Morgunblaðið - 12.11.1972, Side 26

Morgunblaðið - 12.11.1972, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1972 EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Uað má vafalítið segja, að fiestir menn skynji sjálfa sig í senn sem einsitaltóSng og múgmenni. Orsök þess, að löig eru sett og siðareglur, er ekíki sízt sú, hversu grópað- ur sá tvlþætti sikilningur á eigin eðdi er í huguim manna. Flest það, sem miður fer í manntegri sambúð, á að meira eða minna leyti reetur að rekja til þess, að einstakling- urinn setur hvatir sinar skör hærra högum mannfélagsjns þar, sem þetta tvennt getur ekki með góðu móti farið sam an. — 1 víðari skilningd mætti ef til vill segja hið sama um samtbúð þjóða í álfum og hvers kyns banðalöigum. Heimspekingurinn brezki Ðertrand Russell sagði ein- hverju sinni, að þjóðernis- hyggja vaeri stærsti þröskuld urinn í vegi þess, að þjóðir gætu sameinazt utan þjóð- legra marka. Og væri því, sagði hann, hið mesta ger- eyðingarafl mannkynsins. Hvað sem um þá kenningu má segja, er hitt ijóst, að þrátt fyrir fagurgala skeikar ósjaldan að sköpuðu um við- brögð þjóða — og einkum hinna máttarmeiri, — ef eigin hagsmumir ganga í berhögg við það, sem væri samfélagi þjóðanna ótvírætt fyrir beztu. En hvort sem rnenn hafa stuðQað að því með samningagerðum eða svo hef- ur orðið fyrir stjómlausa þró un, þá hefur heimurinn fram til þessa verið margskipt'ur í mismunandi áhrifasvæði. í>ar hefur að sjálfsögftu sumit orð- ið til góðs, en anmað til baga. SHkt veróur á hverjum tima að meta svo, sem efni standa tif og víð íslendingar ekki síður en aðrir. Margvislegar hafa þær huig sjónir verið, sem öfflu vildu fóma fyrir samruna og út- strikrun landamæra I einni mymd eða annarri. En reynd- in hefur brugðizt þeim, þar sem þær báru meinin í sjáStf- um sér, svo sem airæðis- hneigðin í alþjóðahyggju kommiúnismans ber einna gieggstan vott um. Brezka heimsveldið i óskamynd sinni þar sem sólin gekk aldrei til viðar, heyrir nú sögumni til, og nýiendustefna hinna gömlu stórveida er að engu orðin. Einmitt nú í dag búa fieiri riki við stjórnarfarslegt sjáifstæði en noikkru sinni fyrr í söigu mamnkynsins. Þrátt fyrir það, sem að framan greindr, hefur hin margviislegasta samvinna þjóða í millj farið vaxandi á undanförnum árum og áratug um. 3>ar ber hæst efnah-aigs- máiín, auk þeirrar viðleitni að afstýra með hemaðarsam- vinnu nýjum heimsátökum. Hér lltur að sjálfsöigðu sínum augum hver á silfrið. Mörg- um finnst hvers kyns varnar samvinna af hinu ilia, án þess raunar að séð verði, hvort þar sé á ferðinni úlfur í sauðargæru. Aðrir eru meiri raunsæismenn. Á viðskipta- sviðinu hefur vissulega miargt áunnizt í samskiptum þjóða, og nú er svo langt gengið, að surnir hverjir eru í Efnahagsbandalagsvímu farnir að sjá dra>umsýn í Bandarikjum Evrópu. Hverju fram vindur, er að sjáilfsöðu erfitt að spá, en rtœrrí má geta, að fullveidis- skerðing af minnsta tagi verði mörgum þyrnir I auga, svo sem m.a. má marka af andstöðu Norðmanna, einkum hinna yngri, við inngöngu landsins í Efnahagsbandalag Eivrópu. Að minni hyggju veldurr hér minnstu um mis- munandi afstöðu hinn hefð- bundni dilkadráttur eftir hag kenningum og stjómmála- skoðunum, a.m.k. að því er smáþjóðimar varðar. Þar ræður meiru tiiifinning manna fyrir þjóðerni sínu og sér- kennum. >ess vegna