Morgunblaðið - 05.01.1973, Blaðsíða 22
MbRGUNhLAÐIÐ, Í'ÖSIrtidAGUR fet’ íf’Áljtílák: tíftj'
HOGNI GUÐNA-
SON - MINNING
Fædditr 10. október 1884.
Ðáinn 27. desember 1972.
I dag verður til moldar bor-
inn að Stóranúpi Högni Guðna-
son, áður bóndi í Laxárdal í
Gnúpverjahreppi, en hann and-
aðist á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði á þriðja i jólum eftir
langvarandi veikindi, liðlega 88
ára að aldri.
Högni var fæddur í Traðar-
koti við Stokkseyri 10. O'któber
1884. Foreldrar hans voru hjón
in Guðni Högnason og Björg
Jónsdóttir, ættuð úr Hruna-
mannahreppi. Var Högni yngst-
ur fjögurra barna þeirra, en
hin voru Guðjón, bóndi í Lax-
árdal, Guðmundur, togaraskip-
stjóri í Reykjavík og Sigriður,
kona Jóns Guðmundssonar á
Brúsastöðum og veitingamanns
á Þingvöllum. Öll eru þau dáin.
Vorið 1885 brugðu þau Guðni
og Björg búi, og fluttist Högni
þá 30 vikna gamall í fóstur að
Kópsvatni í Hrunamannahreppi
til Sigurðar Magnússonar og
konu hans Kristrúnar Jónsdótt-
ur. Lét Högni mjög vel af veru
sinni þar, enda var það efna-
heimili og þau hjón mannkosta
fólk. Þar ólst Högni upp nokk-
uð fram yfir fermingu, en fór
síðan að sjá um sig sjálfur, eins
og þá var títt.
Nokkru síðar fluttist Högni
til Reykjavíkur og stundaði þar
verkamannavinnu um nökkur
ár.
Árið 1907 kvæntist Högni Ól-
öfu Jónsdóttur, ættaðri úr Holt-
um, reistu þau bú í Reykjavik
og bjuggu þar í tvö ár, en ár-
ið 1909 hófu þau búskap í Aust
urhlíð í Gnúpverjahreppi og
bjuggu þar í 10 ár. Vorið 1919
fluttust þau að Laxárdal, en
þar hafði búið Guðjón, bróðir
Högna, en Hann dó úr spönsku
veikinni haustið 1918.
Þau Högni og Ólöf eignuðust
8 börn, 4 dætur og 4 syni og
komust öll upp. Vorið 1957 dó
Ólöf eftir nærri hálfrar aldar
ástríka sambúð þeirra hjóna.
Notkkru síðar hætti Högni bú-
skap, enda þá kominn á áttræð-
isaldur og heilsuveill, en var þó
heimilisfastur í Laxárdal til
dauðadags, en sonur þeirra tók
við jörðinni.
Þetta eru í örstuttu máli hin
ytri atvik í ævi Högna heiitins.
Þetta er hin venjulega saga um
dugmikla unga menn á önd-
verðri þessari öld, sem byrja láí
ið óstuddir með tvær hendur
tómar, en vinnufúsar, en brjót-
ast áfram með dugnaði, þraut-
seigju og hagsýni til að sjá fyr-
ir sér og sinum. — Og þetta
tókst Högna með miklum mynd-
arskap, þrátt fyrir það, að um
langt árabil átti hann við van-
heilsu að striða. En seigla hans
var óbilandi, og hin ágæta kona
t
Móðir okkar,
Elísa Bjarnadóttir
frá Haga í Grímsnesi,
andaðist 2. jan. sl. að Hrafn-
istu. Jarðartförin auglýst
síðar.
Börn hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn og faðir,
JÓN ORMSSON,
rafvirkjameistari,
lézt í Borgarspitalanum 4. þessa mánaðar.
Sigríður Jónsdóttir,
Jón Aðalsteinn Jónsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR INGIMAR ARNLJÓTSSON,
Bergstaðarstræti 43 A,
andaðist í Borgarsjúkrahúsinu að kvöldi hins 3. janúar.
Jónína Filippusdóttir og bömin.
t
Faðir okkar,
JÓN KRISTJANSSON.
Suðurgötu 24, Siglufirði,
andaðist að heimili sinu 3. þessa mánaðar.
t
Sonur okkar og bróðir,
Skúli Helgason,
læknir,
amdaðist á heimili sánu að
Umeá í Svíþjóð.
Sigurlaug Jóna Jónsdóttir,
Geirtaug Jónsdóttir,
Kristinn Jónsson.
Kara Briem
Helgi Skúla.son
Sigríður Helgadóttir
Sigurður Helgason.
t
Eiginmaður minn,
ÁRNI GUÐJÓNSSON,
fyrrverandi bóndi, Kaupangi, Eyjafirði,
til heimilis Mávahiíð 6,
andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 3. þ.m. Jarðarförin auglýst siðar.
Bjamþóra Benediktsdóttir.
t
Elsku litla dóttir okkar,
MARGRÉT LARA,
Hjallabraut 1, Hafnarfirði,
verður jarðsungin laugardaginn 6. jan. kl. 10.30 frá Fossvogs-
kirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspitala
Hringsins.
