Morgunblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1972 Byg-gringar Vélsmiðjunnar Héðins h.f. við Seljaveg. V élsmiðj an Héðinn hf. 50 ára í dag Vélsmiðjan Héðinn h.f. er 50 ára í dag, en hiin var stofnsett hinn 1. nóvember 1922 af Bjarna Þorsteinssyni, vélfræðingi og Markúsi ívars syni, véistjóra. Markús og Bjarni keyptu smiðju Bjarn- héðins Jónssonar, jámsmiðs, sem hann hafði starfrækt í Aðalstræti 6B og var kaup- verðið 60 þúsund krónur, en starfsemi smiðjunnar hafði þá legið niðri í 2 ár eða frá andláti Bjarnhéðins. Á Aðal- stræti hafði verið járnsmiðja allt frá 1895, er Sigurður Jónsson frá Hliðnesi á Álfta- nesi hafði hafið þar járn- smiðjurekstur. Bjarnhéðinn var nemandi hans og keypti smiðjuna um aldamótin. 1 virðingarskyni við minningu Bjamhéðins var smiðju þeirra Bjarna og Markúsar gefið nafnið Héðinn. Stofnun fyrirtækisins stendur því á gömlum merg, í fyrsta iðnað- arhverfi borgarinnar, þar sem Skúii landfógeti hafði staðsett Innréttingar sínar 170 árum áður. Smiðja Bjarnhéðins mun hafa verið mjög fábrotin. Hún var í 60 fermetra hús- næði og var vélakosturinn lit ill, tveir rennibekkir, knúnir olíuhreyflum, handsnúin bor vél og fótstigin smergel-skifa. Starfsmenn Héðins voru fjór ir að tölu, er smiðjan hóf starfsemi sína, en tveimur mánuðum síðar voru þeir orðnir sjö. Vélum og áhöldum fjölgaði jafnt og þétt og 1926 var keypt fyrsta rafsuðutæk- ið, sem íslendingar eignuð- ust. I>að var í eigu Héðins. Ekki var að undra, þótt vel gengi, því að dugnaður og áræði stofnendanna var mikið og gott samstarf þótti einkennandi fyrir þá félaga. Þeir höfðu átt sér hugsjón, sem var að stofnisetja hér fuHkomna vélsimiðju, sem bæði gæti annazt vélaviðgerð ir og smiðað ýmáss konar áhöld og vélar. I Reykjavik voru starfræktar nokkrar minni smiðjur fyrir fyrri heimsstyrjöldina, en áhalda- eign þeirra var mjög bág- borin, enda var þá nær ein- göngu um eldsmiði að ræða. Með komu togara í eigu Is- lenidinga færðust viðgerðir þeirra meira og meira yfir á islenzkar hendur og er Raf- magnsveita Reykjavikur tók til starfa 1921, urðu brátt straumhvörf í öllium iðn- rekstri í bænurn, olíuhreyf'l- arnir viku fyrir rafhreyflum. Fyrstu ár Héðins var meg- inverkefni smiðjunnar véla- og skipaviðgerðir, aðallega á botnvörpunigum, sem áður er getið. Erfiðleikar voru þó á slíkum viðgerðum, þar sem enigin dráttarbraut var þá til í landinu til þess að taka skipin á þurrt, en á árunum 1932 til 33 lét SMppfélagið í Reykjavík h.f. gera tvær dráttarbrautir og var þá fyrst unnt að taka á land til viðgerðar botnvörpunga og minnstu millilandaskip. Árið 1932 til ’33 lét Slippfélagið í ar Stálsmiðjuna h.f. Járn- steypuna h.f. stofnuðu sömu fyrirtæki síðar eða árið 1941. Óx svo starfsemi Héðins ár frá ári, þótt starfsemin hafi oft verið erfiðleikum bundin á árunum fyrir heimsstyrjöld ina síðari. 1932 gerðist fyrir- tækið brautryðjandi hér með smiði fullkominna lifrar vinnslutækja og á árunum 1936—‘37 byggði Héðinn fjór ar síldar- og fiskmjölsverk- smiðjur. Heimsstyrjöldin 1939 til ‘45 olh mikilli breytingu í sögu Héðins, þvl að þá fluttust all- ar véla- og skipaviðgerðir inn í landið og tekin var upp margháttuð nýsmíði á tækjum og vélum er áður voru fliutt inm erlendis frá. Full'komnar fiokkunarviðgerðir skipa voru og framikvæmdar, í sam- vinnu við Stálsmiðjuna og smíðaðar voru vélar í síldar- og fiskmjölsverksmiðjur og hraðfrysti'hús landsmanna. Á sama tima stórfjölgaði starfs- fól'ki fyrirtækiisins. Sifellt uxu kröfur þær, sem gerðar voru til járniðnaðarins og vegna síaukinna verkefna Héðins m’argfal'daðist starf- semi fyrirtækisins. Dreifðist hún víða u.m bæinn, vegna þrengsla í heimkynnum simiðj unnar við Aðalstræti. Var því vorið 1941 