Morgunblaðið - 07.10.1972, Síða 2
I
2
MORGUNiRLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 7. OKTÓBER 1972
Fundi skilanefndar
handritanna lokið
— fréttatilkynning gefin út
samtímis í Kaupmannahöfn
og Reykjavík
SKILANEFND handritanna i
Kanpmannaliöfn lauk öðrum
fundi sínum í gær í Reykjavík
Off að söffn Jónasar Kristjánsson
ar, forstöðumanns Handrita-
stofnunar fslands, sem er annar
fslendinganna í nefndinni, var
gott samkomulag á fundinum,
og kvaðst Jónas sæmilega ánægð
ur með árangurinn af fundin-
urn.
Samkomulag varð um að
fréttatilkynningin um fundinn
eftir helgi
skyldi birt samtímis i Kaup-
mannahöfn og Reykjavík og er
nánari frétta af fundinum því
að vænta strax eftir helgi. Á
fyrsta fundi nefndarinnar, sem
haldinn var i Danmörku í sumar,
var aðallega rætt um fyrirkomu
lag viðræðnanna og ýmislegt
varðandi afhendingu handrit-
anna, en á þessum öðrum fundi
nefndarinnar var byrjað að
ræða um sjálf handritin og
skiptingu þeirra.
Geysiharður árekstur
Tveir menn slösuðust
GEYSIHARÐUR árekstur varð
milll tveggja fólksbifreiða á Bú-
staðavegi um kl. 7.30 í gærmorg-
un, og slösuðust ökumenn
beggja bifreiðanna og þær eru
stórskemmdar.
Bifreiðarnar voru að mætast
innarlega á Búistaðaveginum,
rétt austan við Bústaðakirkju, en
þar er gatan í mjórra lagi og
virðist sem öðrum bilnum hafi
verið ekið eitthvað yfir miðlíniu
Igötunnar. Lentu bílarnir saman
með vinstri framhomiin og var
áreksturinn svo harður, að vélar-
hús beggja bifreiðanna gengiu-
mjöig saman og bifreiðarnar
köstuðust aðeins stutt frá hvor
annarri. Öfeumennimir slösuðust
báðir, annar hlaut höfuðmeiðsli,
en hinn slasaðist mun meira,
brotnaði á báðum fótum og öðr-
um handlegg og hlaut auk þess
fleiri meiðsli.
í fyrrakvöld varð minniháttar
umferðaróhapp á Bústaðavegi,
við gangbraiutarljósin, sem þar
eru, er barn varð fyrir bifreið,
en hlaut lítil meiðsli. Um kl. 21
í fyrrakvöld varð sextugur mað-
ur fyrir bifreið í Kirkjustræti og
meiddist á fótum. Slæmt skyggni
var og kvaðst ökumaður bifreið-
Upplestur í
Vestmannaeyjum
HÖSKULDUR Skagfjörð, leikari,
mun í vetur ferðast um Suður-
land og lesa upp úr verkum ís-
lenzkra sikálda og rithöfunda.
Fyrsti upplestuirinn verður í
Bæjarleikhusinu í Vestmanna-
eyjum kl. 17 á sunnudag, og mun
Höskuldur lesa úr verkum þeirra
Davíðs Stefánssonar, Stefáns frá
Hvítadal, Steins Steinars, Tómas-
ar Guðmundssonar, Jóhanns Sig-
urjónssonar og Einars Kristjáns-
sonar frá Hermundarfelli.
arinnar ekki hafa séð manninn,
fyrr en bifreiðin lenti á honum.
Undanfarna daga hefnr Hvahir 9 verið í slipp, þar sem gerðar eru ýmsar Iagfæringar á skipinu,
áðnr en það fer í landhelgisgæzlustöf. Hefur skipið nú verið málað grátt, eins og sést á þessari
mynd. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.)
Öll tryggingarfélögin
veita viðbótartryggingu
við slysatryggingu sjómanna
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt athugasemd frá Brunabótafé-
lagi íslands við frétt þá, sem
birtist í blaðinu í gær um að
bráðabirgðalausn hefði fengizt á
tryggingamáhim útgerðarinnar
með tilboði frá B. f. f frétt þeirri
var sagt, að iðgjald tryggingar,
sem veitti allt að 2 millj. króna
bætnr við dauða eða 100% ör-
orku, væri 2.200 krónur. Kom
þessi tala fram í fréttatilkynn-
ingu frá ríkisstjórninni, en í at-
hugasemd B. f. segir, að taian
komi hvergi fram í tillögnm fé-
lagsins og samanburður byggður
á henni sé alrangur.
