Morgunblaðið - 13.12.1972, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1972
13
Jónas Kri.stiáiisson ver doktorsiitgerð sína „Um Fóstbræðrasogu". Lengst til vinstri situr
Sveinn Skorri Höskuldsson, forseti Heimspekideildar Háskóla íslands, og til hægri andmæl-
endurnir, dr. Bjarni Guðnason, prófessor og dr. Jakob Benedikísson, ritstjóri Orðabókar Há-
skólans.
Prjónað utan um rétt-
f eðraðar vísur
Spjallað við dr. Jónas
Kristjánsson um ,yngingu6
hans á íslendingasögunum
,1’Af) GÆTI hugyazt, að
þessi niðurstaða min um ald-
ur Fósthræðrasögu breytti
einhver ju tim álit manna á rit
unartíma eiztu ísiendinga-
sagna,“ sagði Jónas Kristjáns
son, forstöðumaður stofnunar
Árna Magnússonar á íslandi,
en Jónas varði fyrir helgina
doktorsritgerð um Fóstbræðra
sögu, þar sem hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að sagan sé
rituð mun síðar, en hingað til
hefur verið álitið. „Eigum við
ekki að segja, að ég yngi hana
um svona 80 ár,“ sagði hinn
nýbakaði doktor í viðtali við
Mbl. í gær.
Jónas sagði að ágreinings-
lauist hefði jafnan verið um
skyidleika Fóstbræðrasögu og
sögu Ólafs helga. Eldra álit
var, að elzta saga Ólafs hefði
verið óháð Fóstbræðrasögu,
en síðan hefðu áhrif komið
inn i síðari gerð sögu Ólafs;
Heigisöguna, sem svo er
nefnd, en hún er elzta heil-
lega sagan um Ólaf helga.
>ar er ritsamband við Fóst-
bræðrasögu og hafa menn tal
ið það sýna, að Fóstbræðra-
saga hafi verið rituð um eða
skömmu eftir 1200.
„Ég sný þessu hins vegar al
veg við,“ sagði Jónas. „Skyld
leikinn við Ólafssöguna er í
síðasta kafla sögunnar, þar
sem segir frá falli Þormóðar
Kolþrúnarskálds á Stiklastöð
um. Þessa frásögn tel ég hafa
komið inn í Fóstbræðrasögu
úr Helgisögunni.
Að þessari niðurstöðu
kemst ég annars vegar með
því að sýna fram á áhrif í
Fóstbræðrasögu frá ýmsum
yngri söguim, m.a. Laxdælu,
sem talin er hafa verið rituð
um miðja þrettándu öld. Þess
ara áhriía hefur mönnum
bara ekki dottið í hug að
leita, þar sem slík tengsl hafa
til þessa verið talin óhugs-
andi. í öðru lagi finn ég áhrií
í stil og málfari, sem virðast
sýna náin skyldleika við svo-
nefndan skrúðstíl, en hans fór
ekki að gæta hér á landi fyrr
en seint á þrettándu öld og
magnaðist mjög með þeirri
fjórtándu."
— Þú segist vilja miða við
80 ára yngingu á Fóstbræðra-
sögu. Hvers vegna 80 ár?
— Við getum markað.aldur
sögunnar af þvi, að elzta
handritið, Hauksbók, er ritað
rétt eftir aldamótin 1300.
Fóstbræðrasaga hefur því ver
ið skriiuð fyrr; einhvern tím
ann fyrir þau aldamót.
— Nú hefur Fóstbræðra-
saga löngum verið talin ör-
uggust til viðmiðunar um upp
haf ritunar íslendingasagna.
Hefur þessi ynging þín á sög
unni áhrif á ritunartima ann-
arra sagna?
— Það er rétt, að Fóst-
bræðrasaga hefur jafnan ver-
ið talin önnur elzta íslend-
ingasagan ásamt Heiðarviga-
sögu, og traustasta viðmiðun
in um upphaf ritunar fslend-
ingasagna.
Ég fer nú í ritgerð minni
ekki út í aldur annarra sagna,
en svo mikið er vist, að ekk-
ert handritabrot íslendinga-
sagna, er til eldra en frá
miðri þrettándu öld. Það gæti
hugsazt, að þessi niðurstaða
mín um aldur Fóstbræðrasögu
breytti einhverju um álit
manna á ritunartima elztú ís
lendingasagna, en þegar nær
kemur; til dæmis að Egils
sögu, sem sumir eigna
Snorra Sturlusyni — og það
finnst mér alls ekki ótrúiegt,
þá held ég, að niðurstöður mín
ar breyti litlu.
— Hvaða áhrif telur þú, að
þessi nýi aldur Fóstþræðra-
sögu hafi?
