Morgunblaðið - 17.12.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.1972, Blaðsíða 15
MOR-GUNBLAEHÐ, SUNNUDAGIJiR 17. DESEMBER 1972 47 heíur séð inn i margar sovézk- ar fangabúðir. í mínum huga eru þeir hug- rökkustu og óeigingjörnustu állra gagnrýnenda og andstæð inga sovétkerfisins þeir sem kálla sig „lýðræðissinna" og .„baráttumenn fyrir borgararétt indum“. „Lýðræðissinninn" sem helg- ar iif sitt baráttunni fyrir rétt- indum handa öðrum, gagnrýni á sovétkerfið, tillögum til að bæta það, útgáfu og dreifingu óritskoðaðra biaða eins og Chronicle of Current Events á sér litla huggun og litla von um að sjá markmiðum sínum náð. Hann stendur að flestu ieyti einn, óvopnaður og óvar- inn frammi fyrir því nær ótak- mörkuðu valdi sovézka ríkis- ins. 1 fáum undantekningartil- vikum er leynilögreglan ófús að taka menn fasta og setja í fangelsi. Ef það yrði gert við Sakharov, háskólamanninn „föður“ sovézku vetnissprengj- unnar, mundi það mæta harðri andstöðu vísindamanna i Rúss- landi og öðrum löndum. Hand- taka Pyotr Yakis, þess sem ótt- ast minnst af þeim sem eru ósammála, yrði KGB mikið á- nægjuefni, en það mundi líka koma af stað öldu mótmæla. Það mundi líka minna umheim- inn á að faðir Pyotrs dó í of- sóknum Stalíns. Alla vega er Yakir alvarlega veikur af krabbameini. Tala starfssamra meðal lýð- ræðissinnanna og hinna ósam- mála — þeirra sem hafa frum- kvaeði að skipulagningu mót- mæla og leynilegri blaðaút- gáfu og sem óttast ekki að yfir- völd frétti af þeim — hefur lækkað stórlega. Við þær að- stæður sem eru ríkjandi i Sov- étríkjunum er ómögulegt að áætla með nokkurri vissu, hve margt hugsandi fólk í landinu er þeim sammála og markmið- um þeirra. Þegar mótmælaald- an stóð sem hæst, þegar svo virtist sem sovézkir leiðtogar væru reiðubúnir að leyfa mál- frelsi innan vissra marka, voru hundruð menntamanna reiðu- búnir að setja nöfn sín undir opinber mótmælaskjöl. 1 dag þegar yfirvöldin hafa gert það ljóst. að það er ekki leyfilegt að gagnrýna gerðir þeirra eða kerfið, eru fáir reiðubúnir að hefja upp mótmælaraddir. Og eins og alltaf í Rússlandi stendur almenningi, „fjöldan um“ á sama eða er jafnvel f jand samlegur gagnvart starfsemi þeirra sem voga sér að hugsa og haga sér sjálfstætt. Aðstæður við stjórn, sem er jafnmikið einveldi, hefur jafn- mikið miðstjórnarvald og er jafnbrothætt og sovétstjórnin geta auðvitað breytzt mjög snögglega. Keisarastjórnin, sem á undan henni var, féll því sem næst á einni nóttu, en það var vegna eyðileggingaráhrifa stríðs, efnahagslegrar óstjórn- ar, mjög veikrar einræðis- st iórnar og óviss stjórnarfars. Hvað svo sem segja má um sovétstjórnina að öðru leytii, þá virðist hún ekki veik í sessi, heldur þvert á móti hefur hún yfir að ráða valda- og kúgun- araðstöðu, sem er áður óþekkt í sögunni. FRAMGANGA BUKOVSKYS Einn úr hópi hinna ósam- mála, sem KGB hefur ekki ver- ið hrædd við að fara harkalega með, er Vladimir Bukovsky. Hann er hvorki menntamaður né sonur fórnarlambs Stalins. Hann er satt að segja sonur ákaflega rétttrúaðs sovézks blaðamanns. Hann hefur aðeins vini sina til að tala máli sínu. En þessi ungi maður — hann er aðeins 31 árs — er ákaflega hugrakkur og einlægur í fyrir ætlunum. Hann hefur verið virkur í mótmælahreyfingunni frá