Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1972 félk í * -Z.* ra fréttum 41 □ Elke Sonimer ásamt einum mót leikara sínum, sem er dúkka. Þýzka þokkadísin Elke Sommer leikur um þessar mundir I hrollvekju einní, sem verið er að taka í nágrenni Madrid á Spáni. —- Djöfullinn tekur dauðann með sér — er heiti myndarinnar og ætti það að gefa dágóða hugmynd um efni og áhrif þeirrar kvikmynd ar. Eiginmaður Elke Sommer, sem er bandarískur blaðamað- ur, er ávallt hjá konu sinni, hvar svo sem í heiminum hún er stödd við upptöku mynda, en hann notar tækifærið og skrifar greinar frá þeim stöðum, sem hann dvelst á hverju sinni. NÝK VINUR Soraya prinsessa hefur nú eignazt nýjan vin. Fyrir val- inu að þessu sinni varð fransk ur verzlunarmaður og fyrrver- andi Ijósmyndari, Armand de Roney. Nýlega hóf hann fram- leiðslu á ilmvatni, sem hann hafði framleitt sérstaklega handa Sorayu skömmu áður. Ilmvatn þetta selst nú mjög vel í París. Soraya skemmtir sér vel í draumaborginni París ásamt Armand og um daginn smellti franskur ljósmyndari mynd af þeim á þekktum veitingastað Parísar. ☆ -X HEIM A LFI», LOKSINS Meðal þeirra 16, sem komust af úr flugslysinu mikla I Andesfjöllum, þann 13. októ ber s.l. voru vinimir Roberto Canessa og Fernando Parrada. 1 10 vikur þraukuðu þeir ásamt öðrum farþegum og þeg- ar hungrið tók að gerast óbæri legt var lifað á mannakjöti. Þegar allt virtist vonlaust orðið, tókst þeim Roberto og Femando að klöngrast niður fjallið að litlu sveitaþorpi við rætur fjallsins og skömmu síð- ar var björgunarþyrla send á vettvang. Allir, sem lifðu slysið af, hafa nú verið fluttir til byggða, en flestir farþeganna voru frá Uruguay og þaðan var flugvél in einnig. Myndin hér fyrir ofan var tekin af þeim vinunum, Roberto og Femando skömmu eftir að þeir höfðu klöngrazt niður E1 Maiten fjallið í Chile. Með þeim eru tveir lögreglu- þjónar. Madge Madsen ásamt yngri s ystur sinni. MEGEUN EÐA FANGELSI — Rétturinn krefst þess, að þér megrið yður um 35 kíló, að öðrum kosti munið þér * Hjartaskurðlækninum fræga frá Höfðaborg, Christian Barn ard, líður nú sæmilega eftir bíl slysið, sem hann lenti í fyrir tæplega hálfum mánuði síðan. Blaðamönnum var fyrir stuttu leyft að hafa tal af sjúklingnum á Groote Schuur sjúkrahúsinu og þá var þessi mynd tekin. Lítið hefur heyrzt frá eigin- konu Christians, sem einn- ig liggur á sama sjúkrahúsi. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og: Alden McWiIliams VOU INTERRUPTED THE MOST IMPORTANT DAY Of MV LIFE/TROV/I TRUST vni i uAn finnn RPA«,m I'LL LET X VOU BE THE JUDGE/ MR.LAKE/ ALONG WITH THE'OVERDRAWN NOTICE",THE BANK SENT THIS STACK OF CANCELLED CHECKS/ Þú truflaðir mikilvægasta dag lifs mins, Troy. Ég vona ad þú hafir góða áetæðu. Ég læt þig dæma um það, herra Lake. (2. mynd )Með bréfi bankans var þessi bunki af innstæðiilaiisum ávísun- iim. (3. mynd) Þ*r eru stílaðar á fólk, sem ég hef ekki einu sinni heyrt getið um, en undirskrift þín er á þeim öllum. lenda í svartholinu. Þér þekk- ið reglurnar. Engar súkkulaði bollur, engar kökur, ekkert gott. Og mundu, að í svarthol- inu muntu hvorki fá súkkulaði eða sætindi. Svohljóðandi dómur var kveðinn upp yfir hinni akfeitu Madge Madsen frá Manchester í Englandi, sem sökuð var um þjófnað úr ýmsum verzlunum í Cheshire héraðinu, þar sem hún býr. Magde Madsen er ósköp sæt stúlka, en alltof feit. Hún er 120 kíló og það háir henni mjög svo andlega. Þyngd hennar hefur valdið henni mikilli óhamingju. Aldrei tekst Madge að eignast kær- asta. Grinið, sem aðrir gerðu að henni varð flestum ungum karlmönnum, sem hún kynntist ofraun. Þess vegna leiðist Madge afskaplega mikið. Svo langt var Madge leidd I leið- indum sínum, að hún tók að stela smáhlutum úr verzlunum sér til huggunar og dægrastytt ingar. Hún stal að sjálfsögðu aðallega sælgæti. Madge var stefnt fyrir rétt og sálfræðingur var fenginn til aðstoðar við úrskurð dóms- ins. Hann gaf þau fyrirmæli, að Madge skyldi hljóta skil- orðsbundinn dóm. Og nú hefur Madge ákveðið að hætta öllu hnupli og losa sig víð auka- kílóin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.