Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1972 SAGAIM lega ... — viðvíkjandi Pétri? — Já, auðvitað. Svo var þér íyrir að þakka. — Ó, mér þykir þetta svo leitt, Jenny. Ég vcA ekki, hvem ig hann hafði þetta upp úr mér, en hann hlýtur að hafa spurt, hvers vegna þú værir héma yf- irleitt. Til hvers þú hafir komið. En kannski hefur þetta nú ekki komið svo mjög að sök. Það vona ég að minnsta kosti. — Það vona ég líka, sagði Jenny önug. — Sagði hann þér, að þú mætt ir fara aftur til borgarinnar? — Já. — Það sagði hann líka við mig. Blanche settist niður, þreytulega. — Við erum eins og fiskar á öngli. Hann veit, að hann getur dregið okkur að landi, hvenær sem honum þókn- ast. Hver heldurðu, að hafi skot- ið hana, Jenny? — Það veit ég ekki, en sýni- iega hefur það verið einhver að- komandi. Ég veit, að það var ekki Pétur. Og ég sé ekki, að það geti hugsanlega hafa verið Cal eða þú. — Ég! ? — Og ekki myrti ég hana. Veiztu, Bianche, hvort hún átti nofckum óvin, sem hefði getað gert það? — Þetta spurði lögreglumaður inn mig líka um. Nei, það veit ég ekki. — En þú bjóst nú með Fioru. Þú hlytir að hafa vitað það. — Ég bjó nú ekki alltaf með Fioru. Það var rétt til að byrja með. Fiora hafði ekki at- vinnu. Ég fékk strax stöðu og hélt henni. Ég er ekkert að grobba, en eins og þú veizt, þá gekk mér vel. Arthur var alltaf að hækka við mig kaupið, en þú veizt, að það átti ég líka skii- ið. Fiora fékk einhverja smáveg- is úrlausn hjá umferða-leikfélög- um, og var að heiman lengst af. Mér fannst ég geta fengið mér almennilega íbúð og fékk mér hana líka. Eftir það held ég að Fiora hafi verið mikið á flæk- ingi, en hún kom samt til mín þegar hún þurfti að fá peninga. Við héldum ciltaf kunningsskap okkar, en við bjuggum ekki sam an eins og fyrst. En við héld- um sambandi hvor við aðra. Og þannig gekk það til, að ég stakk upp á því við Arthur að bjóða henni út með mér, ásamt Pétri — Já, það veit ég, sagðd Jenny snöggt. Hafði Fiora nokkum tíma verið gift áður? Blanche glenntá upp grænu augun. — Nei. Það er að segja ekki mér vitanlega. Jú, ég er alveg viss um, að hún hefði sagt Hríngt eftir midncetti M.G.EBERHART mér frá þvi. Eða það held ég að minnsta kosti. Hvernig hefði hún annars getað gifzt Pétri? — Það er nú til skilnaður, sagði Jenny þurrlega. — Ég held, að Fiora hefði eitt- hvað nefnt það, hefði hún verið gift áður. — Þeir hafa væntanlega leit- að i herbergi Fioru? — Þú átt við að skjölum eða bréfum? Já, vitanlega. Þeir voru að leita þar snemma í morgun. Hvenær ætlarðu til borgarinn- ar? Valdsmannslegur tónninn hjá Blanche æsti enn upp þverúð- ina í Jenny. — Ég æfla að vera meðan Pétur þarf á mér að hálda. Blanche hringlaði armband- inu. — Getur þér ekki dottið í hug, að það gæti verið óheppi- legt fyrir Pétur? Að þú, fyrri konan hans, sért hérna i hús- inu? Það gæti litið grunsamiega út fyrir hann. Jenny óskaði þess einu sinni enn, að Blanche gæti ályktað skakkt eða hlaupið á sig. En það varð ekki nú. Hún sagði dræmt? — Ef um skaða er að ræða, þá er hann þegar orðinn. En annars getur þetta svo sem verið rétt hjá þér. En mér datt í hug, að Pétur þyrfti á vinum sínuim að halda. — Cal verður kyrr. Og ég líka, ef hann óskar þess. Hún sneri sér við um leið og Pétur