Morgunblaðið - 30.03.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1973
17
Hr eppsst j ór inn
í Grindavík
gengur í pilsi
HREPPSTJÓRINN í
Grindavík gengur í pilsi.
Það er raunar elcki undar-
legt, því það er Sigrún Guð
mundsdóttir, fyrsti kven-
hreppstjórinn á landinu.
Sigrún er kennari og ekkja
Guðsteins Einarssonar, sem
rak Hraðfrystihús Grinda-
víkur, vann við Fiskimjöl
og lýsi og var með mörgu
öðru hreppstjóri þar í 30
ár, en dó í vetur. Sigrún
hafði því löngum aðstoð-
að við þau störf, sem
hreppstjóri hefur með
höndum og var þeim þaul-
kunnug, og sýslumaður
lagði að hcnni að taka
starfið að sér. Hún lét til
leiðast og var skipuð
hreppstjóri í Grindavík.
— Komdu á morgun eftir
kl. 2, þá er ég komin í frí,
sagði Sigrún í símann, þegar
við fórum þess á leit að fá að
líta til hennar. Hún kennir
fulla kennslu í barnaskólan-
um samfellt kl. 8 til 2 fimm
daga vikunnar, og því finnst
henni hún vera komin i frí
klukkan 2 á föstudögum.
Ekki situr hún þó auðum
höndum. Taka þarf til hendi
til að hafa svo snyrtilegt og
hreint í húsinu. Og á föstu-
dögum kemur dóttir hennar,
17 ára gömul heim í helgar-
frí úr Kennaraskólanum. Þá
fara líka heim aðkomnir
kennarar, sem hún hýsir
skóladagana, því kennara
vantaði í skólann. Og á
kvöldin kveðst hún reyna að
vera að mestu heima, þvi þá
korna hreppsbúar til að
greiða gjöld sín, skatta og
skyldur til hr^rpstjórans,
sem lögum samkvæmt er um-
boðsmaður sýslumanns. Og
Sigrún er líka, eins og mað-
ur hennar var, umboðsmaður
skattstjóra.
— Það eru svo marglr
skattarnir, sem innheimta
þarf, söluskattur, launaskatt-
ur, þungaskattur o.s.frv. og
svo eru það sparimerkjabæk
urnar o.fl. Það er heilmikil
vinna og uppgjör að koma
þessu af sér, segir Sigrún. 1
svona sjávarplássum eru all
ir í vinnu, á sjó og við út-
gerð og eiga þvi hægast með
að koma á kvöldin og reka
slík erindi.
— Ertu ekki yfirmaður lög
reglunnar iika?
— Það er nú víst í orði. En
hér eru þrír ágætir menn í
lögreglunni og ég þarf ekki
að hafa afskipti af því. Hér
áður fyrr þurfti Guðsteinn
oft að fara upp og um borð
til að skakka leikinn, ef slags
mál urðu um borð í bátum
eða annars staðar og mér var
illa við það. En nú sér lög-
reglan um allt slikt. Ég held
raunar, að ekki sé mikið um
slagsmál eða drykkjuskap
hér. Hér vinna allir svo mik-
ið.
Það var annað, sem ég sagð
ist kvíða fyrir, þegar ég tók
þetta starf að mér. Það er að
gefa út byssuleyfin, hélt Sig-
rún áfram. Þá eru það upp-
boðin, sem hreppstjórinn sér
um, en þau eru nú að hverfa
úr sögunni. Áður tilheyrði
það lika hreppstjóranum að
koma fyrir ómögum, en það
er nú horfið sém betur fer.
Ég er þó í barnaverndar-
nefnd og var fyrir og þar
koma svipuð mál fyrir. Ýmis-
legt tínist til í þessu starfi.
Ég er t.d. nýlega búin að fá
beiðrii frá landbúnaðarráðu-
eftir að Guðsteinn er horfinn.
Það dreifir huganum.
— Er þetta sæmilega laun-
að starf?
— Nei, það er það vissu-
lega ekki. Launin fara eftir
fólksfjölda. Hér eru hrepp-
stjóralaunin 100 þúsund kr. á
ári.
