Morgunblaðið - 28.03.1973, Síða 14

Morgunblaðið - 28.03.1973, Síða 14
14 MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1973 Jóhann Hafstein: * Islendingar ekki bundnari af munnleg- um málf lutningi en skrif legum Umræður um málsskjöl, sem send hafa verið til Haag AL.L. NOKKRAR umræður urðu í tilefni af fyrirspurn frá Jóni Ármanni Héðinssyni um hvaða máisskjöl ríkisstjórnin hefði sent til Alþjóðadómstólsins i Haag: og- hverjir hefðu samið þau skjöl, sem send hefðu ver- ið. I svari Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra, kom fram, að aðallega hefði verið um að ræða skeytasendingar, en auk þess hefði dómurinn haft aðgang að þeim bæklingum sem samdir kefðu verið á vegum ríkisstjórn- arinnar um landhelgismálið. Jóhann Hafstein benti á, að ef sent væri mikið af gögnum til dómstólsins þá færi í raun fram málflutningur, þó hann væri skriflegur í stað þess að vera munnlegur. Gunnar Thoroddsen sagði að iáðst hefði að geta þess mikil- væga atriðis, að íslenzk stjórn- völd hefðu opinberlega lýst því, aé ef íslendingsr færðu út fyrir 12 mílur og Bretar eða Þjóðverj- ar kærðu það til Alþjóðadóms- ins, þá ætti útfærslan að gilda ei.gu að síður, meðan málið væri rekið. Jón Ármann Héðinsson spurði utanríkisráðherra um hvaða gögn hetfðu verið sendi til Haag- dcmstólsins af háifu utanríkis- ráðuneytisins vegna fisikveiði- deil'unnar og hverjir hefðu sam- ið þau gögn, sem send hefðu ver- ið. Spurði hann sérstaklega í framsögu sinni fyrir fyrirspum- inni um, hver hefði verið þáttur íiskifræðinga í að semja þessi gögn. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, taldi upp þau skeyti, sem send hefðu verið, og einnig bréf, en hvað bréfunum viðkom var oftast um staðfestingu á skeyt- unum að ræða. Þó hafði bréf verið sent hinn 29. maí 1972 þar sem sjónarmið Islands hefðu ver- ið kynnt og hefðu fylgt því bréfi fylgisikjöl (orðsendimgar milli Is- iands og Bretlands, landgrunns- lögin frá 1948, ályktanir Alþing- is frá 1959 og 15. febrúar 1972). Þá sagði utanrikisráðherra, að AJiþjóðadómstóJJinn hefði haft aðgang að bæklingnum Law of the Sea og Fisheries in Iceland. Þá saigði ráðherrann að þing- mönnum, jafnt fyrirspyrjanda sem öðrum, væri heimilt að kynna sér þær orðsendingar og skeyti, sem hann hefði nefnt, í utanrikisráðuneytiniu og afrit af þeim yrðu afhent utanrikismála- nefnd. Jón Ármann Héðinsson saigði, að fram hefði komið hjá uitan- ríkisráðherra að allmikið hefði verið sent af skeytum og bréfum til dómstólsins, en ekki hefðu verið sendiar greinargerðir, þar sem málstaður okkar væri ítar- lega skýrður og bersýnilegt að fjöldi annarra rita hefði ekki ver ið sendur, svo sem doktorsrit- gerð, sem samin heifði verið um efnið, og fleira. Jór.as Árnason ræddi um þings ályktunartilliögu, sem lögð hefði verið fram, um að birt yrðu skjöl frá landhelgissamnin'gnum 1961 og spurði utanri'kisráðherra hvort e'kki væri hægt að birta þær upplýsingar strax, og hvort að þingsályktunartillagan væri r.auðsynleg. Einar Ágústsson sagðist ekiki ætla að hefja umræður um hvaða gögn hefði átt að senda til Haag, um það