Morgunblaðið - 17.12.1972, Qupperneq 32
ESI53E5KSÍ
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1972
PÉTUR EGQERZ
UÉT'CA L&ÐHS LJÚFA
Htoö*KJfir>lr»Só((ö o» !»> «x> MOtÚf utam iíó.sfjjisoystvivi:
Pétur Eggerz
LÉTTA LEIÐIN LJÚFA
Umtalaðasta og eftirspurðasta bókin. Margir misstu
af bók Péturs í fyrra, — Létta leiðin Ijúfa er enn
eftirsóttari.
— Nokkur ummæli um bókina:
STEINGRÍMUR SIGURÐSSON: „Andlegur heiðarleiki
. . . Þetta er saga sem gagntekur lesara sem skemmti-
legur lestur ... — auðsæilega rituð í því miði að
leggja sitt af mörkum til að skapa timamót í andlegum
heiðarleik í íslenzkri embættismennsku, skrifuð af
samvizku og af djörfung . . ."
BJARNI M. GiSLASON rithöfundur: „An allrar hræsni.
Mér þykir bókin stórágæt, ekki sízt vegna hreinskiln-
innar. Auk þess hefur hún bæði fastan, giettnis-
legan og blíðan svip. Það er alveg ný bóla fyrir mig,
að menn tali svo hispurslaust um slíka drottinþjón-
ustu.'
Jón Helgason
ÞRETTÁN RIFUR OFAN I HVATT
LISTATÖK A MALI OG FRASAGNARSTÍL. SAGA JÓ-
HANNS BERA ER EIN ATHYGLISVERÐASTA OG
EFTIRSÓTTASTA BÓKIN I AR.
— ÚR RITDÓMI GUÐMUNDAR G. HAGALÍN: „Jón
Helgason sviptir i bók sinni hulunní af þessum furðu
manni . . . Margt er í þessari bók ritað af sérstakri
glöggskyggni og skáldlegri innsýn, sem jafnast á við
það bezta í því, sem Jón hefur áður ritað. Málfar hans
er og persónulegt og stundum gætt óvenjulegri reish,
og gætir þess þegar í formálanum."
V.S. í Tímanum: „Góð bók um grimm örlög."
n:
RAGNAR ASGEIRSSON
(V. s. . . '''wfa&r
Ragnar Ásgeirsson
RKRUDDA I
r~fn þióðienra fræða
K’"-Hr>u og óhundnu máli.
r~rt Rannar hefur safnað á
'ð’im s'nem um landið. er
vpr P»'mað-
'’s ír,''nHr R^nnar er
tr gn sk^mmtjfeo'Jr
~ r~> ^ p-nrnn pft j r_
~ ~ r'L-r—r-t-.,'■ t-l: A _
• ~ m- u - - nvía —————————
Skrudda er stóraukin og endurbætt og í henni verða
sögur úr öllum sýslum landsins.
Oscar Clausen
SOGN OG SAGA
Nýtt safn fróðlegra og
skemmtilegra þátta um ævi-
kjör og aldarfar, íslenzkar þjóð
lífsmyndir, sem spegla mann-
líf og menningu fyrri tíma.
Hér kennir margra grasa, þvi
þættirnir eru ólikir að efni og
úr ýmsum áttum, en allii
fjalla um menn og málefni,
sem forvitnilegt er að kynn-
ast. — Bók, sem á erindi við alla, sem láta sig varða
sögu lands og þjóðar.
Magnús Gestsson
MANNLÍF OG MÓRAR
í DÖLUM
Hér er safnað saman sögnum
og fróðleik, sem varðveitzt
hefur í minni manna í Ðala-
sýslu. Margar snjallar svip-
myndir eru dregnar upp, mörg
skemmtileg tilsvör og sér-
stæðar tiltektir. Sagt er frá
fjölda manna í héraðinu,
greint frá slysförum og svað-
ilförum, merkum draumum og sýnum, fylgjum og mögn-
uðum draugum og langur þáttur er um Sólheimamóra. —
Fjölbreytt bók að efni og skemmtileg aflestrar.
Eirikur Sigurðsson
MEÐ ODDI OG EGG
MINNINGAR RÍKARÐS JÓNSSONAR
SVO FÓR. SEM FARA HLAUT. MINNINGABÓK RÍK-
ARÐS JÓNSSONAR ER AÐ VERÐA EIN AF HELZTU
SÖLUBÓKUNUM, ENDA MAÐURINN STÓRSNJALL
LISTAMAÐUR OG SÖGUMAÐUR.
— ÚR RITDÓMI HAGALÍNS I MORGUNBLAÐINU:
,,ÞAR, sem Rikarður segir sjálfur samfellt frá, er les-
andanum oítast dillað . . . er bókin sú ama — eins
on hegar hsfur ver:ð sagt — fróðleg um margt og viða
skemmtileg."
-- MISSID EKK! AF MINNINGABÓK RÍKARÐS
JÓNSSONAR.
Ingólfur Kristjánsson
PRÓFASTSSONUR SEGIR FRÁ
MINNINGAR ÞÓRARINS ÁRNASONAR
BÓNDA FRÁ STÓRAHRAUNI
— ÚR RITDÓMI JÓHANNS HJALMARSSONAR I
MORGUNBLAÐINU: „Minningar hans lýsa hamingju-
dögum fyrir vestan og hann fegrar það mannlíf, sem
var lifað þar . . . Sveitungum og gestum er sagt frá
með þeim hætti, að lesandinn hefur það á tilfinning-
unni. að nær einungis úrvalsfólk hafi búið á Snæfells-
nesi eða átt leið þar um. Stundum er svo mikið fjör
og innlifun í frásögn Þórarins, að það er engu líkara
en faðir hans hafi lagt honum til efni."