Hið rétta er, að sú lausn hefur
verið valin á trygginigamálum
útgerðarinnar til bráðabirgða, að
Brunabótafélaigið og önniur trygg
ingafélög veiti útgerðarmönn-
um viðbótarslysatrygginigar fyr-
ir skipverja á fiskiskipium og
togunum, þar sem iðgjöld eru
samikvæmt gjaldskrá félaganna,
breytileg eftir starfi um borð,
stærð skipa og notkun. Geta út-
gerðarmenn því skipt við hvert
það tryiggingaíélag, sem þeir
sjálfir óska, og eru ekki á neinn
hátt bundnir við að tryggja
fremur hjá B. í. en öðrum félög-
um. Skýrir athugasemd B. í.
þetta frekar, og fer hún hér á
eftir:
„í tilefni af frétt í blaði yðar
6. þ. m. varðandi þátt Bruna-
bótafélags fslands í að leysa
tryggingaþörf útvegsins, hefur
slæðzt sú meinlega villa, að um-
rædd trygging koisti 2.200,00 kr.
á mánuði.
Hið rétta er, að þessi tala kem-
ur hvergi fram í tillögum félags-
ins, og þvi samanburður, sem
byggður er á þessari tölu, með
öllu rangur.
Tilboð félagsins var fyrst og
fremst um að leysa trygginga-
þörfina með einni sameiginlegri
hópslysatryggingu, er gæti tekið
gildi strax og gilti fyrir al'la sjó-
menn umdantekningarlaust með-
an þeir vasru skráðir á íslenzk
skip. Hins vegar að Bnumabóta-
félagið hefði tekið og myndi geta
tekið vliðbótarslysatryggingar,
en iðgjöld eru samfcvæmt gjald-
skrá íslenzku tryggingafélag-
anna breytileg eftir starfi uim
borð, sitærð skipa og notkiun.
Síðari lauisnin var valin.
Iðgjöld fyrtr slysatryggiragni,
er bæti 2.000.000,00 kr. við dauða
eða 100% varanlega örorbu, eru
sem hér segir fyrir hvern mániuð.
Fiskibátar yfir 75 tonn
Yfirmenn iðgj. 1 mán. 992,00 kr.
Hásetar iðgj. 1 mán. 1.126,00 kr.
Fiskibátar undir 75 tonn
Öll áhöfnin iðgjöld 1 mán.
1.258,00 kr.
Togarar
Yfirmenn iðgj. 1 mán. 1.358,00 kr.
Hásetar iðgj. 1 mán. 1.542,00 kr.
Brunabótafélag íslands.“
BÚR hækkar slysa-
tryggingu skipverja
— á togurum sínum um 2 millj.
tJTGERÐARRAÐ Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur samþykkti á
fundi sínum í gær að láta
tryggja skipverja á togurum
BÚR til bráðabirgða á þann hátt,
sem tryggingarfélögin hafa gef-
ið útgerðaraðilum kost á vegna
hluta af þeirri ábyrgð, sem hin
nýju lög um slysatryggingu sjó-
manna kveða á um. Hin nýjn
lög voru eina efnið, sem tekið
var fyrir á fundinum, og fóru
miklar umræður fram um mál-
Rune Gerhardsen:
NATO og EBE óskyld mál
RUNE Gerhardsen hagfræð-
ingur, flutti sl. fimmtudags-
kvöld erindi á vegum ungra
sjálfstæðismanna um þjóðar-
atkvæðagreiðsluna í Noregi
um aðild landsins að Efna-
hagsbandalaginu. Ræddi
hann þar um aðdragandann
að kosningunum, lýsti rökum
þeim, sem beitt var af hálfu
beggja aðila í kosningunum
og ræddi síðan um þær
ástæður, er hann taldi, að
legið hefðu til grundvallar
ákvörðun , eirihluta norsku
þjóðarinnar.
Gerhardsen ialdi, að ekki væri
hæu' að draa • neinar ályktanir
af kosningunum um aukinn
styrk sósialismans í Noregi. All
Jir flokkar hefðu klofnað meira
og minna, og öll æskulýðssamtök
flokkianina nema hægri flokksii'ns
og samtök Maóista hefðu ver-
ið aðilar að hreyfingunni
gegn aðild Noiregs að EBE. —
Taldi hanm, að skipting eftir
flokkum hefði verið eitthvað á
þá leið, að á móti aðild hefðu ver
ið um 90% kjósenda Miðiflokks-
inis, Sósialiska þjóðarfloikksms
og kommúnista, um 40% af fylgi
Kristilega flokksinis og Vins-tri
flokksins em 90% kjösenda hægri
flokksins hefðu verið fylgjandi
aðild. Þá takii hanm, að 40%
kjósenda Verkaimamnaflokksins
hefðu verið með, svipaður fjöldi
.á móti, en 20% hefðu setið
heima.
