Morgunblaðið - 23.01.1973, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.01.1973, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973 í GÆR voru afhenit í Höfða verðlaun fræðsluráðs Reykja- víkurborgar fyrir bamabæk- ur, þau fyrstu sem úthlutað er fyrir bamabækur á íslandi: Veirðlaun fyrir frumsamdar barnabækur voru veitt hjóin- uniuim Jennu og Hreiðari vegna framlags þeirra til ís- lenzkra bamabókmennta allt frá því þau hófu að skrifa bamabækur fyrir 28 eða 29 áruim. En þýðinigarverðlaunin hlaut Steinunn Briem fyrir þýðingar bóka finnsku sfeáld- konunnar Tove Jansison um múmánálfana, eins og Eiríkur Hreinm Finaiibogason formað- ur dómmefndar skýrði frá um leið og hann afhenti verðlaun- in. í forfölum Steinunnar Briem, sem er erlendis, tók faðir hennar, Eggert Briem við verðlaununum. Við afhendingu barnabókaverðlaunanna í Höfða. Frá vinstri: Birgir fsl. Gunnarsson, borgar- stjóri, ba,rnabókahöfundarnir Jenna og Hreiðar, þá Eggert og Sigríður Briem, sem tóku við verðlaunimiun fyrir dóttur sína, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri og Eiríkur Hreinn Finnboga- son, formaður dómnefndar. Úthlutað barnabókaverð- laununum fræðslu- ráðs Reykjavíkur — til Jennu, Hreiðars og Steinunnar Briem Birgir fsleifur Gunmarsson flutti ávarp. Ræddi harrn m.a. mikilvægi þess að bamabæk- ur væru vei úr garði gerðar og góðar. Þær væru sá hluti bákaútgáfunmar, sem er hvað mieistur er að vöxtum og böm væru iðnir lesendur. Bókin þyrfti því að vera þroskandi og þess yrði að gæta að mál- far bókanma stuðli að ræktun íslenzlks máls, en auk þess þurfi bók að vera heillandi. Bamabæfeur þurfi að ala upp góða miemm, þegar fram líða stundir. Því hefðu bamabóka- höfundar miklu hlutverki að gegna. Þær hefðu mikið upp- eldisgildi. Til að stuðla að því að þessi grein bótomennta megi eflast hefði fræðsluráð Reykjavíkurborgar áfcveðið á árinu 1970 að veita árlega verðlaun fyrir beztu frum- sörndu söguna og fyrir bezt þýddu bamabókina. í dóm- nefnd hefðu verið skipuð Ei- ríkur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, Sigrún K. Hannesdóttir, skólabókavörð ur og Þórhildur Jónasdóttir kennari. Eiríkur Hreinn Fimnboga- som afhenti síðan verðlauna- höfum verðlaunim. Hann sagði m.a.: „Jen&ína Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson eru, eins og kunnugt er, hjón og bæði kenmarar og hafa samið allar bæfcumar í sameiningu. Og barnabækur þeirra eru orðn- ar nokkuð margar, alls rúm- lega 20 talsins, og hafa sum- ar þeiwa kornið út í mörgum útgáfum. Fyrsta bók þeirra Jensínu og Hreiðars lét ekki mikið yfir sér — þetta var lítið kver, sem nefnist Sfcóg- arævintýri Kalla litla og kom út 1944. Á titólsíðu stóð: Samið í smábarnasfcóla Jennu og Hreiðars á Akur- eyri. Þessu orðalagi um sammingu bóka þeirra Jennu og Hreiðars er haldið á titil- síðu fjögurra fyrstu bókanna. Það er yfirlætisiaust og gefur ofurlitla vísbemdingu um skap lyindi þessara ágætu hjóna. Sama yfirlætisleysis gætir í