Morgunblaðið - 24.08.1972, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1972
í frjálsu riki eftir V S. Naipaul
að þykja vænt una vélina, sem
ég stjórna, mér finnst gaman að
sjá vindtingana koma út
úr henni í langri ræmu, svo
langri að hægt er að sippa með
henni. Mér datt aldrei í hug, að
vinna gæti verið svona, að mér
þætti öryggi i þvi að vita verk-
smiðjuna alltaf á sínum stað og
ég geti farið tii vinnu þangaö á
hverjum morgni.
Á fös'tudögum fáum við 100
vindlinga ókeypis. Á þessum
vindlingum er sérstakt vafcns-
merki en sumum náungunum frá
Pakistan finnst þetta ekki nóg
og þeir stela til viðbótar. Einn
þeirra hvitu ætlar einu sinni að
ganga út eins og kúreki á háum
hælum. Þegar þeir stöðva hann
og fara að leita kemur í Ijós að
skómir hans eru troðfulir af
tóbaki. Slíkt gerist öðru hverju.
Verksmiðjan er eins og skóli,
sem manni fellur ekki fyrst í
stað en fer svo að Mka betur.
Enginn atast í manni og pen-
ingana fær maður í brúnu um-
slagi eins og opinber embættis-
maður. Eða mennitamaður. Föst
vinna, fast kaup. Eftir nokkra
mánuði er ég búinn að borga
skuldirnar við lánardrottnana
heima og svo fer ég að laggja
upp fyrir sjálfan mig. Ég geymi
peninigana ekki heima eins og
faðir minn þessi fáu sent sin.
Þeir fara beint á pósthúsið. Ég
á mína eigin sparisjóðsbók. Og
einn daginn er ég búinn að
safna 100 pundum. Ég á þessa
peninga. Þeir eru ekki lánsfé.
100 pund. Ég fylist ösryggis-
kennd. Ég get ekki lýst því, hve
mér finnst ég öruggur. Þegar ég
hugsa til þessa, loka ég augun-
um og legg höndina á hjartastað.
En gleðin er falvölt. Ég
gleymi of mörgu. 100 pundin
gera það að ég gleymi sjálfum
mér. Ég fæ alls konar fllugur. Ég
gleymi því, hvers vegna ég er í
London. Nú nægir mér ekki leng
ur öryggiskenndin. Ég vil fara
að ávaxta féð. Ég vil láta starfs
fólkið í pósthúsinu skriía í bók-
ina mínia i hverri viku. Þetta
verður árátta mín. Ég veit, að
þetta er tóm vitleysa og ég segi
Dayo ekki frá því. Um leið nýt
ég þess að eiga þetta leyndar-
mál. Og ég fæ mér aðra vinnu
til viðbófcar, aðeins vegna þess
hve ég nýt þess að vita upp-
hæðina vaxa. Ég svipast um og
fæ kvöldvinnu við uppþvott á
veitinigahúsi.
Ég hleð á mig vinnu svo frí-
stundir verða engar. Ég fer á
fætur klukkan sex. Klukkan sjö
fer ég í verksmiðjuna. Dayo sef
ur þá enn. Ég kem aftur í kjall-
arann ktukkan sex. Stundum er
Dayo þar og sfcundum ekki.
Klukkan átta fer ég að vinna á
veitingahúsinu og kem aftur
um eða eftir miðnætti. Fyrir mér
er London ekkert nema strætis-
vagnaferðir, kvölds og morg-
uns og á næturnar, verksmiðj-
an, veitingahúsið, kjallarinn. Ég
veit að þetta er mér um megn,
en i því felst líka ánægja. Þessu
má líkja við mann, sem veikist
og horast niður. Þá langar hann
til að verða enn horaðri, aðeins
til að vita, hversu horaður hann
getur orðið. Eða eins og feitir
menn. Þeir vilja ekki vera feit-
ir en vilja líka vita, hversu feit-
ir þeir geta orðið. Þeir eru allt-
af að horfa á sfcuggamn af sér
og það er þeirra laumuspil. Svo
nú er ég alltaf þreyttur, þegar
ég fer að sofa og þreyttur á
morgnana en ég nýt þreytunnar.
Það er minn leyndardómur, al-
veg eins og peningarnir, sem
safnast, 50—60 pund á viku. Og
þreytan hverfur alltaf um miðj-
an morgun.