kann svo Pétur Kr. Hafstein. að fara að iokum, að þrösk- uldurinn, sem Ruissel sér verstan, reynist óyfirstigan- legur. Bn hverju sem fram vindur er ijóst, að smáþjóðir á borð við hina íslenzku njóta veru- legrar sérstöðu. Arfur Islend inga er mikill að vöxtum og um fiest frábrugðinn því, sem gerist með öðrum. Forn menn ing og varðveizla þjóðem- is og tungu er vitanlega ekk- ert einsdæmi, en engu að síð- ur mikils virði. íslenzka þjóð in sat um aldir við annað frekar en nægtabrunma ver- aidlegra gæða, en hafði að sama skapd viðurværi af öðru því, sem ber lífsneist- ann í sjáltfu sér. En nú er öld in önnur og Island í þjóð- braut. Nýjar viddir móta Ms- stilinn. Sam.skiptli við aðrar þjóðir, hvort heidiur er fá- memnar eða mannmargar og mikils megandi, eru ekíki ein- asta óumflýjanleg, heldur og lífisnauðsyn. Nauðþurftum gætum við að visu séð okk- ur fyrir, en án viðskipta við aðna yrði með engu móti rek- inn hér veisældarbúskápur að hæfi nútiðar. Og mennimg þjóðar, hversu rótskotin og skapandi sem hún er, megnar ekfci að vera sjálfri sér næg um allan aldur. Án þess að vera í senn alþjóðOeig og sér- kenni einmar þjóðar, er hún dæmd undir tímans tönn. En mestu skiptir sjáií þjóð emiskenndin, sá Jífiskraftur þjóðarinnar, sem hefur gefið henni þrek tii að þoia. í>að hefur verið sagt, að sjáJtfstæð isbarátta Islendinga sé óroía tengd tilveru þjóðarinnar og geti einungis lyktað á einn veg, þ.e. með ósigri. Sá ósig- ur getur falizt hvort heJdur er í einangrum eða yfirganigi annarra. f>ess vegna ríður Is- Jendingum á mestu að bind- ast enguim þeim samtökum við erlenda, er leitt gætu til m-innstu skerðingar á ful- veldi og sjáJlfsfOrráðum, en vera þó jafnan vdrJtír í sam- skiptum iýðræðisríkja, sjáJf- um sér til gæfu og gengis. í>að er þvi sízt úr vegi að minnast þess j’afnan, þá er menn íhuga stöðu ísiands meðal þjóða, að engan veginn er allit sem sýnist. Hitt er sönnu nær, sem Hamlet kvað: „Fleira er til á himni og jörðu, Hóraz, en heimspekina okkar dreymiir um.“ Pétur Kr. JfafsteBti. Sæmi og Fischer Fra.mhaíd af bls. 24. Bobby, gæti umgengizt hvern sem væri, en þegar menn voru að spyrja Bobby að því hvort hann væri nú eins sérvitur og slæmur í umgengni eins og af væri látið, sagði hann aJItaf: „Spyrjið Sæma“, og ég hafði ekki undan neinu að kvarta. Annars held ég að Bobby hafi ekki áður átt góðan vin sem hann treysti, en við urðum mjög góðir vdnir. . Með Bob Hope í Hotlywood Skömmu eftir að við koonum til New York var Bobby beð- inn að koma fram í sjónvarps- þætti hjá Bob Hope og bauð hann mér og konunni minni að koona með til Hoilywood, en konan fór ekki, því að heima á ísdandi voru 10 manns í heim- ffi okkar og benni fannst hún verða að fara heirn. Þegar við komum til Holly- wood, sá Bob Hope um okkur til að byrja með og fengum við einkabil, kádiiják með eánka- bílstjóra. Við fórum á eina ætf- ingu fyrir upptökuna og Bobby hafði eitft kvöld tii þess að iíta á handritið fyrir upp- tökuna. Hafði hann reglulega gæman ai umstanginu, blessað mr, og var það nokkuð nýtt. í þessum þætti kom Mark Spitz fram auk Fisehers. Gamanþátt urinn þótti takast vel og tetfldu þeir Bobby og Bob m.a., en það sem Bobby þótti verst vdð Bob Hope var að hann skyldi vera algjör fistour I stoátolistinni. „Hann færði dkki einu sinni löglega leiki," saigði hann, „hvað þá að nokk urt vit væri í þeim.