Morgunblaðið - 17.12.1972, Side 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNODAGUR 17. DESEMBER 1972
Tatarar frammi fyrir rússnesku iögreglunni.
David Floyd, sérfræðingur Daily Telegraph
í málefnum kommúnistaríkjanna skrifar:
Síðari
hluti
Á korti þessu má sjá hvar
nokkrar helztu fangabúðir Sov
étríkjanna eru. Þær eru hér að
eins númeraðar. Þetta er „Du-
brovIag“ svœðið í norður frá
Potma um 300 mílur norðaustur
af Moskvu. Kort þetta var dreg
ið upp eftir upplýsingum sem
fyrrum fangar höfðu með sér
út úr Kússlandi. „Dubrovlag"
er eitt af mörgum slíkum svæð-
um.
sisóp!
Frel
Ein áhrifamesta allra yfirlýsinga um þjóð-
ernisstefnu og rétt þjóðarbrota var gefin út af
Ivan Dzyuba árið 1966 í Babi Yar, staðnum
nærri Kænugarði, þar sem Þjóðverjar drápu
tugi þúsunda Gyðinga í síðustu styrjöld. Dzy-
uba er sjálfur Úkraínumaður, en talaði ekki
aðeins til varnar Gvðingum heldur gegn öll-
um formum árásarsinnaðrar þjóðernisstefnu.
„Sem Úkraínumaður," sagði
hann, „skammast ég mín fyrir
að hér skuli fyrirfinnast and-
semitismi eins og með öðrum
þjóðum. Við Úkraínumenn verð
um að berjast gegn hvers kyns
and-semitisma og óvirðingu
fyrir Gyðingum okkar i meðal.
Og þið Gyðingar verðið að berj
ast í ykkar hópi gegn þeim sem
ekki bera virðingu fyrir fólk-
inu í Úkraínu, úkrainskri
menningu og tungumáli, gegn
þeim sem ranglega þykjast sjá
hugsanlega and-semíta í
hverjum Úkraínumanni."
Sxðan rifjar hann upp sam-
eiginlegar hörmungar Gyðinga
og Úkraínumanna og bi-*ur um
heiðarlegri umræður um vanda
mál minnihlutanna, en því næst
segir Dzyuba: „Leiðin til sann-
kallaðs og heiðvirðs bræðra-
lags er ekki í sjálfsgleymsk-
unni heldur i sjálfsmeðvitund-
inni, ekki í því að afneita sjálf-
um okkur og semja okkur að
siðum annarra heldur í því að
vera við sjálf og virða aðra.“
„Gyðingar hafa rétt á að
vera Gyðingar og Úkrainu-
• menn rétt á að vera Úkrainu-
menn í fyllstu og dýpstu merk-
ingu orðsins. Látum þá líka
þekkja sögu og menningu
hvorir annarra og sögu og
menningu annaira þióða og lát
um þá vita hvernig á að meta
sjálfan sig og aðra — sem bræð
ur.“
Ivan Dzyuba er nú í fang-
elsi.
Úkraínumenn eru ekki þeir
einu, sem mótmæla „rússun-
inni“ og ágangi á þjóðarrétt-
indi þeirra. Úkraínumenn eru
satt að segja betur settir en
flestar aðrar órússneskar þjóð-
ir innan Sovétrikjanna. 1
fyrsta lagi eru þeir 40 milljón-
’ ir og i öðru lagi hafa þeir búið
þar sem þeir búa öldum sam-
an.
TATARAR HEFJA BARÁTTU
Krímverskir Tatarar eru í
miklu veiri aðstöðu, en af þeim
eru ekki nema 400.000 eftir, og
er þeim ekki leyft að snúa aft
ur til heimkynna sinna á Krím
skaga, þaðan sem Stalin flutti
þá sem þjóð til Mið-Asíu árið
1944.
Tatararnir eru hugrakkir og
þeir voru í hópi þeirra fyrstu
til að skipuleggja mótmæla-
öldu, sem stefndi að endur-
reisn réttar þeirra. Á árunum
1957—67 sendu þeir fjöldann all
an af beiðnum til Kremlin og
svo virtist í september 1967,
sem þeir hefðu unnið meiri hátt
ar sigur. Með úrskurði Æðsta
ráðsins var fallið frá ákærunni
um „iandráð" á stríðstimum og
þeim veitt „uppreisn". En þeg-
an fólkið sem þar býr nú.
aftur á Krímskaganum voru
þeir reknir þaðan með valdi.
Þetta leiddi til frekari mót-
mæla. 1 apríl beittu yfirvöld
hermönnum til að dreifa frið-
sömum fundi Tatara í Chirchik
(Uzbekistan) og tóku 300
þeirra til fanga. Þegar 800 Tat-
arar komu til Moskvu í maí til
að skjóta máli sínu til mið-
stjórnar kommúnistaflokksins
voru þeir nær allir handtekn-
ir og fluttir aftur til Mið-Asíu.