árinu 1960 og hefur nú þeg ar verið sendur í fangabúðir og á „geðveikraspitala". Um dvöl sína þar skrifaði hann Yuri Titov bak við Iás og slá. Hann og kona hans voru hand- tekin i marz 1971 og hann sendur á Kashchenko geðveikra- hælið i Moskvu. Þeim var sleppt í maí. Titov er kristinn og málar málverk sin aðallega eftir trúarlegum hugmyndum. „Glæpur" hans var að hafa tekið þátt í mörgum mótmælaað- gerðum gegn ofsóknum gegn trúarbrögðum í Rússlandi. mjög merka lýsingu á „með- ferðinni" sem þar er gefin. 1 kvikmynduðu viðtali, sem smyglað var út úr Rússlandi ár ið 1970 skýrði Bukovsky það sjónarmið sitt, að andstæð- ingar sovétstjórnarinnar yrðu fyrst að vinna bug á eigin ótta: „Kjarni þessarar baráttu er að mínu áliti baráttan við óttann — óttann, sem hefur þjakað okkur frá tímum Stal- íns og hefur enn ekki dvínað. Það er vegna þessa ótta, sem þetta kerfi er enn við lýði. Á þessa baráttu við óttann leggj um við mesta áherzlu og í þess ari baráttu er persónulegt for- dæmi mjög mikilvægt." Bukovsky hélt áfram að lifa eftir eigin hugmyndum eftir að honum var sleppt úr fangelsi 1970. 1 janúar á þessu ári voru aftur haldin réttarhöld yfir honum og hann dæmdur í 12 ára erfiðisvinnu. Lokaræða hans fyrir réttin- um var tekin upp og vinir hans smygluðu henni til Vest- urlanda. 1 henni má finna ein- hver bitrustu mótmæli, sem heyrzt hafa í Rússlandi á síð- ustu árum: „Hvers vegna þurftu þeir öll þessi tilefni og gróf brot á réttarfarinu, þenn an lyga- og falsstraum, þessar ósönnuðu ákærur? Hvert var markmið réttarhaldanna? Var Jólagjafirnar fáið f>ið hjá okkur Frönsk ilmvötn og ilmkrem, fjölbreytt úrval. Sápur ótal gerðir í skrautpakkningum. Beautybox, margir litir og gerðir. Burstasett mjög falleg. Baðsalt, baðoliur, freyðiböð, aldrei meira úrval. Elisabeth Arden gjafavörur, skrautpakkning. Flest allar fáanlegar snyrtivörur fyrir dömur. Allskonar gjafakassar fyrir herra. GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN. markmiðið aðeins að refsa ein um manni? Nei, hér er „prinsipp", eins konar „heimspeki" á bak við. Á bak við hina opinberu kæru er önnur óbirt ákæra. Með þvi að dæma mig eru yfirvöldin að reyna að fela eigin afbrot, flutninga ósammála fólks á geðveikrahæli. Með þvi að losa sig við mig, vonast þau til að draga kjark- inn úr öðrum, sem eru að reyna að segja umheiminum frá þess- um glæpum. Þeir vilja ekki að við hvítþvoum okkur fyrir opn um tjöldum, til þess að þeir geti virzt vera saklausir verj- endur hinna kúguðu. Þjóðfélag okkar er enn sjúkt. Það er sjúkt af óttanum, sem ríkt hefur allt frá tímum Stalínismans. En rás andlegrar endurfæðingar þjóðfélagsins er hafin og hún verður ekki stöðv uð. Fólkið i landi okkar skilur núna, að glæpamaðurinn er ekki sá sem hvítþvær sig fyrir opnum tjöldum, heldur sá sem gerði það að verkum i upphafi að nauðsynlegt var að þvo af sér áburðinn. Og ég mun aldrei hafna hugsjónum mínum, hve lengi sem ég verð í fang- elsi og ég mun halda áfram að halda þeim fram fyrir alla þá, sem áhuga hafa á að heyra, með þeim rétti sem mér er veittur i 125. grein sovézku stjóiTiarskrárinnar. