Morgunblaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1973 23 Vissi formaður Viðlagasjóðs ekki af f undinum í Self ossbíói? Hr. rits1*jóri. Vegna fyrirspurnar og svars í blaði yðar langar mig að biðja yður að birta eftirfarandi: 1 Morgunblaðinu 30. marz, í þættinum „Spurt og svarað“, er íyrirspurn til formanns Viðlaga sjóðs hr. Helga Bergs, hvers vegna hann hafi ekki mætt á fund Vestmannaeyingafélagsins „Heimþrá", sem stofnað var af Vestmannaeyingum austanfjalls. Fundurinn var haldinn í Sel- fossbiói þann 25. marz kl. 2 e.h. Formaður Viðlagasjóðs svarar þvi til, að honum hafi ekki ver- ið boðið á fundinn, né þess ósk- að að hann kæmi þar sem for- maður Viðlagasjóðs. þann fund og hvers vegna hann var ekki haldinn (þetta atriði svars míns get ég því miður ekki rætt frekar opinberlega, nema í neyð, vegna loforða). Ég margreyndi að ná sam- bandi við hr. Helga Bergs, bæði sem bankastjóra og sem for- mann Viðiagasjóðs, en tókst ekki. Loks fimmtudaginn 22. marz náði ég svo langt, að mér var tjáð, að hann yrði við seinni hluta dags. Ég hringdi þá og fékk samband frá skiptiborði bankans við stúlku (einkarit- ara?), sem tjáði mér að banka- stjórinn væri á fundi. Ég tók þá það fangaráð að segja stúlk- unni, að erindi mitt væri að fá viðtal við formann Viðlagasjóðs vegna beiðni Vestmannaeyinga- félagsins „Heimþrár", um að mæta á fundi í Selfossbíói sunnudaginn 25. marz kl. 2 e.h. Stúlkan spurði, „hafið þér síma?“ Ég gaf upp símanúmer og stúlkan svaraði, „þér fáið upphringingu ef bankastjórinn má vera að því að sinna þessu.“ Að loknu þessu símtali sagði ég við samstarfsfólk mitt: „Nú lagast það, ef þessir stóru ætla að fara að eltast við mig í síma.“ Hringingin kom aldrei, en mér dettur ekki í hug að væna umrædda stúlku um, að hún flytji ekki þau skilaboð, sem henni er falið að koma til skila, og bið ég hana velvirðingar á að þurfa að bendla hana við þetta mál. Allir framantaldir menn komu á fundinn nema formaður Viðlagasjóðs og bæjarstjóri, sem staddur var þá úti í Eyjum. Þeir fundarmenn úr Viðlaga- sjóði, sem töluðu á fundinum, tóku það allir fram, að þeir töl uðu frá eigin brjósti, en ekki fyrir hönd sjóðsins. Getur það verið af því, að þessi fundur okkar hafi komið til tals á fundum Viðlagasjóðs? Hver átti að svara fyrir hönd sjóðsins? Þórarinn Magnússon, skóla- stjóri, átti tal við Sigurgeir Kristjánsson, forseta bæjar- stjórnar umrætt kvöld, og tjáði hann Þórarni, að þeir bæj- arráðsmenn, sem gætu því við komið mundu mæta á fundinum. Sigurgeir kvaðst einnig mundu hafa samband við hr. Helga Bergs og biðja hann að sitja fundinn. Ég þekki Sigurgeir ekki af öðru en að standa við það sem hann lofar. Af framanskráðu sést, að ég máði aldréi persónulega sam- bandi við hr. Helga Bergs, en að svör hans við spurningum í blaðinu séu rétt — það efa ég. Af hverju vissu allir framan- greindir menn af fundinum og komu nema formaður Viðlaga- sjóðs? Ég vona að ég hafi ekkí brugðizt félögum mínum austan. fjalls í þessu máli, en veit a5 þau vita öll af hverju púkarnir í þjóðsögunum fitnuðu og þyngdust. Hvað viðkemur þessu máli, skal ég óhikað leggja púk- ann minn á vogarskálina og mun ekki roðna þó að hann verði léttari en hinn. Því miður hefur dregizt að þetta svar mitt kæmi í blaðið en það stafar af þvi að einn samstarfsmanna minna, Magnús Jónasson, dvaldist í Vestmanna- eyjum í síðustu