Morgunblaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1973 Tryggja verður öldruðum og örorkuþegum sæmandi kjör sagði Geirþrúður H. Bernhöft í jómfrúræðu sinni Geirþrúður H. Bernhöít, sem nú situr á þing-i í fyrsta sinn mælti fyrir frumvarpi sínu um breyting:ar á lög-um um almanna tryggingar. Gera tillögur hennar ráð fyrir ýmsum hlunnindum til elli- og örorkuþega og fer hluti jómfrúræðu hennar hér á eftir: Frv. þetta gerir ráð fyrir breyt ingum á b-lið 43. gr. varðandi greiðslu læknisrannsókna og að- gerðQ utan sjúkrahúsa fyrir elli- og Örorkulífeyrisþega. Samkv. núgildandi lí^jum fær sjúkling- ur, sem lagður er inn á sjúkra- hús til læknisrannsóknar, sjúkra húsdvölina greidda að fullu, þar með taldar allar rannsóknir, röntgenmyndatökur, lyf og aðr- ar aðgerðir. Fjöldi sjúklinga, sem þarfnast nákvæmrar læknis- rannsóknar kemst þó ekki inn á sjúkrahús. Fer þá læknisrann- sókn fram utan sjúkrahúsa og sjúklingur fer á milli þeirra staða, sem geta veitt þessa nauð- synlegu þjónustu. Fari rannsókn og aðgerðir fram utan sjúkra- húsa, fær sjúklingur ekki greitt að fullu, héldur ber honum að greiða 1/4 hluta kostnaðar. Fjölda elli- og örorkulífeyrisþega er ókleift að greiða þennan kostn að. Auk þess neyðast þeir oft til vegna veikinda að nota leigu- bíla, og bætist þá greiðsla fyrir þá ofan á fyrrnefndan sjúkra- kostnað. Hér gætir mikils mis- ræmis í aðstoð þjóðfélagsins við sjúka. Sá heppni, sem kemst inn á sjúkrahús og fær þar full- komnustu þjónustu, fær hana alla endurgjaldslaust. Sá ó- heppni, sem kemst ekki inn á sjúkrahús og fær þess vegna mun ófullkomnari þjónustu, á hins vegar að greiða sjálfur 1/4 hluta sjúkrakostnaðar, oft auk annarra útgjalda, t.d. fyrir leigu- bifreið. Öllum er ljóst, að langir biðlistar eru á öllum sjúkrahús- um. Því miður verður það æði oft hlutskipti aldraðra og ör- yrkja að þurfa að bíða allt of lengi eftir sjúkrahúsplássi og heimilislæknir úrskurðar loks rannsókn eða aðgerð utan sjúkra húss. Þá vex oft vandinn hjá við komandi sjúkling. Sjötugur fyrrv. sjómaður tal- aði við mig um daginn. Hann er sterkbyggður og stæltur, en á aftur bágt með gang, hafði feng ið einhverja illsku í bakið. Hann þurfti að fara í myndatöku og fleiri rannsóknir, en buddan sagði nei. Aðstoð borgarsjóðs hafnaði hann, ætlaði að sjá til og svo er um fleiri. Það skal tek ið fram, að iæknisrannsókn eða aðgerð utan sjúkrahúsa er mun kostnaðarminni fyrir ríki og sveitarfélög en sjúkrahúsdvöl. Ekki þarf að færa önnur rök fyr ir því en benda á daggjöld sjúkra húsa. T.d. er gjald Landspítalans og Borgarspítalans í Fossvogi nú 5100 kr. á dag. Ekki er ótrú- legt, að samræming á greiðslu rannsókna og aðgerða á sjúkra- húsi og utan þess mundi draga töluvert úr umsóknum um sjúkrahúsdvöl. En eins og öll- um er kunnugt, er ekki vanþörf á að bæta ríkjandi vandræða ástand. Auk þess væri það geysi- legur sparnaður eins og áður er nefnt. Meðalaldur Islendinga fer ört hækkandi. Má þvi búast við sí- felldri aukningu umsókna til sjúkrahúsvistar, ef ekkert er að gert. Ekki njóta allir ellilífeyris- þegar eftirlauna. Sumir elli- og örorkulífeyrisþegar lifa á lífeyri sínum eingöngu. Það getur orðið þröngt i búi, ef við bætist óvænt ur aukakostnaður, en svo undar- lega vill