hafizt handa um að reisa núverandi húsa- kynni Héðins við Seljaveg og brátt fjuttist starfsemin úr Aðalstræti. Gólfflötur smiðj- unnar var orðinn 489 fer- metrar, er smiðjan fluttist þaðan. Hefur uppbygging húsa fyrirtækisins síðan far- ið fram í áföngum og nú er gólfflötur þess orðinn 13.000 fermetrar og hefur því meira en 200 faldazt. Bygg- ingunum er skipt i deildir eft ir hinium margvíslegustu verkefnum, sem unnin eru. En stórhýsið við Seljaveg gerðist þröngt og árið 1966 var stofnsett útibú frá Héðni í Garðahreppi, sérstakt félag Garða-Héðinn hf. og eru helztu verkefni þess fram- leiðsla stálgrindahúsa, svo og sandblástur og grunnun smíðaefnis í þar til gerðri vélasamstæðu, sandhverfum er keypt var til landsins 1971 og er eina vélin sinnar teg- undar á íslandi. Fyrsta disilvélin var smið- uð í Héðni. Var hún sýnd á Iðnsýningunni 1952, en það ár varð fyritækið 30 ára. Þá tvo áratugi, sem siðan eru liðnir hefur fyrirtækið eflzt og dafnað. Árið 1953 kom það á markaðinn með stóra og mikla ísvél og 1954 var tekið i notkun fyrsta soð- kjarnatækið, er srníðað var í Héðni fyrir síldarverksmiðj- una á Kletti í Reykjavík og síðan hafa fleiri verksmiðjur fengið slik tæki, se-m auka mjölframleiðs'luna um 20%. Víðtækar tilraunir voru gerð ar með litlum reynslutækjum áður en framleiðslan hófst og fékkst þar hagnýt reynsla. Einnig lagði Héðinn í nokkurra ára tilraunir áður en framleiðsla isvéla hófst, en þær komu fyrst á markaðinn 1956 og hafa þær m.a. verið sendar til Noregs. Síðasta nýj ungin á framleiðsiliusviðinu fyrir frystiiðnaðinn er smíði hraðfrystitækja með álplöt- um. Héðinn hefur séð um byggingu nær allra síldar- verksmiðja á Austurlandi og Suðvesturlandi. Fyrstu árin veittu stofnend undurnir fyrirtækinu for- stöðu. Bjarni andaðist 1938, en Markús 1943. Árið 1942 tók Sveinn Guðmundsson, vél fræðinigur við framikvæmda- stjórn og hefur veitt fyrir- tækinu forstöðu síðan. Stjórn Héðins h.f. er ein- göngu skipuð konum og hef- ur svo verið um margra ára sfeeið. Stjórn er þannig skip- uð: Guðrún Markúsdóttir, for maður og meðstjórnendur eru Sigrún M. Mötler og Kristín Sveinsdóittir. Héðinn hefur alls þau 50 ár, sem fyrirtækið hefur starf að haft 554 nema. Að jafnaði starfa við fyrirtækið um 200 manns og hafa 72 starfs- mannanna starfað í 10 ár eða lenigur. Elzti starfsmaðurinn á 48 ár að baki og þessi ár hefur fyrirtækið greitt laun að upphæð 626 milljónir króna. Meðal starfsfólfesins er starfandi starfsmannafé- laig og er félagslif mieð mikl- um blóma. Á þess vegum er eini karlakór iðnaðarmanna í Reykjavík, en markmið fé- lagsins er að aufea kynni með al starfsfólksims, halda uppi fræðslustarfsemi, íþróttaiðk- unum og skemmtanalifi. 1 tilefni 50 ára afmælis fyr irtækisins hefur verið komið upp sýninigu, sem gefa á yfir- sýn yfir liðin ár í sögu þess. Eru þar ými'sliegar minjar um þá menn, sem skópu fyr- irtækið. Margt listaverka er á sýningunni, bæði listaverk gerð af starfsmön'num Héðins og öðrum. Á sýningunni er einnig horft tii framtíðarinn- ar og þar eru teikninigar af næsta stórverkefni fyrirtæk- isins, mikilli ísvél, sem fram- leiða á 35 tonn af skelís á sólarhring, en hingað til hef- ur Héðinn smíðað ísvélar, sem geta framleitt á sólar- hring 18 tonn af skelís. Gert er ráð fyrir að fyrsta vélin kositi um 5 mi'Bjónir króna, en söluverð hennar verður kanniski hálf önnur milljón. Þannig er fyrsta smíðin dýr- ust — starf brautryðjandans kostar peninga, en framþró- unin krefst sinna fóma og töluvert þarf til að halda for ystuhlutverki í iðnaði sem öðru. Sveinn Guðmundsson, forstjóri með sveinsstykki sitt hring skera. Frá sögusýningunni um Vélsmiðjima Héðin h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.