sýndist sitt hverjum og hann væri etoki dóm- bær um það. Bn vegna spum- inga um slkjöl þá þá vildi hann benda mönnum á sérat'kvæði dómarans Nervó, því ef menn lesa sératkvæði hans þá ko-mast menn að raun um, að sjónanmið íslands hafa komiat til slkila. Það væri l'jóst að allar aðalrök- siemdir Islands í þessu deilumáli hefðu komizt til skila. Varðandi sipurninigu Jónasar Ámasonar sagði hann, að þingsályktunartil- lagan kæmi sennilega fljótlega til umræðu og hann Vildi gjarnan sjá hvaða álit Alþingi hefði á birtingu þeirra. Jóhann Hafstein: Þegar litið er yfir listann um hvað sent hef- ur verið af skjölum til dóm- stól'sins, þá virðist augljóst að þau eru eik'ki þess eðlis sem þarf við málfl'utninig. Ef rétt er að aðalatriðin ha-fi engu að siður komizt ti-1 skila þá hefur rikis- stjórnin haldið uppi má'ifl-utningi, aðeins sikriflegum í stað munn- legs og að sjálfsögðu felurmunn le'gu-r málifiiutningur ekiki i sér frekari skuldbindingar en skrif- legur. Varðandi þingsályktun um birtingu skjala frá 1961 þá verð- ur sérhver ríkisstjóm að taka ákvörðun um hvaða sikjöl eigi að birta og hver ekki. Alþingi getur varla tekið ákvörðun um að birta skjöl, sem það hefur aldrei séð og veit ökki hver eru. Ég var af Lúðvík Jósepssyni sagður ósannindamaður varð- andi viss atriði í siamningavið- ræðunum, sem staðið hafa yfir i samibandi við þessa deilu og bað ég þvi um að mega birta hluta úr skjölum sem aifhent höfðu verið i landheiigisnefndinni sem trúnaðarmál. Forsœtisráð- herra og utanrikisráðherra sögðu að auðvitað hefði ég sagt satt, en þeir báðu mig að falla frá kröfunni um birtingu vegna samninganna og gerði ég það. Gunnar Thoroddsen sagði að augljóst hefði verið af upptaln- ingu utanríkisráðherra að þau gögn og upplýsingar, sem send- ar hefðu verið til dómsins hefðu ekki verið yfirgripsmiklar og heldur magrar. Nefndi hann tvennt af því, sem vantað hefði. Annars vegar álit alþjóðlegrar ráðstefnu fiskifræðinga, sem haldin hefði verið í Washington í júní á síðastliðnu ári, þar sem sagt hefði verið að fiskistofn- arnir við Island væru i yfir- vofandi hættu. Hitt væri að ís- lenzkir ráðherrar hefðu lýst þeirri skoðun sinni opinberlega, á Alþingi 1961 að ef íslendingar færðu landhelgina út fyrir tólf mílur og Bretar eða Vestur-Þjóð- verjar skytu því til Alþjóðadóm- stólsins, þá skyldi sú útfærsla gilda meðan málið væri rekið fyrir dóminum. Um þessa skoð- un hefði Bretum og Þjóðverj- AIÞMGI um verið kunnugt og þeirhefðu aldrei mótmælt þessari túlkun. Sagði þingmaðurinn að hefðl dómstólnum verið kunnugt um þessi atriði, er hann felldi úr- skurð sinn í ágúst sl. þá hefðu málsúrslitin orðið á annan veg. Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra benti á að þau gögn, sem send hefðu verið og hann hefði nefnt, hefðu verið send I sambandi við bráðabirgðaúr- skurðinn og úrskurðinn um eig- in lögsögu dómsins. Dómurinn hefði enn ekki tekið málið til efnislegrar meðferðar. Varðandi skilning íslenzkra stjórnvalda á samningnum frá 1961 um þær mundir, þá sagðist utanríkisráð- herra hafa látið kanna það í ráðuneyti sínu, og þar hefði ekk ert fundizt um það, sem Gunn- ar Thoroddsen hefði nefnt og hann sagðist efast um, að slíkt fyndist i utanrikisráðuneytinu brezka. Gunnar Thoroddsen sagði að ekki skipti máli þótt þetta fynd- ist ekki i skjölum ráðuneytisins, þetta væru opinberar yfirlýsing- ar á Alþingi Islendinga, sem festar værj i þingtíðindum, og Bretum og Þjóðverjum hefði ver ið kunnugt um. Tómas Karlsson sagði að er verið var að gera samninga við Breta á árunum 1960 og 1961, þá hefðu ráðherrar marglýst þvi yfir að engir slikir samningar stæðu yfir, og enginn fótur værl fyrir orðrómi um slíkt. Því væri kokhreysti hjá Jóhanni Hafstein að miklast yfir að hann hefði fallið frá kröfu um að birta eitt- hvað um þessa samninga. Jóhann Hafstein benti Tómasi Karlssyni á, að hann hefði mis- skilið ummæli sín og endurtók þau fyrir þingmanninn. FRÉTTIR É STUTTU MÁLI Geirþrúður Hildur Bemhöft tók í dag sæti á Alþingi í stað Auðar Auðuns, sem hefur fjarvistarleyfi vegna veik- inda. Geirþrúður hefur ekki setið á Alþingi áður. SJÁLFVIRKUR SÍMI FYRIR VESTURLAND 1 svari Hannibals Valdi- marssonar við fyrirspurn frá Alexander Stefánssyni, kom fram, að nú væru 8Ö5 simnot endur utan sjálfvirka kerfis- ins í Vesturlandskjördæmi, og áætlað væri að kosta myndi um 100 milljónir að koma þeim 1 sjálfvirka símakerfið. ORLOF SVEITAFÓLKS Pálmi Jónsson spurðist fyr ir um hvað liði framkvæmd samþykktar Alþingis frá 18. maí 1972 um athugun á mögu- leikum á lagasetningu um or- lof sveitafólks og þjónustu staðgöngumanna í landbún- aði. í svari lapdbúnaðarráðherra kom fram, að hann hefði falið formanni Stéttarsambands bænda og aðstoðarmanni sín- um í ráðuneytinu að semja frumvarp um þetta efni og síða-n myndu bændur sjálfir fjalla um það. RANNSÓKN Á REKI GÚMBJÖRGUNARBÁTA Pétur Sigurðsson mælti fyr ir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um rannsóknir á reki gúmbjörgunarbáta. Rakti Pétur þau miklu sjó- slys sem orðið hefðu á þess- um vetri og hinum næsta á undan. Benti hann á, að er Sjöstjarnan fórst, hefði hin um fangsmikla leit, sem þá var gerð, sýnt, að ýmsu væri ábótavant um vitneskju okk- ar um það, hvaða áhrif vindar og straumar hafa á rek gúm- björgunarbáta, af mismun- andi stærðum og með ólíkri hleðslu. Straumar væru mismunandi að stefnu og styrkleika og ekki lægi mikið fyrir af fróð- leik þar um, þó að vel hefði verið unnið að sliiku á undan- förnuim áruim. Vindhraði og sjávarrót væru breytileg, en áhrif þessara afla sameigin- iega á rek björgunarbáta hefðu lítt verið könnuð hér á la-ndi. Þetta þyrfti að kanna viða við landið, einikanlega á hafsvæðum, þar sem ein-n þessara þátta hefði meiri áhrif en annar. FRUMVARP UM LAXÁR- VIRKJUN Bragi Sigurjónsson hefur borið fram frumvarp til laga um Laxárvirtojun. 