Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUJSTBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESBMBER 1972 Voruhappdrætti SIBS: Vinningum f jölgar og þeir hækka 100 milljón króna framkvæmdir kostaðar af happdrættinu Formaður Ness, Njáll Forsteins son afhendir oddvita Seltjarnar- neshrepps Karli B. Guðmundssyni jólatréð. Gáfu Seltjarnarnes- hreppi jólatré MIKLAR breytingar verða nú gerðar á vinningaskrá Vöruhapp drættis SÍBS, en nýtt starfsár happdrættisins er nú að hefjast. Eru breytingarnar nú einkum fólgnar í því, að vinningum fjölg ar og þeir hækka verulega, sér- staklega fjölgar meðalháum vinn ingum. T. d. fjölgar tíu þúsund króna vinningum þannig úr 500 í 1000, eitt hundrað þúsund króna vinningum úr 15 í 20. Þá verður bætt við vinningaskrána 12 tvö hundruð þús. kr. vinningum og fimmhundruð þúsund króna vinn ingum fjölgar úr einum í 11. 1 desember verður hæsti vinning- ur ein milljón, en lægsti vinning ur 3000 krónur. 1 júnimánuði verður eins og undanfarin ár dreginn út auka- vinningur og verður hann að þessu sinni Range-Rover bifreið ásamt vönduðu hjólhýsi með svefnrými fyrir fimm manns. Á síðasta ári seldust yfir 90% af útgefnum miðum í happdrætt- inu, og hefur miðasala stóraúk- izt í happdrættinu hin síðari ár, að þvi er segir i frétt frá Vöru- happdrættinu. Útgefnum miðum verður ekki fjölgað um áramót, og má þvi búast við, að miðar seljist upp í flestum umboðum landsins, segir ennfremur í til- kynningunni. Verð hvers miða er 150 krónur á mánuði. Öllum hagnaði happdrættisins ®r varið til að reisa og reka end- urhæfingarstöðvar og öryrkja- SKUTTOGARINN Drangey SK I, eign Otgerðarfélags Sauðár- króks var sjósettur stuttu fyrir jól við hátíðlega athöfn 1 Nar- sakiskipasmíðastöðinni í Japan. Drangey er sjöunda skipið af 10 skipum, sem samið var um smíði á í Japan. Drangey er 462 lesta Skyldu bátarnir róa? Stykkishólmi, 27. desember. NÚ bíða menm hér milli hátíð- aana eftir því, hvort róa skal eða ekki og fer það allt eftir því, hvað ofan á verður þama sryðra. Búið er að úthluta Leyfum til að veiða 1500 tonn af skel í jartúar og febrúar, en sókn verður erfið og löng, því miðin næst okkur eru friðuð. Hér sungu bæði kaþóisikir og lútherstrúarmenm jólamessur fyrir fullum kirkjum. Skuttogari sóttur Vopnafirði, 27. desember. KIWANISKLÍJBBURINN Askja gaf sjúkraskýlinu hér Iækningatæki að verðmæti 250 þús. kr. í jólagjöf. Sjö menn eru nú á förum til Japarns að sækja skuttog- ararm Bretting NS 50, sem Tangi hf. á þar í smíðum. Reynsluferð verður farin 10. jamúar og á að afhenda skipið, sem er 500 tonm, þann 23ja janúar. Skipstjóri á Brettingi verður Tryggvi Gunnarsson. — Fréttaritari. vinnustofur, en eins og kunnugt er, rekur SÍBS nú þrjár slíkar stöðvar: Reykjalund i Mosfells- sveit, Múlalund í Reykjavík og litla vinnustofu í Kristneshæli. Um mitt ár 1971 hófust fram- kvæmdir við mikla stækkun Reykjalundar, og er áætlað að ljúka þeim framkvæmdum á ár- inu 1975. 1 meginatriðum eru áformaðar byggingaframkvæmd- ir þessar: Stækkun aðalbyggingar, sem gerir kleift að fjölga vistmönn- um um 50. 