Morgunblaðið - 04.04.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1973
7
Bridge
Itölsku dömurnar þóttu mjög
snjallar í Evrópumótinu 1971,
enda sigruðu þær með miklum
yfirburðum. Hér fer á eftir spil
frá leik þeirra gegn Sviss.
NORÐUR:
S: G-9-6-4
H: Á-D-4-3
T: 6
L: Á 9 3-2
VESTUR: AUSTUR:
S: Á-10-5-3 S: 8-7-2
H: K-10 H: G-2
T: 10-9-7 T: Á-D-5-4
L: D-10-8-5 L: K-G-4-3
SUÐUR: S: K-D H: 9-8-7-6 5 T: K-G-8-3-2 L: 6
Við annað borðið sögðu allar dömurnar pass.
Við hitt borðið sátu ítölsku
dömurnar N—S og náðu ágætri
úttektarsögn með eftirfarandi
sögnum:
N: S:
1 1. 1 hj.
2 hj. 3 t.
3 hj. 4 hj.
Sagnhafi fékk auðveldlega 11
slagi og Italía græddi 12 stig á
spiiinu.
■ llllllllllllllllllilillllllllllllliiillilDllllllllltllillllllllJlllilllllUJIliliillllllllliliJlllllilillUllli
FRÉTTIR
uiiiiiiiiiiiuiii!iiiuiii]uiimtuiiiiiiiii)ui]ii]]iiiiim]iiiii)!!iiuniiiiiH]!imimiiiimniiiiiii!il
Kvemfélag Árbæjarsóknar
Fundur verður haldinn, miðviku
daginn 4. april í Árbæjarskóla.
Spiluð verður félagsvist. Konur
fjöimennið.
Kvenféla.gið Hrönn
Fundur í kvöld, miðvikudaginn
4. april, kl. 8,30, að Bárugötu
11. Páskabingó.
DAGBOK
BARMMA..
FRflMHHbBSSRMN
S VABTAVATN
Eftir Huldu Hilmarsdóttur
Hinrik konungssonur hafði ekki neitt við þessa uppá-
stungu að athuga og ég var hjá þeim þangað til mér
batriaði.
Og öndin hélt áfram.
„Ég mundi sérstaklega vel eftir þessu orði, þvi að hann
var alltaf að tyggja það upp, aftur og aftur.
En hann var líka að tala um að fá sér eitthvað, ef
hann gæti. Ég skildi harla lítið af því. En allt í einu
stökk maðurinn á fætur og hrópaði einhver orð, sem
ég skildi ekki. Hann talaði eitthver-t hrognamál, sem
ég tala ekki. En svo í endann á þessum ræðustúf skildi
ég nokkur orð: „En hvað getum við gert? Við erum
fangar hjá norninni, systur yfirþorparans.“
Ég færði mig þá nær þeim til að heyra og sjá meira
og betur. En þá í andartakinu kom einn mannanna
auga á mig. Hann hrópaði upp og stökk að mér. Þegar
hann reyndi að ná mér, gerði ég auðvitað tilraun til að
fljúga og bjarga lífi mínu. En það var ekki það, sem
hann sóttist eftir.
Þegar ég gerði þessa virðingarverðu tilraun, tóku
mennirnir eftir því, að ég var fremur deyfðarleg og
stirð.
Piltinum tókst að ná mér, en ég barðist um eins og
ég hafði krafta til. En þá sagði pilturinn: „Hinrik kon-
ungssonur, sjáðu þessa önd. Hún er særð á höfði, líklega
eftir ránfugl. Það er svo mikið af þeim hér. Hún hefur
misst meðvitund. Við skulum taka hana að okkur og
reyna að gera hana eins spræka og hún hefur vafalaust
verið áður.“
Ég fékk að vita það, að þessir menn voru fangar þarna
á eynni. Og ég fékk Kka að vita af hvers völdum.
Einhver norn, sem þeir kölluðu systur yfirþorparans,
hafði „hlekkjað“ þá við eyna. Og mennirnir urðu að
dúsa þar, því að þeir höfðu engin hjálpargögn til að
auðvelda þeim flóttann.
Tíminn leið og hann græddi um leið sárið á höfði
mér. Ég var farin að fljúga um og loks var mér alveg
batnað. Þá fékk einn mannanna þá ágætu hugmynd að
senda mig eftir hjálp, því að þeir höfðu ekkert getað
komizt burt. Átti ég, ef ég var fús til, að fara til kast-
ala, sem er eign Ólafs konungs, og hafa meðferðis bréf,
sem segði mönnum hvar Hinrik og fylgdarmenn, hans
væru niðurkomnir.
- Á meðan mér var að batna, sögðu þeir mér frá för
þeirra til eyjarinnar. En allt fór fyrir ofan garð og neð-
an hjá mér.
Ég fór með bréfið til kastalans og var á leiðinni, er ég
hvíldi mig á vatninu hér og spjallaði svolítið við slæð-
urnar.
Þegar ég var nýbúin að afhenda skilaboðin, komu ein-
hverjar furðuverur, líkar mönnum, skrækjandi og gól-
andi og tóku mig og fóru með mig hingað. Ég er búin
að fá nóg af þessu og nú vil ég komast í dagsbirtuna á
ný.“
Já, já, þú mátt fara núna,“ leyfði Svarti Svartur.
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
Kvenfélagið Seltjörn
Félagið vekur athygli á afmæl-
isfundi sínum, sem verður
4. apríl (í kvöld) i félagsheimil-
inu og hefst kl. 9. Skemmtiatriði.
Eftirhermur: Karl Einarsson,
Danssýning- Nemendur úr
Dansskóla Hei’manns Ragnars
Stefánssonar, Einsöngur: Guð-
rún Á. Símonar. Félagið býður
hverri konu að taka með sér
einn gest.
PENNAVINIR
Anne Halkola
Högstensgatan 61B
77700 Smedjebacken
Svíþjóð
óskar eftir að skrifast á við ís-
lenzka unglinga á aldrinum
14—16 ára. Anne hefur áhuga
á tónlist, dýrum og börnum.
Skrifar ensku.
Hæ!
Ég er 14 ára og hef geysi-
legan áhuga á frímerkjum. Hef
áhuga á að' skrifast á við ís-
lenzkan pilt sem vill skiptast á
frimerkjum. Ég skrifa ensku.
Vonast eftir bréfi fijótlega.
SMAFOLK
—------ nokkrum að Itamn bragðist
Hvernig er bægt að segja hræðilega?
Lena Lundberg
Hackspettsvágen 7
161 39 Brimma
Svíþjóð.
í óskilum
Fyrir skömmu fannst brúnbrönd
ótt kisa í Austurbænum. Kisan
er mjög horuð og hefur þvi lik-
lega verið lengi á flækingi. Eig-
andi er vinsamlega beðinn að
hafa samband við skrifstofu
Dýraverndunarfélagsins, Hjarð-
arhaga 26, þar sem kisan er.
Sími 16597.
FERDTNAND