“ Þá voru m.a. grínatriði um það hvort Kissánger hetfði verið að senda honum ráð í einviginu, en Bobby svaraði að hann hefði engin ráð getað gefið, en hins vegar hefði ef til vill annað komið upp úr kafinu ef hann hefði hitt einhverja aí vinkon- ■vm Kissingers. Ég var hálfan mánuð í HoJiywood, en jatfniangan tíma höfðum við áður verið í New York. í báðum borgunum synt- um við mikið og fóntm i langar göniguferðir og oft borðuðum við á kinverskum veitingahús- um. Seinni hluta dags fórum við oft í leikfimi og lyftingar. Fisdher verður í Kalifomiu um sinn við þjálfun, en hann telur að menn verði að vera samhliða í andlegri þjáJíun og likaimlegri til þess að árangur náist. Sá eftir að tefta ekki Bobby hafði boðizt að tefla viða, en hann er að athuga þau tilboð. Hins vegar virtist hann sjá eítir þvi að hafa ek'ki tefit í Skopje á oöympíumót- inu. Hann var í vafa með að hann hefði gért rétt í því að fara fram á svo háa peninga- upphæð, eins og hann gerði. Honum voru boðnir 3000 doll- arar fyrir skák á mótá 1000 do'Jlurum sem aðrir fengu, en hann hafnaði. Ég sagði honum að peningamir væru ekki allt, en hann hafði sínar skoðanir á því eins og svo mörgu öðru. Heimboð stendur í Hvíta húsið Fiscíher hefur ávallt fram til þessa búið á hóteli, en nú er hann búinn að ledgja sér stórt einbýiishús nálægt Hoílly- wood fyrir 225 dollara á mán- uði. Hann sagðist vera orðinin þreyttur á ysnum og þysnum í New York. Þegar ég fór beim var búið að bjóða Bobby í Hvíta riúsið til Nixons forseta, en ekíki veit ég hvað verður úr því. Hins vegar veit ég að Bobby sétti mig efstan á lista sem hann átti að leggja frám um þá sem hann viidi að yrði boðið i hóf- ið. 1 Kalifomiu gerðum við eitt og annað og það var heilt æv- intýri að koma þangað. Þar kynntist ég mörgu frægu fólki og vægast sagt var það ævin- týraheimur að kynnast þvi um- hverfi sem það lifði I, en Fisch er var meira út af fyrir sig eins og hans er vani. Ég ienti í sjónvarpsþætti í Kalifomíu og þar var lifvörður Fischers spurður spjörunum úr, en þennan tima sem ég var í Bandaríkjunum var mikið lát ið með íslenzka lögregluþjón- inn, sem hafði gerzt lifvörður Fischers. Ég fór til dæmis með Fischer á iokahóf 400 kaup- sýslumanna í Los Angeles og þar stóð öll heila hersing- in upp og klappaði fyrir ís- ienzka iífverðinum. Ég haíðd nú lauslegt gaman af þó að þeir væru hinir hátiðlegustu á svipinn og varð hugsað til vinnufélaga minna heima sem allt eins hefðu getað set- ið þarna. Atvinnutiiboð í Kaliforníu Atvinnutilboð fékk ég í Kali- forniu. Eitt var frá söngvara eg sjónvarpsstjömu, Poul Duncan að nafni. Hann bauð mér 2000 dollara á mánuði fyr- ir að vera iifvörður og bil- stjóri hjá sér og einfait væri fyrir mig að taka fjöiskyldu mina með. Hann gekk hart á eft ir mér, en mínar hugleiðingar nálguðust ekkert siíkar hosur. Heim skyldi halda. Duncan vildi ekki taka neiið gilt og sagðist myndu hafa samband við mig seinna, en neituninni kunni hann ekki að taka. Aðstoðar Bobby í framtíðinni? Ég hafði ætlað að halda af stað heim fyrr en raun varð á, en Bobby bað mig að vera svolítnð iengur og tlminn rauk áfram. Bobby tal- aði um það að ég aðstfoðaði hann í keppnum eða siiku síð- ar. Ég sagði að harm skyldi hringja og ekkert kostaðd að athuga málið. Það færi eftir þvi hvað mínir yfirmenn