kom inn í stofuna. — Blanche, sagði hann, —- ef þér væri sama, þá þyrfti ég að tala við Jenny eina. Blanche sagði: — Mér þykir fyrir þvi, Pétur, að þessi lög- reglumaður skyldi veiða þetta upp úr mér. Ég á við, að ég ætl- aði alls ekki að segja honum þetta um ykkur Jenny. Ég á við þetta í eldhúsinu, rétt áður en Fiora var myrt. En ég þóttist viss um, að vinur þinn, John Calender, VEeri búinn að segja honum það, og við yrðum að vera srmhljóða ... — Cal hefði aldrei sagt hon- um það og betra hefði verið, ef þú hefðir heldur ekki gert það. — Þess vildi ég líka óska — en ég gat bara ekki að mér gert. Þú ert alltaf svo hrifimn af Cal. Ég vona, að hann sé þess brausts verður. — Hvers vegr" þy a ekk» að vera? Pétur var e:_____ -í vafa. — O, það var ekki neitt. —■ Þú ættir heldur að segja það fullum fetum. — Ég meinti ekkert með þvi. Mér fannst bara ... en það er kannski vitleysa ... að Cal væri afbrýðisamur gagnvart þér. í þýðingu Páls Skúlasonar. — Cal!? -—■ Já, þá skjátlast mér, sagði Blanche og brosti. — Mér fainnst einhvem veginn, sem Cal lang- aði til að bola þér algjörlega út úr járnbrautarfélaginu, og verða sjálfur forstjóri. En mér þykir vænt um, að mér skuli hafa skjátlazt, Pétur. Jæja, ég skal lofa ykkur að tala saman. Og hún gekk hátignarlega út úr stofunni. Pétur horfði á eftir henni, reiður, en um leið dálítið órólegur. — Oal er ekkert af- brýðisamur, sagði Jenny. — Hann er bezti vinur þinn. Láttu hana ekki vekja með þér neina tortryggni. Pétur treysti Blanche jafnvel velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi ti! föstudags kl. 14—15. • „Staupasteinn“ Skúli Ólafsson skrifar: Seðlabankinn er með áform uim að byggja sér og öðrum til ánægjuauka eða hneykslunar, eftir því sem á er litið. Einar Magnússon bendir réttilega á, að hornið við Skóla vörðustíg verði borgarprýði með þeirri tilhliðrun, sem þar var gerð, þar sem Hallgriims- kirkja njóti sín betur, eftir að breyting var gerð á fyrirhug- aðri kassabyggingu. Kassabygging Seðlabankans, sem reisa átti á horni Skothús- vegar varð sem betur fer, að- eins pappírsgagn, svo að segja má, að þar hafi einnig verið gerð tilhliðrun sem til bóta er. Brei'kkun Lækjargötu og þá fyrst og fremst „skerðing" lóð- ar Menntaskólans varð mikið hitamál á sínum tíma, en allir sanngjamir menn hljóta að við urkenna, að Menntaskólinn nýt ur sín betur í dag, eftir að fúa slakkinn var sniðinn neðan af lóðinni, þar sem bréfarusl og önnur óþrif söfnuðust saiman. Með fyrirhugaðri byggingu Seðlabankans, þá sé ég ekki betur, en að byggingin dragi at hyglina frá ömurlegri flatn- eskju bílastæðanna, sem þama myndast og margþættú urnferð ameti, sem verður þar í ná- grenninu þegar lokið er fyrir- huguðum gatnaframkvæmdum. Bygging Seðlabankans, sem minnir nokk-uð á Staupastein, gæti orðið borgarprýði, eins og Hailgrímskirkja, sem þrátt fyrir hrakspá mun lengi setja reisulegan svip á borgina. Skúli Ólafsson, Klapparstig 10. • Um skaðsenii áfengis Sigrún Þ. Hörgdal skrifar: Sem kunnugt er sglur Áfeng isverzlun rikisins og útsölur hennar mestmegnis áfenga drykki og tóbaksvörur. Þvi meira sem selzt, þvi meiri ágóði. Mikið er fflutt imn af áfengi, og mikið selzt. Drykkju sjúku fólki fjölgar ört. Áfeng- isneyzla barna er að