Morgunblaðið - 29.11.1972, Síða 28

Morgunblaðið - 29.11.1972, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1972 SAGAN hjónamna, sem vinnia hjá okkur. Ég spurði þau, hvort þau hefðu séð nokkuim á lóðiinim eða heyrt í bil og Victor sagði svo ekki vera. Vitanlega er garðyrkj u- maminskofiin'n spöikorn frá hús- inu. En ég get bara ekki skilið, hvemiig nokkur hefði getað kom izt imn í húsáð. Ef eiwhver vill á anmað borð komast imm í hús, þá tekst það venjulegia, sagði Cal. — Ég aetla að fá mér í glas. Nei, hugsaðu ekki um það, sagði hamn við Bianche, þegar hún ætlaði að standa upp. — Ég rata Mka fram í búr. Enginn sagði neitt meðan Cal gekk hröðum skrefum yfiir gljá- fægða gólfið og fótatak hams dó út, þegar hann kom á teppið í borðstofuimm, en allir hlustuðu samt. Það marraði í búrhurðinind, eims og Jenny kaninaði'st svo vel við — það hafði alltaf mairrað i hennii. Henni fannist húsið of stórt og of tómt — en þennain tómleika hafði hún aldrei orðið vöir við, meðan hún átti þar heima. Það vair svo þögult, *að þau heyrðu skelliinn í hurðiinnd á kæiliskápnum. Svo marraði aftur í búrhurðinni og Cal kom stikandi gegnum borðstofuna og inn í bókastof- una, með glas í hendi. Hann sett ist niður. — Það er allt í lagi, dyrnar eru allar læstar, og eld- húsgluggamir sömuleiðis. Eng- inn virðist hafa komið inn. Haf- ið þið leitað í húsinu? Blanche rak upp ofurlítinn hlátur. — Leita hérna i húsinu! Pétur gekk fram, svo að Jenmy sá hann. Hann var í gömlum innijakka, sem hún mundi vel eftir. Andlitið var gjörsamlega sviplaust. —- Nei, það gerðum við ekki, Cal. Við vorum fyrst og fremst að hugsa um Fioru. En við hlytum að hafa orðið þess vör, ef einhver hefði komið inn. En kannski væri nú samt betra að leita í húsinu. — Seiseinei, sagði Cal rólega. — Það gerir lögreglan fyrir okk ur. Hvað heitir þessi læknir þinn hérna, Pétur? Grannur líkami Blanche stirðnaði upp. Hún leit á Pétur en ávarpaði Cal. — Ég var búin að segja þér, Cal, að það er eng- in þörf á því. Og ég er alveg viss um, að Pétur kærir sig ekki um að fara að sækja lækni. — Það þarf engan Pétur til þess. Það skal ég gera sjálfur. Hvað heitir hann, Pétur? — Það verður allt í lagi með Fioru, sagði Pétur snöggt. Hann þagði andartak, en sagði svo ein beittlega: — Ég bara missti stjóm á mér þarna fyrst. Það kom sjaldan fyrir, að Pét- Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember nk. kl. 21.00 í Átthagasal Hótel Sögu (Nýja salnum). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsvist. STJÓRNIN. Hiingt eftii miðncetti M.G.EBERHART ur missti stjórn á sér, því að yrði hann reiður eða kæmist í einhver vandræði, var hann lík- legri til að verða ískaldur og seinn í öllum hreyfingum og við- brögðum. Cal lyfti brúnum. — Þú sagð- ir, að þú yrðir e. t. v. kærður fyrir morð. Eða öllu heldur morðtilraun. Fiora rétti úr sér. — Pétur! Þú hugsaðir aðeins um mig. Þú varst hræddur um, að ég væri slösuð og ... Pétur leit ekki á hana. — Auð vitað var ég fyrst og fremst að hugsa um þig. En eins og ég sagði, þá missti ég stjóm á mér. En þetta reyndist nú vera lítil- fjörlegt slys, og ég vildi helzt ekki vera að fara með það í lög- regluna. — Hvers vegna ekki? spurði Cal. — Af því að ég vil það bara ekki. Það er engin þörf á því. Cal sneri sér að Fioru. — Viltu ekki fá lækni, Fiora? Blanche kann að vera fær um hjálp í viðlögum, en þú vilt nú samt ekki deyja af þessu? — Deyja? sagði Fiora og glennti upp augun. — Hann heit ir Goodwin. Hringdu í hann! — Gott og vel, sagði Pétur rólega. — Ef þú vilt fá la;kni, skal ég ná í hann. — Hugsaðu ekki um það, sagði Cal. — Ég skal ná í hann. Svo stóð hann upp og gekk fram í forstofuna. Blanche sagði: — Náttúrlega kemur þetta mér ekki við. En mér finnst nú samt, Pétur, að þetta geti orðið óþægilegt fyrir þig. Komizt í blöðin. „Frú Pétur Vliedam gerir tilraun til sjálfs- morðs.