1 júní 1968 sömdu 118 Tatar-
ar ákall til umheimsins, sem
þeir undirrituðu og smygluðu
út úr Rússlandi: „Við höfum
verið bornir þeim illkvittnis
legu sökum að vilja snúa aftur
til Krim til þess að hrekja það-
an fólkið sem þar býr nú.
Þetta er fjarri sanni. Við erum
friðsöm þjóð og höfum alltaf
búið í friði á Krimskaga. Við
höfum ekki i hótunum við einn
eða neinn, en okkur er sí og æ
hótað þjóðareyðileggingu.
Það sem verið er að gera
okkur hefur eigið nafn: Þjóð-
armorð.
Við áköllum al)ar þjóðir Sov
étríkjanna sem lítil sjálfstæð
þjóð er ákallar bræðraþjóðir.
Við ákölium allt velviljað fólk
í þeirri von, að það hjálpi okk
ur.“
En þjóðir heims gátu lítið
gert til hjálpar. Fáir vissu
hvar Krímskagi er og enn færri
höfðu nokkurn áhuga á Tötur-
um, sem rifnir voru upp með
rótum og fleygt á eyðimerkur
Mið-Asíu. Þannig hefur sov
ézku yfirvöldunum tekizt bæði
með hótup.um og kúgunum að
lægja móimælaölduna hjá þess
ari hrjá3u þjó#.
Bukovsky.
AÐSTAÐA GYÐINGA TIL
MÓTMÆLA ER BETRI
Þegar Gyðingar í Rússlandi
hófu að mótmæla misréttinu
,varð aftur á móti um mun
stærri mótmælaöldu að ræða og
yfirvöldin stóðu frammi fyrir
stærra vandamáli. Fyrir þessu
voru sérstakar ástæður. Þrátt
fyrir ólán meirihluta þeirra,
nutu Gyðingar sérstakrar að-
stöðu til mótmæla. Þeir voru
a.m.k. þrjár milljónir, aðallega
búsettir í nokkrum stórborg-
um. Menntun var á háu stigi
meðal þeirra og tiltölulega
margir þeirra höfðu góðar stöð
ur í iðnaði og á listasviðinu.
Þetta hefði samt ekki haft
nein úrslitaáhrif, ef ekki hefðu
verið til staðar utan Sovétríkj-
anna stórir, fjársterkir og
áhrifaríkir hópar Gyðinga og
auk þess Israelsríki. Því var
öðruvisi farið með Gyðinga en
aðrar þjóðir Sovétríkjanna,
þeir áttu engan raunveruleg-
an samastað innan Sovétríkj-
-anna — þeir höfðu alltaf búið
innan um Rússa, Úkraínumenn
og aðrar þjóðir — en utan Sov
étríkjanna áttu þeir einimiitt
stað tii að fara til.
í baráttu Gyðinga bar þvi
minna á beinum mótmælum, en
meira á einfaldri kröfu um að
þeim yrði leyft að fara frá
Rússlandi. Satt að segja þá
forðuðust Gyðingar af ráðnum
hug beina þátttöku í hreyfing-
unni fyrir stjórnmálalegum end-
urbótum, þótt þeir hefðu haft
mikla samúð með markmiðum
hennar. í augum margra stjóm
málasinnaðra Gyðinga var
ákvörðunin um að flytjast úr
landi einnig örvæntingar-
ákvörðun; örvænting um að
nokkurn tima tækist að bæta
aðstöðu þeirra eða annarra við
ríkjandi þjóðfélagskerfi í Sov-
étríkjunum.
Yfirvöldin létu auðvitað
ekki strax undan þrýstingnum
frá Gyðingum. Fyrstu viðbrögð
in voru að reyna að draga
kjarkinn úr hugsanlegum út-
flytjendum með hótunum, of-
sóknum, handtökum og tilbún-
um réttarhöldum. Það var ekki
fyrr en almenningsálitið í heim
inum hafði risið upp og Sovét-
leiðtogarnir settir i mestu vand
ræði vegna hinna miklu mót-
mæla sem fram fóru allt til
loka ársins 1971 að flóðgáttirn
ar voru lítillega opnaðar.
Þegar baráttan stóð sem hæst
skrifuðu hundruð Gyðinga í
Sovétrikjunum mótmælabréf og
áköll og það er erfitt að velja
úr það áhrifamesta. Árið 1961
skrifaði Yevgeni Yevtushenko
Ijóð sitt Babi Yar, sem er mátt
ug fordæming á and-semit-
isma og átti mikinn þátt í að
vekja sovézka Gyðinga til vit
undar á nýjan leik.
