Morgunblaðið - 07.10.1972, Síða 11
' 1' "J » I " 1 > . —'t’vi'-'' 1 i —I n'i' 1' " .' i:n 'IT
MORGUNBLA£>IÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1972
Ungt fólk við gróðursetningTL.
Gunnar Helgason.
Aukinn áhugi á fegrun
og umhverfisvernd
Rætt við Gunnar Helgason,
formann fegrunarnefndar
Reyk j a víkur
„Greinilegt er, að áhugi fólks
á fegrun og ■um'hverfiisvernd hef
ut aukizt stórlega á síðari ár-
um og fleiri og fleiri gera sér
grein fyrir þýðingu þessara
mála frá menmingar-, félags- og
heilbrigðislegu sjónarmiði og
sýna í þessu sambandi vilja
sinn i verki með þvi að snyrta
og laga í kringum si'g. Á þetta
við jafnt um einstaklinga sem
og fyrirtæki og sitofnanir. Þetta
hefur borið þann árangur, að
borgin hefur tekið miMum
stakkas'kiptum á þessu sviði á
siðari árum og verður fegurri
og hreinni með hverju áiri sem
láður.“
Þetta sagði formaður fegrún-
amefndar Reykjaví'kur, Gunnar
Helgason, er Morgunblaðið
hafði samiband við hann nýtoga
og ræddi við hanm uim fegrunar
málin og viðhorf fólks til
þeirra.
— Hverjar telur þú nú
helztu ástæðurnar fyrir þvi, að
fólk lætur sig þessi mál meiru
skipta en fyrr, er það ef til viil
fegrunaænefmd að þakka?
i Það held ég nú ekki, nema
þá að litlfU leyti. Við í fagrumar
nefnd og þeír sem fyriir hana
hafa unmið hafa að vísu reymt
og að nokkru leyti tekizt að
sameina ýmsa aðila til virkra
átaka á sviði fegrunarmálanma,
á það sérstaklega vi8 um ýmis
félagssamtök, sem áhuga hafa á
þessum málum, en mörg þessi fé
lög störfuðu að þessum málum
fyrir tið feigrunarnefmdar og
hafa unnið mjög gott starf á
þessu sviði, en fleiri og fieiri
hafa svo bætzt í hópinn. Em án
áhuga og skilninigis alimennings
á þýðingu þessara mála hefði
fegrunarnefnd ábygigitoga ekki
orðið mikið ágemgt, þrátt fyrir
góðan vilja.
En svo er ákaflega mairgt
fleira setm kemUr til greina í
þessu sambandl. V18 811 hðfum
fylgzit með því, að borgarbúar
Viða um heim eru beinlínis að
kafma úr níiemgum og óþverra.
Með stöðUgit stækkandi borg
ag aukftiúilrh timsvifum á öllum
sviðum atvinniuMfsins hefur
þessi hætta nálgazt okkur melr
en áður og fasmt okkur heim
sanninm um, að nauðsynlegt sé
að vera vel á verði á þessu
sviði og gera hreirnt fyrir sin-
um dyrum, og vera á verði
gagnvart men'gun. Reýkjavík
hefur að vísu mikla sérstöðu
miðað við fXestar borgir heims,
þar sem hitavei'tan er og ferska
loftið sem jafnan að ok'kur berst
en slíkt er þó ekki nægilegt,
nema gætt sé hreinlætis I borg-
inni sjálfri og umhverfis hana.
Þá er rétt að gleyma þvi ekki,
að með bættum efnahag hefur
bæði einstaklimgnum og fyrir-
tækjum skapazt möguleiki til
þess að halda betur við húsei.|n
um og öðrum mannvirkjum og
forstöðumenn í atvinmurekstri
hafa gert sér ljósa grein fyrir
því, að það hefur mikla þýð-
ingu frá viðskiptalegu sjónar-
miði, að fyrirtæiki líti vel úí og
séu aðlaðandi fyrir viðs'kipta-
vinina.