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því, að lög og réttlæti fái ráð- ið. Ég harma aðeins, að á þeim stutta tíma, sem ég var frjáls, einu ári, tveim mánuðum og þrem dögum, tókst mér ekki að vinna nóg að þessu marki." Yfirvöldin, sem vaíalaust hafa örvazt við það, að fólk á Vesturlöndum gerði ekkert, er opinberanir Bukovskys um notkun KGB á sálfræðilegri „meðferð" til þess að losna við óþægilega gagnrýnendur, bár- ust, hikuðu ekki við að fella yfir honum grimmdarlegan dóm. En háskólamaðurinn Sak- harov og bræðurnir Roy og Zhores Medvedev ganga enn lausir. Leyniblaðið Chronicle of Current Events heldur áfram að koma út þrátt fyrir hótanir lögreglunnar. Svo virðist, sem þvi séu tak- mörk sett, hve langt sovétleið- togarnir eru reiðubúnir að ganga í kúgun þegna þeirra, sem ekki eru ánægðir með kerf ið. Einhverra hluta vegna eru þeir ekki reiðubúnir að halda beint aftur og taka upp aðferð ir Stalínsáranna, þegar enginn þorði að láta frá sér fara minnstu gagnrýni og þegar flest hugsandi fólk, sem ekki var í fangelsi hafði pakkað sam an pjönkum sínum og var til- búið til þess að fara með litl- um fyrirvara. Fyrir þessari tregðu eru tvær höfuðástæður. LEIÐTOGARNIR VII,.IA KKKI I.ÁTA KENNA SIG VIÐ KI'Gl'N Önnur er sú, að sovétleið- togunum er annt um „álit" Sovétríkjanna. Þeir vilja ekki verða kenndir við kúgun og valdbeitingu heima fyrír og er- lendis. Það hjálpar þeim ekki i samskiptum þeirra við smáþjóð ir eða kommúnista og framfara sinna á Vesturlöndum, ef þeir eru ekki taldir vera höfundar nýrra og betra þjóðfélags, held ur stjórnendur í árásarsinnuðu einveldi, sem er miklu verra en keisarastjórnin, sem þeir veltu úr sessi. Þegar þeir eiga ekki annars úrkosta, eins og í upp- reisninni í Ungverjalandi 1956 eða hreyfingunni fyrir endur- bótum í Tékkóslóvakíu 1968 hirða þeir ekki um almennings- álitið i heiminum. En þeir kjósa heldur að þurfa ekki að gera það. Þeir mundu fremur vilja, að þeir þyrftu ekki að nota þær aðferðir sem Hitler gerði frægar. Hin ástæðan fyrir viljaleysi sovétleiðtoganna til að taka upp þessar hrylliiegu aðferðir er þeirra eigin ótti. Flestir leið toganna hófu stjómmálaferil sinn undir stjórn Stalíns og þeir vita ósköp vel hvemig er að vera í leiðtogastöðu í StaMn- stjórn þegar hvarvetna blasir við hryllingur. Enginn veit þá hve lengi hann þraukar. Þegar leynilög- reglunni hefur einu sinni verið hleypt af stað er ómögulegt að vita, hvar hún hættir. Það er vegna þess að Brezhnev, Kos- ygin, Podgorny og allir hinir eru hræddir hver við annan, að þeir hika við að hleypa ofbeld inu af stað af fullum krafti. Á meðan Vesturlönd gera ljósan áhuga sinn á innanlands þróun I Rússlandi og á meðan enginn nýr Stalín kemur fram á sviðsljósið til að „koma á reglu" í hinu sovézka riki, munu lýðræðissinnamir og þeir sem eru ósammála hafa nokkurt svigrúm til aðgerða. FÉLAGSSTARF ELDRI BORGARA JOLA- FACNAÐUR verður haldinn að Hótel Sögu Súlnasal miðviku daginn 20. des. kl. 1.30 e.h. DAGSKRÁ: Söngur, barnakór Háteigskirkju, stjórnandi Martin Hunger. Píanóleikur: Létt iög: Frú Sigríður Auðuns. Danssýning: Guðrún Páisdóttir og Heiðar Ástvaldsson. Söngur: Frú Ruth Magnússon o. fl. Helgileikur: Nemendur úr Vogaskóla. Bókaútlán — kaffiveitingar. 67 ára borgarar og eldri velkomnir. Einnig sjálf- boðaliðar sem unnið hafa við félagsstarfið. FÉLAGSSTARF ELDRI BORGARA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.