Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1972 17 Fullorðnir 1 próflestri i Náms- flokkum Reykjavíkur Um leið og náms- og þekk- ingarkröfur aukast í þjóðfé- lagi, sem stöðugt er að verða flóknara og margbreytilegra, vex einnig áhugi fullorðinna á að auka og endurnýja þekk- ingu sína og ná ákveðn- um áföngimi á námsbraut. Kröf urnar um fræðslu fyrir full- orðna, sem komnir eru út úr skóiakerfum, fara því vaxandi. Námsflokkar Reykjavíkur koma þarna til hjálpar, reiðu- búuir til þjónustu, og reyna að uppfylla þörfina, eftir því sem hún verður til. Þar hafa ein- niitt orðið talsverðar breyting- ar i vetur og nú verið að taka upp nýjungar. Ein er sú, að nú eru nemendur úr tvelmur flokkum í fyrsta sinn að taka þar gagnfræðapróf. Og eins er hópur að búa sig undir mið- skólapróf, en þessum prófum þurfa margir á að halda til að komast áfram á námsbraut og átta sig á því síðar á ævinni, eftir að þeir eru hættir í skóla. Mbl. ræddi um þessa ný- breytni og fleiri við Guðrúnu Halldórsdóttur, sem tók við skólastjórn Námsflokkanna 1. september í haust. Hún sagði að sá háttur væri á hafður hjá Námsflokkunum að skipta gagnfræðapróf- inu, þannig að hluti þess væri tekinn nú um áramóttn, og því svo lokið i vor. Mikill áhugi ríkti meðal nemanna. Þetta væri ýmist ungt fólk, sem hefði hætt námi og sæi eftir þvi, og konur, sem nú hefðu tækifæri til að bæta við menntun sína. Stæðu þær sig mjög vel. Skipt- ist hápurinn eiginlega í tvo flokka, unga fólkið, sem væri á aldrinum 17—20 ára, og kon- urnar, sem væru yfirleitt 20— 30 ára gamlar. — Þetta er mun frjálslegra nám en gerist í skólum, sagði Guðrún. Ég hefi haft hópana litta, 10 nem>a i hverjum, til að hver nemandi geti fengið aukna athygli og umönnun. En að sjálfsögðu kennum við allt venjulegt námsefni til gagn- fræðaprófs. — I Námsflókkunum eru margir sem ætta sér eitthvað ákveðið með náminu, seg- ir Guðrún. Á neðri stiigum er fólk, sem er að undirbúa sig undir annað nám. T.d. eru þar konur, sem af einhverjum ástæðum hættu námi, en ætla nú að taka unglingapróf í vor. Nokkrar þeirra ætta síðan i röntgenskólann og eru að und- irbúa sig til þess. Flestir pilt- anna, sem ég veit um, eru að undirbúa sig fyrir gagnfræða- próf, en ýmiss konar nám krefst gagnfræðaprófs. Til dæmis er ekki hægt að fara í margar iðngreinar í iðnskóla nema taka miðskólapróf. Sum- ir ljúka þvi í vor. 1 Námsflokkum Reykjavíkur eru að sjálfsögðu sem fyrr marg-ar námsgreinar, sem ekki miða að prófi — surnar nýjar. Til dæmis nefndi Guðrún verzl unarensku eða kennslu í að skrifa verzlunarbréf. Kvaðst hún hafa hug á að koma af stað eftir áramóttn fleiri greinum fyrir verzlunar- fólk, svo sem kennslu í af- greiðslustörfum. LISTFRÆÐSLA OG KENNSLA A REIKNISTOKK Þá kvaðst Guðrún áforma að hefja eftir áramótin námskeið til kennslu í notkun reikni- stokks, sem svo margir kynnu ekki að notfæra sér. Eins sagði hún að ótrúlega margt fólk þjáðist af ýmiss kon ar lesgöllum og væri ætlunin að haía námskeið fyrir það síð ar í vetur. Enn ein nýjung hefst eftir áramótin, sem er