Þá hafa þær stórfeJldu fram-
kvæmdir á sviði gatnagerðar,
sem átt hafa sér stað í Reykja
vík á síðari árum, gjörbreytt út
liti borgarinnar og virkað senr,
hvatnimg og skapað borgarbú
íun nýja og betri möguleika að
fegira meðfram götunum, sem ofr
var milklum errfiðleikum bund-
ið áður en götur og gangstétt-
ir voru fullgerðar. Fyrir utan
þann stóra ávinning, sem vannst
með frágangi gatnanna í þá áitot
að losna við rykið, sem alla ætl
aði að kæfa á stundum og eyði-
lagði gróður í stóruim stil.
— En hvað um alrmenm úti-
vistarsvæði í borginni? Hafa
þau ekki stækkað ár frá ári?
— Jú, ég held að þau hafi
stækkað um 20 til 30 hektara
árlega síðari ár og miunu nú
vera yfir 180 hektarar. Þá eru
hvorki talin me8 Heiðmörkin og
öskj uhl í ðarsvæðið, né lóðir og
athafnasvæði einstakra fyrir-
tækja og stofnana. Til þessara
svæða er varið miklu fé ár-
lega, þó að þáð mætti vissulega
vera ennþá meira, en í mörg
horn er að líta og fjármaign tak-
markað til framikvæmda, hversu
æskilegar og nauðsynlegar sem
þær eru í sjéilifú sér. Ég held
þó að allir hljóti að vera sam-
mála um það, að ú'tivistamsvæð-
um og skrúðgörðum borgarimn-
ar hefur farið mikið fram á síð-
ari árum undiir ágætri stjórn
Hafliða Jónssonar, garðyrkju-
stjóra og manna hans.
— Er það elii skólafólk, sem
vinnur helzt að ræktunarstörf-
unum á sumrin?
— Að langmestu leyti. Fast
starfsfólk hjá garðyricjusfjóra
mun vera um fimm'tíu, en yfir
sumarið starfa að ræktunarstörf
um beint hjá honum um 180
manns og viðbótin er næstum
eingöngu skólafólk. Á vegum
Vinnuskóla Reykjavíkur hafa
svo starfað milli átta og níu
hundruð umglingar á skyldu-
námsaldri, en þessi stóri hópur
hefur fyrst og fremst unnið að
ræktun og fegrun borgarinmar
og borgariandsims, svo sem gróð
ursetningu I Heiðmörk og víð-
ar, hirðingu skrúðgarða og
hreinsum á opnum svæflum o.s.
frv. Þá hafa um og yfir átota
hundruð börn verið í skólagörð
um borgarinnar og fengið hvert
sinn blett og verið kennd ræikt-
un garðávaxta og blóma. Þá hef
ur Skógræktarfélag Reykjavík
ur haft mangto skólafólk við upp
eldi plantona og umsjóm með
gróðursetmi.ngu á opnum svæð-
um. Og með þessu eru ekki toald
ir ýmsir framkvæmdaaðilar,
sem tekið hafa að sér eftir úto-
boðum, frágang lóða og atlhafna
svæða viissra borgarstofhana.
Eins hafa og margir unnið við
gierð leikvalla, ræktun og snyrt
ingu þeirra. Á þessu sést, að
það er enginn smá hópur ungs
fólks, sem vinnur að ræiktun og
fegrun borgarlandsims yfir sum
artírmamn. Með þessu vinnsit m.a.
'tvemnt að minu álitoi. Yngri Muti
skólafólksins, en það er ein-
mitt það, sem aðallega vinnur
þessi störf, fær holl störf við
sitto hæfi og með því sköpuð að-
staða til nauðsynlograr útiveru
yfir sumarið og i öðru lagi, sem
ég tett þýðingarmikið atriði,
unga fólkið sjálft ieggur með
vinnu sinni hönd á plóginn til
fegmumar 'umhverfi, lærir
með því að metoa þýðingu rækt-
unanstarfsins og kynnist bein-
línis ýmislegu, sem því getour
komið að gagni, þegar það sjálft
fer að hugsa um lóðir sinar og
garða og býr auik þess í haginn
fyrir framtoiðina, sem er þess.