Grindavík er mjög vaxandi
staður, orðin stærsta verstöð-
in. Þar eru nú um 1300 íbú-
ar og fólkinu fjölgar yfir ver
tiðartímann. Nú hefur eitt-
hvað af Vestmannaeyingum
setzt þar að. 20 börn frá Eyj-
um eru komin í barnaskól-
ann. Og talað er um að setja
eigi niður 25 hús í Grinda-
vík fyrir Vestmannaeyinga.
Við spyrjum Sigrúnu hvort
hún þekki ekki flesta. Bæði
hefur hún kennt börnum á
staðnum síðan hún var ung
stúlka og svo á hún þarna
uppruna sinn, er ættuð frá al
kunnu rausnarheimili, ísólfs-
skála, um tveggja klukku-
tíma gang frá Grindavík. Þar
komu margir og þáðu að-
hlynningu og beina áður
fyrr.
....Hil
Sigrún Guðniundsdóttir,
sjálfsagt án þess að heilsa
eða kveðja, borðaði þar, svaf
teiknaði og málaði. Heimsókn
ir hans og dvöl þar í fæði,
húsnæði og þjónustu voru
sjálfsagðar og eðlilegar. Að
öllum líkindum hefur hann
verið félítill á þessum árum,
vegna þess að hann notaði
eingöngu vatnsliti og blý-
ant.“ Þetta er alveg rétt.
Guðbergur talar líka í grein-
inni um að Gunnlaugur hafi
einu sinni málað Isólfsskála-
Sigrún í stofu sinni við stórt niálverk, sem hún á eftir Gunn laug Scheving.
neytinu um að kanna hvernig
sé með jarðirnar hér í
hreppnum, hverjar séu í
byggð og hvernig þar sé bú-
ið, og þarf að ganga í það.
Eins er nýkomin hækkun á
bensíngjaldi og það færir
mér vinnu vegna bensínbirgð
anna. Fleira þess háttar
mætti til telja. En mér finnst
ágætt að hafa mikið að gera
núna þvi tómlegt er í húsinu
Bierii'ii á ísólfsstöðum, eins og Gunnlaugur Scheving teikn-
aði hann. Sigrún bjargaði myndinni.
— Það er alveg rétt, marg-
ir komu i Isólfsskála til for-
eldra minna, Agnesar Jóns-
dóttur og Guðmundar Guð-
mundssonar segir Sigrún þeg
ar það berst í tal. Það áttu
svo margir leið um á ferðum
sínum til og frá Krisuvík. All
ir komu, eins og títt var áð-
ur, og enginn spurði hvað
það kostaði. Ömmu fannst
sjálfsagt að taka á móti fólki
og gefa því að borða. Systur-
sonur minn Guðbergur Bergs
son, rithöfundur lýsti þessu
mjög vel í minningargrein
um Gunnlaug Scheving. Þar
segir Guðbergur. „Á þessum
tíma bjó amma mín ásamt
manni sínum, Guðmundi, á ís
ólfsskála og það var gest-
kvæmt heimili. Á sumrin
höfðu þau ævinlega „opið
hús“. Þangað komu oft Kalda
lóns, Eggert Stefánsson og
Scheving aftan á kassabíl.
Þeir sátu á pallinum ofan á
kartöflupokum á haustin en
áburðarpokum á vorin. Af
Kaldalóns var læknislykt og
vansæla, af Scheving mál-
verkalykt og leynd, en af
Eggert einhver lykt sífelldr-
ar þreytu og ergelsis eftir
erfið söngferðalög. . . En í Is
ólfsskála var Scheving aldrei
boðflenna. Hann kom og fór,
húsið, séð ofan af Bjalla, á
brúnan umbúðapappir og gef
ið mömmu, en myndinni hafi
síðan verið bjargað fyrir
snarræði kennaramenntaðrar
frænku hans eins og hann
orðar það. Sú frænka var
raunar ég og þarna sérðu
myndina á veggnum. Ég fann
myndina, þar sem búið var að
vefja henni utan um snið eða
eitthvað þess háttar og vinda
upp á hana. Ég tók hana og
bjargaði henni. Hún er mjög
skemmtileg og vafalaust
nokkurs virði núna. Þá hafði
fólk ekki tilfinningu fyrir
slíku. Gunnlaugur efndi hér
einu sinni til listsýningar.
