Morgunblaðið - 04.05.1973, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1973
VIÐ AFHJÚPUMl
LEYNIVOPNIÐ \
Á BÍLASÝNINGUNI
GALANT
2 NYIR BÍLAR:
FRA MITSUBISHI
MOTORS í JAPAN
VERÐA Á SÝNINGUNNI
NÚ UM HELGINA -NÝIR FRÁ JAPAN
-SÝNDIR í FYRSTA SINN í EVRÓPU
BÍLASÝNING
1973
Allt á sama stað Laugavegi 118 - Sími 22240
EGILL.
VILHJALMSSON HF
Gnnnar Ásgeirsson með forset a íslands við opnun Bilasýning-
arinnar.
hvort þessum vinnustundum
væri ekki betur varið i fram-
leiðslu þjóðarinnar. Það er vert
að benda á þegar talað er um
viðhald gamalla bíla, að verð
hluta er ekki sama þegar það
er reiknað í nýjum bíl eða þegar
hluturinn er seldur sem vara
hlutur. Það síðara er miklu
hærra. Það er enginn gjaldeyris-
sparnaður í þvi að endurbyggja
gamla eða stórskemmda bíla á
íslandi, en þetta er gert vegna
of hás verðs á nýjum bílum, en
oft er verð varahlutanna, sem
notaðir eru i eina viðgerð eins
og verksmiðjuverð nýrrar bif-
reiðar.
Af nýjum fólksbíl greiðast
166,27% til hins opinbera
* *
Ur ræðu Gunnars Asgeirssonar
við opnun Bílasýningar
SAMANLÖGÐ gjöld af fólksbil,
sem kostar i innkaupi frá verk-
smiðju kr. 215.000 eru kr. 357.491
eða 166,27% til þess opinbera.
Þetta kom m.a. fram i ræðu
Gunnars Ásgeirssonar, formanns
Bílgreinasambandsins, við setn-
ingu Bílasýningarinnar 1973.
Hann sagði:
1 augum hins opinbera er bill-
inn álitinn lúxus og þvi skatt-
lagður næst á eftir áfengi og
tóbaki. í dag er fólksbifreið
skattlögð 90% í aðflutningsgjald,
25% innflutningsgjald, 13% sölu
skattur á leyft útsöluverð, 1% i
aðstöðugjald (eða 0,65% aðstöðu
gjald plús 0,35% viðlagasjóðs-
gjald). Er rétt að líta á bílinn
sem munað, bílinn, sem er nauð
synlegur í þjóðfélaginu til að
þróun þess sé með eðlilegum
hætti? Það er oft sagt manna á
meðal, að bifreiðainnflutningur
sé alltof mikill, en þeir hinir
sömu gera sér ekki grein fyrir
því, að bilar, eins og önnur verk
færi slitna og eiga að falla út
eftir vissan tima eða notkun.
Það eru alltof margir bílar í
eigu landsmanna orðnir alltof
gamlir, dýrir í viðhaldi og hættu
legir í umferðinni, en vegna hins
háa verðs á nýjum bílum, er tjasl
að við þá eins lengi og hægt er.
Það eru þúsundir af bílum, sem
ættu að vera komnir á ösku-
haugana fyrir löngu. Það er oí
dýrt: að handsmiða bíla á Is-
tandi, þegar við getum fengið
nýja bíla verksmiðjuframleidda
fyrir % þess verðs, sem bíllinn
kostar hér kominn í hendur eig-
enda. Mér er nsest að halda, að
þeim vinnustundum, sem varið
er til viðgerða og endurbygging-
ar á gömlum bílum, væri betur
varið til annarra starfa í fram-
leiðslunni.
Það væri gott rannsóknarefni
hvort við séum ekki komin á
það stig, eins og t. d. Þýzkaland,
Sviss og Sviþjóð, að skattlagning
á bílum eigi ekki að vera meiri
en á öðrum nauðsynjavörum,
vinnustundunum, sem fara í við
gerð á gömlum bílum væri betur
varið í viðhald bíla, sem enn eiga
tilverurétt og þurfa að vera dag
hvem i gangfæru standi og þurfa
því ekki að bíða dögum eða vik-
um saman eftir viðgerð. Eða
Bryti — Húsnæði ósknst
Bryti í millilandasiglingum, sem lítið er heima, óskar eftir einu
herbergi með innbyggðum skápum eða 1 herbergi og eldhúsi
eða tveimur herbergjum og eldhúsi, í Reykjavík, Kópavogi,
Garðahverfi eða Hafnarfirði.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir miðvikudag, merkt: „Bryti
— 8315". — Góð umgengni — reglusemi.
Iðnaðarhúsnœði
óskast fyrir léttan iðnað í Reykjavík eða nágrenni.
Stærð: 100—160 fermetrar.
Tilboð sendist Mbl. fyrir sunnudaqskvöld, merkt:
„8429".
Nauðungaruppboð
Að kröfu Útvegsbanka íslands verður bifreiðin
R-29370 seld á nauðungaruppboði, sem haldið verð-
ur að Vatnsnesvegi 33 fimmtudaginn 11. maí nk.
kl. 14. Á sama stað og tíma verður selt á nauðungar-
uppboði að kröfu Skúla J. Pálmasonar, hrl. Radio-
nette sjónvarpstæki.
Bæjarfógetinn í Keflavík.