Morgunblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR i. NÓVEMRER 1972 Gígefandí hf ÁTV«ikiu*,y R&v4ojaivfk Fra'rríkveÉwm da &tjóri Harafdur Svoinsaon. R'rtatfórar Matíhías Johannoassn. Eyijólifur Konráó Jónsson. Sitynnir Gunrrarsson. RHstjórnarfulHrúi Þiorbljörin Guðrrrundsson Fréttastjóri Björn Jóíhann«son. Auglýsirvgastjióri Árni Garðar Kristinsaon. Rítstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Aug'ýsingar Aðatetræti 6, símr 22-4-80 Áskriftargjafd 225,00 kr á 'mánuði imnantamds f teusasöTu 15,00 Ikr eintakið i^eir Hallgrímsson, borgar- ^ stjóri, hefur beðizt lausn- ar frá því starfi, sem hann hefur gegnt í u.þ.b. 13 ár. Hann lagði lausnarbeiðni sína fram á fundi borgarráðs í gær og verður hún tekin fyr- ir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur n.k. fimmtudag. Hér er um mikinn pólitískan viðburð að ræða, enda starf borgarstjórans í senn eitt hið vandasamasta og um leið áhrifamesta á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála. Þess er því að vænta, að margir spyrji um þær ástæður, sem liggja að baki ákvörðun Geirs Hallgrímssonar. í bréfi því, er borgarstjóri hefur ritað borgarstjórn Reykjavíkur, minnir hann í upphafi á, að þegar hann var síðast kosinn borgarstjóri Reykjavíkur eftir bæjar- stjórnarkosningarnar 1970, hafi hann verið varaþing- maður Reykjavíkur. En eftir hið sviplega fráfall Bjarna Benediktssonar, tók Geir Hallgrímsson sæti á Al- þingi, sem þingmaður Reykja víkur, og í framhaldi af því var hann útnefndur, í al- mennum prófkosningum, einn af frambjóðendum Sjálf stæðisflokksins við alþingis- kosningarnar 1971. Þá um vorið var hann jafnframt kjörinn varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Geir Hallgrímsson segir í bréfi sínu til borgarstjornar, að hann hafi leitazt við að gegna þessum störfum eins vel og honum hafi framast verið unnt, þannig að borg- arstjórastarfið væri aðalstarf. Síðan segir hann: „Á hinn bóginn eru einkum nú ýmis þau verkefni á sviði lands- mála, bæði að því er snertir þingstörf og flokksstörf, svo mikilvæg Reykvíkingum og raunar landsmönnum öllum, að ég vil gjarnan úr því sem komið er ætla mér meiri starfstíma til þeirra en hing- að til, en það geri ég mér grein fyrir, að samrýmist tæpast þeim tíma, sem borg- arstjórastarfið krefst.“ í bréfinu segir borgarstjóri ennfremur: „Þótt ég hafi ekki haft í huga annað við síð- ustu borgarstjómarkosningar en gegna starfi borgarstjóra á þessu kjörtímabili, þá geri ég mér ljóst, að slíkt hið sama get ég ekki sagt með góðri samvizku við næstu borgarstjórnarkosningar af fyrrgreindum ástæðum, og því tel ég skylt að segja bæði borgarstjórn og borgarbúum það í tíma. Hins vegar tel ég það skyldu borgarstjóra í Reykjavík og borgarstjórn- armeirihluta að tilnefna með nokkrum fyrirvara fyrir næstu almennu borgarstjórn arkosningar, ef um borgar- stjóraskipti er að ræða, nýj- an borgarstjóra, svo að borg- arbúar megi kynnast honum í því starfi, áður en þeir ganga að kjörborðinu næst.