Morgunblaðið - 05.01.1973, Qupperneq 16
lö MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1973
Útgefandi hf ÁrvaTcu*', R«y;ki]avfk
Fremfcvaemda&tjóri Haratdur Sveinaaon.
Rrtatjórar Matttiías Johannassen,
Eyjóiifur Konráð Jónsaon.
Sryrmir Gurtnarsson.
Rft srtjóme rf«Wtrú i Þort»jörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björ-n Jóharvn&son
AugiýsingastjÓTÍ Ámi Garðar Kristirvsson.
Ritstjórn og afgreiðsla ASalstræti $, sfrni 1Ó-100.
Augíýsingaí Aðslwtreaiti *, sími 22-4-00
ÁskriftargjaW 225,00 kr á ménuði innsnlafKte
l IwusssSfu 15,00 Ikr eintakið
rátt fyrir gengisbreyting-
una skömmu fyrir jól var
stöðvun bátaflotans yfirvof-
andi um áramót og kallaður
saman framhaldsfundur
Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna, vegna hins óvissa
ástands. Miklir erfiðleikar
sköpuðust við ákvörðun fisk-
verðs og fundarhöld dag og
nótt til þess að tryggja, að
vertíð gæti hafizt á réttum
tíma. Niðurstaðan varð sú,
að fyrirsjáanlegur er 100—
200 milljón króna halli á út-
gerðinni nema loðnuveiðin
verði svo mikil í vetur, að
hún slái öll met.
Jafnframt er Ijóst, að af-
komuhorfur fiskvinnslustöðv
anna eru mjög ískyggilegar.
Þannig sagði Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihús-
anna, í viðtali við Morgun-
blaðið: „Með þessari fisk-
verðsákvörðun og fyrirsjáan-
legum hækkunum á fram-
leiðslukostnaði vegna um-
saminnar kauphækkunar 1.
marz n.k. ásamt vísitölu-
hækkun og hækkunum
flestra kostnaðarliða vegna
gengisbreytingarinnar hefur
verið gengið mjög nærri
afkornu fiskvinnslunnar . . .
Þetta er nú annað árið, sem
stór hluti fiskvinnslunnar er
dæmdur til tapreksturs, því
að þótt áætla megi óveruleg-
an hagnað á heildargrund-
velli, þá er afkoma fyrirtækj-
anna afar misjöfn, og er fyr-
irsjáanlegt, að a.m.k. þriðj-
ungur þeirra er í taprekstri
sl. ár og ekki færri á þessu
ári. Engan þarf því að undra,
þótt fiskiðnaðurinn í heild sé
óánægður með þessa af-
greiðslu og verulegrar svart-
sýni gæti hjá mörgum um af-.
komuna á þessu ári. Annars
er sagan ekki nema hálfsögð
með þessu, því að hér er ekki
horft lengra en til vertíðar-
loka. Þegar að þeim tíma
kemur, þarf að grípa til ráð-
stafana, sem a.m.k. jafngilda
nýafstaðinni gengislækkun í
tekjutilfærslu til sjávarút-
vegsins.“
Guðjón B. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar SÍS, er ekki bjart-
sýnni en forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna. í
viðtali við Morgunblaðið
sagði hann, „að í þessu sam-
bandi skipti meginmáli,
hvernig grundvöllur fisk-
vinnslunnar yrði bezt tryggð-
ur, en ekki hversu margar
krónur yrðu borgaðar fyrir
fiskinn". Hins vegar minnti
hann á, „að þessi nýja fisk-
verðsákvörðun hefði ekki
hlotið atkvæði kaupenda,
sem auðvitað gæfu til kynna,
að þeir teldu sinn hlut ekki
nægilega góðan“. Ennfremur
sagði framkvæmdastjóri sjáv-
arafurðaaeildar SÍS, að
„hann teldi núna eins og allt-
of oft áður við áramótaupp-
gjör af þessu tagi, að stjórn-
völd teygðu sig lengra í bjart-
sýnisátt en raunhæft mætti
telja, því að í raun væri ver-
ið að eyða meiru en til ráð-
stöfunar væri, og ekkert
mætti út af bregða, svo að
illa færi“.
Þannig er ástandið eftir
gengislækkun vinstri stjórn-
arinnar. Fyrirsjáanlegur er
hundruð milljóna taprekstur
á útgerðinni, nema loðnuver-
tíðin slái öll met, og ískyggi-
legar horfur í frystiiðnaðin-
um. En þar með er ekki öll
sagan sögð.
