Morgunblaðið - 13.12.1972, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1972
SALTFISKUR
Á JÓLABORÐIÐ
Oxford, Englandi.
Þótt nóvember sé enn ekki liðinn,
þegar þetta er skrifað, eru fjðlmiðl-
ar hér famir að hamra á því að nú
sé hver að verða síðastur að panta
jólakjötið. Komi maður ekki kjöt-
pöntun sinni hið fyrsta til kaup-
mannsins, sé alls ekki víst að hann
geti uppfyllt óskimar — og hvílík
jól ef svo færi. Ég læt mér þetta
sem vind um eyru þjóta, því ég veit
svo ósköp vel að á Þorláksmessu get
ég gengið inn í hvaða kjötbúð sem
er og fengið fyrirtaks kalkún eða
kjúkling, og það kannski á lægra
verði en ef ég panta hann nú, því
verði framboð mikið lækkar verðið
síðustu dagana. Hér er verð á kjöti
og fiski ekki bundið, heldur fer það
eftir framboði og eftirspurn og verð
stöðvunin, sem hann Heath setti á ný
lega nær ekki til kjöts. Ég tek því
lifinu með ró, óhrædd um að þurfa
að svelta á þessari miklu matarhá-
tíð. Þó svo færi, að fjölmiðlamir
yrðu sannspáir, aldrei þessu vant,
og kjúklingslöpp yrði ekki að hafa
úr því komið væri fram í miðjan des-
ember, þá geri ég ráð fyrir að sæti,
svarti pósturinn minn banki upp á
einhvem síðustu dagana fyrir jól
og færi mér hangikjöt að heiman.
Ég heyrði hér gegnum vegginn um
síðustu helgi að nágrannakona mín
vestan við mig var að baksa við að
baka jólakökuna. Hún er ensk og er
vafalaust löngu búin að baka jóla-
búðinginn, þvi eigi hann að hafa
rétta bragðið á jólunum, þarf hann
að vera orðinn nokkurra mánaða
gamall. Ég ætla þó ekki að ræða
frekar um enskan jólamat nú, þar
sem ég gerði honum nokkur skil í
dálki þessum í fyrra.
★
Nágrannakona mín austan við mig
er frá Mexíkó og um daginn, er jól-
in bárust í tal, sagði hún mér m.a.
að einn aðaljólamaturinn i hennar
heimalandi væri saltfiskur, fluttur
inn frá Noregi, að því er hún bezt
vissi. Fannst henni merkilegt að
heyra, að ísiendingar, þessi mikla
þorskaþjóð, sem meira að segja háir
stríð út af þorskinum, skyldi ekki
skipa honum veglegan sess á
hverju veizluborði. Það væri nú það
minnsta, sem Islendingar gætu gert
til heiðurs þessum afbragðsfiski, sem
heldur lífinu í þjóðinni.
Rósa, sú mexíkanska, hefur ekki
gert neinar ráðstafanir til að ná í
saltaðan, þurrkaðan þorsk fyrir jól-
in þvi hún og fjölskylda hennar
ætla að eyða jóiunum með portú-
gölskum vinum og hún þykist viss
um að Portúgalarnir hafi haft ein-
hver ráð með að ná í saltfisk, því
þeir láti sér ekki nægja að borða
hann einu sinni á jólunum, heldur
allt upp í þrisvar sinnum á aðfanga-
dagskvöld og jólanótt.
★
Mexíkanar eru lífsglatt fólk og
jólahátíðahöldin byrja hjá þeim 16.
desember. Þá er kveikt á jólatrénu
og þeir, sem á annað borð hafa ein-
hver fjárráð halda hátið hvert
kvöld til jóla. Fólk kemur saman til
skiptis á heimilum ættingja og vina
ig leikur eins konar helgileik, „pos-
ada“. Helmingur gestanna fer út með
kerti í höndum, syngur söngva og
biður þá sem inni eru um húsaskjól,
eins og María og Jósep gerðu forð-
um. Þeir sem sinni eru svara með
söng og síðan er sungið á víxl, þar
til gestunum er hleypt inn. Þegar
inn er komið er drukkið púns og
gestir gæða sér á ávöxtum og ýmsu
góðgæti. Hámark kvöldsins, að
minnsta kosti i augum barnanna, er
þegar stór, skreytt leirkúla, fyllt
með góðgæti og smágjöfum, er
hengd upp og einn úr hópi gestanna
reynir, með band fyrir augunum, að
hæfa hana með priki af nægum
krafti til að hún brotni svo innihald
ið dreifist út um gólf. — Fyrsta ár-
ið, sem Rósa og fjölskylda hennar
voru hér í Englandi, reyndu þau
ásamt fleiri Mexíkönum að útbúa
kúlu og halda „posada", en einhvem
veginn hafði hátíðin ekki á sér hinn
rétta blæ, svo þau ákváðu að reyna
þetta ekki frekar fyrr en þau yrðu
á ný komin heim til Mexíkó, vænt-
anlega að ári liðnu.
