Morgunblaðið - 17.12.1972, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1972
Lifrarkæfa og
líkjörskökur
Sigríður Erlendsdóttir sagrði
okkur, að ein af föstum venjum
hennar fyrir jólin vaeri að grera
lifrarkæfu, sem vel væri metin
á heimilinu og: fer uppskriftin
hér á eftir.
500 gr svínalifur
500 gr „spekk“
Þetta er hakkað í. hakkavél,
fyrst hvort fyrir sig tvisvar,
síðan einu s'nni saman, og er
þá hökkuð með 1 dós af gaffal-
bitum, 1—2 laukar og 5 tvíbök-
ur.
50 gr smjöriíki
50 gr hveiti
1% peii mjólk
Bakað upp, 2 eggjarauður
settar út í, lifrinni blandað sam
an við og suðan látin koma
'upp.
Pipar, salt
timian, negull, um Yz tsk. af
’hverju, annars fer það eftir
smekk, hve mikið krydd er not-
að. Kryddinu er bætt í deigið,
og loks 2 stifþeyttum eggjahvít
um.
Sett i 2 vel smurð fonm, ál-
pappir settur þétt yf'ir fonmin.
Bakað í vatnsbaði í ofnskúff- I Einnig lét Sigriðuir okkur í té
unni í u.þ.b. 1 klst. ef til vill ágætis uppskriiftir a’f kökum
lengur. I og gómsætu jöiasælgæti.
Jólakökurnar
Hunangsriilluterta.
2 egg
75 gr púðursykur
4 matsk. hunang (eða sýróp)
100 gr hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kanill
rifinn börkur af 1 sítrónu
Eggin og púðursykurinn þeytt
þar til það er létt og ljóst, hun-
angið þá þeytt saman við, öllu
öðru blandað í deigið.
Breiðið úr deiginu á vel smurð-
an vaxpappír á plötu, brjótið
endana upp. Kakan bökuð við
góðan hita (225“—250°C) í 10
mínútur. Hvolfið henni á sykri
stráðan pappír, pappírinn tek-
inn af, bleyttur og settur aftur
yfir kökuna þar til hún er otð-
in köld. Þá er henni rúllað sam-
an með ljósu smjörkremi, apri-
kósu- eða eplamauki, hjúpið kök
una með bræddu súkkulaði. Síð
an má skreyta hana eftir vild,
t.d. með rauðum kirsuberjúm
og ,,blöðum“ úr grænu súkkati.
HEIMILISTÆK! SF.
Sætúni 8 simi 15655 og Hafnarstræti 3 sími 20455.
Nú fástallar
PHILIPS vörur
LÍKA
a<) Sætúni 8
M
Sigríðnr Erlendsdóttir tekur lilrarkæfuna úr ofninuiu.
mandarínubátar og hnetukjarn-
ar settir yfir.
Mandarínukaka.
% dl sýróp
1 dl sykur
50 gr smjör
1 dl súrmjólk
1 egg
250 gr hveiti
Yz tsk. natrón
rifinn börkur af 1 mandarínu
1 tsk. kanill
Skraut: glassúr, gróft sax-
aðir hnetukjarnar, mandarínu
bátar
Sýróp, sykur og smjör látið
sjóða, súrmjólkin þeytt saiman
við, þá eggið síðan annað efni.
Kakan er bökuð í smurðu formi
með lágum börmum við vægan
hita (150°C) í u.þ.b. 1 klst.
Skreytt með glassúr, sem lagað-
ur er úr flórsykri og vatni,
Konfetti-snittur.
225 gr hveiti
150 gr smjör
75 gr flórsykur
1 eggjarauða
Skraut:
2 eggjahvítur,
125 gr flórsykur
50 saxaðar, afhýddar möndlur
8—10 rauð og græn ber,
smátt söxuð
Deigið hnoðað vel og látið
bíða í 1 klst., lengur ef vill.
Hrærið eggjahvítu og flórsyk-
ur bætið möndlum og kirsuberj-
um saman við. Deigið flatt út í
ferkantaða köku, sett á smurða
ofnplötuna. Skrautinu smurt á
jafnt, og kakan bökuð við jafn-
an hita (175°C) í u.þ.b. 12 mín.
Kakan strax skorin i snittur á
plötunni.
JÓLAGJÖFIN í ÁR
ÚR og KLUKKUR
Laugavegi 3. — Sími 13540.
Óskar Kjartansson, gullsmiður.
Valdimar Ingimarsson, úrsmiður.