Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 8
8
MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAG17R 29. DESEMBER 1972
i
Síld í gámum
Það er vlða farið að geyma
kælda síld ýmisit í tönkum
um borð, sem síðan er dælt
úr, eða í lausum gámum, sem
teknir eru á bíla við lönduin
og ekið beint á markað eða
vinnsiustað.
I Bretlandi hefur sild verið
flutt I lausum gámum frá
norðanverðu Skotlandi suður
á B i II ing s g atemark að i n n í
London. I>essar tilraunir hafa
borið ágætan árangur og sild-
in reynzt ósíkemmd eftir þ-enn-
an flutning eftir endilöngu
Bretlandi eða um 900 km leið
og að liðnum þremur dögum
frá því að hún var veidd úti
á miðunum. Verið er nú þar
í landi að útbúa veiðiskip sér-
staklega fyrir lausa síldar-
gáma.
Báturinn, sem notaður var
við tilraunirnar, var ekki sér-
staklega útbúinn fyrir gáma,
og var aðeins með einn gám,
sem tók 1350 kg af síld, 500
lítra af sjóblondu og 450 kg
af ís. Alcoa Ltd. framleiðir
gámana, sem eru úr áli, húð-
aðir með trefjaplasti (glass-
fibre) og einangraðir með
polyurethene og er ætlað að
endast í 10 ár. Verðið er nú
£ 200,00. Sildinni er sturtað
í renmu, sem liggur frá dekki
og í gáminn og það tetour
ekki nema 4 minúitur að fylla
hann af síld.
>að þarf þriðjungi til heim-
ingi færri menn til að landa
gámiunum, en kassaðri sáld.
Með góðu fyrirkomulagi á
bryggju á að vera hægt að
landa 24 tonmum á klufcku-
stund. Til þess að bllamir,
sem flytja gámana, þurfi
ekki að taka pláss á sjálfri
bryggjunmi, taka lyftarar þá
við skipshlið og flytja þá á
bílaina siem standa þá otfam við
bryggjurnar sjáifar. Síldin á
að geymast það vel I gárnun-
um, að sé henni til dæmis,
landað á fimmtudegi eða
föstudegi, á ekki að þurfa að
viruia hana fyrr en á mánu-
degi. Slíkt hlyti vitaskuld að
hafa í för með sér minni
vimnslukostnað, að ekki þyrfti
að vinna sáldima I helgar- eða
næturvimnu.
>að hefur reynzt í lagi að
vinna jafnvel mjög feita síld
87 klst. eftir að hún var veidd,
ef hún var geymd í gámi
mieð sjóblöndu og ís, og hor-
aðri síld enn iengri tíma. —
Ýmis vtandkvæði eru sögð á
því að koma fyrir gámum í
bátum, sem ekki hafa verið
byggðir fyrir þá.
ÍSLENZKA TILRAUNIN
MEÐ SfLDARTANKA
Eins og kunnugt er, þá er
Héðinn frá Húsavik fyrsta
skip hér á Norður-Ablants-
hafi, sem útbúið var með
kæligeymi i last fyrir siíld.
>að var i j ÚM sumarið 1965,
sem Héðdnn kom nýr frá Nor-
egi með þessum útbúnaði í
lestimni. Jón Ármamn Héðins-
on, aliþingismaður hatfði ver-
ið á FAO-ráðstefnu og kynnzt
þar þeasari hugmynd og
reyns'lu sildarmanma á vest-
urströnd Bandaríkjanna af
geyras'lu fisks í gámum.
>etta var þá óþekkt
geymsluaðfei ö hjá fiskveiði-
þjóðum við norðanivert At-
lanitshaf. Jóni 1-eizt svo til, að
hér vaeri um mierka nýjung
að ræða og lét útbúa bát sinn
Ásgeir
Jakobsson:
9
<1
KnmDÍnum
Héðin, sem þá var í smíð-
um í Noregi með töntoum. —
>ar, sem hér var um aigera
frumgerð að raiða (proto-
typu) mátti búast við skajkka-
föllum, enda fór svo að ein-
anigrunin í tönikum Héðins
reyndist ekki niægjandega
sterk. Svo hvarf sildin af ís-
landismiðum og þar með
áhugi ráðamanna fyrir að
styrkja nýbreytni í þeim at-
vinnuvegi. Jón Ármiann fékk
nökkru sáðar en þeíta var
ekki ósvipaða hugmynd og þá
sem sagt er frá hér að oflan,
en það var að haía tanlkana
minmi, ekki yfir 10 tonn. Af
áamkvæmdum varð þó ekki
af ofanniefndum orsökum. Jón
segir, að nú muni vera um
50 skip frá 5 þjóðum að veið-
um á Norður-Atiantshafi mieð
gáma, 20 tonna eða svo og
sé kæliútbúnaður þeirra með
þrennu móti og bezta neynsl-
an sé að sírvum dómi af sjó-
vatnshringrtás í kaadispírölum
sem komið sé fyrir í sénstöku
vélahólfi og síðan dælt frá
þeim inn í tantoaina og þá með
yfirþrýstingi til að stöðva
síldina í tönkunum.
>að fari síðan eftir því mik
ið til, í hvaða vinnsiu sildin
eigi að fara, hvað hún hald-
ist iengi nýtanteg í sliítoum
töntoum, en sér stoiljist, segir
Jón, að hún eigi að haldast
góð til hvaða vinnslu sem er
í 50 klst. Færeyingar hafa
manna mesta reynslu nú af
sildargámium, sem Islending-
ar urðu þó rm&nna fyrstir hér
um slóðir að koma fj'rir i sild-
arbáti.