“ Fiora rétti enn snöggt úr sér. Hún strauk aftur ljósa hárið, sem var sítt um fallega andlitið. — Ég gerði enga tilraun til sjálfsmorðs. Það var einhver, sem skaut á mig. Hættið þessu. ÉG vil ekki deyja. Ég vil fá lækni. -— Þú deyrð ekkert, elskan, sagði Blanche. Hún hallaði sér fram, svo að birtan féll á allt fallega anlditið.— Ég vil ráða þér heilt, Fiora. Til þess eru vin irnir. Ég veit alveg, að þú vilt ekki koma Pétri í vandræðL Hún reis upp og gekk til Péturs. Augun leiftruðu og nú var and- litið brosandi og hlýlegt. Karl- menn voru alltaf hrifnir af Blanche, enda gat hún alltaf beitt þessari hlýju sinni við þá. — Ég er bara að reyna að hjálpa ykkur báðum, Pétur. Og auk þess — mér þykir leitt að verða að segja það, en ég á við Jenny. Nærveru hennar hérna. Hvernig ætlarðu að útskýra hana fyrir lögreglunni ? Held- urðu ekki að hún gæti orðið for- vitin viðvíkjandi samband ykk- ar Jenny? Hún gæti meira að segja látið sér detta í hug, að þið hefðuð farið að rífast vegna hennar ... Já, ég veit, að þið gerðuð það ekki. En ég er bara að láta mér detta alla mögu- leika í hug og reyna að hjálpa ykkur báðum. Fiora æpti hátt: — Já, en ég vildi líka fá hana hingað. ... Hún er vinkona mín, bætti hún við og sendi Jenny augnatillit, sem hún hefði aldrei getað út- skýrt. Hún leit á Pétur, en út úr svip hans varð ekkert lesið. Blanche brosti til Fioru. — Æ, Fiora. Þú verður virkilega að horfast í augu við staðreyndirn- ar. Jenny var eiginkona Péturs og þú ... já við vitum ÖH hvern- ig þessu er farið. Hún brosti snöggt til Jenny. — Afsakaðu, Jenny. Þetta er allt svo leiðin- legt fyrir þig. Fiora greip fram í með ákafa: — Ég vildi, að Jenny kæmi! Ég sagði við Pétur, að ég væri feg- in, að hann skyldi hafa hringt í hana. Jenny fannst nú nóg vera komið og það var rétt eins og hún reikaði gegnum ókunnan og skuggalegan frumskóg. En eitt lá þó í augum uppi. Hún sagði: — Það var rétt hjá Cal að ná í ‘lækninn. Cal kom í dyrnar. — Það þýð- ir ekki að tala um það. Þetta er í þýðingu Páls Skúlasonar. búið og gert. Hann kemur eftir svo sem stundarfjórðung. Hann gekk aftur að stólnum sinum og settist, lyfti glasinu sínu og sagði: — Við getum eins vel lát- ið fara vel um okkur, meðan við bíðum. Blanche sneri sér að Cal, svo að Jenny sá ekki framan í hana, en einhvern veginn fann hún það á sér, að hlýjan var horfin úr svip hemiar og kurteislegt svipleysi komið í staðinn. Hún sagði: — Þú hefur framið ónauð synlegt og skaðlegt tiltæki. Því miður. Hún settist og tók aftur vindlinginn sinn. —• Ég er hrædd, Pétur, sagði Fiora. — Ég held það sé engin ástæða til þess, sagði Pétur. Það er ekki nema varúðarráðstöfun að kalla á lækninn. Hann settist á endann á legubekknum. Fiora lagði höndina á arm hans, eins og hún ætti hann. Jenny leit undan. Cal Sagði: — Vel á minnzt — hvað varð af byssunni? Pétur leit hægt á Cal, en Blanche svaraði: — Fiora setti hana í skúffuna i forstofunni. — Nei, það gerði ég ekki! æpti Fiora. — Ég snerti aldrei þessa byssu! — Var það. byssan þín? sagði Cal við Pétur. — Já, ég á byssu, og geymi hana í borðskúffunni í forstof- unni. Og þar er hún enn. enwaod chef velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til [ föstudags kl. 14—15. 