Gerhardsen sagði, að ekki
væri hægt að draga neirsar á-
lyktanir um situðmmg Norð-
manna við NATO af úrslitumim.
A'ndstæðlingar aðildarinmiair heifðu
halidið þessum 'málum gjörsam-
lega aðskildum, og þeir væru
teljandi, sem hefðu breytt af-
stöðu sinni til NATO vegna þess
arar k osn in g'a h,rí ðar.
Meiriihluti norsfcu þjóðarinnar
væri með aðild lamdsins að
NATO.
Gerhardsen sagði, að úrslitin
hefðu hins vegar sýnt, að kjöm-
ir fullitrúar fólksims væru ekki í
nægjanlegum tengsil'um við það,
sérsitak'lega ætti þetta við Verka
mianmaflokkinn, og sagðd harnm,
að gera þyrfti mikið átak til að
skapa að nýju tengsl milli
flokks og kjósendia.
Rune Gerhardsen er maður
gramnvaxinn, kvikur I hreyfing-
um og frjálslegur í klæðaburði.
Hárið er ljóst og ekki smöggt
sfcorið. Hamm er ræðumaður góð-
ur og í aiila sfcaði góður fuMtrúi
þjóðar sinmar.
ið, en að þeim loknum kom fram
tillaga, sem var samþykkt sam-
hijóða, og er hún svohljóðandi:
„Lög þessi gem ábyrgð útgerð
armamna og útgerðarfélaga á
skipverjum og öðrum mönmum,
sem ráðnir eru hjá útgerðar-
mamni í þágu skips, miklu meiri
og víðtækari en verið hefur.
Kemur þetita m.a. fram í því að
miða bætur við aldur og það hve
margir eru á fraimfæri þess, sem
fyrir slysi verður. Eru bæturn-
ar svo víðtækiar, að ekkert vá-
tryggimgafélag hefur fengizt til
þess að takast á hendur hina
aukrnu ábyrgð samkv. lögumum.
Nú hafa váitryg'gingafélögin
gefið útgerðaraðilum kost á því
að taka á sig hluita af þeirri á-
byrgð, sem lögim kveða á um,
með ákveðimmi iðgjaldagreiðslu
fyrir hækkun bóta- og siysa-
tryggimigum hvers manns um
tvær milljónir króna tií viðbót-
ar fyrri trygginigum.
Er þessi lausn gerð til bráða-
birgða. Fengizt hefur fyrirheit
um emdurskoðun fyrrgreindra
laga í þvi skyni að sníiðla af þeim
agnúa þá, siem komið hafa í Ijós.
Þrátt fyrir það, að ábyrgð þessi,
sem nú er kostur á, hafi í för
með sér aukin útgjöld sem nema
um fimim hundruð þúsumd kr. á
hvern togara á ári vegna hæfck-
umar iðgjaida, samþykkir útgerð-
arráð að fela framkvæmda-
stjórunum að tryggja skipverja
á togurum B.U.R. til bráðabirgða
á framamgreindam hátt, i trausti
þess, að þegar samið verður um
starfsgrumdvöll togaraútgerðEir-
inmar fyrir komiandi ár milli fuiM-
trúa L.l.Ú. og ríkisstjórnarinm-
ar, verði tekið fufflt tilllt til
þeirra aukmi útgjalda, sem
hækkun iðgjaldanna hefur í för
með sér.“
Athugasemd frá Al-
þýðublaðsútgáfunni
MORGUNBLAÐINU hefur bor
izt eftirfarandi athugasemd frá
Alþýðublaðsútgáfunni hf.:
Vegna blaðaskrifa undanfama
daga, þar á meðal í blaði yðar,
vEl stjórn Alþýðúiblaðsútgáifiunn-
ar hf. taka fram, að engin breyt-
ing hefur verið gerð, eða er fyrir-
huguð á stjónnmálalegri ritstjóm
Alþýðuiblaðsins.
Skrif blaðsins bera þessiu
órækt vitni, svó að óiþarft ætti
að vera að efna til deilna um
þetta mál í blöðum eða á öðrum
vettvangi. Jafnóþarft ætti að
vera að taka fram, að stjórnmála-
skrif blaðsins eru öldungis óháð
því til hvaða lögmanns eða lög-
manna hér í borginni stjórn fé-
lagsins snýr sér varðandi lög-
fræðileg málefni.
Reykj avík, 6, október (1972
f.h. Alþýðiuibiaðóúbgáfufinar l\f.
Benedikt Jónsson, framkvstj.