Morgunblaðið - 26.09.1972, Síða 16

Morgunblaðið - 26.09.1972, Síða 16
16 MOR.GUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTETMBER 1972 OíJgafa-ndi hf. ÁrV'aJcuf, Röykijavfk Rremkvæmdastjóri Ha-rafdur Svemsaon. Rh»tíórar Mettihías Johannessen/ Eyfóllfur Konráð Jónason. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnerseon. Rítstjórnarfulltrúi Þtorbljörin Guðrrvundsson Fréttastjóri Björn Jöhannsson. AugiýsingeS'tjöri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsfa Aðeistræti 6, sfmi 1Ó-100. Augiíýsingar Aðafstræti ©, sími 22-4-80 Áskrrftargja'd 225,00 kr á méin'Uði irvnaniands I fausasö'fu 15,00 Ikr eintakið Ckelegg og einarðleg fram- koma Færeyinga gagn- yart brezkum togurum, sem ekki hafa virt nýju fiskveiði- lögsöguna hér við land, hefur vakið verðskuldaða athygli og aðdáun. Þegar 50 sjómílna fiskveiðilögsagan tók gildi, sigldi fjöldi brezkra togara nafn- og númerslausir á ís- landsmið. Með þessu móti brutu brezk veiðiskip gegn alþjóðlegu samkomulagi um merkingar skipa, sem bæði Bretland og ísland hafa stað- fest fyrir sitt leyti. Að vísu hafa ekki nægilega margar þjóðir staðfest þetta sam- komulag til þess að það sé formlega bindandi. Siðferði- legar skyldur Breta í þess- um efnum eru þó augljósar. Færeysk stjórnvöld tóku þessi mál föstum tökum, er þau ákváðu að vísa þessum ómerktu brezku togskipum á brott, þegar þau freistuðu þess að leita hafnar í Fær- eyjum. Þetta hátterni Breta átti upphaflega að torvelda störf íslenzku landhelgisgæzl- unnar. En brezku landhelgis- brjótamir hafa nú gefið þetta upp á bátinn, enda árangurs- laust með öllu. Ótvírætt er, að hin ákveðna afstaða færeyskra stjórn- valda að neita þessum togur- um um að leita hafnar í Fær- eyjum hefur meðal annars stuðlað að því, að brezku landhelgisbrjótarnir hafa nú að mestu hætt þessum skolla- leik. Fyrir þetta ber að þakka Færeyingum. Þeir hafa þó ekki látið við þetta eitt sitja. í síðustu viku leituðu brezkir togarar til hafna í Færeyjum til þess að fá þar viðgerðarþjónustu. Iðnaðarmenn í Færeyjum hafa tekið þá ákvörðun að neita brezkum togskipum, sem gerzt hafa brotleg við ís- lenzku fiskveiðilögsöguna, um alla viðgerðarþjónustu. Nú þegar hefur einn brezkur togari orðið frá að hverfa af þessum sökum. Þessi afstaða færeysku iðn- aðarmannanna hefur það í för með sér, að brezku land- helgisbrjótarnir hér við land verða að halda alla leið til Bretlands, ef þeir þurfa að leita hafnar vegna bilunar. Þetta mun mjög torvelda brezku togurunum að stunda veiðar til langframa innan landhelginnar. Að þessu leyti styrkir afstaða Færeyinga okkur enn í baráttunni við brezku landhelgisbrjótana. Með þessu móti hafa Fær- eyingar sýnt fslendingum verulegt drengskaparbragð, sem sýnir, að frændsem- is- og vináttutengsl þessara tveggja eyþjóða í Atlantshaf- inu er knýtt sterkum bönd- um. Færeyska þjóðin hefur vaxið að virðingu fyrir bragðið. íslendingar og Færeyingar eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi verndun fiskstofna og víðáttu fisk- veiðilögsögu. Báðar þjóðirnar byggja afkomu sína að veru- legu leyti á fiskveiðum og fiskvinnslu. Með hliðsjón af þessu fer vel á því, að þjóð- irnar vinni í náinni samvinnu að þessum efnum. Af eðlilegum ástæðum fóra Færeyingar fram á ívilnanir vegna veiða færeyskra skipa innan 50 sjómílna fiskveiði- lögsögunnar. Þessum óskum var vel tekið hér á landi. Sendinefndir hafa þegar kom ið hingað til lands til þess að ræða fyrirkomulag á slíkum veiðum. Þegar hefur verið gert samkomulag um línu- og handfæraveiðar færeyskra skipa innan nýju rnarkanna. Það var fa-gnaðarefni, að um þessi atriði skyldi nást sam- komulag, enda þjónar það hagsmunum beggja aðila. Færeyingar hafa einnig ósk að eftir, að