— Þessar niðurstöður mín-
ar gætu orðið til þess, að
menn vildu leita áhrifa ridd-
arasagna á elztu íslendinga-
sögurnar. Það var byrjað að
þýða riddarasögur milli 1220
og 1230, þannig að með því að
færa aldur Fóstbræðrasögu
nær okkur um ein 80 ár, verða
áhrif þarna i milli ekki óhugs
andi, eins og talið hefur verið
til þessa.
— Nú færir þú Fóstbræðra
sögu fjær atburðum sínum.
Teiur þú, að það hafi áhrif á
sannleiksgildi sögumnar?
— Þeir atburðir, sem sagan
fjallar um, gerðust í byrjun
elleftu aldar; Þormóður feil-
ur á Stiklastöðum 1030.
Að minni hyggju er Fóst-
bræðrasaga ekki verulega lík
því að mikið af munnmæla-
sögum sé í henni. í sögunni
eru hins vegar mörg bók-
menntamóKif; meðal annars
ýmsar endurtekningar, sem
benda til þess, að sagan sé
bókmenntaverk öðru fremur.
Hins vegar tel ég, að vísurnar
séu eldri en sagan og hafi
höfundur hennar prjónað at-
burðarásina utan um þær. Um
fall þeirra íóstbræðra og fl.
meginatburði sögunnar, hafa
vafalaust gengið sagnir, en öll
smáatriði eru að iíkindum
skáldskapur höíundar.
— Hvað með höfundinn?
— Höfundur Fóstbræðra-
sögu er ókunnur, sem höfund
ar annarra íslendingasagna.
Af þekkingu hans á staðhátt
um ræð ég, að hann hafi búið
á Vesturlandi, sunnan Gils-
fjarðar.
— Hvers vegna vaidir þú
þér þetta éfni til doktorsrit-
gerðar?
— Ég er nú búinn að vera
við þetta í nokkuð mörg ár.
Eftir að ég hafði starfað hjá
Fornritafélaginu, að útgáfu
Eyfirðingasagna, langaði mig
til að skrifa eitthvað um ein-
hverja íslendingasöguna og
að ráði og hvatningu Sigurð-
ar Nordals, varð Fóstbræðra-
saga fyrir valinu.
— Og hvernig liður þér nú,
þegar þetta er búsð?
— Ég er einkum feginn að
vera laus. Það er sérstaklega
sú tilfinning, sem bærist í
brjóstinu nú. í mörg ár hef
ég varið öllum mínum frí-
stundum í þessa ritgerð og
því er mikill léttir að vera
íaus við hana.
— En er ekki eitthvað ann-
að þá farið að sækja á hug
þinn?
— Ekki neita ég því. Og
ég vonast til þess, þrátt fyrir
allan léttinn nú í bili, að ekki
líði mjög langt þangað til ég
fer að vinna að nýju viðfangs
efni. Glíman við Fóstbræðra-
sögu hef ur . bent mér á ýmis-
legt athyglisvert og nú leikur
mér mikill hugar á að athuga
ýms atriði varðandi konunga
sögurnar.
— f J.
Friðartilboði Thieus
þegar hafnað í París
Undirnefndir starfa þar nú í fyrsta skipti
Saigon, París, 12. des. AP.
NGUYEN van Thieu, forseti Suð
ur-Vietnam, flutti í dag þjóðþing
inu friðartillög-ur sem hann
sagði að yrðu formlega lagðar
fram í París næstkomandi
fimmtudag. í tillögunum er m.a.
gert ráð fyxúr að vopnahlé verði
samið einhvern næstu daga og
þegar hafizt lianda við skipti á
stríðsföngum. Thieu sagði að
hægt væri að hafa skipti á stríðs
fönguni allra aðlla.
Með því muin hanin hafa átt við
að auk 10 þúsund n'orðuir-víet-
na.msfcra stríðsfanga í Suður-
Víetinaim, yrði sleppt uim 26 þús-
und 'skæruiliðuim Viet Comg sem
einnig eru í hialdi. Hins vegar
minntist hann efckert á 30 þús-
und pólitísfca faniga sem í lamd-
inu eru, en Noröur-Víetnamar
hafa alltaf lagt m LMa áherzlu á
að þeir yrðu að öðlast frélsi um
leið og aðrir fangar.
Samininganofn d Viet Cong, í
Pasrís, hafnaði tillögum Thieus al
geríega og sagði í svari hennar
að „hroki og þrái Thieus sýndu
enn einu sinmi að hanrn væri
þröskuldur á vegiinuim til friðar“.
