Morgunblaðið - 29.11.1972, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1972
Ingvar Jónsson pðst-
varðstjóri — Minning
Fæddur 21. apríl 1907.
Dáinn 19. nóvember 1972.
Ég er alltaf þeirrar skoðunar,
að umhverfi æskunnar móti
manninn mikið, og jafnvel það
umhverfi, sem hann er í áður
en hann skynjar æði og um-
hverfi hins sanna og rétta hjá
sér sjálfum. Þetta er mér í
huga, er ég minnist uppruna og
einkenna Ingvars Jónssonar,
vinar míns og vinnufélaga.
Þetta er mér fremur I huga, að
sama garði það óskynjaniega í
það eru einkenni er bera að
ætt og æði okkar beggja. Ingv-
ar er fæddur undir sunnlenzkri
heiði, þar sem lynggróður og
harðgerðar jurtir vaxa við ónóg
skilyrði, og jafnvel nakin grjót
eru til hlífðar ein fyrir næðingi
kulda og bylja. En svipbrigðd
vestan heiðar eiga önnur í frjó-
um mýrum fyrir austan. Þar er
athvarf.
Foreldrar Ingvars fluttust
með hann ungan til heiimkynna
sinria á Suðurlandi, þar sem sí-
t
Guðrún Sigurðardóttir,
Melhaga 13,
andaðist i Landspitalanum
21. þ.m. Jarðarförin fór fram
í kyrrþey samkvæmt ósk
hinnar látnu.
Árni Stefánsson,
Elín Aðalsteinsdóttir
og f jölskylda,
Jón Sigurðsson.
fext mjógresi mýra veitir frjó-
an arð 1 bú bænda, ekki sízt
þeirra, sem verða að treysta á
eigin vinnu, einyrkja. Áður en
öld ræktunar og tækni hóf inn-
reið sína í sunnlenzkar sveitir,
var hvergi betra að komast af
en á jörðum í Flóa, þar sem
voru nægar og góðar engjar.
Þar var árviss von til heyja, og
þar af leiðandi sæmilegrar af-
komu.
En á heiðskírum degi, hvort
heldur er á sumri eða vetri, er
víðsýni mikið og sérkennilegt úr
Bæjarhverfinu. Fjallasýn til
austurs, norðurs og vesturs, og
endalaust útsýni til hafs. Slikt
verður í draumum æskumanns-
ins mótun nýs sviðs, nýrra og
sterkra þátta, er verða í óræði
sínu undirstaða þess seim grein-
ir sálarlíf hans síðar, gefur því
einkenni skýr og heillandi, og á
stundum aðskilin frá því sem
helzt verður í raun á nýjum
slóðum hjá þeim sem öðluðust
aðra mótun. Svo held ég að hafi
verið um Ingvar Jónsson, eins
og síðar kemur fram í þessu
greinarkorni.
Ingvar Jónsson var fæddur
21. apríl 1907 í Óskoti í Mos-
feilssveit, þar sem foreldrar
hans byrjuðu búskap. Móðir
hans var Ingibjörg Árnadóttir,
en faðir haris Jón Einarsson.
Þau voru systkinabörn af sunn-
lenzkum ættstofnum, sönnum og
heilsteyptum, dugmikil og
treystandi á vinnu og afrakst-
ur starfs bóndans, og völdu sér
lífsstarf í sveit. Þau bjuggu
skamma hríð í Óskoti, en flutt-
ust þaðan að Vaðlakoti í Flóa,
en það er hjáleiga frá Gaul-
t
Sonur minn,
Hilmar H. Sigurðsson,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 30.
nóvember kl. 3 e.h.
Fyrir hönd barna hans og
systkina,
Anna Risberg.
t
Utför bróður míns,
Geirs Aðils,
er lézt 12. þ.m. í Kaupmanna-
höfn, hefur farið fram í kyrr-
þey.
Þakka auðsýnda samúð.
Jón Aðils.
t
Faðir minn,
SIGURJÓN S. SVANBERG,
beykir,
Reykjahlið 10,
andaðist 24. nóvember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 1. desember næstkomandi klukkan 15.