Kormákur Sigurðsson
DULSPAKT FÓLK
Sonarsonur Haralds Níelsson-
ar, föður spiritismans á ís-
landi, sendir frá sér fyrstu
bók sína um dulræn efni. —
Menn láta sig flest annað
meira varða en uppruna sinn
og tilgang þess lífs-, sem þeii
lifa. Kormákur leitast við að
svara áleitnum spurningum
bók s-nni og hann fjallar um
ÞeSS' mál ®f íhygli 09 Þekk'
ingu. En það, sem e. t. v vek-
ur mesta athygli lesandans, er viðtal hans við völvuna
Þorbjörgu og skýringar iiennar á árunni, áhrifum hennar,
útgeislun og útstreymi. — Nýr höfundur, málefni, sem
al a varðar.
Hafsteinn Björnsson
SÖGUR ÚR SAFNI
HAFSTEINS MIÐILS
Einstæðar og ómetanlegar
bernskuminningar hins kunna
miðils, eigin frásögn hans af
fyrstu kynnum af dulrænum
fyrirbærum og lýsing hans á
aðstæðum og lífsviðhorfum.
sem mótuðu persónu hans á
viðkvæmu æviskeiði, þegat
hann lifði nánast í tveimui
heimum. —I síðari hluta bók-
arinnar segir fjöldi nafn-
greindra manna frá merkum draumum og ýmiss konar
dulrænni reynslu, sem þeim hefur reynzt mikilvæg og í
sumum tilfellum ómetanleg og fært þeim heim sanninn
um framhaldslíf að jarðvistardögum loknum. — Gagn-
merk bók og ómetanleg fólki sem trúir.
Elínborg Lárusdóttir
FÖRUMENN
Þessi skáldsaga er eitt helzta
ritverk hinnar mikilvirku og
vinsælu skáldkonu. Þetta er
margslungin ættarsaga, þótt
sögufólkið lifi fábrotnu sveita-
lífi. Skáldkonan leikur mörg-
um skjöidum og konur Efra-
Ásættarinnar eru höfuð við-
fangsefnið, ástir takast með
ungu fólki, tryggðabönd eru
bundin, eiðar rofnir og örlög
ráðast. Fastheldni á fornar
dyggðir og að ættarinnar dómi hollar venjur fyrri tíma
veldur árekstrum og orsaka sviptingar og átök, því
konur Efra-Ásættarinnar eru stórlátar, með stranga
og sterka réttlætiskennd. — Á þessari miklu skáid-
sögu er þróttmikill og hressandi manndómsbragur.
hkúl i tíuójónHSOn
íjói u.nrmi**»/ um
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum
HEYRT EN EKKI SÉÐ
Hvernig er að vera blindur? Hvernig skynjar blindur
maður umhverfi sitt? Hér segir blindur maður, sem
flýgur til fjarlægs iands í leit að lækningu, ferðasögu
sína. Frásögn hans er sérstæðasta ferðasaga, sem
skráð hefur verið og gefin út á íslenzku, — skrifuð af
hinni óvenjulegu og næmu athyglisgáfu, frásagnargleði
og ritsnilld, sem Skúli er kunnur fyrir.
; 1
i'iiK
' simuUn
UNNI
tfí ’
y ■ > V ,
Theresa Charles
ÞEIR SEM HÚN UNNI
Þrá Idoneu eftir hlýju, umhyggju og ást, óx stöðugt og
varð að ástríðu. Hún hafði ekki fundið það, sem hún
leitaði að, hjá fyrstu mönnunum í lífi hennar. Hin brenn-
andi spurning var því: Mundi hún heidur ekki finne
hamingjuna og njóta hinna fullkomnu, sönnu tilfinninga
hjá Luciusi, manninum, sem hún hafði gifzt? — Enn á
ný hefur Theresa Charles skrifað svo spennandi ástar
sögu, að aðeins vinsælustu bækur hennar sjálfrar kom
ast þar í samjöfnuð við.
t«WSNZ>»Aiv r'OlíKSÖti.U.X
iu(#t>inoA
llk
ÍSLENDINGA SÖGUR MEÐ NÚTÍMA STAFSETNINGU
i útgáfu Gríms M. Heigasonar og Vésteins Ólasonar
Og nú er einnig hægt að fá bækurnar með afborgunarkjörum — aðeins 500
krónur á mánuði.
Þessi eina heildarútgáfa íslendinga sagna og þátta, sem fáanleg er með þeirri stafsetningi
sem lögboðin er í landinu, hefur hlotið almennt lof allra gagnrýnenda.
„Þessi útgáfa er prýði á hverju heimili og þv; meiri hollvættur, sem hún er betur lesin". —
Andrés Kristjánsson í Tímanum.
„Það er einmitt höfuðkostur hinnar nýju útgáfu hve sögurnar verða aðgengilegar og aðlað-
andi að lesa þær í þessum bókum". — Ólafui Jónsson í Vísi.
SKUGGSJÁ
Strandgötu 31, Hafnartiröi
Sími 50045