nokkuð ann- ars eðlis, en það er listfræðsla, þar sem tekin er fyriir mynd- list, tónlist og leiklist. — Ég hefi hugsað mér að í vetur verði mvndlistin undirstaða, en flutt erindi um hinar listgrein- amar. En þær verði svo höfuð- greinar næstu ár. í mörg ár hefur verið leikhúskynning hjá 'Námsflokkunum, en þetta er annars eðlis. Ungur maður, Jón Reykdal, sem kennir í Myndlistaskólanum, ætlar að taka að sér myndlist- arfræðsluna. Er ætlunin að taka lauslegt yfirlit yfir eldri listir, en leggja aðal- áherzlu á listir síðustu 100 ára. Hefur Jón pantað mynda- efni erlendis frá og tekur sjálf ur ljósmyndir af islenzk- um listaverkum. Tungumálakennsla er sem fyrr mikil í Námsflokkun- um, en í haust v&r byrjað á nýjung þar, þanmig að kennd er sænska og norska allt frá 10 ára börnum og upp til stúd- entsprófs. Og eru nú nemend- ur á öllum stigum. Af öðrum greinum, sem byrj að var á í haust, má nefna tafl- toennslu, jarðfræði og rússin- esku. Er . geysilegur áhugi og mikil þátttaka í taflnáminu og j&rðfræðináminu, en rússnesk- an er erfið og margir hafa þar helzt úr lestinni. Aftur á móti var ekki áhugi á núttmasögu, sem áttí að kenna í vetur, en þar fékkst ekki þátttaka. BARNAFATASAUMUR I BREIOHOLTI Ýmsar greinar, sem kenndar hafa verið i Námsflokkum, eru alltaf vinsælar, svo sem fönd- ur og smeltikennsla. í Náms- flokkunum hefur lengi ver ið sníðakennsla og nú er ætl- unin að auk þess sem konunnd er kennt að sníða, þá sé henni líka kennt að sauma eftir snið- um, svo námið komi að meiri notum, segir Guðrún. — Barnafatasaumur er mjög vinsæl námsgrein i Námsflokk um Reykj&víkur. Sýnflega hafa konur áhuga á að sauma á börn sín. Það er eftirtektarvert að i Breiðholti, sem er nýtt hverfi með ungu fólki, hafa helmingi fleiiri konur sýnt áhuga á barmafatasaumi en í öðr- um hverfum. En sömu sögu er raunar að segja í Árbæjar- hverfi. Guðrún Halldórsdóttir. En rétt er að geta þess tii skýringar að Námsfiokkar Reykjavikur eru tM húsa á fleirum en einuim stað í borg- inni. Auk Laugalækjarskólans, þar sem aðalkenmslan fer fram, er enskukenmsla og sauma- kennsla í Breiðholti og einnig í Árbæ og í Hlíðaskóla er kennd norska og sænska til prófs. Þá sagði Guðrún okkur að hún hefði áhuga á að koma upp eðlisfræðikennslu í Námsflokkunuim, og ýmislegt fleira hefur hún í huga. Námsflokharnir eru þjón- ustustofnun, sagði hún. Og þeg ar maður verður var við það að þörf er fyrir einhvers kon- ar fræðslu, þá er sjálfsagt að reyna að koma henni i gang. Og þvi er mjög gagnlegt að heyra hugmyndir fólks um slikt. Taka gagnfræða og miðskólapróf Skáldið sáir frjókornum í huga þúsunda, stundum milljóna Rætt við Kristmann Guðmunds- son skáld um nýjustu bók hans, „Brosið“ MÉR varð það snemnia ljóst, að skáldið sálr frækornum í huga þúsunda, í sunium til- vikum milljóna manna, seni geta borið ávöxt, ekki bara í lifi lesendanna heldur kannski líka afknmenda þeirra, mann fram af manni. Ég álít, að það sé ekki sama fyrir sálar- heiil skáldsins, hverrar artar sá ávöxtur er. Þetta hef ég alltaf haft til hliðsjónar í mín- um