Einn þeirra Gyðinga sem létu
lifið við Babi Yar var Lev
Kochubiyevsky. Sonur hans,
Boris, var einn þeirra sem á ár
inu 1968 ákváðu að sækja um
að fá að flytjast til Israels. Sama
dag og hann og kona hans fóru
til að sækja útflutningsleyfi
sin var heimili þeirra rannsak-
að af lögreglunni. Þetta varð
til þess, að hann skrifaði mót-
mælabréf til Brezhnevs flokks-
leiðtoga, þar sem hann í stuttu
máli gerir grein fyrir stöðu
Gyðinga: „Ég er Gyðingur. Ég
vil búa i Gyðingaríki. Það er
réttur minn á sama hátt og það
er réttur Úkrainumanna að búa
í Úkraínu, Rússa að búa i Rúss
landi og Georgíumanna að búa
í Georgíu. Ég vil búa í Israél.
Ég hef margoft farið fram á
þetta við ýmis yfirvöld en af-
leiðingarnar hafa verið þær, að
ég héf verið rekinn úr vinnu
minni, kona min hefur verið
rekin úr háskóla sínum og til
að kóróna þetta allt saman hef-
ur verið farið í sakamál við
mig fyrir að bera út óhróður
um sovétkerfið. Er það óhróð-
ur að segja að Gyðingar í Sov-
étríkjunum geti ekki menntað
börn sín i Gyðingaskóium? Er
það óhróður að segja að í Sov-
étríkjunum sé ekkert gyðing-
legt leikhús? Að segja að eng-
in Gyðingablöð séu til? Þetta
þrætir meira að segja enginn
fyrir. Kannski það sé óhróður
að segja, að i meira en ár hef
ég árangurslaust reynt að fá
leyfi til að fara til Israels.
Ég fer ekki fram á meðaumk-
un. Hlustið á rödd skynseminn-
ar: Leyfið mér að fara."
Viku eftir að hafa skrifað
þetta ákall var Kochubiyevsky
handtekinn og ákærður fyrir
að breiða út „andsovézkan
óhróður". 1 maí 1969 var hann
dæmdur í þriggja ára nauðung-
arvinnu. Það var aðeins þrýst-
ingur almenningsálitsins í Evr-
ópu og Ameriku, sem varð til
þess að sovézk yfirvöld létu
hann lausan og leyfðu honum
að fara til Israels.
En það er ekki aðeins fólk
Gyðingatrúar, sem á í erfiðleik-
um með að rækja trú sína i hin
um guðlausu Sovétríkjum.
Þrátt fyrir aðskilnað ríkis og
kirkju, sem tekinn er fram í
stjórnarskránni og trúarfrelsi
það sem að nafni til er ríkj-
andi, búa rómversk-kaþólskir
menn, mótmælendur og Múham
eðstrúarmenn við mjög léleg
skilyrði. 1 hópi þeirra sem mest
hafa unnið í baráttunni fyrir
trúfrelsi eru baptistar, en þeir
eru taldir vera færri en þrjár
milljónir í Sovétríkjunum.
„LÍF TRÚADRA ORÐIÐ
ÓÞOLANDI"
Þeir ástunda einfalda evang-
eiiska kristna trú og hittast
venjulega í litlum hópum á
heimilum félaganna. 1 maí 1966
kom 500 manna sendinefnd
baptista frá öllum Sovétríkjun-
um saman í Moskvu til að
fara fram á viðtal við Brezhn-
ev þar sem „líf trúaðra væri
orðið óþolandi". Sendinefnd-
inni var ekki hleypt inn í bygg
ingu miðstjórnarinnar og varð
að vera í bakgarðinum um nótt
ina. Daginn eftir komu her-
menn, lögreglumenn og deildir
úr öryggislögreglunni til að
dreifa hópnum.
1 frásögn af atburðinum
greindi: „Trúarhópurinn var
fluttur í bakgarð lögreglustöðv-
arinnar, sem umkringdur var
veggjum. Þár héldu þeir Guðs-
þjónustu, sungu, lásu Guðsorð
og ljóð. Þetta var þakkarguðs-
þjónusta gerð til vitnisburðar
fyrir sveitir lögreglunnar sem
voru í garðinum. Því næst var
fólkinu stungið í ýmis fangelsi.
Sumum var leyft að fara dag-
inn eftir að loknum yfirheyrsl-
um. Aðrir voru dæmdir í 10—
15 daga fangelsi og síðan
sleppt."
Réttarhöldunum yfir religios
niki er hvergi nærri lokið. í
dag eru þúsundir ef ekki tugir
þúsunda kristinna manna sem
þjást í sovézkum fangabúðum.
„Fyrir hvern „ósammála" eða
„lýðræðissinna“ eru í fangabúð
unum a.m.k. tíu religiosniki,"
sagði mér maður, sem nýlega