Færeysku síldarbátamir
mieð þessum útbúnaði hafa nú
siíðustu árin veitt i Norðursjó
og við Færeyjar fyrir allt að
90 miJljónir ísil. króna (mið-
að við sökkvandi genigi).
VÖRUBÍLSTJÓRAR
- VERKTAKAR
BARUM hjólbarðar fyrir vörubíla og
vinnuvélar verða seldir á óbreyttu verði
meðan birgðir endast.
Staðgreiðsluverð vinnuvélahjólbarða MEÐ SLÖNGU,
söluskattur innifalinn:
600-16/6 ............................ 2.300,00
11,25-24/6 .............................. 8.970,00
11,2/10-28/6 _______________________ 7.900,00
12,4/11-28/6 ............................ 8.970,00
16,9/14-28/8.......................... 15.900,00
16,9/14-30/10 .......................... 20.800,00
13x24/6..................................11.450,00
14x24/16 ............................... 23.950,00
Staðgreiðsluverð vörubílahjólbarða MEÐ SLÖNGU,
söluskattur innifalinn :
825-20/12 ............................... 9.670,00
900-20/14 ......................... 11.450,00
900-20/16 ............................. 13.200,00
1000-20/14 ............................. 13.650,00
1000-20/16 ............................. 14.300,00
1100-20/14 ..............................14.800,00
1100-20/16 ........................... 16.950,00
1200-20/18 ............................. 19.850,00
Kaupið BARUM hjólbarðana
a gamla verðinu núna. —
Það borgar sig.
SHDDfí ®
BÚDIN
AUÐBREKKU 44 - 46,
KÓPAYOGl — SIMI 42606
BLAÐBURÐARFOLK: Sírni 16801.
VESTURBÆR Ægissíöa - Nesvegur II - Lynghagi.
AUSTURBÆR
Hátún - Mðtún - Háteigsvegur -
Rauðalæk - Laugaveg 1-33.
Háahlíð - Þingholtsstræti - Miðbær
Freyjugata 1-27 - Laufásvegur 2-57.
Hjallavegur - Hraunbær 44-100 - Foss-
vogur V - Langholtsvegur 71-108 -
_____________Suðurlandsbraut.___________
ÍSAFJÖRÐUR
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
oginnheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsing-
ar hjá umboðsmanni á ísafirði og afgreiðslu-
_________________stjóra.________________
TELPA ÓSKAST
til sendiferða í skrifstofuna. - Vinnutími
kl. 1-5 eftir hádegi.
Upplýsingar í skrifstofunni, sími 10100.
SENDLAR ÓSKAST
á afgreiðsluna, bæði fyrir og eftir hádegi.
Þurfa að hafa hjól.
Upplýsingar í afgreiðslunni, sími 10100.
SEYÐISFJÖRÐUR
Umboðsmaður óskast til að annast dreif-
ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Uppl. hjá afgreiðslustjóra, sími 10100.
GARÐAHREPPUR
Blaðburðarfólk óskast í Lundunum.
Sími 42747.
Morgunblaðið,
sími 10100.
Sólar-
ferðir
til Miami
ÁFORMAÐ er, að á öndverðu
næsta ári efni Flugfélagið til
tveggja sólarferða til Miami i
Fliorida og verður hér um 11
daga ferðir að ræða. Brottfarar-
dagar eru fyrirhugaðir 25. janú-
ar og 5. marz og verður flogið
með þotum Flugfélags Isiands.
Ei'tt hundrað og tuttugn farþegar
geta komizt í hvora ferð. Gist
verður á góðum hótelum, þar
sem aðfoúnaður er allur til fyrir-
myndar. Florida og þá sérstak-
lega Miami eru sérlega vinsæi-
ir staðir meðal ferðafólks yfir
þertnaii árstfima og þangað leitar
fjöldi föl'ks í sólstoin og sjó, með-
an vetur ríkir enn á norðu rslóð-
um. Sem fyrr segir er hér um
11 daga ferðir að ræða. Kostn-
aður er áætlaður um kr. 30.000,
og er.þá iinnifalið fargjald, gisti-
verð og morgumverður. Siðar
mun Flugfélagið tiikynn-a frekar
ura þessar sólarferðir til Florida.
Hlupust
á brott
eftir árekstur
ALLHARÐUR árekstur varð á
mótum Nesvegar og Hofsvalla-
götu laust eftir miðnætti 22. des.
sL, er tvær fólksbifreiðar, af
Fiat-gerð og amerískri gerð, rák-
ust saman. Talsverðar skemmdir
urðu á bifreiðunum, en engin
slys urðu á mönnum.
Hins vegar tóku þrir farþegar
úr Fiatbifreiðinni á sprett í
burtu strax eftir áreksturinn og
hafa ekki fundizt. Hefur öku-
manni bifreiðarinnar gengið erf-
iðlega að gefa skýringu á hlaup
um mannanna, og eru það því
tilmæli rannsóknarlögreglunnar,
að ef einhverjir kynnu að hafa
orðið vitni að þessum atburði og
jafnvel borið kennsl á einhvern
mannanna, þá létu þeir lögregl-
una vita hið fyrsta.
LE5IÐ
DRCLEEK