Fólk kom og skoðaði myndir,
en engum datt í hug að fara
að kaupa slíkt. Okkur þótti
fjarska vænt um þegar Gunn
laugur kom í Isólfsskála. Ég
man að hann las fyrir okkur
smásögur eftir sjálfan sig,
sem ég hefi aldrei séð eða
heyrt um á prenti.
Á veggjum í stofunni hjá
Sigrúnu eru fleiri fallegar
myndir en gamla myndin af
Isólfsskála. Yfir skáp er ann
að stórt rríalverk af mönnum
á sjó eftir Gunnlaug, sem mál
aði mikið í Grindavík, Þar
eru líka myndir eftir frænda
hennar Vilhjálm Bergsson,
hre ppstjóri í Grindavík.
bróður Guðbergs. Og sjávar-
myndir eru þar eftir Svein
Björnsson, listmálara. * Og
fleira mætti telja.
— Ég hafði aldi’ei mikinn
áhuga á sjónum, þó ég hafi
eytt ævinni við sjávarströnd-
ina segir Sigrún. — Annars
vorum við systkinin mörg og
stelpurnar voru elztar. Því
vöndumst við á að vinna
hvers konar störf, úti sem
inni. Ég var raunar ekki
nema einn vetur í barnaskóla
þegar ég var 14 ára. Það var
langt að fara hingað inn eft-
ir. Annan daginn var kennt
10—12 ára börnum og hinn
daginn 14 ára börnum. Ég fór
þetta annað hvort ríðandi
eða gangandi. En með ekki
meira námi komst ég inn í
Kennaraskólann 17 ára göm-
ul. Flestir féllu raunar á inn
tökuprófinu, en við fengum
annað tækifæri fram eftir
vetri. Og mér líkaði vel að
kenna, eftir að ég byrjaði á
því. Ég var fyrst heimilis-
kennari hjá Birni Birnir i
Grafarholti, en hefi siðan
kennt hér.
— Og þú hefur verið
ánægð með það starf, og allt-
af kennt þótt þú værir me8
heimili og gestagang?
— Já, mér hefur líkað það
vel, ekki sízt eftir að ég fór
að eldast. Maður fer að skilja
og umbera börnin betur. Ég
hefi lengst af kennt yngri
börnunum, og hefi nú svo-
kallaðan hjálparbekk fyrst á
morgnana. Já, ég hefi alltaf
kennt, enda áttum við ekki
nema eitt barn og skólahús-
ið hér er beint á móti. En
mér finnst almennt að konan
eigi að vera heima meðan
börnin eru ung. Ekki má van
rækja þau fyrir starfið. Þó
ég aðhyllist skoðanir Rauð-
sokkanna að mörgu ieyti, þá
finnst mér að konan eigi að
láta það ganga fyrir að vera
heima hjá börnunum meðan
þau eru ung.
— Vinna konur ekki yfir-
leitt mikið úti hér?
— Jú, margar vinna í
frystihúsunum og aðrar
vinna við að skera utan af
netum. Það geta þær gert
heima, í kjöllurum og bílskúr
um, og hafa gott upp úr því.
Þannig geta þær samræmt
það að vera heima og vinna.
Aðrar sameinast um að gæta
barnanna, gera það á víxl, og
geta þá farið í vinnu á milli.
— Nú hefur engin kona
gerzt hreppstjóri fyrr. Er það
ekki alveg eins starf fyrir
konu sem karl?
— Jú, ekki get ég séð ann-
að en að kona geti leyst það
af hendi rétt eins og karlmað
ur, eins og því er nú háttað
sagði Sigrún, fyrsti kven-
hreppstjórinn á landinu, a9
lokum. — E. Pá.