Morgunblaðið - 13.12.1972, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1972
Magnús Jónsson:
Ríkisst j órnin hverfi
úr valdastóli ef
tryggj a á þj óðarhag
Öráðsía, giftuleysi og stefnuleysi
einkennt störf stjórnarinnar
— ÉG efast um, að nokkur
ríkisstjórn hafi tekið við
betra þjóðarbúi en núverandi
ríkisstjórn. Ég efast jafn-
framt um, að nokkur ríkis-
stjórn hérlendis hafi byrjað
feril sinn jafn ógiftusamlega
með loforðaplagginu ein-
stæða og haldið á efnahags-
og fjármálum þjóðarinnar af
eins mikilli óráðsíu og stefnu-
leysi, þótt sleppt sé að minn-
ast á giftuleysi hennar í öðr-
um stórmálum.
Ég er sannfærður um, að
það verkefni er hrýnast til að
tryggja þjóðarhag, að ríkis-
stjórnin hverfi sem fyrst úr
valdastólum. Það má þó
segja, að nú eigi hún stórt
tækifæri til að rétta hlut
sinn, en mín spá er sú, að
hún velji þau úrræði, sem
óskynsamlegust eru, enda er
það eitt í samræmi við feril
hennar til þessa.
Þannig lauk Magnús Jónsson,
fyrrverandi fjánmálaráðherra,
ræðu sinni á aðalfundi fulltrúa-
ráða sjálfstæðisféiag'aona í
Pæykjavík s.l. mánudag. 1 ræðu
sinni fjallaði Magnús um efna-
hagsmálin og þann vanda, sem
nú steðjar að þjóðinni.
í upphafi rseðu sinnar gerði
Magnús nokkra grein fyrir stöðu
þjóðarbúsins, þegar vinstri
stjómin tók við. Hann benti m.a.
á, aS þá hafi rikissjóður skilað
460 milijón króna greiðsluaf-
gangi, fjögurra miitjarða gjald-
eyriswiairasjóði og viðskiptajöfn-
uður hafi verið hagstæður um
400 millj. kr. 1969 og um 650
millj. kr. 1970.
Hagur atvinnuveganna hafi
verið blómlegur, og jafnframt
hafi kjör manna stórbatnað og
hafi vísitala fraimfærslukostnað-
ar aðeins hækkað um eitt stig
frá 1. nóv. 1970 til jafnlengdar
1971.
Magnús vék siðan að þeirri
fullyrðingu, hvort samansafnað-
ur vandi hafi verið kominn haust
ið 1971. Sagði hann, að þeirri
fuilyrðingu yrði bezt svarað með
þvl að leiða forsætisráðherrann
sem vitni, en hann hefði lýst yf-
ir því í Alþingi, að þjóðarbúið
hefði þolað þær miklu kauphækk
anir, sem urðu þá um haustið.
HVER ER VANDINN?
Magnús Vék þá að þeim vanda,
sem nú er fyrir dyrurn. Hann
sagði, að stefna ríkisstjómarinn-
ar hefði beiniinis leitt til þess, að
atvinnuvegimir væru á þrotum,
ef kostnaðarverðbólgan yrði ekki
stöðvuð og að auki veitt veruleg
aðstoð til sjávarútvegs og iðnað-
ar. Erfitt væri að meta þá fjár-
öflun tölulega m.a. vegna mds-
munandi aflaspáa, en vist væri
að sú fjárþörf væri ekki undir
1500 milljónum króna.
Magnús sagði, að forsenda þess
arar tölu væri stöðvun verðlags
og kaupgjalds á núverandi stigi.
Það leiddi aftur af sér minnst
1200 milljón króna nýja fjár-
öflun fyrir ríkiissjóð, áframhald-
andi eftirgjöf tveggja kaup-
gjaldsvisitölustiga frá þvi í sum
ar, og engar verðlagsbætur
vegna nýrra fjáröflunarskatta.