öi'lujm þeirra bókum. Jemnu og Hreiðari er mikil- vægi bamabókarimnar fyrir þroska barnsins greinilega ljóst. Þau taka fyrir vandamái í bókum sínum, vandamál bamsins eða umiglimgsins — þ.e. þess, £iem skrifað er fyrir — þanmig að það vefci til um- hugsumar, eru leiðbeinendur án þess að predika, leggja stundum fram vanda til úr- lausnar, án þess að gefa svar. Og u.tan um þetta hefu>r þeim tekizt að gera þviliifcar sögur, að bönnim iaðast að þeim, vilja iesa þær. Þessir eigin- leikar höfundanma Jenmu og Hreiðars réðu úrslitum um það, að nefndin mælti með því, að þau hlytu bamabóka- verðlaum fræðsluiráðs að þessu simni. Margar þeirra bamabóka, siem út koma hér árlega eru vitaskuld þýddar. Veldur þá miklu, að vel takist bæði um val bóka og mieðferð í þýðimgu og í prentsmiðju. Þetta mum hafa vatoað fyrir fræðsluráði, þegar það ákvað verðlaun fyr- ir þýðingar bann.abóka — og er ég því ininilega sammála. Nefndi.n kynnti sér ræki- lega þýddar bamabækur síð- ari ára, og var á eirnu máli um að mæla með þýðingum Steiniunmar Briem á Múmín- álfunum. Bæði er það, að bæk- ur þær, sem hér um ræðir, eru einstaklega geðþefckar bönnum og þýðingar þekra á þann veg frá málfarslegu sjómarimiði, að þæir ættu að vera aligóður skóli í meðferð móðurmálsins þeim ungu les- endum, sem þessar bækur eru æt'laðar. Þýðimgair Steinumnar Briem eru einkar liðlegar og hvergi þýðimgarbragð. Málið er fjarska eðlilegt og gætt listrænum þoklka — m.ö.o. nreðferð sem hæfir vel ágæt- um bannabótoum mikillar korm.“ Steinunn Briem Einar Sveinbjörnsson — leikur með Sinfóníunni Fiðfliuteikairimn Einair G. Svein- bjönnsson hefur verið koinsert- meistari Sinfóiniíuihfljóimsveitar- iinínar í Mállmey frá þvl 1964, en áður lék hann hér með Siníóníiu- SÍÐtJSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á f.vrra misseri verða haldnir í Háskóla- bíói n.k. fimmtudag og hefjast hL 2030. Stjórnandi verður tékkneski hljómsveitarstjórinn Eduard Fischer, en einleikari Einar G. Sveinbjörnsson, fiðln- leikari. Á efnisskrá tónCisikanina verða Sintfóniisik tilbrigði etftir tékton- esika tónskáldið Jirtoo, fiiðliufcon- sieirt eftir Mendelssohn og Sin- fónía nr. 9 eftiir Dvoralk. Mjómsveit ísilainds. Hanin feeddist í Reytojajvík 1936, og situndaði nám í Tónlis'tarsfcólaimum í Reykjavík frá 1943 til 1955, en stuindiaði síðan framhalldsináin í Bandar'íkjunum. Myndir og texti... Á BLAÐSlÐU 14—15 í blaðinu í dag er siíðiairi hl'uti gneiiniar Ólafs I. Magnússonar Landheflgi og lög saga. Tvær myndir fyigj a grein- innfl, en þau mistöfc urðu að myndatiextarnir urðu eftir, er gengið var tfrá siíðumum til prent uimair. Á fynrfl myndinni er varð- slkipið Þór á siglingu i þungum sjó, en á þg':rri s.iðari, sem tekin var í fyrra þorskastríðinu, sést er Huifltogarinn Banque siglir á gaomila Ægi. Þessar myndir og þœr er fylgdu fynri grein Ófliaifs tók Garðar Pálsson skipiherra. Kílarbréfinu hafnað - af yfirmanni hafrannsóknastofnunarinnar þar Persónulegt en ekki