Þegar þetta fólk, sem nú er
ungt, kemur síðar t.d. í Heið-
mörk, getur það sýnto afkomend
um sínum árangurinn af sta,rf-
inu, er það vann með gróður-
setnin'gu lítilla plantna, sem þá
verða vonandi orðnar stór tré.
Ég held, að uppeldislegt gildi
ræktunarstarfa og náin kynni
ungs fólks af móður jörð hafi
mjög mikil og bætandi áhrif á
alla, ekki sízt unga fólkið og geti
haft mi'kil áhrif í þá átt að opna
augu ungs fóllks fyrir þýðingu
náttúruverndar. Því það, sem
„ungur nemur, gamall temur**.
— Fegrunarnefndin hefúr
staðið fyrir ritgerða- og teiikni-
samkeppnum í skólum borgar-
inmar. Hvemig hefur það tek-
lZJt?
— Pegrunamefndim hefur
í samvinnu við fræðs! uskrifstof-
una gengizt fyrir slíkum sam-
keppnum í skólunum í þeim til-
gangi að vekja áhuga skóla-
æskunnar á fegrunar- og um
giengnismálum. Þátttaka heifur
verið góð í þessum keppwum og
unga fól'kið sýnt milkinn áhuga
og komið haía fram margar góð-
ar hugmyndir, sem sýna og
sanna, að um þessi mál hefur
verið hugsað af nemendum. Ein
slík samkeppni stendur nú yfir,
en bæklingi um hana var dreifto
í skóia borgarinnar á s.l. vori.
Þetta er telknisamkeppni um
auglýsimgaspjald og verkefnið
er kallað „Fegrum borgina“.
Skilafrestur er til 1. nóvemíber
n.k. og verða veitt verðlaun fyr
ir beztu teikningarnar sem ber-
ast, að dómi sérstakrar dóm-
nefndar, en þá nefnd skipa þeir
Þórir Sigurðsson, teiknikenmari,
Gísli B. Björnsson, teiknari
F.l.T. og Hafliði Jónsson, garð-
yrkjustjóri.
Við í fegrunarnefnd væntum
þess, að mikil þátottaka verði í
þessari keppni og góður áramg-
ur náist eins og áður.
— Hvað vhto þú taka fleira
fram um þessi mál ?
Það gætoi nú verið margto, en
yrði ábyggiiega of lanigt í stutt
viðtal. Ég geri mér ljósa grein
fyrir þvi, að þó að margt hafi ver
ið mjög vel 'gent á sviði fegrum-
armála og flest horfi til bóta,
þá er ennþá margto sem betur
mætti fara og nauðsyn ber til
að kippa í iag. Á þetta bæði við
um opinbera aðilla, einstaklinga
og fyrirtæki. Fegrunamefnd
hefur ýmist bréflega eða munn
lega haft samband við marga,
þar sem að hennar álitoi og
þeirra, sem fyrir hana hafa unn
ið, hefur verið talið umbóta þörf,
oft hefur þettoa borið áranig-
ur, en stundum ekki. Þessu
starfi og öðru verður haMið
áfram eftir þvi sem tök eru á,
en eins og ég sagði hér fyrr,
veltur árangurinn fyrst og
fremst á skiQninigi borgaranna
sjálfra á málinu, en sá skilning
ur hefur vaxið á siðari árum.
Að síðustu vildi ég segja það,
að við Reykvilkmgar ættoum all-
ir og þjóðin 611, að setja sér það
markmið, að gera nýtot stórátak
á þessu sviði fyrir 11. hundruð
ára afmæli IsJandslbygigðar, sem
er 1974. Það vseri vissulega góð
afmæiisgjöf tii okkar allra.
Fegursta gatan.