skáldskap án þess að láta það Iiafa áhrif á listræn vinnu brögð. Út frá þessari skoðun minni geta menn áætlað, hver mórallinn er í sögunni. Þann- ig komst Kristmann Guð- mundsson skáld að orði í vlð- taii við Morgunblaðið um hina nýju bók sína, „Brosið", sem kom út fyrir skömmu. — Þetta er saga um sjö systkini, hélt Kristmann Guð- mundssson áfram, — sem ger ist rétt eftir fyrra stríð aust- ur á f jörðum. Baksviðið er líf- ið á firðinum, þar sem börnin eiga heima, eins og það gerð- ist á þessum tíma, fært í skáldlegt form. Aðalpersón- urnar eru þessi 7 systkini, það elzta 17 ára en það yngsta 6 ára. Þau eru foreldralaus og móðir þeirra nýdáin. Ein aðalpersónan er mál- verk af móðurinni nýdáinni, sem ungur útlendingur hefur málað og gefið börnunum. Hann hefur málað móðurina með einkennilegu brosi, sem margir f urða sig á, sem mynd- ina sjá. Það eru ýmsir, sem hafa ágirnd á túnskika og húskofa barnanna og reyna að ná hvoru tveggja undir sig með óþokkaskap. Um þetta hefst Kristmann Guðmundsson. mikil og hörð barátta. Þá koma þarna við sögu ýmsir aðrir, bæði gott fólk og minna gott, svo sem kaupmaður, hreppstjóri, læknishjón, út- gerðarmenn og skrítinn karl, karlinn á bryggjunni. Þá kem ur þarna ennfremur mjög við sögu ein bóndafjölskylda eins og þær gerðust i þá daga. En það er þó framar öðru saga þessara fátæku barna og lífs- barátta þeirra, sem er uppi- staðan í þessari skáldsögu. Kristmann Guðmundsson var spurður að þvi, hvernig farið væri um bækur hans á erlendum vettvangi og skýrði hann þá svo frá, að verið væri að þýða á dönsku bók hans, sem kom út í fyrra og nefnist „Sumar í Selavík". Á þessi bók að koma út í Danmörku á næsta ári. Þá ætti einnig „Smiðurinn mikli" að koma út á næsta ári og þá í Ameríku. Ennfremur hafa ýmsar bæk ur Kristmanns verið að koma út í löndum Austur-Evrópu á undanförnum árum, svo sem í Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu og víðar. Þá væri verið að þýða á úkraínsku þrjár af eldri bókum skáldsins, þ. e. „Morgunn lífsins", „Brúðar- kyrtillinn“ og „Barn jarðar1. í Japan á að koma út á næsta ári „Morgunn lífsins“, en hún var þýdd á japönsku fyrir nokkrum árum. Ennfremur væri verið að þýða „Sumar í Selavik" á japönsku. Kristmann var spurður að þvi, hvert væri viðhorf hans nú, þegar hann liti yfir langan feril sinn sem skáld og svar- aði hann þá: — Frá bók- menntalegu sjónarmiði þá sér maður, að það hafa orðið bók menntalegar byltingar eins og pólitískar byltingar, en manns andinn er nú samur við sig. Það kúgar hann enginn bylt- ing. Hann leitar jafnvægis og þroska og lærir af mistökum sínum. Það bezta er alltaf hirt úr fortíðinni handa framtíðinni. Þó að byltingar geri oft tals- verðan skaða, þá eru þær þó fæðingarhríðir nýs tima og þegar aftur kemst jafnvægi á, þá kemur það fram, sem bezt er og verðmætast, einnig í bókmenntunum. Ég er þess vegna ekki hræddur um, að við glötum okkar bókmennta- legu arfleifð á nokkurn hátt, þó að ýmsir menningaróvitar láti eins og naut í flagi um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.