“ Geir Hallgrímsson hefur tekið þessa ákvörðun í sam- ráði við Jóhann Hafstein, formann Sjálfstæðisflokksins og trúnaðarmenn flokksins í borgarstjórn og á Alþingi. Borgarstjóraskipti í Reykja- vík hafa jafnan borið að með þeim hætti, að borgar- stjórar hafa verið kallaðir skyndilega til nýrra starfa. Svo er ekki að þessu sinni. Hér er um djarflegri ákvörð- un að ræða en tíðast er í stjórnmálum síðari tíma. Hún er líkleg til að efla bar- áttu Sjálfstæðisflokksins á vettvangi landsmála, um leið og nýjum manni gefst tæki- færi til að fást við þau við- fangsefni, sem bíða úrlausn- ar í borgarmálum Reykjavík- ur. Það auðveldaði borgar- stjóra mjög að taka þessa ákvörðun, að við hlið hans í borgarstjórn Reykjavíkur hefur starfað um 10 ára skeið, Birgir ísl. Gunnarsson, sem hefur öðlazt víðtæka þekk- ingu og reynslu í meðferð borgarmála og gjörþekkir málefni borgarinnar og borg- arbúa. Hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins einróma samþykkt að leggja til við borgarstjórn n.k. fimmtudag að Birgir ísl. Gunnarsson verði kjörinn borgarstjóri frá 1. desember n.k. Hörð barátta er nú fram- undan bæði á sviði borgar- mála og landsmála. Sjálf- stæðismenn vita að mikið er í húfi og munu enn sem fyrr slá skjaldborg um forustu- menn sína, nýjan borgar- stjóra og þá aðra, sem til forustu hafa valizt. BORG ARST J OR ASKIPTI í REYKJAVÍK Urslitin í Kanada koma flestum á óvart Stanfield, formaður Ihaldsflokksins, sópaöi til sín fyrra fylgi Trudeaus og Frjálslyndir töpuðu um 40 sæt im SIGURVEGARINN í þing- kosningunum í Kanada verður óumdeilanlega talinn leiðtogi Ihaldsflokksins, Robert Stan- field, en flokkur hans bætti við sig 34 þingsætum. Frjáls- lyndi flokkurinn, undir for- ystu forsætisráðherrans, Pierre Elliot Trudeau, virðist hafa tapað a.m.k. 39 þingsæt- um. !>egar þessi grein er rit- uð er óvíst um fjögur sæti. Nýdemákrataflokkurinm und- ir stjóm David Lewis fékk 30 þingmenn, Óháðir fengu tvo og Sósíalcreditflokkurinn mun eiga 14 menn á næsta þingi. Frjálslyndi flokkurinn fékk nú 108 en hafði 147 og Ihaldsflokkurinn fékk 107 og hafði 73. Bæði Frjái.slynda og Ihaldsflokkinn skortir um tuttugu þimgsæti til að hafa meirihluta í þinginu. Ósigur Frjálslynda flokks- Trudeau: Ösigur hans kom eins og þruma úr heiðskíru loftú ins er mikið áfall fyrir hinn vinisæla forsætisráðherra Trudeau, sem vann glæstari kosningasigur fyrir fjórum árum en dæmi eru til í Kan- ada. Ósigurinn er líka meira en áfall, hann kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, því að eftir framvindu kosninga- baráttunnar að dæma sýndist Trudeau vera sigurstrang- legur i betra lagi. Kanadamenn bjuggu iðu- lega við miinnihlutastjómir og það er naumast fyrr en Trudeau sigraði 1968, að rík- isstjóm hafði svo traustan meirihlíuta að baki sér. Enda þótt vísast sé, að endurtaln- ing muni breyta myndinni lítillega, er með ólíkindum að hún gæti i meginatriðum breytt þessum, sem nú liggja fyrir. David Lewis, forystumaður Nýdemókrata sagði, eftir að úrslitin lágu fyrir, að hann myndi ekki taika þátt í stjóm arsamstarfi, hvorki með Ihaldsflokknum né Frjáls- lynda flokknum. Aftur á móti kvaðst hann vera tii við- ræðu um, að flokkur sirnn styddi minníhliutastjóm, svo fremi hún réðist tii atlögu gegn atvimmuileysinu í land- inu, háu verðlagi og núgild- andi skattakerffl. Þó svo að Nýdemókratar fengjust til að styðja rikisstjórn amn- arra tveggja stóru