Mér finnst Dayo muni stríða
mér, ef hann vissi, hvað upptek
ur huga minn. Hann segir ekk-
ert, en ég veit að honum er ekk
ert um það, að bróðir hans vinni
í veitingahússeldhúsi, þar sem
hann er við nám í London. En
mánuðir líða, árið líður og ann
að ár, kraftarnir endast og pen-
ingarnir hrúgast upp og ég
finn að þeir auka mér styrlc. Og
þess vegna held ég út. Mér er
sama, hvað fólk segir og hvern
ig það horfir á mig. Ég hataði
févana og ég lét mig dreyma um
að kaupa ný föt handa Dayo og
líka handa mér. En nú er mér
sama um föt og mér finnst jafn-
vel fróun í þvi að hugsa til
þess, að fólk sem sér mig í
vinnufötunum á götunum og
koma upp úr kjallaranum,
mundi ekki trúa þvi að ég ætti
1000 pund, að ég ætti 1200 pund,
ætti 1500.
Ég trúi því varla sjálfur. Líf-
ið í London. Jú, fóik heima
sagði, að það væri gott. Ég leit
aði það ekki uppi. En nú finnst
mér það hafa komið til min. Ég
óttaðist það eitt, að kraftar mín-
ir entust ekki, að Dayo mundi
Ijúka náminu og yfirgefa mig i
kjallaranum og lífið mundi taka
enda. Það er satt. Þetta voru
góðir tímar, þegar Dayo var
hjá mér í kjallaranum og ég
vann eins og hestur, þegar ég
giat farið í verksimiðjuna á hverj-
um morgni og í veitingahúsið á
kvöldin; þegar - ég gat notið
sunnudagsins betur en nokkru
sinni fyrr. Stundum verður mér
hugsað til fyrsta dagsins og
mannanna í gulu olíufötunum
og djúpa græna sjávarins. En
allt það er nú eins og endur-
minning úr öðru lífi, eitthvað
sem ég hef ímyndað mér.
Geðbilun. Hvernig getur
nokkur maður látið gabbast á
þennan hátt? Sjáið þið göturn-
ar núna? Sjáið þið umhverfið og
fólklð, sem ég sá aldrei? Þetta
fólk á líka sitt líf. Það á þessa
borg. Ég veit ekki, hvar ég hélt
að ég væri. Ég hef hagað mér
eins og þetta væri draugaborg,
þar sem allt gengi sjáifkrafa og
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttiu*.
væri bara minn eigin hugar-
burður. Frank getur aldrei skil
ið þetta. Hann sér aldrei þessa
borg eins og ég sé hana. Hann
mun aldrei skilja hvers vegna
ég vinn svona myrkanna á
milli. Hann er að spyrja mig um
verkstjóra, sem koma illa fram
við mig í verksmiðjunni og fólk,
sem ég á í útistöðum við í veit-
ingahúsinu. Hann er alltaf að
staglast á misrétti, sem ráði ríkj
um. Hamn er vinur minn, eini
vinurinn, sem ég á. Ég einn
veit, hversu mikils virði hann
er mér, og það er honum að
þakka að ég kemst til sjálfs
min. En hann er alltaf að jag-
ast i mér. Hann viffl, að ég sé
minni máttar. Það er eins og
hann sé alltaf að grafa gröf
handa mér að detta í. Honum er
það mikið í mun að ýta mér
fram af og ofan i myrkrið.
1 veitingahúsinu, á biðstöð
inni og i strætisvagninum læt-
ur hann svona: gáið að ykkur,
þessi maður er veikur, þessi mað
ur er undir mínum verndar-
væng. Þegar hann lætur svona
tekst honum að draga allan mátt
úr mér. Hann í gljáfægðu skón-
um og fallega tvíd-jakkanum.
Eins og ég hafi ekki einu sinni
getað farið inn í búð og keypt
tuttugu tvíd-jakka og borgað út
í hönd. En nú eru peningarnir
uppurnir og öllu lokið og ég á
bara þessi föt og það er ólykt
af þeim. Það er ólykt af öllu
hér. Heima. Heima eru glugg-
arnir opnaðir og alít verður
hreint í fersku loftinu. Hér er
aiit innilokað. Hér er ekki einu
sinni gustur í strætisvögnunum.
Einhvers staðar í þessari
ELDHUS-
innréttingar
Fallegar.vandaðar
ÓDÝRAR
Sýningareldhús
á staðnum.
Húsgagnaverkstæbi ÞÓftS INGÓLFSSONAR
SÚÐAVOGI 44 SÍMI 31360 (gengið inn fra Kaenuvogi)_
velvakandi
Velvakandi rakst á þessar
vísur í íslendingi-lsafold ný-
lega og ækur sér það bessa-
ieyfi að birta þær hér:
Við mannfræðirannsóknir
mikið er fengizt i dag.
