auðvitað ekki framandi sveitafólki og fólki, sem hefur alizt upp í sveit og margt hefur gengið i fá- menna skóla, þar sem kennar- inn gat ekki annað en blandað börnum á ýmsum aldri og ýmsu námsstigi saman, en það sem hér er nýtt er sú kenning að skóla- hverfum sem hafa svo mörg böm að þar mætti hafa venjulega ald ursskiptingu i bekki, skuli skipt í þannig blandaða flokka til að bæta námið. Auðvitað fylgja þessu að mörgu leyti aðrir kennsluhættir en í samstæð- um bekkjum. Enn einn kostur kannast menn við að fylgir slíkum blönd uðum bekkjum eða námsflokkum barna. I þeim er verulega minni hætta en í bekkjum stöðluðum eftir aldri að nokkur nemandi verði alltaf lakastur í hópi fé- laga sinna eða að annar verði alltaf beztur. Hvorugt er heppi- legt uppeldi. Ég geri ráð fyrir þvi að for- ystulið sveitanna muni áfram vinna að þvi að sveitabörn geti aflað sér með skólagöngu sömu skilríkja til lífsgæða og forystu- lið þéttbýlisinis aflar sínum börn um. Með þessari grein minni vildi ég sýna fram á að þetta næst ekki endilega og ef til vill atls ekki með yfirborðsjöfnuði eins og lengd skótaárs og skóla- tíma yfirleitt, þar sem atvinnu- hættir og félagshættir í sveitum bjóða upp á aðra kosti til náms, og þá kosti ber að nýta, frek- ar en koma á slikum yfirborðs- jöfnuði sem kann að vera mesti ójöfnuður. Það vill svo vel til að i þessu sýnist geta íarið nokk uð saman námsþarfirnar, vinnu- þörf sveitaheimilanna og vinnu- löngun barnanna og jafnvægi milli dvalar barna í heimahús- um og fjarvistar þaðan í skól- um. Kennsluhættina þarf að miða við það. EFTIRMÁLI Ég skal kannast við það að þá Framh. á bls. 15 Hausttízkan 1972 HÖFUM ÞEGAR TEKIÐ FRAM ÚRVAL AF VETRARFATNAÐI, SVO SEM: ULLARKÁPUR (meÖ og án skinna) SPORT JAKKA ÚLPUR STUTTKÁPUR FRAKKA NYLONPELSA og BUXN ADRAGTIR « NYJAR VORUR í HVERRI VIKU þernhard lax<|al KIÖRGARÐ! Smurstöðin Hruunbæ uuglýsir Smyrjum bíla allan daginn og gerutn við hjólbarða. Hjólburðuviðgerðir! Hraunbæ 102, sími 85130.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.