Jólamatur og jólasiðir eru mjög
breytilegir frá héraði til héraðs í
heimalandi Rósu og fara að sjálf-
sögðu einnig eftir fjárráðum fólks,
en fátækt er mikil í landinu. Hin
eiginlegu jól, sem Rósa hefur vanizt
í Mexíkóborg, hefjast á aðfanga-
dagskvöld. Þá kemur fjölskyldan
saman til máltíðar, sem hefst með
kalkúnssúpu og síðan er borðaður
kalkún, fylltur með góðgæti. Á eftir
honum kemur svo saltfiskurinn,
sem er steiktur og soðinn í olíu
með tómötum, ólívum og ýmsu
kryddi. Er hann því býsna ólíkur
þeim vatnssoðna laugardagssaltfiski,
sem Islendingar eiga að venjast. — Á
jólanótt er gengið seint til rekkju,
en börnin vakna þó fyrir allar aldir
á jóladagsmorgun, því þá má opna
jólapakkana. Jóiadagur er síðan
svipaður og á Islandi, sumir halda
sig heima við en aðrir fara I fjöl-
skylduboð.
Englendingar gera lítið úr komu
hins nýja árs, en Mexíkanar fagna
því með viðhöfn eins og Islending-
ar. (Ég sagði Englendingar, en ekki
Bretar, því í Skotlandi bjóða menn
nýja árið velkomið með „hog-
manay“-hátíðahöldum sinum). Við
Rósa vorum því þær einu (ásamt
okkar „betri helmingum") hér á
ganginum, sem stóðum fyrir ein-
hvers konar veizluhöldum á gamlárs
kvöld í fyrra. Á miðnætti meðan ég
lét mér nægja að syngja „Nú árið
er liðið. . . “ í huganum af tillits-
semi við erlenda gesti mína, voru
Rósa og mexíkanskir gestir henn-
ar að borða vínber. Eitt vinber við
hvern klukkuslátt á að færa gæfu i,
og gengi á hinu nýja ári.
Á þrettándanum, þegar siðasti ís-
lenzki jólasveinninn heldur til heim-
kynna sinna á fjöllum, gæða Mexí-
kanar sér á súkkulaðidrykkjum og
súkkulaðiköku og börnin fá smá-
gjafir. 1 súkkulaðikökunni er falin
litil brúða og sá sem fær bitann
með brúðunni á að halda boð fyrir
viðstadda 24. marz — svo jólahald-
ið endist þeim býsna lengi
þar syðra.
★
Úr því ég er að tala um þessa
mexíkönsku nágrannakonu mína má
ég til með að bæta örlitlu við, þótt
það eigi ekkert skylt við jólahald.
Islenzkar konur eru flestar mjög
ánægðar með það fyrirkomulag, sem
ríkir í nafnamálum heima á Fróni,
þ.e. að konur taki almennt ekki upp
nöfn eiginmanna sinna. Finnst okk-
ur þetta flestum heilmikið sjálfstæð-
istákn. — Þegar ég er að segja er-
lendum frá þessu frábæra fyrirkomu
lagi er ég venjulega spurð: „En hvað
um börnin? Finnst mæðrum það ekki
hart að börnin skuli aðeins kennd
við feðurna en ekki þær?“ Jú, ég
verð að viðurkenna að að þessu leyti
sé kerfið ekki nógu gott og mætti
úr bæta.
Og þá er ég aftur komin að hennl
Rósu. Áður en hún giftist bar hún
að mexíkönskum sið bæði nafn föð-
ur síns og móður. Þegar hún giftist
féll móðumafn hennar niður, en föð
urnafni sínu, sem er Seco, hélt hún
en bætti við nafni eiginmanns sins,
sem er Garcia. Heitir hún því nú
Rosa Maria Seco de Garcia, en er
þó ekki alveg ánægð með það, þar
sem forsetningin „de“ þýðir að hún
tilheyri eiginmanni sínum, sé eigin-
lega „eign hans“, og sem mjög sjálf-
stæðri konu finnst henni það full-
mikið. En á móti kemur að Gabri-
ela litla dóttir hennar er kennd við
hana jafnt og föður sinn og heitir
því fullu nafni Gabriela Garcia Seco
það nafn mun hún bera þar til hún
fær sér mann; þá fómar hún móður-
nafni sínu fyrir nafn eiginmanns-
ins.