Guðbrandur Grétar Svanberg.
t
MJALtHVfT MARGRÉT LINNET
verður jarðsungin, fimmtudaginn 30. nóvember frá Fossvogs
kirkju klukkan 1.30.
Jóhanna G. Erlingsson, Kristján Gissurarson,
Erlingur Gissurarson, Pétur Gissurarson,
Kristín Gissurardóttir, Öm Gissurarson,
Elísabet A. Brown, Margrét R. Brown.
tengdaböm, bamaböm og bamabarnaböm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORLEIFS ANDRÉSSONAR.
Kristín Jónsdóttir, Máffríður Þorleifsdóttir,
Andrea Þorleifsdóttir, Sverrir Runóifsson,
bamabörn og bamabamaböm.
verjabæ. Ingibjörg var fædd
þar. Þau Ingibjörg og Jón eign-
uðust sex börn, og eru þrjú á
lífi: Þóra gift Kjartani Bjarna-
syni lögregluþjónd, Laufey gift
Halldóri Sigurðssyni starfs-
manni við Langholtsskóla, og
Árni bóndi í Vaðlakoti.
Ingvar Jónsson ólst upp í
Vaðlakoti í hópi glaðiyndra
systkina, við fjöaþætt og marg-
vísleg störf sveitarinnar, mótað-
ist ungur af félagshyggju.
Hann varð snemma félagslyndur
og þekkur og góður félagi. Við-
horf hins daglega voru mótuð af
anda breyttra hátta, er höfðu
skýr og sterk áhhrif á æsku-
menn í sveitunum á uppvaxtar-
árum Ingvars, og voru boðberi
nýrrar aldar í landinu. Ingvar
var þegar i æsku einlægur fé-
lagshyggjumaður og vaildi það
eitt til fylgis er var bundið við-
sýni og djarfleik eins og birt-
an í hinum víða sjónarhring frá
æskuheimili hans.
Ingvar fór ungur að heiman.
Fyrst var hann við sjó, en hon-
um féll ekki sjómennskan, og
leitaði því brátt á önnur mið.
Hann fluttist til Reykjavíkur
og stundaði þar margs konar
störf. Hann var um skeið í Páls
bæ á Seltjarnamesi, og síðar í
Laugarnesi hjá frændfódki sínu,
og vann þar margs konar vinnu.
Hann minntist alltaf á dvölina í
Laugamesi af mikilli ánægju,
enda batt hann sanna og trausta
vináttu við fólkið þar.
Árið 1935 hóf Ingvar störf við
pósthúsið í Reykjavík og var
þar bréfberi til ársins 1954.
Fyrst var hann bréfberi í Mið-
bænum. En brátt fékk hann
fastahverfi í Vesturbænum og
bar þar út af mikilli samvizku-
semi og vann traust og vináttu
fólksins, svo það dáði hann og
virti, treysti honum eins og
bezta vini. Ingvar umgekkst
fólkið af mikilli háttvisi, og var
að öllu leyti til sannrar fyrir-
myndar í starfi sínu. Ég efast
um, að það hafi verið maxgir
embættismenn þá, er voru eins
virtir og vinsælir og hann í
starfi sínu. Hann naut einnig
vináttu og trausts yfirboðara
sinna. Ingvar var sannur í starfi
sínu dyggur og samvizkusamur.
Það er gott og hollt íyrir stofn
un að eiga slíkan starfsmann.
Árið 1954 urðu þáttaskil á
ævi Ingvars. Þá varð hann
póstafgreiðslumaður í bréfbera-
deildinni og varðstjóri í sömu
deild árið 1966. Ingvar var mjög
vinsæil í starfi sínu í bréfbera-
deildinni eins og í fyrra starfi.
Fólkið treysti honum og leitaði
til hans sem vinar, holls vinar,
er alltaf átti ráð, er dugðu, allt-
af sá leið sem var fær. Hann
bar ekki á sér korða valds-
mannsins, en hann var sannur
félagi, hollur og góður, sannur
í raun, líöliátur og heill. Hann
var einlægur fylgismaður fé-
lagshyggju í stéttarmálum, og
alltaf boðinn og búinn til að
taka virkan þátt í málefnum
vinnufélaga sinna. Lífsviðhorf
hans voru mótuð af þessu í rík-
um mæii.