til, að enginn býst við að verða veikur. Hámark elli- og örorkulífeyris hefur verið tvöföldun grunnlíf- eyris eða samtals 14.400 kr. á mánuði. Hætt er við, að lítið sé afgangs, þegar greiddir hafa ver ið fastir útgjaldaliðir, svo sem húsaleiga, hiti, rafmagn, dag- blöð, útvarp og e.t.v. simi. Það, sem afgangs er, á þá að nægja fyrir mat, fatnaði og svo öllu öðru. Hér er því lagt til, að nauð synlegar læknisrannsóknir og aðgerðir utan sjúkrahúsa greið- ist að fullu fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega. 2. gr. frv. hljóðar svo með leyfi hæstv. forseta: „Lyf, sem samlagsmanni er lífsnauðsynlegt að nota að stað- aldri og nauðsynleg lyf fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, en önnur lyf 3/4 eða 1/2, enda séu lyfin í lyfjaskrá, sem Tryggingastofnun in lætur gera, og staðfest skal af heilbrigðisstjórninni. Heimilt er í skrá þessari að taka við greiðslu ákveðinna lyfja á tiltek- inn hátt.“ Hér er gert ráð fyrir breyt- ingu á c-lið 43. gr. um greiðslu lyfja. Samkv. núgildandi lögum er þátttaka sjúkrasamlags í lyfja afgreiðslum mismunandi. Fer það eftir sjúkdómum og tegund um lyfja. Sum lyf greiðir sjúkra samlagið að fullu, önnur að 3/4 eða 1/2. Af augljósum ástæðum er lyfjanotkun elli- og örorkulíf eyrisþega oft mjög mikil miðað við lyfjanotkun almennt. Jafn- framt er greiðslugeta þessara líf eyrisþega oftast mun minni en flestra annarra. í byrjun febr. s.l. hitti ég ekkju hátt á áttræðis aldri. Hún var að koma frá lækni og hélt á lyfseðli i hendinni. Ekki ætláði hún þó að sækja sin nauð synlegu lyf fyrr en eftir þann 10. mánaðarins, þegar hún hefði fengið ellilifeyrinn sinn greidd- an. Ég vil vera sjálfstæð, sagði hún og brosti, þegar henni var boðin aðstoð. Mörg dæmi eru þess, að elli- og örorkulífeyrisþegar neiti sér um eða kaupi ekki um tíma nauð synleg lyf vegna fjárskorts og hafni einnig aðstoð sveitarfélags ins þótt í boði sé. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu alvarlegar afleiðingar slíkt getur haft í för með sér. Þess vegna er lagt til, að nauðsynleg lyf greiðist að fullu fyrir elli- og örorkulífeyris þega. 3. gr. laganna hljóðar svo; með leyfi hæstv. forseta: „í stað orðanna í lok 5. mgr. 50. gr. laga „er Tryggingastofn- uninni heimilt að greiða honum sjálfum allt að 25% lágmarks- bóta“ komi: Skal Trygginga- stofnunin greiða honum sjálfum 25% tekjutryggingar. Frv. þetta gerir ráð fyrir breytingu laga varðandi greiðslu Trygginga- stofnunarinnar til persónulegra þarfa elli-, örorku- og ellilffeyris þega. Samkv. núgildandi lögum er Tryggingastofnuninni heimilt að greiða elli-, örorku- og ekkju- lífeyrisþega, sem dvelst á stofn un eða sjúkrahúsi, lengur en einn mánuð og er algerlega Geirþrúður H. Bernhöft. tekjulaus, allt að 25% lágmarks- bóta. Greiðist það honum sjálf- um og er þetta fé ætlað til per- sónulegra þarfa. Undanfarið hef ur þessi upphæð verið 1500 kr. á mánuði og greiðist ársfjórð- ungslega. Sama gildir í fram- kvæmd fyrir þá, sem hafa lág eftirlaun. Fyrir rúmum hálfum mánuði ræddi við mig hálfáttræður mað ur. Hann var ekkjumaður fyrir þrem árum. Svo bjó hann áfram heima í nokkra mánuði einn í leiguíbúðinni. Börnin voru bú- sett erlendis. Loks gafst hann upp á einverunni og fór á