flokkanna, er samt sem áður ljóst að meirihluti hennar yrði mjög naumur. Menn velta því fyrir sér, hvaö valdið hafi þessum smöggu straumhvörfum í kosningunuim. Fáir höfðu ætlað Stanfield þann hlut Stant'ield: Fæsturn þótt.i hann sigurstranglegur. sem hann fékk og flestir voru sammála um að Trudeau yrði ekki í neinum vandræðum með að halda meirihluta. Það sem Frjáls- lynda flokknum kom líka verst var það mikla afhroð, sem hann beið í Ontariofylki, einu fjölmennasta i laindinu. Þar geisaöi „Trudeauæðið" svokallaða fyrir fjórum ár- um, en nú styrkti Ihaidsflokk urinn stöðu sina þar svo að um munaði. í Quebec fékk Frjálslyndi flokkurinn hins vegar 56 sæti af 74 og er þar eitt sterkastia vígi hans. 1 kosningabaráttunni lagði Trudeau ofurkapp á tvennt: „landið er sterkt og öflugt" og „kanadiski draumurinn", eins og þetta var kall- að. Hamn var sagður ná sér einna bezt á strik, þegair hann ræddi af fjálgleik um bjartar framtíðarnriyndir í kanadisku þjóðlifi, að sjálfsögðu undir forystu Frjálslynda flokksins. Hann hefur að mestu sneitt hjá gagnrýni andstæðing- anina, sem bentu á atvinnu- leysið og verðbólguna. Taldi Trudeau það ekki tiltökumál, það hlyti að fylgja í kjölfar aukinnar sjálfvirkni í iðnaði. Og Trudeau hefur að mörgu leyti komið vel fyrir í kosn- ingabaráttunni, enda þótt sér- fræðingar sumir segi nú, að eldmóðurinn sem fylgdi mál- flutoimgi hans og framkomu fyrir fjórum árum, hafi dvin- að talsvert. Trudeau er ágæt- lega máli farirun og á gott með að koma fyrir sig orði, undirbúninigslaust. Hann þótti' og stianda vel að vigi vegna þess að hann er jafnfær á ensku og frönsku og margir hafa talið hainn hæfastan stjómmálamanna til að halda landinu samian. Stanfield, sigurvegari kosn- inganna, hefur lagt megin áherzlu á atvinnuleysið, hlut- skipti eftirlaunafólks í auk- inni dýrtíð í landimu og til- hneigingu Trudeaus til ráð- ríkis og þótta. Stanfield þyk- ir standa Trudeau verulega að baki í mælskuiist og er seinn að koma fyrir sig orði. Engu að síður er hann tal- inn traustur stjórnmáiamað- ur og heiðarlegur i betra lagi og aiugljóst er að mál- flutninigur hans og einörð kosni n gaba rát ta hans hefur fallið kjósendunum mæta vel í geð. Harðasti baráttumaður þriggja aðialflokkanma hefur svo verið David Lewis, for- maður Nýdemókrataflokks- ins. Hann hefur gert harða hríð að „ómagafyrirtækjun- um“, sem hann hefur nefnt nefnt svo og hann benti ótæpilega á, að ríkið hefði hlynnt að stórfyrirtækjum með styrkjum og ívilnunum í sköttum, á kostoað hins al- menna borgara. Þess skial þó gætt að formaður svo lítils flokks sem Nýdemókrata- flokkurinin er, getur að sjálf- sögðu gefið mun afdráttíir- lausari og óábyrgari yfírlýs- ingar en foT-ystumenin íhalds flokksins og Frjálslynda flokksins. Enn er of snemmt að spá, hver verður þróun mála í Kanada en augijóst er að sú stjórn, sem þa,r verður mynd uð verður anmað hvort minni- hlutastjóm eða ríkisstjóm með veikan meirihlutastuðn- ing á þingi. Svo kann þvi að fara að efna verði til nýrra kosniinga í landinu, áður en langir tíma líðia fram. David Ijewis: Segrist ekki fara í rikisstjórn, en heitir stuðn- ingi með ýinsum skilyrðiun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.