segðu og ýmsu öðru, en við höfum stöðugt samband bæði símleið- is og bréfleiðis. Þegar við kvöddumst gaf Bobby mér 300 dollara og ýms- ar aðrar gjafir. Þótti mér vænt um það. Ég hafði heyrt að Marschali lögfræðingur hans hefði lagt að honum að gefa mér stærri peningaupphæð, en Bobby svaraði þvi til að hann vildi ekki móðga vin sinn. Við kvöddumst með virktum. Bobby varð eftir í Los Ange- les, en ég fór i ferð til San Fransisko til þess að hitta frændur og vini, m.a. Joan systur Bobbys. Baráffa upp á iíf og dauða? Þú spurðir hvort áHt hefði gengið árekstralaust á ferða- laginu i Bandaríkjunum. Reyndar var það ekki svo gott. 1 San Fransisko varð ég fyrir árás þriggja ræningja að nóttu til og kom það sér vel fyrir mig þá að vera i þjálf- un til þess að bregðast við slík um dónum. Ég var á gangi um Market Street laust fyrir kl. 2 um nótt, þegar þrír náungar vtku að mér og báðu um 10 cent. Ég hafði rétt áður gefið smámynt einhverjum sem betliuðu, en gáði þá i vasarm. Tók upp úr honuim 20 dollara seðil, en fann enga smámynt. „Þvi mið- ur ég á enga simámynt," saigði ég, en þá gengu þedr i veg fyr ir mig og einn opnaði hníf. Sá stærsti þeirra, mikill rumur, sió til mín. Ég hafði ekki náð að vikja nógu snöggt undan, því ég var einnig að fylgjast með hnífamanninum og lenti byimingstfast höggið á hálsinn á mér. Rauk ég þó í þennan stóra og notfærði mér judo- kunnáttu mína auk þess að ég öskraði hressilega að fírunum. Náði ég að henda þeim stóra í loft upp og venda honum, en áður en hann skall í grjót- hrúgu á götunni rétt hafðd ég að venda honum aftur svo að hann lenti á bakinu í grjót- hrúgunni, en ekki hausnum. 1 sama mund náði ég taki á þeim hníflausa, sem eftir var og gat hent honum á hnífa- manninn þegar hann kom vað- andi. Rétt í þessu kom mað- ur hiaupandi út úr nætursölu með sprautukönnu, og hrópaði, „Ég sprauta á ykkur, ég sprauta á ykkur." Sá ég strax að hann var að koma mér tii hjálpar, en í könnunni var vökvi sem blindar menn sé hon um sprautað i augun. Þremenn ingarnir voru þá fljótir að koma sér burtu, en þó urðu þeir að fara sér hægt, þvi að sá stóri emjaði og veinaði á haltri sínu í burtu. Niðurkcwn- an úr fluginu hjá honum var heldur ekkert mjúk, að því er virtist. Strax daiginn eftir var ég orðinn stokkbólginn á háls inum, því að sá feiti hafði ver- ið með hringa á hverjum fingri og hafðd ég slæman verk i marga daga. Gat varia hreyft hausinn. Hræddur var ég ekki beinlínis. Maður á ekki vera að þvi að vera hræddur und- ir slíkum kringumstæðum, en geigur hijóp að sjáBtfsög&u i mann á eftir. Það gerði blik- andi hnífurinn. (Innskot blaða manns: Sæmi varð nr. 2 í Is- landsmótinu í judo s.l. ár hér heima). Bobby ætlar aítur tii (siands Áður en ég hélt heim talaði Bobby um að hann hefði huig á að koma til Islancls næsta sumar þegar nóttin væri björt. Ef til viil stanzar hann þó hér í 2—3 mánuði etf hann hefur tíma til og í viðtali við hann í Life segist hann langa til þeiss að kaupa hér hús, ein howum fannst dvölin hér góð. Honum fannst hér bjart og blitt og þó að rigningin fari Ula í suma landsmenn þá fór hún eifcki Dla í hann, blessaðan. Dvölin með honum var ánægjuleg og kynnin við hann sköpuðu trausta vináttu. Við vonumist til þess að hitta hann fljótt aftur, blesisaðan." — á.j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.