Þá verður að afla eða skera
niður áætlaða fjárþörf vegna
framkvæmdaáætlunar sem nem-
ur um 3.000 milljónuim, og þ. á m.
verður að skera mjög verulega
niður útgjöld samikvæmt fjár-
lagaf rumvarpinu.
Ennfremur er nauðsynlegt að
skera niður innflutning stórlega
ella stefnir að 3.000 millj. króna
lækkun á gjaldeyrisvarasjóði, en
Hagramnsóknadeildin orðar af-
leiðingar slíks svo: „Myndi sam
dráttaráhrifa slíkrar þróunar
fljótlega gæta og þau verka á
móti henni með þeiim hætti, að
atvinnurekstur og þar með tekj-
ur þjóðarinnar myndu dragast
saman."
En afleiðingar slíks niðurskurð
ar verða hins vegar þær, að
tekjur rxkissjóðs af innflutningi
minnkuðu, enda miðað við hömlu
lausan innflutning i fjáilaga-
frumvarpinu. Því leiðir þessi
nauðsynlega aðgerð af sér nýja
f járþörf eða hallarekstur.
Magnús sagði þaS mat allra
sérfræðinga, að komið væri á
yztu nöf nueð sikuldiaisöfnun er-
liendis. Þó er saimt gert ráð fyrir
2,5 miiljarða innstreymi erlends
fjármagns árið 1973 eða auikn-
ingu erieindra sikuld'a til lanigs
ttma um 70% á þremur áruim.
Ofan á þetta allt saman bætist
svo, að eyða verður áhrifum 6%
kauphækkunar í marz og 7%
kauphækkunar opinberra starfs-
manna með einhverjum hætti,
enda er það niðurstaða valkosta-
nefndar, í öllum tilvikum, að
ekki sé hægt að gera betur en
halda við núverandi kaupmætti.
ORSAKIRNAR
Magnús vék þá að orsökum
þessa vanda. Hann sagði, að
JOLATRE
CRENÍCREÍNAFS
JQLASKRZVTÍNGAP,
^/Hafnarfjaróarvtj 03 Kópavofslak. Simi M260
fyrst og fremst ætti stórkostleg-
ur glannaskapur ríkisstjórnar-
innar eða óstjórn sök á þessu.
Að vísu væri hún sífellt að af-
saka sig með því, að samdráttur
hefði orðið í sjávarútvegi 1971
og útf lu'tiniingsteikjium. Hins vegiar
væri rétt hér að minnast þess, að
þessir sömu menn hefðu ekki tal
ið 50% minnkun á útflutnings-
tekjum á árabilinu 1966 til 1969
neitt til að gera veður út af og
mætti þvi ætla, að slikir menn
kipptu sér ekki upp við smá-
muni. Og hver er svo þessi gífur-
legi samdráttur í útflutnings-
tekjum, sem nú er að riða öllu
að fullu?
Verðmæti sjávarvöru fyrstu
átta mánuði þessa árs er það
sama og sl. ár vegna 7,5 til 8%
verðlhæ'kkunar eriiendis. Er heild-
arútffluitniingur sjávarafurða á ár-
inu áætlaður 11,3 milljarðar en
var 11,5 milljarðar árið 1971. Spá
in fyrir næsta ár miðað við verð
lag þessa árs er aö verðmætið
verði um 13 milljarðar.
Ef tekin er saman útflutningur
vöru og þjónustu þá voru tekjur
af því árið 1971 um 22,3 milljarð-
ar, ári'ð 1972 áætlaöar um 25,9
milljarðar og á næsta ári um
28,3 milljarðar.
Hér er því ekki um neitt vanda
mál að ræða vegna minnkandi út
flutningstekna, heldur er aðalor-
sökin kostnaðarverðbólga innan-
lands. Segir Framkvæmdastofn-
unin þar um: „1 ár hafa kaup-
lags og verðlagsbreytingar verið
um tvöfalt hærri hér á landi en
í flestum öðrum löndum OECD
og raunar tvöfalt meiri en hækk-
un útflutningsverðlags í ár.“
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Magnús vék því næst að þeim
valkositum, er nú væru gefnir.