1 kjallara þessarar viðbyggingar fær sjúkraþjálfun- ardeild stóraukið húsnæði. Þar verður meðal annars stærri og hagkvæmari sundlaug en áður hefur verið að Reykjalundi, ásamt viðeigandi búningsher- bergjum og baðaðstöðu. Á fyrstu hæð hinnar nýju viðbvggingar verða dagstofur, bókasafn og les stofa, tvenn anddyri, snyrting, fatageymslur o. fl. Annað and- dyranna verður þannig úr garði gert, að inn- og útgangur verður mjög greiður, og inn af þvi verð ur lyfta upp á efri hæðirnar. Endanlegur frágangur á hlaðinu fyrir framan anddyrin verður einnig á þann veg, að hjólastóla- umferð verður þar greið og óhindruð frá sérstökum bílastæð um ætluðum einkum þeim, sem í hjólastólum eru, eða eru hindr- aðir til gangs. Þá verður byggð hæð ofan á núverandi skrifstofu- og geymslu skuttogari og er áformað að smíði skipsins verði lokið í marz. Athöfnin hófst með þvi að leikn ir voru þjóðsöngvar íslands og Japans og fánar dregnir að húni. Kristín Bjarnadóttir, eigin kona fulltrúa kaupenda gaf skip inu nafn. Óvenjumargir íslend- ingar voru viðstaddir athöfnina, því skipshafnir skuttogarans Vestmannaeyjar VE 54 og -Páls Pálssonar IS 102, voru viðstadd- ar, ,en bæði skipin munu leggja af stað heim milli jóla og nýárs. Drangey kemur til Islands í vor. 3 milljónir króna til saltverksmiðju Á FJÁRLÖGUM er heimild fyr- ir 3 millj. kr. fjárveitingu til saltverksmiðju á Reykjanesi. Mbl. fékk þær upplýsir.gar hjá ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneyt isins, Árna Snævarr, að þetta fé væri ætlað til verkfræðilegrar og hagfræðilegrar könnunar. En sem kunnugt er 'skilaði Rann- sóknaráð skýrslu um rannsókn- ir þær, sem gerðar hafa verið. Og mun nú standa fyrir dyrum verkfræðileg könnun sem bygg- ist á þeirri skýrslu. JÓLABLAÐ Hamars kemur út i dag, en prentun blaðsins tafðist vegna rafmagnsleysis fyrir jólin. Blaðið er fjölbreytt að efni og prýtt f jölda mynda. Á forsiðu er litmynd úr Hellisgerði. Meðal efnis í blaðinu er þetta: Jólahugvekja eftir sr. Braga Benediktsson. Grein eftir Guðmund Guðmundsson um Sparisjóð Hafnarfjarðar, þar sem rakin er frá upphafi 70 ára saga sparisjóðsins. Viðtal er við þrjá kunna Hafnfirðinga, Rann- veigu Vigfúsdóttur, Jón Gest Vigfússon og Einar Mathiesen. Löng og fróðleg grein húsnæði. Skrifstofur munu flytj- ast þangað, en við þá ráðstöfun fæst húsnæði fyrir ýmsa þætti endurhæfingar, sem ekki hefur verið unnt að sinna hingað til vegna skorts á húsnæði, svo sem iðjuþjálfun og starfshæfnispróf- anir. Þá er vel á veg komin rúmlega 800 fermetra bygging, þar sem röraframleiðslan verður til húsa ásamt vörugeymslu. Ýmsar aðrar endurbætur og breytingar verða gerðar á húsa- kosti heimilisins, þótt þær verði eigi taldar hér. Mikið hefur verið unnið á liðn- um árum að frágangi og fegrun umhverfis Reykjalundar, m. a. lagðar götur úr varanlegu efni meðfram smáhýsum, sett þar lýs ing, ræktað svæðið fyrir framan vinnuskálana og gróðursett hundruð trjáa og runna. Þó hef- ur ýmis frágangur utanhúss af eðlilegum ástæðum orðið að bíða, þar til byggingaframkvæmd ir eru komnar betur á veg, en gengið verður endanlega frá um hverfi húsa, akbrautum og bíla- stæðum jafnóðum og byggingar eru fullgerðar. Geðverndarfélag Islands tekur þátt í byggingaframkvæmdum samkvæmt sérstökum samningi, sem gerður var milli þess félags og SlBS árið 1971. Er hér um að ræða framhald á samvinnu félag anna í byggingamálum, sem hófst 1967 og stuðlar að því, að vistrými er tryggt skjólstæðing- um Geðverndarfélagsins að Reykjalundi. Samvinna þessara félaga hefur frá öndverðu verið hin ágætasta. Framkvæmdir þær, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, munu vart kosta undir 100 mill- jónum króna, og meginhlutann af því verður happdrætti SfBS að leggja fram. MIKILL símaskortur er í Breið- holtinu, svo sem kunnugt er. Fréttamaður Mbl. hitti símnot- anda, Jón Guðmundsson, sem fluttist af Langholtsvegi i sam- býlishús i Torfufelli 25 í Breið- holti og missti við það simann, sem hann hefur lengi haft og hefur ekki