elli- heimili Hann hafði í eftirlaun tæp 9 þús. kr. og í ellilífeyri 2700 kr. á mánuði. Þar sem hann naut eftirlauna, bar honum samkvæmt lögum að greiða vist gjald sitt sjálfur. Átti hann þá eftir um 1500 kr. á mánuði til persónulegra þarfa. Mér þykir leitt að þurfa að biðja um hjálp, sagði hann. En stúlkurnar í þvottahúsinu neita að þvo nær- fötin mín lengur. Þau eru orðin- svo slitin. Hann átti bágt með að skilja réttlæti laga um almenn- ar tryggingar, og það eiga víst fleiri. Hefði hann engin eftirlaun haft, verið tekju- og eignalaus, mundi hann samkvæmt lögum um almennar tryggingar hafa fengið vistgjaldið greitt að fullu með tvöföldun ellilífeyris og auk þess fengið 1500 kr. á mánuði til persónulegra þarfa. Hann naut því á engan hátt eftirlauna sinna. Ef elli-, örorku- eða ekkjulífeyris þegi þarf að greiða fatnað, hrein lætisvörur, snyrtingu, klippingu eða hársnyrtingu og e.t.v. tóbak með þessu fé, þótt ekki sé minnzt á smágjafir til barnabarna eða einungis fargjald með strætis- vögnum, sem elli- og örorkulíf- eyrisþegar þurfa þó aðeins að greiða að hálfu, er augljóst, að enginn getur komizt af til lengd ar með þessi fjárráð. Þess vegna er lagt til, að Tryggingastofnun- in skuli greiða lífeyrisþega sjálf um 25% tekjutryggingar í stað 25% lágmarksbóta. Nái þessi breyting fram að ganga, mundi hlutaðeigandi fá greiddar um 3 þús. kr. á mánuði til persónulegra þarfa. Tel ég það mikla bót, þótt engin sé þá ofrausnin. Ég hef drepið á nokkur dæmi frv. þessu til skýringar. Ég gæti nefnt óteljandi dæmi, þar sem ég hef unnið við þennan mála- flokk um margra ára skeið og er þvi málinu vel kunnug. Það er erfitt að horfa á eftir öldr- uðum einstaklingi ganga út úr skrifstofunni með lyfseðil í hönd um fyrir nauðsynlegum lyfjum, sem hann hefur ekki ráð á að kaupa, en vill þó ekki þiggja hjálp til þess. Það hvarflar að mér, ætli ég sjái hann aftur? Það er guð og lukkan, sem ræð- ur því, hvort hann lifir þetta af. Það er erfitt að verða gamall, hafa mjög knöpp fjárráð, en vilja þó ríghalda í sjálfstæði sitt, eins og Bjartur í Sumarhúsum. Það er erfitt að horfa á aldraða kveðja og fara að afloknu sam- tali, sem er bersýnilegar sjúkur, en hefur ekki ráð á að leita sér læknishjálpar. Það hlýtur að vera tvímælalaus skylda þjóð- félagsins að bæta hag þessara þegna sinna. En það er ekki hægt nema með breytingu á nú- gildandi lögum. Þeir einstakling ar, sem fæddir eru um eða fyrir s.l. aldamót eiga allt aðra lífs- reynslu að baki en þeir, sem yngri eru og hafa þess vegna aðra lífsskoðun. Unga fólkið í dag þykir það ævintýri líkast, ef minnzt er á uppboð á þurfa- lingum eða hreppsómögum hér áður fyrr, til þess að hreppur- inn þyrfti sem minnst að greiða með ómögum sínum. En það er ekkert ævintýri fyrir þann, sem hefur upplifað það sjálfur. Einn aldraður vinur minn sagði mér fyrir skömmu, að hann hefði 7 sinnum verið boð- inn upp fyrir fermingu. Þá skildi ég betur, af hverju hann var svona illa farinn líkamlega. Hann hefur þótt þurftafrekur strákur, svo að þeir, sem tóku hann til sín, losuðu sig við hann eftir árið og aftur var hann boð inn upp. Til æviloka ber hann þess líkamleg merki, að hann fékk aldrei fylli sína, þegar hann var að alast upp Þeir, sem hafa slitið út starfs- kröftum