Hefðu þingflokkarnir fengið álit
nefndarimniar sem trúnaðarmál,
en varamálg'agn ríkiætj ómar-
innar væri nú búið að birta allar
þær leiðir, sem lagt væri til að
fara, og væri því ekki hægt að
telja það brot á trúniað'i að lýsa
valkostuinum.
Sagði Magrnús, að kjaraskerð-
ing væri forsenda allra vallkost-
anoa, enda heíði hlotið svo að
fara, því að nœr 50% kaupmátt-
araukndng á þremur árum er
óhugsaindi, þrátt fyrir góðan
vilja. Þetta hefði ríkisistjórnin
átt að sjá í fyrrahaiust, en í
stað þesra að vara við of miklum
kauphækkunum, þá hvatti hún
til þeirra og einn ráðherrann reis
jafnvel af sjúkrabeðd til að reyna
að fá meisri hætokanir fyrir
starfsmienn eims fyrirtæikis, er
heyrði umdir hanm.
Gallirun við þetta væri hins
vegar sá, að kjör miainna hafa
þegar rýmiað þrátt fyrir verð-
stöðvumiina, vegna óhóflegrar
skattheimtu og stöðugra verð-
hækkania á ýmsum sviðum, sem
að vísu er mætt mieð niður-
greiðslum, en þær koima hins
vegar ekki nema sumum til góða,
t.d. væru ellilifeyrisþegar mjög
afskiptir þeim.
Þá sagði Magnús, að aðferðir
til kjaraskerðimigarininiar væru
mjög mismumandi taldar eftir
valkostum. Ekki væri reifcnað
Magnús Jónsson
meo neinium laum.ahæklkumum
við nýja kjarasammiinga næsta
haust, en jafnfraimit gert ráð
fyrir að koma þurfi til mjög
verulegrar sfcattlagnimigar eða
fjáröflunar til ríkissjóðs en þó sína.
með mjög misimunandi hætti.
Magmis sagðist efcki geta sagt
mifcið meiira um þessi áhrif, emda
gæti það haft mjög slæmar af-
leiðimigar, ef sagt væri fyrirfram
frá veigamikhim fjánmálaáform-
um.
FJÁRLAGAFRUMVARPH)
Magnús sagði, að þrátt fyrir
að valtoostamieifndin legði erugan
dóm á, hverja leið hún teldi fær-
asta aí þeim þremur meginleið-
um, — gengisfellingu, styrkja-
kerfi eða niðurfærslu, þá væri
auðséð að hún teldi þær mis-
munandi þungbærar fyrir launa
fólk. Nú væri ríkisstjórnin búin
að lýsa því yfir, að hún myndi
aldrei undir neinum kringum-
stæðum fella gemgið, — þess
vegna kæmi það henni mjög illa,
að í gegnum nefndarálitið skini,
að nefndarmenn telja gengis-
lækkun í einhverju formi útláta
minnsta fyrir launafólk. Hitt
væri annað, að ríkisstjómin
veldi sjálfsagt lökuistu leiðina, —
einhver bráðabirgðaúrræði, sem
dygðu eimumgis til Skammsi
tirna.
Magnús sagði, að vandann
væri auðvelt að leysa, ef rétt
leið væri valin og samstaða næð
ist um nauðsynlegar hliðarráð-
stafanir. En þess væri einnig að
gæta, að vandinn hetfði ekki kom
ið til, ef rétt hefði verið á málum
haldið er ríkisstjórnin hóf óláns
feril sinn, eins og hún átti að
hafa alla aðstöðu til.
Em svo hefði skipinu verið
stjórnað, að það væri strandað.