UNDIRNEFNDIK I PARÍS
Tvær undirnefndiir samninga-
manna Norður-Víetoaima og
Bandarífcjanina héldu með sér
fundi í dag, áður en þeir Ki'ssing-
er og Le Duc Tho héldu áfram
viðræðum sinum. Þetta er í
fyrsta skipti á þeiim fjórum ár-
um sem Kissinger og Le Duc
Tho hafa haldið leynifundi, sem
slíkar nefndir starfa.
Þetta er taflið benda til þess að
báðir aðilar vilji hraða viðræð-
unum, svo niðurstöður geti sem
fyrst ieigið fyrir. Hins vegar var
ekki frekar en venjulega skýrt
frá umræðuefni eða árangri.
— Appollo 17
Framhald af bls. 1.
fræðingur að menimt, var sérstaifc-
lega hrifiinn aif yfirborði tun.gls-
ins og kallaði það paradis jarð
fræðiniga.
í grennd við lendingarstað
tungíferjunnar er vonazt tíl að
geimfaramir finni steina sem
urðu til þegar tunglið myndað-
ist fyrir uim 4,6 milijörðum ára.
Ceman og Schmitt sögðu um-
hverfið þarna mjög hrifcalegt.
Þar er mikið af stórum björgum
og í sumum þeirra glittir á gler
og mörg þeima eru örótt eftir
loftsteina.
Auk vísindastöðvanna sem
geimfararnir settu upp, kom
Schmitt fyrir sprengihleðslum
sem verða sprengdar eftir að
þeir fara frá tunglinu. Titringur-
inn frá þeim kemur fram á ýms-
um mælitækjum sem skilin verða
eftir, og líklega einnig mælitækj-
um sem fyrri tunglfarar skildu
eftir.
— Flugfélög
Framhald af bls. 1.
komulagi fyrir jól eiga reglurnar
um nýju fargjöldin að taka gildi
1. apríl næstkomandi. Fulltrúam
ir voru sammála um að far-
gjaldaflokkar va-ia of margir og
of flóknir og nauðsynlegt væri
að gera þá einfaldari í sniðum.
Hins vegar voru þeir ekki sam-
mála um beztu leiöina til þess.
í tillögum sem fram hafa kom-
ið er gert ráð fyrir fjórum aðal-
fargjaldaflokkum: 1) Fyrsta far-
rými. 2) „Túrista farrýmí". 3)
Ennþá ódýrari fargjöld fyrir ein-
staklinga sem verða milli 14 og
45 daga í ferðinni. 4) Fyrirfram-
greiðslufargjöld. (Mjög ódýr far-
gjöld fyrir einstaklinga sem
verða 14 til 45 daga I ferð og
hafa greitt hluta af fargjaldinu
með 3 mánaða fyrirvara).
Aðrir fargjaldaflokkar sem til
greina koma em tmglingafar-
gjöld og svo sérstök fargjöld fyr
ir viku skíðaferðir, sem hafa ver
ið vinsælar undanfarin ár.
Evrópsku flugféiögin, undir
forystu þeirra brezku, vilja svo
lækka fargjöldin til að geta bet-
ur keppt við leiguflugfélög.
Bandaríáku flugfélögin vilja hins
vegar ha-kka fargjöld, 'enda er
stærri og þó aðallega „fjáðari"
markaður þar í landi. Hugsanleg
lausn á Ixessu vandamáli væri að
farmiðar sem keyptir væru ' i
Bandaríkjunum fyrir flug yfir
Norður-Atlantshaf, væru dýrari
en farmiðar sem keyptir væru i
Evrópu fvrir sömu ílugleið.
Presta-
minningar
BÓKAÚTGÁFAN Gnmd hefur
sent á markaðinn bók ineð niinn-
ingarþáttum 16 fyrrverandi sókn
arpresta; „Hugurinn flýgur
víða.“
Séra Gnnnar Árnason hefur
stýrt verkinu og ritar forspjall.
Höfundar auk hans eru, sr.
Benjamin Kristjánsson, sr. Gísli
Brynjólísson, sr. Sigurjón Guð-
jónsson, sr. Páll Þorleifsson, sr.
Þorsteinn B. Gíslason, sr. Björn
Ó. Bjömsson, sr. Erlendur Þórð
arson, sr. Guðmundur Sveinsson,
sr. Gunnar Bsnediktsson, sr.
Jakob Einarsson, sr. Jón Guðna-
son, sr. Jón Skagan, sr. Magnús
GuSmundsson, sr. Pétur Magnús
son otg sr. Þorsteinn Jóhannes-
son. Kápumynd gerði sr. Erlend
ur Þórðarson.
Stjórn félags fyrrverandi sókn
arpresta skipa nú, sr. Jón Skag-
an, sr. Gísli Brynjólfsson og sr.
Sigurjón Guðjónsson.