Sem sagt, þótt við setjum suðræn-
ar, latneskar þjóðir venjulega ekki í
samband við svokölluð kvenrétt-
indi, þá verðum við vist að viður-
kenna að i nafnamálum barnanna
gera þær mexíkönsku að vissu leyti
betur en norrænu valkyrjurnar.
Þórdís Árnadóttir.
Ingjaldur Tómasson;
„í LUNDI NÝRRA SKÓGA“
Þainn 20. okt. 1972 var nokkr
um alþingismönnuim og fleiri
áhugamönnum um skógrækt
boðið af Skógrækt ríkisins að
kynnast árangri skógræktar í
Skorradal. Við komium að
Hvammi upp úr hádegi, og fór-
um brátt að skoða skóginn.
Fyrst sáum við mikið af ung-
um trjám, en eftir því, sem
lengra kom inn eftir dalnum,
varð skógurinn eldri og stór-
vaxnari. Ég varð strax mjög
undrandi og hrifinn (það voru
hinir líka) bæði af hinum
giæsta árangri á tiitölulega
stuttum tima og af hinni
ógleymianlegu fegurð, sem
þama glasir við sjónum. Við
vorum á göngu um þennan
„sæiunnar reit“ i rúma tvo tima
undir leiðsögn Hákonar Bjama
sornar og skógarvarðar. Þeir
veittu okkur mikla og stór-
merkilega fræðslu um skóg-
rækt og sögu skógræktar í
dallnum. Og ég sannfærðist
enn betur um nauðsyn undir-
stöðukennslu í skógrækt í öll-
um unglingaskólum landsins,
og svo fullnaðarkennslu í deild
í háskóla eða í sérstökum
sikólla. Ég er viiss um að æsku-
vandamálin yrðu minni, ef æsk
an ætti þess kost að „alast
upp“ ef svo mætti segja, með
uppeldi nýskóga, og vemdun
og endumýjun eldri skóga,
bæði með bóklegri fræðslu,
vinnu og ekki sízt stórauknum
kynnisferðum um skógræktar-
svæðin undir leiðsögn kunn-
áttumanna.
Þegar lokið var göngunni um
skóglendið, fenigum við mjög
góðan miðdegisverð í Hvammi.
Að borðhaldi loknu tóku til
máls þrír menn, fyrst Eysteinn
Jónsson, forseti sameinaðs
þings. Hann lýstá ánægju með
hinn mikla áranigur, sem nú
væri augljós á skógræktar
svæðunum, og þakkaði forystu
mönnum skógræktanmála heilla
rikt starf, fyrr og síðar; sér-
staklega þakkaði hann Hákoni
Bjamasyni dugnað, framsýni
og óbilandi trú á möguleika
skógræktar hérlendis. Hann
gat þess, að -Hákon hefði líka
sýnt mikla málafylgjuhæfileika
til stuðnings skógræktarmál
um; nú væri þess ekki þörf
lengur, því hinir nýju skógar
væru nú í örum vexti fyrir
allra sjónum. Eysteinn vakti
máls á því, hvað gömlu birki-
skógamir væru víða illa fam-
ir, væru að „deyja út“. Hann
taldi að ekki mætti dragast að
bjarga því sem bjargað yrði af
þeim, og tííl þesis þyrfti að
semja við bændur um friðun og
endumýjun þeirra, og einhver
hjálp hins opinbera þyrfti að
koma þar til. Nauðsyn væri nú
að auka fjárveitmgu til skóg-
ræktar því nú sæjusit ijóslega
hinir miklu möguleikar henn-
ar.