Það er mældur hver líkamans
hluti með aðferðum réttum.
Og námfúsir ráðherrar nýta sér
allt slíkt í hag,
því nú skal það spyrjast,
sem áður var hvergi í fréttum.
Þeir Magnús og Halldór E.
missa ekki á hlutunum tök,
þó Moggalýðurinn haldi uppi
gagnrýnisskvaldri.
Þeir hafa nú sannað, að fólk
með hin breiðustu bök
eru blásnauðar kerlingar hátt
upp á níræðisaldri.
25.7. ‘72. — b.b.
• Styð ykkur
í landhelgismálinu
Hér birtist bréf frá enskum
ferðamanni:
„Ágætu Islendingar.
Sem Englendingi i leyfi í
landi ykkar, finnst mér ég ekki
geta yfirgefið það án þess að
segja nokkur þakfcarorð. Ég
óska ykkur til hamingju með
menningu ykkar, góða mennt-
TIZKUSYNINGAB
AÐ
HOTEL
LOFTLEIÐUM
ALLA FÖSTUDAGA KL. 12:30—13:00.
Hinir vinsælu íslenzku hádegisréttir verða enn Ijuf-
fengari, þegar gestir eiga þess kost að sjá tizku-
sýningar, sem islenzkur Heimilisiðnaður, Módel-
samtökin og Rammagerðin halda alla föstudaga,
til þess að kynna sérstæða skartgripi og nýjustu
gerðir tatnaðar, sem unninn er úr islenzkum ullar-
og skinnavörum.
: f u 3 O
-
un og hversu hreimt landið er.
Sérhver gestur verður að
fara í fallegu, hreinu, upphit-
uðu sundlaugina ykkar í
Reykjavík. Höfuðborg ykkar
getur státað sig af þvi að vera
laus við reyk og nýtízkuleg
hús ykkar með fullkomnum
tækjum og eldhúsum verður að
sjá til að trúa. Litirnir á fagur
lega máluðum húsum ykkar
eru eins og í ævintýri, hvar
sem er í hinni stórkostlegu höf-
uðbörg ykkar og nágrenni
hennar.
Þið eigið mjög nútimaleg hót
el, dásamlegar handgerðar ull-
arflkur og afar skemmitilega
höfn í Reykjavík.
Ferð til Þingvalla gleymist
aldrei, né heldur litbrigði fjall-
anna, kristaltærir fossar, villt
ber, snævi þaktir tindar hæstu
fjallanna, skíðabrekkur, hraun
mýndanir, islenzku hestarnir
Ueizlumntur
Smúrt brauð
og
Snittur
SÍLD 8 FISKUR
laxárnar, sauðféð; —jafnvel
má sjá inn til jökla úr ná-
grenni höfuðborgarinnar! Auk
alls þessa er loftið hreint og
tært.
Hægt er að ferðast án
þrengsla á ánægjulegan hátt
við þægilegt hlfcastig. Þetta er
vissuilega iiand, sem nægt er að
láta sér líða vel í.
Ég hef tekið eftir, að þið
reynið mjög að bæta ástand
vega ykkar, en þáð hiýtur að
vera mjög kostnaðarsamt. Ég
er samt viss um að þið sjáið
hlutina i réttu ljósi og látið
húsin og lífsskilyrðin réttilega
skipa fyrsta sæti.
Gott er að sjá, hve margir
byg'gja eigin hús sjálfir og
hjáipa hverjiir öðrum. Þetta er
framtak.
Landar ykkar hafa ávallt
verið reiðubúnir til að visá mér
til vegar og segja mér frá landi
ykkar og fyriir það er ég þakk
látur.
Þótt ég sé enginn sérfræðing
ur um stjórnmál, vil ég minn-
ast á landhelgisdeiluna. Ég get
ekki lagt nógu mikla áherzlu
á persónulegar skoðanir mínar
í því máli og hversu mikilvægt
það hlýtur að vera fyrir efna-
bagslííf ykkar, að þið öðlizt 50
mílna landhelgi, eins og þið eig
ið skilið, þar sem um 80% efna
hagslífsins byggist á fiskiðnað-
inum. Hvað sem öllum stjórn-
málum líður, væri það aðeins
heilbrigð skynsemi hjá öðrum
þjóðum að viðurkenna þessa
landhelgi. Svo einfalt er það
mál. Gangi ykkur vel og þökfc
fyrir.
Kveðjur.
Samver Frederieh Bird,
Nailsea, Sonierset, England."