togskip þeirra fengju takmarkaðan rétt til veiða innan landhelgislínunn- ar. íslenzka ríkisstjórnin taldi rétt að draga viðræður um þessi atriði, þar til skýr- ari línur kæmu fram í við- ræðum við þær þjóðir, sem ekki hafa viðurkennt rétt okkar til útfærslu landhelg- innar. Nú hafa þessar viðræður hins vegar verið hafnar; og um þessi atriði eiga Islend- ingar hiklaust að gera sam- komulag við Færeyinga. Hagsmunir þjóðanna eru svo nátengdir, að slíkt ætti ekki að reynast erfitt. Nokkrum færeyskum togskipum hefur að vísu verið gefið leyfi tíl takmarkaðra veiða hér við land, án þess að endanlegt samkomulag hafi verið gert. En tengsl og vinátta þessara eyríkja á ekki einungis að vera í orði heldur einnig á borði. Það er því skylda ís- lenzkra stjórnvalda að koma til móts við óskir Færeyinga um veiðar hér við land og gera ákveðinn samning um þessi efni. SAMEIGINLEGIR HAGSMUNIR ÍSLENDINGA OG FÆREYINGA Var farinn að vorkenna Mozart Salzburgr, sept. — Þvert gegn- um þessa borg þar sem Mozart stöðvaði tímann rennur áin Salzach, að því er virðist upp í móti og gegn öllum náttúrulög- málum. Að minnsta kosti hef ég á tilfinningunni að hún renni yfir sléttuna til fjalla. Hún er mórauðari en Ölfusá, ekki ýkja djúp en rennur þó í einhverj- um álum eins og jökulám ber. Eitthvað er hún menguð, því að mávar eru á sveimi yfir henni í tugatali, en einnig nokkrar hús- endur á homsílaveiðum, ís- lenzkar að útliti og allri fram- komu. Ekkert tónskáld hefur átt æsku sinni fegurri umgjörð en Mozart. Mirabell-garðurinn og höllin handan við ána minna á Versali, ólýsanleg listaverk eins og allt annað gamalt í þessari borg. Eftir að við höfum s'koðað Mirabellgarðinn geri ég mér loks ljóst að blómarækt er ein- hver fegursta listgrein sem til er. Af hverju skyldu þeir ekki keppa í henni á Olympíuleik- um? Þá væri Hafliði garðyrkju- stjóri frambærilegur í undanúr- slitum. Hér er blómum, runnum og trjám svo haganlega fyrir kom- ið að ekkert nema listamanns- hendur geta unnið slíkt krafta- verk. Jafnvel náttúran verður að sætta sig við annað sæti í þessari samkeppni. En leiðin liggur niður i verzl- unarhverfið í gamla bænum. Þar eru þröngar götur og gamlar, allt nóbelt og fínt og fjöldi fólks, en fáir sem engir bílar frekar en t.a.m. í verzlunarhverí inu í Köln. Einhvern tíma verð- ur Austurstræti og nágrenni svona gamalt, göfugt og gott. íslendingar eru haldnir þeirri áráttu að allt sé dýrast heima á Fróni. Ef maður gengur um göt- urnar hér í Mið-Evrópu kemur annað i ljós. Hér spyr enginn Islendingur um fisk, enda er hann vondur og dýr, kjöt er a.m.k. ekki ódýrara en heima eða mjólk og þjónusta öil jafndýr eða miklu dýrari (tveggja manna herbergi á Hótel Sögu ætti ekki að kosta minna en 10 þúsund kr. yfir nóttina miðað við hótelskriflin hér). Hér er fatnaður síður en svo ódýrari en heima, en mest varð ég hissa á því að útvörp, sjónvörp og raf- magnsvörur framleiddar hér i næsta nágrenni skuli ekki vera miklu ódýrari en heima. Tóbak jafndýrt og annar lúxus, nema áfengir drykkir sem eru alls staðar á boðstólum og hundbil- legir, enda sér maður varla drukkinn mann hér á förnum vegi. Þeir eru þá allir á koju fylliríi. Að vísu eru alls staðar einhverjar götur þar sem drykkjuskapur og gleðikvenna- læti fara fram og það um há- bjartan dag, og kannski er það í samræmi við okkar öfugsnúna tíma að aðalgata spilliingarinnair og hvers kyns ólifnaðar í Mún- chen ber nafn Goethes. Kannski er það mátulegt á hann. Ekkert slíkt sá ég hér í Salz- burg. Hér er allt fullt af dýr- um vörum, en gæði og úrval eins og í Þýzkalandi, meira og betra en heima. Þessar staðreyndir blasa við manni á rangli um fæðingarborg Mozarts. Alltaf hef ég haldið að Austurríki væri hræódýrt