sínum við erfiðustu skil yrði í þágu okkar allra hinna, sem yngri erum, hljóta að eiga það inni hjá okkur, að þeim séu tryggð mannsæmandi lífskjör síðustu ár ævinnar. Allir þeir, sem vegna sjúkdóma, aðstöðu eða elli geta ekki aflað sér tekna, ættu ekki að þurfa að liða skort í okkar velferðarþjóðfélagi, þótt þeir séu eitthvað andlega skyldir Bjarti í Sumarhúsum. Auðvitað er mér ljóst, að brýn þörf er á fleiri breytingum núgildandi laga í þágu fyrrgreindra aðila, - þótt ekki sé þeirra getið hér. Það er augljóst réttlætismál að bæta hag þeirra, sem frv. þetta fjallar um. Ég skora á þingmenn að sameinast um framgang þess. Magnús Jónsson: Raforkuöflunarleiðir Norð- lendinga verði athugaðar í samvinnu við heimamenn Magnús Jónsson hefjur mælt fyrir þinigsáiyktunartil’lögu, um athugun á raforkuöflunarleiðum fyrir Norðlendinga. Meðfiutn- iinigsimenn hans eru Lárus Jóns- son, Gunnar Gíslason, Björn Jónsson, Pálmi Jónsson og Björn Pálsison. Með tilfögunni er sikorað á ríkisstjórnina að slkipa 5 manina samstarfsnefind rí'kisstjórnarinn ar og Fjórðungssambands Norð lendinga, og skuli sú nefnd kanna sem allra fyrst, hver sé hagikvæimasti og öruggasti 'kost- ur til raforkuöf'l'uniar fyrir Norð liendinga. í greinargerð með þessari til- lögu segir: Fjórðungsisainba'nd Norðlend- inga hefur uim noikikurt skeið freistað þess að fá skipaða sam- starfsnefnid í orkiuimiálum með rílkisstjórninni til þess að gera heildarathugun á því, með hvaða hætti verði á hagkvæm- astan og öruiggastain hátt leyst úr þeim geigvænlega vanda í orkuimálum fjórðiungsins, sem nú blasir við. 1 marz sl. ítrekaði Fjórðungssambandið þessar óskir sínar og skoraði jafnframt á þinigmenn Norðurlands, „að þeir beiti áhrifum símum til þesis, að Skipuð verði nefnd ríik- isstjórnarinnar og Fjórðungs- sambands Norðlendinga til þes's að gera hliutliausa 'könnun á orkuþörf, orkuöfliun og dreif- ingu raforku á Norðurlandi með það fyrir augum að finma hag- kvæmustu leiðir til lausiniar þeirra vanidaimála, er við á á þessu sviði." Flm. þessarar till. vilja með tillöguflutningi þess- um leitast við að verða við þess ari ósik, sam samþyklkt var ein- róma i fjórðuingsráðl. Á sarna fundi samþykkti fjórð ungsráð alimenna ályktun í orku máiuim, sem fer hér á eftir: — „Fjórðungsráð Norðlendinga tel ur ástand orkumála á Norður- liandi með öiltu óviðumandi og geti svo farið, að onkusikortur hefti framþróun í fjórðungmum á næstu árum. Telur ráðið, að mjög skjótra aðgerða sé þörf, ef komast á hjá vandræðum. Það er s'koðum fjórðumgsráðs, að með ákvörðumum, sem Fjórð- ungssambamd Norðlendinga hafi ekiki átt aðild að, hafi ríki,s- stjórnin í reynd tekið ti'l sín af heimaimönnum frumkvæði í orkumálum Norðurlamds. Telur fjórðungsráð þetta mjög var- hugavert og leggur áherzlu á, að sliík mál eigi að leysa í sam- starfi ríikisvalds og heima- manina. ítrekar fjórðumgsráð fyrri áskorum sína um, að skip- uð verði hið fyrsta nefnd ríkis- stjórnarinnar og Fjórð'ungssam- bands Norðliendiniga, sem geri hlutlau'sa kömnuin á orkuþörf, orkuöflun og dreifimigu rafoiku á Norðurlandi. Verði sú leið til orkuöflumar vailin, sem hag- kvæmiust reynist fyrir Norður- land og þjóðariheildina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.