Ingvar kvæntist eftirUfandi
konu sinni Lilju Eiríksdóttur 1.
maí 1954. Þau vom mjög sam-
rýnd og samhuga um að móta
skemmtilegt og fallegt heimili.
Ingvar reyndist bömum henn-
ar sem bezti faðir, hjálpaði þeim
og leiðbeindi á ailla Iiund.
Ingvar Jónsson varð eins og
flestir póstmenn að vinna auka-
vinnu utan stofnunarinnar til
þess að hafa nægiilegt til hnlfs
og skeiðar. Hann vann oft við
innheimtu og fleira. En á seinnl
áruim vann hann hjá Austurbæj
arbíói við margs konar kvöld-
vinnu, og var þar i miklu áliti,
jafnt hjá húsbændum sínum og
viðskiptavinum. 1 þessu starfi
endurnýjaðist gömul og góð vin
átta hans við frændfóikið frá
Laugarnesi, er reyndist honum
sem fyrr traust og gott.
Bráðlega eftir að ég hóf störf
í póstinum kynntist ég Ingvari
Jónssyni. Hann varð mér geð-
þekkur fyrir margt, en ekki sízt
það, að yið áttum sömu slóðirn-
ar í æsku. Hann var ef til viU enn
meira láglendisbam en ég, sann
ari af gerð þess, einkennum og
rökum. En hitt var mest, að
hann var góður féttagi. Hann
sMldi manna bezt, að það var
mest og dyggðugast af öllu að
hjálpa lítilmagnanum, rétta
kjör hans og treysta stöðu hans
í samfélaginu. Ingvar vaur sann-
ur í þessu, heill og traustur.
Frá þvi hvikaði hann aldrei.
Ég veit, að ég mæli fyrir
marga starfsfélaga hans, að við
söknum harxs sem tryggs og
góðs vinnufélaga, skemmtilegs
starfsfélaga í virikri önn hins
gráa hversdagsleika. Það verð-
ur svipminna á deildinni hans,
þegar hann er þar ekki lengur.
En minningin um góðan dreng
iifir. Til hennar er gott að
hverfa.
Ég samhryggist konu hans,
Lilju Eiríksdóttur, systkinum
hans og öðrum ástvinum. En
hluttekning mín er full við leið
ariok í þeirri vissu, að leiðin er
ekki á enda, aðeins skil á dvöl
í áningarstað. Framandi er
margt í mannheimum, en ef til
vill er það ennþá meira og þver
ara, þegar haldið verður af stað
úr áningu. Þar tekur það óskilj
anlega við. En þau eru landa
mæri mest til óvissu. Þar eru
dulin skil óskiljanlleg en viss.,
Jón Gíslason.
KVEÐJA FRÁ
PÓSTMANNAFÉLAGI
ÍSLANDS
1 fjórða sinn á þessu ári sjáum
við póstmenn á eftir góðum
félaga og hæfum starfsmaixni.
Þetta er mikið skarð fyrir jafn-
sérhæfða sfcarfsstétt og okkar.
Ingvar Jónsson var maður með
afbrigðum tnaiustur og trúr, bæði
í starfi og sem viniur. Hann hef-
ur verið okkur hiinum góð fyrir-
mynd og stöndum við í mikilli
þakkarskuld fyrir þau áhrif og
glöggu spor, sem hann skilur
eftir sig.
1 nær fjörutíu ár starfaði
Ingvar á pósthúsinu í Reykjavík
og tók einatt virkan þátt i félags-
starfi PFl. Hann hafði sánar
ákveðnu skoðanir á flestum mál-
um og var óragur við að láta
þær í ljós. Og þótt hann væri
ekki alltaf sammála stjóm félags
ins á hverjum tíma, þá var hann
ævintega hirm trausti félags-
maður, þegar á samtakamáttmn
reyndi.
Póstmenn þakka Ingvari Jóns-
syni samveruna. Megi Drottínn
blessa minnmgu hans.