viku. Þakka birtinguna. Kristján Georgsson. Hvað viðkemur því að Kr. Georgsson hafi beðið okkur að hlýða á framangreind símtöl þá vottum við að það er rétt og munum sérstaklega þau orð er hann viðhafði að loknu simtall við stúlkuna í bankanum. Lovísa Gísladóttir, Sigurjón Guðmimdsson, Magnús Jónasson. Ég vil aðeins gera grein fyrir því af hverju til þessa fundar var stofnað. Umrætt félag er stofnað af kunnri þrá okkar Vestmannaeyinga, til að halda hópinn. Okkur langaði að vita hvað í vændum væri og í von um úrlausn, var mér falið að ná sambandi við þá menn, sem okk ur langaði að fá á þennan fund. Þeir aðilar, sem mér var falið að ná sambandi við voru: Magn- ús H. Magnússon, bæjarstjóri, Jón Hjaltason, formaður Húseig endafélags Vestmannaeyja, Guð laugur Gíslason, alþingismaður, Garðar Sigurðsson, alþingismað ur, Gísli Gíslason, stórkaupmað- ur (þrír síðasttöldu allir í bæj- arstjórn og eiga sæti í Viðlaga- sjóði.) Ólafur Helgason, útibús- stjóri Otvegsbankans í Vestm, Jónas Guðmundsson í húsamiðl- un Vestmannaeyjakaupstaðar, bæjarráð. 1 þeirri ósk fólst að fá helzt alla bæjarráðsmenn til þess að koma á fundinn. Síðast en alls ekki sízt, var mér falið að hafa samband við formann Viðlagasjóðs hr. Helga Bergs. Með tilliti til þess, sem síðar kemur fram fékk ég frí hjá yf- irboðara mínum milli kl. 9 og 12 f.h. þriðjudaginn 20. rnarz. Ég fór í Hafnarbúðir að hitta bæjarstjóra, en hann mátti ekki vera að því að sinna mér á þeim tíma. Þess í stað náði ég tali af Gunnari Sigurmundssyni, bæjar ráðsmanni og töluðum við báðir í síma við Sigurgeir Kristjáns- son, forseta bæjarstjórnar, um málefni mín. Þeir tóku vel mála leitan minni og munu örugglega staðfesta samtölin, ef með þarf. Þeir sögðust mundu kanna mál in í bæjarráði og mátti ég hafa samband um niðurstöðu við Sig- urgeir þá um kvöldið. Þar sem erfitt er fyrir mig að komast í síma á kvöldin, bað ég Þórarin Magnússon, skólastjóra í Hvera gerði, að annast það símtal fyr- ir mig og kem ég að því síðar. Þar sem ég vinn, erum við fjórir Vestmannaeyingar saman í einu herbergi og þar er einn simi. Þriðjudagsmorguninn 20. marz barst það í tal hverju við í „Heimþrá“ værum að reyna að koma í framkvæmd og bað ég þau, sem með mér vinna, að fylgjast með þeim samtölum, er ég ætti við viðkomandi ráða- menn í síma, þvi mér var ekki grunlaust um, að til andsvara sem þessa kynni að koma. Ég náði samtali í síma við alla framantalda menn nema Gísla Gíslason, því annar ábyrgur aðili sagði mér, að hann vissi af fundinum og mundi örugglega koma. (Að símaslag mínum við hr. Helga Bergs kem ég síðar). Svo óheppilega vildi til að Vestmannaeyingafélagið á Suð- urnesjum hafði ákveðið að halda fund á sama tima í Fé- lagsheimilinu Festi í Grindavík. Þeir gáfu góðfúslega eftir sinn fund, því bæði félögin þurftu að ná i sömu menn og okkur bauðst ekki húsnæði á öðrum tíma. Vill formaður Viðlagasjóðs gefa yfirlýsingu um að honum hafi ekki verið kunnugt um DAGLEGT LÍF - OG KAFFI Já ... Það er erfitt að mála íbúöina, og nóg til að gera hvern mann dauðþyrstan... Ekki sízt, þegar búið er að klifra stigaskrattann tuttugu sinnum, minnst. Þá er vissulega tími til kominn að slaka á, fá sér hressandi kaffisopa og ekki skaða vöflurnar. Já, hvernig færi þetta allt saman, ef ekki væri blessaður kaffisopinn. KAABER'X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.