1 greinar- gerð með frumvarpinu segir, að algjört neyðarástand riiki í ortoumáium á orkuveitu svæði Laxár og raunar á Norð- urlandi öilu. Fljótlegasta og ódýrasta lausinin sé að full- gera Laxárvinkjun III. Þá seg ir í greinargerðinini: Umráðaréttur ríkisins og Laxárvirkjunar á Laxá fyrir landi sínu er þannig óumdeil- a-ntegur samkvæmt vatnalög- um, leyfi til að reisa stíflu og veita ánni úr farvegi síinum, enda sé henni veitt í fornan farveg, áður en iandiarei'gn- inni sleppir, og er hvergi gegn þessu brotið. Saimt hefur for- ráðamönnum La-ndeigendafé- lagsins verið látið haldast uppi að tefja brýnar fram- kvæmdir í virkjunarmá'ium Norðlendinga, ölilum til stór- tjóns, og er nú þolinmæði al- mennings alveg á þrotum gagmvart þessu ófremdar- ástandi. Við þetta bætist, að nú haifa þessir virkjunarhindr endur heimtað stórfelldar skaðabætur í eigin vasa og málþófskostnað, auik fis'kveg- ar frá Neðri-Laxá upp i Efri- Laxá, þangað sem lax hefur aldrei gengið. Virðist almenn- ingi ofríkið orðið nokkuð valdamikið í landin-u, eif færa á því á silfurdisiki bætu-r fyrir ósannaðan skaða, mállþófs- kostnað fyrir að hindra lög- legar virkjunarframikvæmdir í almannaþágu og loks búa því ókeypis fistoveg milli óMikra Mftoerfa áTinnar. Er nú svo komið, að fjölmörgum kjördæmisibúum á Norður- landi eystra finnst sjálfsiaigt, að höggvið sé á þennan vand- ræðahnút með lagasetnimgu, þar sem Laxárvirkjun III sé leyfð, og látið á það reyna, hvort nokkurt tjón hiýzt af, sem bótavert þyki að dó-mi óvilhallra matsmanna. — Danmörk Framhald af bls. 1 ar vegna samkomulagsins og fundir verða haldnir fljótlega í öllum helztu verkalýðsfélögum. Um 258.000 verkamenn lögðu niður vinnu þegar verkfallið hófst fyrir um það bil einni viku en síðan hafa margir bætzt í hópinn. Framleiðsla, samgöngur og þjónusta hafa síðan verið í lamasessi. Daglegt íramleiðslu- tap hefur verið áætlað 90 millj- ónir danskra króna, en þar af eru um 45 milljónir launa- greiðslur. Verkfallsstyrkir verka lýðshreyfingarinnar hafa numið 25 milljónum danskra króna á dag og talið var að verkamenn hefðu bolmagn til að vera einn mánuði í verkfalli. Deilan hófst vegna þess að samkomulag tókst ekki um verð lagsbætur á Iaun sem hefur ver- ið 30 aurar á klukkustund. Verkalýðshreyfingin krafðist helmingi hærri vérðlagsuppbót- ar en sáttasemjari lagði til að upDbótin yrði 40 aurar. Þá til- lögu samþykkti verkalýðshreyf- ingin en atvinnurekendur vísuðu hcnni á bug. Vinnudeilan hefur því verið kölluð „deila um tíeyr- ing“. -- Saknað Framhald af bls. 1 s'Jæmra verðurskilyrða. Aðeins hefur fundizt brak úr skipinu og gúmbjörgunarbátur eins og sá sem Gabrielsen fannst í. Björgunarbelti sem á stóð „Anita“ var í öðrum af tveimur björgunarbátum sem herskipið „Kitty Hawk“ hefur fundið á þeim slóðum þar sem áður hafði fundizt brak úr „Norse Variant". Seint í kvöld hafði bandaríska strandgæzlan ekki hafið sérstaka leit að „Anitu“, en skip hennar hafa svipazt um eftir skipum samtímis leitinni að „Norse Var- iant“. Strandgæzlan hefur árangurs- laust reynt að ná sambandi við „Anitu“ í talstöð í tvo sólahringa og önnur skip hafa ekki heyrt til „Anitu“. Lögð er áherzla á að fundur björgunarbátsins staðfesti ekki að skipið hafi farizt, en bent er á að ef það hafi haldið réttrí stefnu ætti það að vera á sama svæði og leitin að „Norse Vari- ant“ hefur beinzt að. Mikið ó- veður er á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.