getað fengið annan í staðinn. Jón sagði, að óþægilegt væri að vera simalaus, en það væri þó svolítil bót að settur hefði verið upp sjálfsali i stigahús- inu. En i þessu húsi eru 10 ibúð- ir og hann kvaðst halda að þar væri aðeins einn aðili með síma. Og meirihluti fólksins í sex stigahúsum, sem þarna eru, er simalaus. — Það er ákaflega erfitt að geta ekki fengið síma fluttan innan borgarinnar, sagði Jón. Þegar maður er vanur síma, forna og nýja jólasiði og frá- sagnir úr Skruddu Ragnars Ás- geirssonar, og sérstakur þáttur er fyrir yngstu lesendurna með ýmsu efni, m.a. nýstárleg kross- gáta við barna hæfi. Þá er í blað inu heilsíðu verðlaunamynda- gáta, krossgáta, skrýtlur o. fl. Jólablað Hamars er selt í bóka verzlunum og söluturnum í Hafn arfirði, og sölubörn ganga í hús með blaðið. í Reykjavik verður blaðið til sölu í blaðasölunni við Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti. Söluböm komi kl. 4 í dag í ctiálfstæðishúsið. Á Þorláksmessu afhentu félag ar Kiwanisklúbbsins Ness á Sel- tjarnarnesi sveitarfélagi sínu 10 metra hátt jólatré að gjöf. Jólatré þetta er sent af vina- klúbbi Kiwanisklúbbsins Ness sem er í bænum Spro í nágrenni Óslóar. Jólatréð var sett upp fyr verður maður ákaflega bundinn þegar hann er ekki til staðar, og raunar á margan hátt óvinnu fær heima. — Símasjálfsali á göngum bætir þó úr að þvi leyti að maður getur bjargað sér, náð í lækni og þess háttar ef á þarf að halda. En auðvitað eru takmörkuð not af honum. Til dæmis er ákaflega erfitt að ná i nokkum mann 1 síma. Hjá okkur er það þannig, að fólkið á jarðhæðinni heyrir i símanum og reynir að ná sam- DREGIÐ var í símahappdrætt- inu í skrifstofu borgarfógeta laugardaginn 23. desember. Vinn ingsnúmer eru: I. Peugeot-bifreið 304 árgerð í 1973 kom á nr. 32046. II. VW Fastback — 1600 árgerð 1973 kom á nr. 30764. III. 70 aukavinningar: Vörur eftir frjálsu vali, hver að upp- hæð 10.000 krónur: Svæðisnúmer: 91-11260 91-12626 91-12852 ÍNNLENT ir fraiman Félagsheimili Sel- tjamarneshrepps. Á eftir héldu Kiwanismenn flugeldasýningu, en einn^ þáttur fjáröflunar þessa þjónustu- klúbbs er sala á flugeldum fyrir n.k. gamlárskvöld og rennur hagnaðurinn af sölu þeirra 6- skiptur til líknarmála. bandi við mann um dyrasima eða koma hlaupandi. — Ástæðan fyrir þessu síma- ieysi er auðvitað sú, að síminn var of seinn að byggja Breið- holtsstöðina og fylgdi því byggð- inni ekki eftir. Nú skilst mér að áætlað sé að búið verði að setja tækin inn í simstöðina í marz og þá ættu a.m.k. þeir sem beðið hafa um flutning að geta fengið sima. Á meoan gerir sím- inn það sem hann getur, og lið- ur i þvi eru þessir sjálfsalar, sem settir hafa verið upp i sum- um stigahúsunum. 91-13392 91-15691 91-16473 91-18097 91-19022 91-20106 91-22022 91-26017 91-26038 91-30147 91-30823 91-30975 91-32210 91-33474 9135304 91-35389 91-35422 91-36234 91-38198 91-38983 91-43239 91-43333 91-43336 91-43788 91 43986 91-51434 91-52268 91-53193 91-66253 91-81485 91-81598 91-81723 91-82664 91-82800 91-82872 91-82898 91-82996 91-83410 91-83908 91-83925 91-83941 91-85166 91-85167 91-85541 91-86066 91-86068 91-86204 92-02584 92-07457 92-07459 92-08155 93-01162 94-03050 94-03801 95-05199 96-11467 96-12164 96-12165 96-12396 96-21916 96-41395 96-41524 98-01308 98-01337 98-01341 98-01443 99-03210 (Birt án ábyrgðar) Drangey af stokkunum 7. skuttogari íslendinga frá Japan Jólablað Hamars komið út Símaleysiö í Breiðholti: Reynt að notast við sjálfsala í stigahúsunum Frá símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.