land, en það er nú eitthvað annað. Ég skil ekki hvernig hægt er að fá meirihluta í frjálsum kosningum í svona dýru landi, þar sem al- þýða manna hefur sáralítið kaup á okkar mælikvarða. Mun- urinn á rikum og fátækum hlýt- ur að vera mikill, eða hvað skal segja: Munurinn á rikum og þeim sem minna hafa, því að Austurríki er velferðarríki með sósialdemókratiska stjórn og því ólíklegt að nokkur sé beinlinis fátækur. Kannski það sé eins og heima, þar sem enginn á skít í skel og fátækt er undantekning, a.m.k. ef miðað er við vanþró- uð lönd eins og Indland og svo- leiðis öskutunnur, ef marka má heimildarkvikmynd Malcolms Muggeridge um heilaga Teresu. Hvílíkt mannlíf! Dálitil dæmi um verðlag í „hinu ódýra landi“, Aust urríki: venjuleg karlmanns- skyrta kostar um og yfir 300 austurríska shiliinga, táninga skór um 500 sh., ósköp venju- leg karJman ns pevsa 400 sh. í ódýrri verzlun, eitt lítið hand- klæði 30 sh., dömudragt 1600 sh„ og allt er þetta svipað verðlag og í Vestur-Þýzkalandi. Til glöggvunar er nauðsynlegt að geta þess að 7 austurrískir shill- ingar eru í v-þýzku marki (ég segi v-þýzku, þó að hér segi fólk umhugsunarlaust „Ost Zone“, en ekki Au-þýzka al- þýðulýðveldið), eða um 27 ísl. krónur. Mest var ég þó undr- andi á því að ósköp venjuleg litil fólksbifreið frá B.M.W. í Bajern, norðan landamæranna, kostar hér í Salzburg um 200 þús. shillinga og sé ég ekki að það sé ódýrara en heima, þrátt fyrir flutningskostnað, tolla og annan tilkostnað. Eru svona góð ir kaupmenn og heildsalar á Is- lándi? Við skyidum þó ekki eiga heildsala á heimsmælikvarða, þegar öllu er á botninn hvolft? Því að ekki vantar tollana og það sem rikið tekur til sin, eink um það „ríki" sem nú ræður lög- urn og lofum á íslandi. Bensín kostar eitthvað svipað hér sýnist mér, en þjónusta öll er miklu dýrari en heima. Ef þessi samanburður á að hafa eitthvert gildi verður að geta þess að meðallaun verka- manns var mér sagt að svöruðu til 13—14 þús. ísl. króna. Ef verkamenn og annað al- þýðufólk fær ekki þeim mun meiri ívilnanir, tryggingabætur og skattafríðindi sem mér er ókunnugt um og greiðir mjög lága húsaleigu, hlýtur það að hafa sömu aðferð og þeir í Borgarnesi forðum: að lifa hver á öðrum. Og svo auðvitað á minningunni um Mozart, undrabarnið sem sigraði tím- ann hér við ána. En óbreyttur verkamaður fyllir ekki maga barna sinna með minning- unni um hann. Kannski lifir hann bara hundalífi. Um allar götur Salzburgar eru áróðursmyndir í litum, vígspjöld með fólki og fögrum orðum: eina verulega mengunin sem ég hef séð í þessari fæðingarborg Moz- arts. Verst var þó að sjá eld- rautt áróðursspjald kommúnista í Mirabell-garðinum. Það var heldur átakanleg sjón: „Ykkar eigin forréttindi — að kjósa kommúnista í borgarstjórn". Þannig hljóðaði guðspjallið hérna megin landamæranna. Handan þeirra, sums staðar, eru þessi forréttindi ekki til: þar er aldrei kosið lýðræðislegum kosn ingum. Þar eru bara alþýðu- stjórnir við völd, „forrétt- indin" sjálf allsráðandi. Borgarstjórnarkosningar eiga að fara fram í Salzburg 8. nóv, n.k. og hef ég aldrei séð svo áberandi kosningabaráttu á al- mannafæri svo mörgum vikum fyrir kosningar. Það verkaði fár ánlega, en þó ekki framandlega á mann. Þetta er böggullinn sem fylgir skammrifi lýðræðisins. Á vigspjöldum innan um leikhús- og tónlistarauglýsingar eru kannski reykjandi úlfar: KPÖ, stendur á spjöldunum, sem sagt kommúnistar: Úlfarnir reykja sígarettur í mannsmynd, askan fellur í innkaupavagna ungra augsýnilega nýgiftra kvenna: Lasst euch nicht ver(b)reuchen! stendur stórum stöfum á kosn- ingaspjöldunum. Maður á sem sagt hvorki að láta nota sig — né reykja sig samkvæmt boðorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.