Skógræktarstjóri þakkaði öll
um stuðningsmönnuim skógrækt
ar fyrr og síðar, og hvatti til
vaxandi stuðnimgs hins opin-
bera og aimennings í skógrækt
ar málum. Hann lýsti ánægju
sinni með þessa velheppnuðu
ferð, og gat þess að þama
væru nú staddir menn, sem
fyrstir gróðursettu tré í Skorra
dal. Einn af þeim var Guð-
mundur Martetossom, raf-
magnsverkfræðingur. Hann
minntist þess, þegar hann
ásarnt mörgum ungmennafélög-
um, sem fjöhnenntu ríðandi á
etou blíðviðriskvöldi til þess
að gera skógræktairhugsjónina
að veruleika með gróðurisetn-
ingu fyistu trjáplantnanna í
datoum. Hann lýsti htoni
miklu h ugsjómagleði, sem eto-
kenndi skóggræðsiiufólkið
þetta eftirmtanilega kvöid.
Ég held að aTOtof margir geri
sér ekki greto fyrir þýðtagu
SkógrEetotar. Það sem meira og
sorgiegast er, að ýmisir vellærð
ir mienn hafia lýst megnri van-
trú á skógrækt hér, og talið
sígræna skóga óþjóðlega meng-
un, eins og fram hefir komið
oft í fjölmiðlum. Nú nýlega
heyrði ég á tai mianna um skóg
rækt. Þeir töldu að hér mætti
ræteta nytjaskóg — en hann
gæti aldrei orðið samkeppnis-
fær við erlendan. Ég benti
þeim á, að fátt af otekar fram-
leiðslu væri nú samkeppnis-
fært án opinberra styrteja. Ég
er sanrafærður um að skógrækt
verður í framtíðinni ektei síður
arðbær en aranar landbúmaður.
Tek undir það að stómiauðsyn-
legt er að alfriða gömlu btoki-
skógana, sem viðast eru mjög
illa famir, og hjálpa þeim að
endurnýjaist. Alla ofbeit verð-
ur að stöðva, með löggjöf, ef
landeigendur sjá ekki haig ston
og sómia.
Náttúruvemdajrmál öil þurfa
að heyra undir einn hæfan og
dugmiktan raann. Hann þarf að
hafa rúmit valdsvið, og hann
má aíliis etetei gegnia öðiruim störf
um, og hann þarf að hafa við-
eigandi sérfræðtaga sér til að-
stoðar. Haran þarf líka að hafa
náið samistarf við bændur og
héraðasamtök um náttúru-
vemd.
Stjómimálaþnais má aTOs ekki
blandast í þesisi mál, og ekki
ganga út í öfgar etos og því
miður hefir átt sér stað undan-
farið. Það er eragu likara en
sumir umhverfisvemdarar vilji
barana allár breyttogar á nú-
verandi ó f remdarás tandi lainds
tos, og banma meiniháttar fram-
kvæmdir, t.d. vatnsvirkjanir
jafnvel þótt umhverfið spillist
ekki samkvæmt miati þar tii
hæfra rnainna.
Nú er það lífsnauðsyn lands
og þjóðar, að unga fólkið og
leiðtogar þess kynni sér skóg-
ræktarmiálin sem bezt og ljái
þeim lið, bæði hugar og handa.
Það ætti að geta betat æsk
unni frá htoni stóriskaðlegu
bítla- og skemmtanaómennsku
með tilheyrandi vto- og eitur-
lyfjavandamálum. Æskan þarf
að taka upp merki aldamóta-
fólksiras með því að Mæða land
ið í nýjan búntoig grass og
skóga, og stöðva með því alda-
gamlan i í.nyrkj uósöma.
Bændur þurfa sem fyrst að
koma sér upp nytj askóguim,
sem víðaist um landið. Þeir eru
þegar byrjaðir í Fljótsdal.
Skógrætet í stóruim stíl gæti
komið i veg fyrir að góðsveit-
ir legðust í auðn, etos og því
miður er nú staðreynd,
Ég vil að lokuim þakka þeim
sem stóðu að þessari óvenju
skemmtWegu og fróðlegu skóg-
arferð. Lika þateka ég Há'koni
Bjarnasyni fyrto hanis ágæta
braiuitryðjendaistarf í þágu skóg
ræktar, oft við iiTOyftostiigan
lega örðugleika, vantrú og mik
ið mótstöðuiandóf. Það er þó
mjög ánægjulegt, þegar menn
sjá bugsjómamál sto rætaist,
ekki sízt þegar sigur hefur
unmizt eftir mikla og oft tví-
sýna baráttu. Ég óstea foryistu-
möniraum sikógrætetar og þjóð-
irani aUini til hamtogju með
hinn miikla ánaragur, sem nú
þegar er öílum augljós.
Fagur er dalur og fyllist skógl.
Og frjálsir rraenin þegar aldiir
renraa.
J. H.