Þegar samningar stóðu yf-
ir um hækkun fiskverðs lof-
aði Lúðvík Jósepsson, sjáv-
arútvegsráðherra, því, að af-
numinn skyldi 2 V2 % launa-
skattur af útgerðinni, en sú
upphæð í þess stað renna til
stofnfjársjóðs fiskiskipa og
jafnframt mundi ríkissjóður
greiða af sinni hálfu sömu
upphæð til stofnfjársjóðs.
Hér grípur ríkisstjómin í
senn til sömu ráða og hún
áður gagnrýndi harkalega
hjá öðrum og nýs uppbóta-
kerfis. Við ákvörðun fisk-
verðs í sambandi við gengis-
breytinguna 1968, var ákveð-
ið að fiskkaupendur skyldu
greiða 10% í stofnfjársjóð
umfram fiskverðið og komu
þessi 10% því ekki til hluta-
skipta. Að þessu sinni tekor
ríkissjóður að sér að aflétta
21/2% launaskatti af útgerð-
inni og greiða samsvarandi
upphæð að auki til stofnfjár-
sjóðs fiskiskipa. Þarna er í
fyrsta lagi um að ræða
greiðslu til útgerðarinnar,
sem ekki kemur til skipta
milli sjómanna og útgerðar-
manna og í öðru lagi er ljóst,
að jafnhliða gengisbreyting-
unni er angi nýs uppbóta-
kerfis að koma fram í dags-
ljósið.
Gengisbreytingin nægði
ekki til þess að tr*yggja
rekstrargrundvöll útgerðar-
innar. Þess vegna hefur ríkis-
stjórnin ákveðið að grípa til
styrkja, sem munu nema
70—80 milljónum á þessu
ári og jafnframt að þetta
framlag verði greitt framhjá
sjómönnum og komi ekki til
skiptanna. Enn hefur það
því gerzt, að ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar hefur
gripið til úrræða, sem nú-
verandi ráðherrar fordæmdu
áður.
Jafnframt verður ríkissjóð-
ur fyrir tekjumissi af þess-
um sökum, sem nemur um
160 milljónum króna, og hef-
ur engin vísbending verið
gefin um það, hvort nýrra
tekna verður aflað í þess
stað eða útgjöld skarin niður
til þess að mæta þessum
tekjumissi. Einnig í þeim
efnum er allt látið reka á
reiðanum.
NYTT UPPBOTAKERFI
i í
THE OBSERVER
' JlJ..-!
Eftir Eric Siiver
Venjulegi
njósnarinn
JERÚSALEM — Njósnir
hafa verið stundaðar i ísrael
ekki síður en í öðrum löndum,
en þar hafa aldrei verið að
verki njósnarar fæddir í Isra-
el, fólk af þeirri kynslóð sem
er með stolti nefnt Sabrar,
þangað til nýlega komst upp
um samsæri innfæddra Israels-
manna og fjandsamlegrar Ar-
abastjórnar gegn tilveru ríkis-
ins, og landsmenn eru i senn
undrandi og reiðir.
Fyrri njósnarar hafa annað
hvort verið trúðar eða tækifær
issinnar, óforbetranlegir stalín
istar, innflytjendur frá Rúss-
landi, sem hafa verið beittir
fjárkúgun, eða hæfileikamenn,
sem hafa ekki notið sín. Einn
þessara manna var Alexander
Yulin, pólitískur liðsforingi í
einvalaliði víkingahermanna,
Palmach-hersveitinni. Hann
gekk á mála hjá Rússum og
Egyptum. Hann var einum of
óvarkár, bauð ísraelsku leyni-
þjónustunni starfskrafta sina
og fékk fimm ára fangelsi fyr-
ir vikið.
Þá voru þrír félagar úr ísra-
elska kommúnistaflokknuim eitt
sinn gómaðir með leyniskjöl á
sér á mótmælafundi. Aharon
Cohen hét enn einn njósnar-
inn, gamalreyndur brautryðj-
andi samyrkjubúanna og sjálf-
menntaður sérfræðingur í mál-
efnum Araba, sem gerði sér
vonir um að hann gæti haldið
opnu sambandi milli Jerúsalem
og Kremlar.
En frægastur allra var Isra
el Beer, óopinber ráðunautur
Ben-Gurions í hermálum, sem
var kallaður „Liddel Hart Isra
els“. Berr hafði verið foringi í
Alþjóðhersveitinni í borgara-
styrjöldinni á Spáni og var
staðinn að verki þegar hann af
henti sovézkum útsendara dag-
bækur forsætisráðherrans og
leynileg hernaðarskjöl. Hann
dó í fangelsi þar sem hann
átti að afplána fimmtán ára
dóm.