Fj árlagafrumvarpið ætti nú að
fara til annarrar umræðu, sem
einhver mesta markleysa, sem
fyrir þingið hefði verið lagt. Þýð
ingarlaust þætti að afgreiða það
til þriðju umræðu og þá vafa-
samt, að það næði afgreiðslu fyr
ir áramót. Væri það í fyrsta
sikipti í 14 ár, seirn sOítot 'kæmi fyr-
ir.
HVAÐ VILL SJÁLFSTÆDIS-
FLOKKURINN?
í lok ræðu sinnar vék Magnús
að því, að eðlilegt væri að spurt
væri um stefnu Sjálfstæðisflokka
ins í þessum málum. Hann sagði,
að menn skyldu í upphafi gæta
þess, að til vandræðanna hefði
aldrei komið, ef flokkurinn hefði
mátt einhverju ráða um stjórn
mála. En eins og komið væri,
yrði flokkurinn að miða val sitt
við, hver úrræði stuðluðu að heil
brigðastri efnahagsþróun og bezt
um lífskjörum til frambúðar.
Hins vegar hlýtur að verða að
bíða tillagna ríkisstjórnarinnar
áður en flokkurinn tekur endan
lega afstöðu og markar stefnu
99
Fást“ - eftir Goethe
Þýðing Yngva Jóhannessonar
komin út hjá Menningarsjóði
KOMIN er út hjá Bókaútgáfu
Menningars.jóðs þýðing Yngva
Jóhannessonar á hinnm sígilda
sorgarleik „Fást“ eftir Goethe.
Er það annars vegar þýðing sú
á „Fást 1“ seni notuð var, þegar
leikurinn var færður upp í Þjóð
leikhúsinu, veturinn 1970—71, I
sviðsetningu Karls Vilbachs yfir
leikhússtjóra í Liibeck — með
nokkrum breytingum þó, er þýð
andi taldi til bóta — hins vegar
rakið í óbundnu máli aðalefni sið
ari hluta sorgarleiksins, sem
sjaldan er leikinn og þykir all
erfiður aflestrar. Hefur Yngvi Jó
hannesson þó þýtt nokkra kafla
„af því, sem er aðgengilegast
eða veigamest,“ eins og hann
sjálfur segir í formála.
Fyrri hlutann a.m.k. af „Fást“
Goethes þekkja allir, sem eitt-
hvað kunna skil á heimsbók-
menntuim. Byrjaði Goethe fyrst
að fást við samningu leiksins
sem ungur maður og hélt því
áifram langt fram eftir aldri.
í formáia gerir þýðandi stutta
grein fyrir höfundinum og verk
inu, segir frá uppruna Goethes,
sem var af efnuðum foreldrum í
Frankfurt og „gekk ungur í
þjónustu hertogans í Weimar,
þar sem hann átti heima síðan
langa ævi, vel metinn sem emb-
ættismaður og ráðherra, en þó
mest dáður sem það afburða
skáld, er hann var í flestum
greinum skáldskapar" eins og
þar segir — og síðan:
„Þegar Goethe kom til Weimar
haustið 1775, þá 26 ára að aldri,
hafði hann meðferðis nokkra leik
ritsþætti um Fást, sem hann
hafði fengizt við árin á undan.
Sú frumgerð leiksins, hinn svo
nefndi „Urfaust", er saga Fásts
og Margrétar í aðalatriðum, og
var hún með nokkrum viðbótum
gefin út árið 1790 sem brot. Síð
an liðu enn nokkur ár, unz
Goethe tók aftur til við Fást 1797
að áeiggjan Schillers, og þá orti
hann kvæðið „Tileinkun", sem
prentað er framan við leikritið.
Var fyrri hluti Fásts síðan gefinn
út 1808 í sinni endanlegu mynd.“
Þess má loks geta, að af síðari
hlutanum er hér birtur lokaþátt
urinn án nokkurra úrfellinga,
enda er hann taiinn mikilvægast
ur af þeim hluta verksins.
Þessi útgáfa Menningarsjóða
er 253 bls. Bókin er unnin í Prent
smiðju Hafnarfjarðar h.f.