verða ógn vekjandi. Áhrif áfengisneyzlu segja fljótt til sín. Áfengið er fíknilyf, inniheldur eitur, sem nefnist alkóhól. Það hefur svip uð áhrif og önnur fiknilyf. Flestir, sem neyta þess, verða því háðir. Samkvæmt rann- sóknum lækna verkar það á heilann og miðtaugakerfið, skemmir lifrina, sljóvgar dómgreind og ábyrgðartilfinn- ingu. Áhrif áfengisneyzlu leyn- ast ekki, þvi að útlit þeirra, sem neyta þess, verður sjúk- legt. Þetta ætti að vera þeim kunnugt, er farið hafa með stjórn áfengismálanna og stjórna þeim nú. Þið, sem eruð sljóir fyrir eyðileggingu áfengisins, leggið leið ykkar í hæiin og í fang- elsin. Athugið vel þetta fólk, sem margt er mjög illa farið vegna skipta sinna við Áfeng- isverzlun ríkisins og útsölur hennar. Illa er því farið, að þeir, sem þjóðin hefur falið framkvæmd þjóðmála, vinna að því að byrla þegnunum eit- ur og valda þar með öilum þeim þjáningum, sem þessir sjúklingar líða og ástvinir þeirra. Áfengið hefur margan góðan dreng blekkt. Undir áhrifum þess hafa margir fram ið afbrot, sem þeir hefðu aldrei framið allsgáðir. Það verður því að krefjast þess, að þessari skemmdarstarfsemi sé ekki haldið áfram. Fjölgun sjúkrahúsa og fangelsa á ekki að vera markmið nema það, sem óhjákvæmilegt er í þeim efnum. Markmiðið verði: Tóm- ar ámur í áfengismiðstöðinr|V Þá mætti sjálfsagt nota þær í þágu einhvers betri atvinnu- vegar. • Aukum áfengisfræðslu Auka þarf mjög mikið fræðslu um gjörspillandi áhrif áfengisins á líf og heilsu manna. Þá fræðslu eiga læknar að veita og meira en þeir hafa gert. Drykkjumenning hefur ekki verið til og verður aldrei til. Það er engum manni til vegsauka eða menningar, neyti hann eiturs. Það er sannkallað neyðar- ástand í áfengismálunum, sem kemur harðast niður á ungum foreldrum, börnum þeirra og öðrum nánum ástvinum. Hjálp arstöðvum verður að koma sem fyrst upp, einnig að leggja nið- ur þann ósið að selja áfengi í veitingahúsum. Þau hafa orðið mörgum sannkallaðir drykkju- skólar. Fyrst af öllu verður þó að stórminnka innflutning áfengis. Væri fróðlegt að vita, hve mikið magn er fflutt inn á ári af áfengi handa þessari smáþjóð, sem við Islendingar erum. Við þurfum ekki að taka aðrar þjóð ir tU samanburðar. Erum við ekki sjálfstæðari en það? Gæt- um við ekki orðáð öðrum þjóð- um til fyrirmyndar í bindindi á áfengi og tóbak? Ekki er neinn styrk að fá eða læknisdóm með áfengis- neyzlu. En hjá Jesú Kristi er fullkomna hvíld og hjálp að fá í öllum vandamálium, sem mæta. Hann sagði: „Komið til min allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Styrkir til háskóla- náms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa islendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1973—1974. Einn styrkjanna er einkum ætlaður kandidat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerkur, og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaraháskóla Dan- merkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 1.384 danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1973. Um- sókn fylgi staðfest afrit af prófskírteinum ásamt meðmælum, svo og heilbrigðisvottorð. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 22. desember 1972. Sigrún Þ. Hörgdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.