Morgunblaðið - 17.12.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1972 51 Jóla- sælgæti Hnetukonfekt. 1 bolli smjör 1% bolli sykur 1 matsk. ljóst sýróp 3 matsk. vatn 1 bolli gróft saxaðar, ristaðar möndlur 200 gr suðusúkkulaði, brætt 1 bolli smátt saxaðar, ristaðar möndlur Sjörið brætt í potti, sykrinum, sýrópinu og vatninu bætt út í. Þetta er soðið, hrært vel í, gróft söxuðum möndlunum bætt út í. Sett í ferkantað form og kælt. Hvolft á vaxborinn pappír, helm ingnum af bræddu súkkulaðinu hellt yfir, og helmingnum af smátt söxuðu hnetunum. Vaxbor inn pappír settur yfir og snúið við, og botninn þakinn á sama hátt með bræddu súkkulaði og hnetum. Ef nauðsynlegt er, má kæla þetta, til að súkkulaðið harðni. Brotið í smá bita. Hnetugott. IV2 bolli púðursykur IV2 bolli flórsykur 3 matsk. dökkt sýróp 1 bolli mjólk 1 tsk. vanilludropar IV2 bolli hnetur. Blandið saman púðursykri, flórsykri, sýrópi og mjólk. Sjóð- ið og kælið. Vanilludropunum bætt í, hrærið í 2 mín. Hnetun- um, sem teknar hafa verið i tvennt, bætt í og haldið áfram að hræra, þar til glansinn fer af deiginu. Sett með teskeið á ál pappír, sem hefur verið vel smurður. Ef nauðsynlegt er, bæt ið þá 1 teskeið af heitu vatni í deigið. Gamaldags-gott. 2 bollar sykur % bolli mjólk 100 gr suðusúkkulaði salt 1 tsk. sýróp 2 matsk. smjör eða smjörlíki 1 tsk. vanilludropar. Blandið saman sykri, mjólk, súkkulaði, salti og sýrópi. Hitið við meðalhita, hrærið í þar til sykurinn er bráðnaður, sjóðið. Takið af vélinni, bætið í smjör- inu og kælið. Til þess að flýta fyrir kælingunni, má setja pott- inn ofan í kalt vatn. Vanillu- dropunum bætt í. Nú er þeytt vel þar til deigið verður mjög þykkt og glansinn fer að fara af. Hér má bæta 1 bolla af söx- uðum valhnetum i, ef vill. Deig- ið sett á plötu, skorið í bita með an það er heitt, og ef til vill má setja valhnetuhelming ofan á. Ef þetta heppnast ekki, er ástæðan annaðhvort sú, að deiginu hefur verið hellt of fljótt á plötuna, eða það hefur ekki verið soðið nógu lengi. Bætið í það Yi bolla af mjólk, hrærið og sjóðið aftur, þeytið vel. Ef deigið verður of stíft áð- ur en því er hellt á plötuna, hnoðið það þá með höndunum þar til það verður mjúkt. „Panocha" Smyrjið pott að innan. Bland ið saman í honum IV2 bolla flór- sykri, 1 bolla púðursykri, % boila rjóma, % bolla mjólk og 2 matsk. smjöri. Sjóðið og hrærið vel í, tekið af hitanum og kælið. Bætið van illudropum í og hrærið mjög vel þar til deigið þykknar og glans- inn fer af. Bætið í 1 bolla af söxuðum valhnetum. Breiðið úr deiginu á plötu, skerið í bita. Sælu-sælgæti. 2 bollar sykur % bolli ljóst sýróp V2 bolli heitt vatn Ví tsk. salt 2 stífþeyttar eggjahvítur 1 tsk. vanilludropar Blandið saman sykri, sýrópi, vatni og salti. Sjóðið, og hrær- ið vel á meðan. Tekið af hitan- um. Nú er heitu sýrópinu hellt saman við stifþeyttar eggjahvít urnar, hægt, og hrært stöðugt í [ hrærivél á meðan. Haldið áfram að þeyta, þar til glansinn fer af deiginu, bætið vanilludropun j um í. Sett með teskeið á vax- | borinn pappír, búið til smá toppa. Ef deigið er full þykkt, | bætið þá nokkrum dropum af j heitu vatni saman við. Með því að setja rauðan mat- i arlit og V2 bolla af smáttskorn- um kirsuberjum saman við deig I ið, fáum við enn eina tegund af I jólasælgæti. i.euÐmunD88on&co.HF. Heildsölubirgdir S.11999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.