opinbert skjal, segir prófessor Hempel efnahagslíf sitt nær eingöngu á fiskveiðum, er varðveizla fiskstotfnanna lífsspursmái. Þá segir emnfremur í opna bréfinu, að samdráttur síldar sitofinisiins hafi ekki bara átt rót sina að rekja til hærri sjávarhita, heldur einnig til ofveiði. íslenzka stjómin var því aðeins að tryggja lífsaf- komu þjóðarinmar, þegar hún ákvað að færa landhelgina út í 50 mílur. í ummæluim prófessors Hempels um þetta opna bréf segir, að mat á efnahagsmál- efnum og þjóðfélagslegum af- leiðingum þeirra sé eklki á mieðal verfcefna stofnunar hans. Kiel, 22. janúar AP. Einkaskeyti til Morgunbl. YFIRMAÐUR hafrannsókna- stofnunar háskólans í Kiel, prófessor Gotthilf Hempel, vísaði í dag á bug opnu bréfi, sem ýmsir aðstoðarmenn hans höfðu skrifað, þar sem þeir studdu sjónarmið íslend- inga í Landhelgisdeilunni. Var haft eftir prófessor Hempel, að þetta opna bréf væri ekki opinbert skjal, sem samið væri af stofnun hans, heldur kæmu þar fram persónuleg- ar skoðanir minni hluta að- stoðarmanna hans. Þá bætti hann ennfremur við, að í bréfinu væru rangar upplýs- ingar og einhliða röksemdir. í framangreindu opnu bréfi, sem stílað var til TV, sambands flutningaverka- manna og undirritað af 46 starfsmönnum við hafrann- sóknastofnun háskólans í Kiel, var sagt: — Fiskstofn- amir við íslandsstrendur verða að fá að lifa. Þá sagði þar ennfretmur: — Vestur- þýzki úthafsflotimn má reikna með tjóni, sem kann að nálg- ast gjaldþrot hans, ef hann hættir að veiða innan 50 mílina landhelginnar. — Af rannsóknum, sem gerðar hafa vei'ið af íslanzk- um starfsbræðrum okkar og ofckur sjálfum, er það vitað, að þorsfcurinn í Norður At- lantshafi og karfastofninm þar sæta sennilega mikilli of- veiði. Fyrir ísland, sem byggir Kieler Wissenschoftler aa dle ÖTV: Island vom wirtscheftlichen Ruin bedroht Offener Brief zom Fischereistreit steilf fest: Es geht um die Existenz der Menschen . Kiel (E.B.) |n eínem offencn Brief haben 46 WissfnmtiaftU-r und Mit- <ler Kxisteiusieherung der ses arbeiter <lr« InstitnU för Meereskunde an der t'nlversitöt Ki.-I in eincm h»n'mOnheX'nhD Artikel <ies ÖTV-Magaains StcHung genommeA In dem Artikei 'heiBt es als Be- atar.ðes eine Lebensfrage.'1 IJasAus- gröndung fiir díe íslándische MaB- bleiberx des Herings unter der islan- spontanén^A?beitsnl< nahme (Erweiteruns. der Fischerei- dischen Kóste sei niehl nur auf dle *£r Hu/enárbéite hoheít auf 5U Seemeiten): úberletx-n langsame Erwármung der fsJandi- ,,,'a Cuvímv< soll fn erster Liníe der Fischreichtum siihen Gewásser, sondern auch suf ... ... ,,, öTV i S'or dfé tíberfischung Zuruckzufuhren, Bei- uberpmfen. Obwohl die OTV < Fyrirsögnin í Kieler Nachrichten 19. janúar um opið bréf vísindamanna hafrannsóknastofn- unarinnar þar. Þar stendur: Vísindamenn í Kiel við ÖTV: Efnahagslegt hrun ógnar íslandi. Niðurstaða opins bréfs um fiskveiðideiluna: Það er um lifsafkomu fólksins að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.