Morgunblaðið - 02.03.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1973, Blaðsíða 32
 ÁNÆGJAN FYIGIR ÚRVALSFERÐUM mrgttttfifiifrtfr FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1973 IHöí’gttnlitótíí nucLvsmcRR ^^-«22480 Slæmt útlit með björgun Kópanessins MJÖG ilJa horfir nú með að takist að ná Kópanesinu á flot af strandstað vestan við Grinda- vík og var í gærkvöldi talið sennilegast, að fyrst og fremst yrði iögð áherzla á að bjarga tækjum og búnaði úr skipinu, en ekki gerð tilra»'n til að draga það á flot, þar sem botninn í því virðist talsvert mikið skemmdur. Á flóðinu í fyrrnótt snerist skipið í hálfhring á strandstaðnum og á fjöru í gær sást, að botn skipsins imdir lúk- amum var orðinn mjög skörð- óttur og hafði lamizt upp. Mikið brim var á strandstaðnum í gær ©g tókst mönnum ekki að kom- a,st út í skipið frá landi, en hins vegar tókst skipstjóranum á björgunarskipinu Goðanum, að komast um borð í skipið frá sjó; hafði hann synt í froskmanns- búningi að skipinu. Sagði hann, að Ijósavélin hefði verið enn þá í gangi og ekki mikill sjór kom- inn í skipið, en samt nokkur, bæði aftan til og frammi í skip- inu. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa getað séð, hvort gætti munar flóðs og fjöru í skipinu, sem gæfi til kynna botnskemmdir. Loðnan var nokkuð tekin að fljóta út úr lesturn skipsins. Menn frá Björgun h.f. voru komnir til Grindavitour um mið- Framh. á bls. 20 Búlgarar og Rúmenar hyggja á leiguflug RlKISFLUGFÉLöGIN í Búlgar- iu og Rúmeniu hafa haft sam- band við íslenzk flugmálayfir- völd til að kanna möguleika á að fá leyfi til leiguflugs hingað til lands á sumri komanda til að flytja íslenzka ferðamenn til þess ara landa. Þó hefur ekki borizt formieg u-msókn um leyfin, og af hálfu fiugmálayfirvalda hefur engin af staða verið tekin til þess enn, hvort þessi ieyfi yrðu veitt eða ekki, ef umsóknir um þau bær wst, að sögn Hauks Claessen, fí'Ugvallarstjóra. Bæði flugfélög- in mumu hafa í hyggju að fara fieiri en eina ferð, ef af ferðum verðtir, og verða þau því samkv. gildandi reghtm að bera fram formiega umsókn um leyfi fyrir siikum ferðum með minnst 30 daga fyrirvara. Morgunblaðið sneri sér til Arm ar Johnson, forstjóra Flugfélags Islands, og Kristjáns Guðlaugs- sonar, stjórnarformanns Loft- leiða, og leitaði álits þeirra á þessari frétt. Örn sagðist ekki hafa heyrt um þetta áður og litið Framh. á bls. 10 Báts með tveimur mönnum saknað Kópanes hefur fengið á sig slagsiðu úti á loðnumiðiiniim, og sjór gengur yfir þilfarið, eins og sjá má. Myndin er tek in nm borð í Sæunni, sem kom Kópanesi tii aðstoðar og tók áhöfnina um borð. Sjá mynda síðu á bis- 10 (Ljósm. Einar Grétar Björnsson). Árangurslaus leit í allan gærdag. SAKNAÐ er lítils vélbáts með tveimur mönnum — Islendings HU-16, sem fór frá Reykjavík um hádegi á miðvikudag áleiðis til Hvamnistanga. Þegar ekki náð ist samhand við áhöfn bátsins i gærmorgun hóf Slysavarnafélag- ið eftirgrennslan og þegar hún bar ekki árangtir hófst skipu- lögð leit. Var leitað úr lofti með fram allri vesturströndinni að kalla má, og eins svipuðust skip og bátar eftir íslendingi, en leit- in hafði engan árangnr borið i gærkvöldi. Áfram verður leitað úr lofti og á sjó í dag. SÁST SÍÐAST KL. 1630 Eftir þvi sem næst verður komizt sást síðast til íslendings kl. 16.30 á miðvikudag, er bátur- inn sigldi framhjá rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni. Var báturinn þá kominn um 22 mílur vestnorðvestur í 300 gráð- ur réttvísandi norður af Engey. Framh. á bls. 20 Coldwater: Söluverðmæti sex milljarðar á sl. ári Hefur nú tekið að sér einkasölu fyt ir danska Findus á Bandaríkjamarkaði (“] Sjá ennfremur frétt n um verðlagsmál á bandariska fisk- markaðinum á bis. 13 1 SAMTALI við Morgunbiaðið í gær sagði Þorsteinn Gísla- son, forstjóri Coldwater Sea food Corp. helzta fisksölufyr- irtækis íslendinga í Bandaríkj iinum, að söluverðmæti fram leiðslu fyrirtækisins á sl. ári jafngildi 6 þúsund millj. króna. „Um þessar mundir erum við rétt að ljúka við nýja stækkun á verksmiðjunni í Cambridge, Maryland, sem hefur verið í byggingu sl. 114 ár,“ sagði Þorsteinn ennfrem- ■jr. „Verksmiðjan er þá orðin um 18 þúsund fermetrar að flatarmáli og þegar hún verð ur komin í fuiia nýtingu munu sennilega vinna um 500 manns í verksmiðjunni. Nú vinna þar um 350 manns.“ — Hvernig gengur sölustarf semi sú, sem Coidwater rekur í Bandaríkjunum fyrir Færey inga, Þorste nn? „Hún gengur mjög vel og hefur verið ánægjuleg í alla staði. Coldwater selur aliar af urðir færeysku sölusamtak- anna í Bandaríkjunum og hef ur framleiðsla þeirra farið þangað í mjög vaxandi mæli.“ —- Hversu mikill hl«ti fisks ins kemur frá íslandi? „Á si. ári gerði Coldwater um 83% Innkaupa sinna frá íslandi, en afgangurinn kem ur að mestu frá Færeyjum, þó að nokkru leyti frá Dönum og innanlands í Bandaríkjunum. Auk sölustarfseminnar fyrir Færey.'nga hóf Coldwater fyr ir um hálfu ári samkvæmt einkasölusamningi að selja í Bandaríkjunum fiskafurðir frá Findus a/s í Danmörku og eru þær seldar undir vöru- merki Coldwater. Reiknað er með að þar sé um að ræða mjög vaxandi söiumagn," sagðí Þorsteinn. Tveir sækja um Runmimn er út umsóknar- frestur um prestseimibætti við Dómk.irkjuna í Reykjavík, og hafa tvær umsóknir borizt skrifstofu biskups, en aðrair kynn.u að vera á leiðinni, ef þær hafa venið póstlagðar áður en fresturinin rann út. Þær umsókn,ir, sem þegar hafa borizt, eru frá séra Þóri Stephemsem og séra Halldóri Gröndai. 90-100 töflur af LSD UM 40 unglingar i Keflaivíik hafa verið yfirheyrðir vegna fíkni- efnaimáisins þar og virðist vera komin heildarmynd á umfang málsins. Vitað er um dreifingu og neyzlu á um 230 g af hasisi, sem seldist á 350—400 kr. gnammið, og á 90—100 LSD-töíil- um, sem seldust á allt upp í 800 kr. stykkið. Hefur m'enntaskóla- nemandi í Reykjavik séð um úibvegun á mesitöllu þessu magni fliikniefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.