1 • Kvenfélagið Hringurinn Sigrún Ragnarsdóttir, Viði- mel 34, hafði samband við Vel- vakanda og bað um uppiýsing- ar um Kvenfélagið Hringinn hvernig hægt væri að gerast fé lagi, hversu hátt árgjaldið væri o.s.frv. Velvakandi hafði samband við Elísabetu Möller hjá Hringnum og sagði húh, að þær konur, sem óskuðu að ganga í fé iagið, gætu skrifað til félags- ins eða haft samband við ein- hverja félagskonu, og óskað eftir inntöku í félagið, en ósk- að væri eftir meðmælum tveggja félagskvenna með Ihverri inntökubeiðni. Félags- gjaldið er 300 krónur á ári. Kvenfélagið Hringurinn hef- ur að markmiði líknarstörf og hefur látið margt gott af sér leiða á þeim vettvangi. Nægir þar að benda á Barnaspítala Hringsins og Geðdeild barna við Dalbraut, en ITringurinn stefnir nú að þvi að stækka Geðdeildma. Næstkomandi sunnudag hafa Hringskonur hina árlegu kaffi sölu sína að Hótel Borg. Enn- fremur verða þær með „jóla- sölu“, þar sem seldar verða alls kyns jólaskreytingar, unn- ar af félagskonum, einnig að Hótel Borg. Er ekki að efa, að margir munu vilja styrka starf semi félagsins nú á sunnudag- inn sem endranær. • Eldri útgáfa sálma- bókarinnar úr gildi? Sigfús Jóhannsson hringdi. Hann vildi koma þeirri ábend- ingu til útvarpsins, að þegar tiltekið væri hvaða sálmar yrðu sungnir í sunnudagsmess- unum, væri ekki nóg að greina frá númerum í nýju sálmabók- inni. Langflestir væru ennþá með eldri útgáfu af sálmabók- inni og þess vegna þyrfti lika að taka fram númer sálmanna í henni nema sálmabækurnar gengju úr gildi eins og sima- skráin! • Gæzluvöllur og póstkassi í Norðurbænum í Hafnarfirði Elke Vagnsson, Hjallabraut 7, Hafnarfirði hringdi. Hún spurði, hvenær gæzluvöllur, sem verið er að gera við Mið- vang í Norðurbænum þar syðra, yrði opnaður. Elke sagði, að sér virtist svo sem völlurinn væri nú að mestu tilbúinn og bráðnauðsyn legt væri, að hann yrði opnað- ur sem fyrst. Velvakandi hafði samband við Bæjarskrifstofurnar í Hafn arfirði og fékk þær upplýsing- ar, að völlurinn yrði opnaður nú á næstunni, en ekki væri unnt að nefna ákveðinn dag að svo stöddu. Einnig vildi Elke Vagnsson koma því á framfæri, að eng- inn póstkassi væri í Norður- bænum, sem væri nú orðinn mjög fjölbýll, og ekki væri heldur hægt að fá þar keypt frímerki. Velvakandi leitaði upplýs- inga hjá Pósti og síma, og fékk þau svör, að málið yrði tekið til vinsamlegrar athugunar og vonandi mega þá íbúar Norður bæjarins vel við una. • Veitingasala í Bláfjöllum „Velvakandi góður! Ég er ein af þeim, sem stunda skíðaíþróttina af mikl- um móði. Mér var það mikið gleðiefni, þegar borgaryfirvöld Reykja- vikur, ákváðu að gera Blá- fjallasvæðið að framtiðarskiða- landi Reykvíkinga, þvi að á betra skíðaland verður ekki kosið. Einn er þó ljóður á ráði okkar ágætu borgaryfirvalda í máli þessu. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir því, að skiðafólk í Bláfjöllum, þurfi að næra sig. Nú fer bráðlega í hönd aðal skíðatími vetrarins og má bú- ast við, að fenginni reynslu frá fyrra ári, að Reykvíkingar muni þyrpast í hópum á Blá- fjallasvæðið. Það er þvi lágmarkskrafa þessa fólks, að kornið verði upp veitingaaðstöðu á Blá- fjallasvæðinu strax. Vænti ég þess, að þú Velvak andi góður, komir þessu á fram færi. Skiðakona." Já, kæra skíðakona, ég kem þessu hér með áleiðis og skil mætavel, að skíðafólk þurfi að fá mat sinn og engar refjar. Jafnvel skil ég, að hentugt muni vera að hafa greiðasölu í Bláfjöllum. En þangað til hún er komin mætti nú vel búa sig út með nestisböggul. SINFÓNlUHLJÓMSVEIT ISLANDS Tónleikar í Háskólabiói fimmtudaginn 30. nóvember kukkan 8.30. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikararar: Rögnvaldur Sigurjónsson og Halldór Haraldsson. Flutt verður Sinfónía nr. 29 eftir Mozart, Konsert í d-moll fyrir 2 píanó og hljómsveit eftir Poulenc og Sinfónía nr. 4 eftir Schu- mann. Aðgöngumiðar í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg. og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Hafnarfjörður — Nýkomið Kventöskur — kvenblússur. Samkvæmistöskur — herrapeysur. VERZLUNIN PERLAN, Strandgötu 9.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.