Nú verða dómstólarnir að
ákveða hvort fjórir ungir Gyð-
ingar, sem voru handteknir ný
lega ásamt 40 Aröbum og stað
hæft er að hafi verið félagar á-
samt þeim í sýrlenzkum njósna
og skemmdarverksamtökum,
séu af sama sauðahúsi. En eðl-
ismunurinn er þegar auðsær.
Ehud Adiv hefur verið gerður
að tákni fjórmenninganna. Að
stjórnmálaskoðunuim hans und
anskildum er hann dæmigerður
Sabra, fyrirmyndarunglingur.
Foreldrar hans voru meðal
stofnenda samyrkjubúsins Gan
Shmel, þar sem Ehud fæddist
og ólst upp. Hann var mynd-
arlegur og vinsæll, barðist í
fallhlifaliðinu og lék með
körfuboltaliði í fyrstu deild.
Gan Shuel er á strandlengj
unni norður af Tel Aviv og all-
ir, sem þar hafa búið, hafá allt
af verið mjög pólitiskir. Sam-
yrkjubúið er tengt Mapan-
flokknum, flokki marxistiskra
zionista. Núverandi ritari
hans er foringi israelskra ný-
vinstrisinna. Á árunum eftir
1950 sögðu nokkrir félagar sig
úr flokknum og gengu í komim
únistaflokkinn, þegar Mapan
sleit öllu sambendi við
Moskvu,
„Við kennum börnum okkar
að vera virkir þátttakendur í
stjórnmálum," sagði einn af
brautryðjendum samyrkjubús
ins nýlega. „Þess vegna verða
þau að dansa á línu. Nú hefur
eitt þeirra þvi miður stigið
víxlspor. Okkur finnst, c.ð við
verðum einlhvenn veginin að
finna leið til þess að lifa í friði
með nágrönnum okkar Aröb-
um. Við verðum að komast að
samkomulagi við þá og skila
landsvæðum til, þess að tryggja
friðíinnJ'
íbúar samyrkjubúanna eru
innhverfari en aðrir ísraels-
menn. Þeim er hlíft við ys og
þys borgarlífsins. Þeir þurfa
ekki að stunda aukavinnu
(100.000 ísraelsmenn stunduðu
tvöfalda vinnu þegar síðast
v&r vitað) tii þess að greiða
skatta, kaupa íbúðir og veita
sér meira en þeir og þjóðarbú-
ið hafa efni á. Rökfimi er sam-
tvinnuð llfi þeirra. Hugmynda-
fræði er aðalatriði, sérstaklega
í Sc.myrkjubúum þar sem áhrif
Mapams mega sin mest.
Hjá Ehud Adiv virðast þátta
skilin hafa orðið í sex daga
stríðrnu. Hann hafði verið
leystur frá herþjónustu 1966,
en var kallaður aftur í herinn
í júní 1967. Hann var einn af
fallhiífahermönnuinum, sem her
tóku gamla hluta Jerúsalem í
hörðustu bardögunum, sem
voru háðir í návígi í öllu
striðinu. Aðeins sex af 30 mönn
um úr flokki hans siuppu
óskaddaðir. Móðir hans segir
að stríðið hafi breytt ho-num,
blóðsútheliingarnar og grimmd
stríðsins bugað hann. Hann dró
sig meira og meira inn í skel,
og gekk í hverja vinstriklík-
una af annarri en sagði skilið
við þær. Loks fór hann frá sam
yrkjubúinu og til Haifa, þar
sem hf:.nn lagði stund á heim-
speki og vann fyrir sér sem
þjálifari körfuboltaliðs.
Adiv er nú 26 ára og að
dómi flestra félaga hans fór
hann yfir Rúbíkó stjórnmál-
anna, þegar hann gekk í Rauðu
fylkinguna, smáklofningshóp
úr Byltingarbandalagi maoista.
Sumir keppinautar fylkingar-
innar lengst til viinstri segja,
að í henni hafi aldrei verið
fleiri en fimm eða sex Gyðing-
ar, O'g það sem einkenndi þessi
samtök framar öllu öðru, var,
að þau visuðu á bug „sjálfs-
ákvörðunarrétti Gyðinga",
jafnvel eftir að ráðgerðri bylt
ingu væri lokið.
Síðan hefur Adiv mótmælt
herskyldu, dreift flugumiðum
meðal Araba og látið opinskátt
í ijós samúð meS palestinskum
Fatahskæruliðum. Eins og einn
kunningi hans orðar það „var
hann alltaf andvígur ofbeldi,
en taldi samt leyfilegt að beita
öll'um tiltækum ráðum til þess
að kollvarpa valdakerfinu, sem
hann taldi að vildi beita valdi
í deilunum við Araba.“ Venju-
legur Sabra var orðinn þátttak-
andi í heimsbyitingunni..