1 dag er gerð útfjör Ingvars
Jónssonar póstvarðstjóra frá
Fossvogskirkju. Ingvar lézt á
Borgarsjúkrahúsinu 19. þ.m. eft
ir stutta legu.
Ingvar Jónsson fæddist í Ós-
koti, Mosfellssveit 21. apríl 1907.
Hann var sonur hjónanna Jóns
Einarssonar og Ingibjargar Áma
dóttur er þar bjuggu. Ingvar
fluttist ungur með foreldrum og
systkinum að Vaðlakotí í Gaul-
verjabæjarhreppi og ólst þar
upp. 1932 fluttist hann til
Reykjavíkur og þrem árum
seinna hóf hann störf á póst-
húsinu. Fyrstu tvo áratugina
sem Ingvar var á pósthúsinu,
vann hann sem bréfberi og hafa
fáir verið lengur í því starfi,
enda hefur það löngum verið tal
ið með erfiðari störfum. 1956
var Ingvar skipaður póstaf
greiðslumaður og 19*36 póstvarð
stjóri og gegndi harin því starfi
til æviloka.
Ingvar kvæntist 1. maí 1954 eft
irlifandi konu sinni Lilju Ei-
ríksdóttur. Þeim varð ekki
barna auðið en Lilja hafði eign-
azt þrjú börn I fyrra hjóna-
bandi. Þeim reyndist Ingvar
alla tíð sem bezti faðir.
Ingvar var hreinskiiinn og
skapmi'kiiíl maður, sem jafnan
kom til dyranna eins og hann
var Mæddur.
Þótt hugurinn sé fullur trega
við lát hans er mér hugljúft að
rifja upp náin kynni, sem ég
hafði af þessum göfuga mannL
Þeim póstmönnuim fækkar óðum
í tölu lifenda, sem ég kynntist
er ég ungur hóf störf hjá póst-
þjónustunni fyrir rúmum þrem
áratugum síðian. Ingvar var
einn af þeim fyrstu sem ég
kynntist þar, og nú er mér það
minnisstætt hvað hann tók mér
strax vel og var fús að leið-
beina í starfi. Það hlýtur að
verá hverjum ungum manni sem
er að hefja lífsstarf sitt mikil-
vægt að kynnast slíkum mönn-
um. Ég veit að þeir sem störf-
uðu með Ingvari gátu ekki kos
ið sér betri ' vinnufélaga en
hann. Hann barðist ötullega fyr
ir bættuim kjörum bréfberastétt
arinnar á þeiim árum sem hann
vann sem bréfberi, oig alla tíð
síðan lét Ingvar kjör þeirira sig
miklu varða. í þeim efnum var
hann ólikur ýmsitm er unnið
hafa sig upp hjá stofnunirmd en
gleymt sínum fyrri döguim.
Nokki'um dögum fyrir andlát
sitt áttí ég tal við Ingvar. Hann
ræddl við mig um framtíðar-
verkefni í sambandi við starfið,
og meðal annars ræddi hann um
að við færum í ferð uim póstum-
dæmi Reykjavíkur, strax og
hann hresstist. Sú ferð var
aidrei farin.
Ingvar átti við vanheilsu að
striða síðustu þrjú ár ævinnar
og vcwu það mikil viðbrigði hjá
manni sem alltaf hafði gengið
heill tíl skógar. Oft mætti hann
til vinnu þótt sárþjáður væri, og
hann vann meðan dagur entist.
Ekki mun Ingvari hafa verið
um það gefið að skrifuð yrði um
hann lofgrein, en þó vil ég
minnast hans sem einis bezta
og traustasta samstarfsmanns
míns í gegnum árin.
Að lokum vil ég lofa þá gest-
risni, sem ég varð aðnjótandi á
heimiii þeirra hjóna og við þig
kæra frú Lilja vil ég segja
þetta:
Mildi þér trega
mdnningin
um góðan dreng.
Blessuð sé minning Ingvars
Jónssonar.
Reynir Ármannsson.
i
i
SKILTI A GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent sf Nýlendugötu 14
sími 16480.