Sigríður Esther Hansdóttir,
Jón Þorvaldur Walterson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttuhug við andfát
og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GlSLA GÍSLASONAR,
Hásteinsvegi 36, Vestmannaeyum.
Sérstakar þakkir færum við Vinnslustöð Vestmannaeyja og
vinnufélögum hins látna.
Asdís Guðmundsdóttir,
böm, tengdaböm og bamaböm.
t
Kginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og ammia,
Ólöf Sigurðardóttir,
Smyrlahrauni 6,
verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði laug-
ardaginn 6. janúar kl. 10.30
f. h. Blóm eru viinsamlega af-
þökkuð, en bent er á láknar-
stofnanir.
Einar Guðmundsson
Guðfinnur Einarsson
Sigurður Einarsson
Sigurbjörg Valdimarsdóttir
Ólafur Sigurðsson
Guðmar Sigurðsson
Halldór Sigurðsson
Sigrún Sigurðardóttir.
t
Þökkum inniiega auðsýinda
samúð og vinarhug við and-
lát og útför
Kristjönu Þórðardóttur.
Vandamenn.
hans, Ólöf, var honum stoð og
stytjta, enda voru þau hjónin
samhent í öllum hlutum, og
bömin dugmikil og myndarleg.
Mikill myndarskapur var því í
búskapnum í Laxárdal, bæði í
ræfctun og húsabótum.
Högni var maður létfur í lund
og gamansamur í viðmóti, um
talsprúður og lá vel orð til
allra, enda vinsæll af sveitung-
um sínum, sem og öllum, sem
kynntust honum, ættrækinn
mjög, og gestrisin voru þau
hjón bæði með innilegum og lát
lausum hætti, svo að gestum leið
vel á heimili þeirra. Minnumst
við hjónin þess enn með mikilli
gleði, þegar við komium fyrst til
þessa föðurbróður feonu minnar
í Laxárdal fyrár tæpri hálfri
öld, við þá ungt fólk, hve gott
var þar að koma. Og enn er
mér í fersku minni er Högni
fylgdi okkur upp að Gullfossi
og Geysi, og var það í fyrsta
sinn, sem við komum á þær slóð
ir. Þrátt fyrir hellirigningu var
það hátiðleg stund, sem ekki
g.eymist, enda minntumst við
Högni þess, er ég kom til hans
í síðasta. sinn á spítalann fáum
döguim áður en hann dó.
Hin síðustu ár var Högni oft
veikur og var langdvölum á
sjúkrahúsum, en hann bar þær
þrautir með rólyndi og var allt-
af glaður á að hitta.
Högni var hamingjumaður,
honum tókst lífsstarf sitt vel
með dugnaði og þrautseigju,
naut ástrikis góðrar, samhentr-
ar og hjartahlýrrar eiginkonu,
og umihyggju góðra bama,
tengdabama og barnabarna aMt
til síðustu stundar, og velvilja
og vinsælda allra, skyldra og
vandalausra, sem kynntust hon
um. Hann lifði sín hinztu jól í
friði, fékk hægt andlát og
slokknaði út af eins og jólaljós,
þegar það er útbrunnið.
Friður veri með honum.
Við hjónin þökkum honum
vinsemd hans og hlýju og vott-
um öll'um ástviinum hans samúð
okkar.
Einar Magnússon.
SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG sæki kirkju reglulega, en þegar ég heyri prestinn
okkar tala uni frið kristins manns, þá veit ég, að ég á
ekki þennan frið. Ég held, að ég sé einlægur. Hvernig
stendur á þessu?
HELGISTAÐIR eru venjulega kyrrlátir staðir, og þó
geta þeix ekki veitt okkur innri frið. Jesús sagði:
„Minn frið gef ég yður. Ekki gef ég eins og heimurinn
gefur.“ Innri friður er ávöxtur þess, að Kristur er
í hjörtum okkar. Hvorki meira né minna.
Það getur jafnvel aukið á taugaspennu að sækja
kirkju, ef við eigum ekki persónulegt samfélag við
Krist. Sektarkennd okkar kann að aukast við að koma
í návist hans með syndir, ósáttfýsi eða einhverja ávana,
sem standa okkur fyrir þrifum. Auðvitað er þetta
ástæðan til þess, að margur maðurinn sækir ekki
kirkju: Þetta veldur honum óþægindum. En þér sækið
kirkju af trúfesti, og er það vel. En hvers vegna gefið
þér yður ekki Kristi á vald og þar með allt, sem yðar
er, án allra skilyrða? Þá getur kirkjugangan veitt yð-
ur samfélag við sjálfan Guð. Hún verður sem upp-
spretta krafts og náðar.
Að sækja kirkju án þess að þekkja Krist persónu-
lega er eins og að hafa samneyti við persónu, sem okk-
ur þykir ekki vænt um. Það er eins og Shakespeare
skrifaði einu sinni, að orð hans flygju upp, hugsanir
hans sætu niðri, en orð án hugsana næðu aldrei til
himins.
Tilbeiðsla er æðsta reynsla lífsins, þegar Kristur
er raunverulegur og ekkert er á milli hans og okkar.
t
Þökkurn innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og
jarðarför,
FINNBOGA PALMASONAR
Rannveig Ótafsdóttir Stoinunn Amadóttir,
og synir. bræður og mágkonur.