Morgunblaðið - 06.05.1973, Qupperneq 12
12
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1973
Góðir gestir 1
Norrænahúsinu
Frændur vorir Færeyingar
eru nú hér i heimsókn með yngri
myndlistarmenn. Fyrir all mörg-
um árum var hér á ferð mikil
og merkileg sýning á færeyskri
myndlist, haldin í húsakynn-
um Listasafns Islands. Nú skyldi
maður halda, að jafn fámenn
þjóð og Færeyingar hefðu ekki
þeim fjölda listamanna á að
skipa að hægt væri að koma aft-
uir til íslands með stóra listsýn-
ingu og tefla fram ungu fólki,
sem jafnvel ekki var farið að
eiga við myndlist, þegar fyrr-
nefnd sýning var hér á ferð. En
þetta er ekki i fyrsta sinn, sem
vlð Islendingar verðum dolfalln
ir yfir þeirri þróttmiklu og öru
menningu, sem Færeyingar hafa
upp á að bjóða. Þessi litla þjóð
hefur varðveitt menningu, sér-
stæða og einstæða, aðallega í
ijóði og litríkum dansi, og mynd
list þeirra er með eindæmum
traust og vönduð. Það er eins og
einhver vinur minn í Danmörku
sagði eitt sinn við mig, að Fær-
eyingar elskuðu land sitt svo
mjög, að þeir dirfðust ekki að
stunda slæma myndlist. Ég held
ég sé sammála þessari athuga-
semd, sem segir ef til vill meiri
sannleika en margan grun-
ar. Eitt er vist, að Færeyingar
geta verið stoltir af þeirri mynd
list, er þeir hafa framvísað hér
á Islandi.
Á þessari sýningu eru ein-
göngu verk eftir unga myndlist-
armenn. Það er Listafélag För-
oya, og Norræna húsið, sem bor-
ið hafa hita og þunga dagsins
við að koma þessari sýningu til
okkar. Listafélag Föroya er ekki
félagsskapur listamanna, heldur
áhugafóiks um listir. Ef við nú
litum í eigin barm, finnum við
það fljótlega, að hér hjá okk
ur eru að vísu starfandi lista-
mannafélög, en hins vegar ekk-
ert félag, sem samanstendur af
áhugafólki um myndlist. Eitt
• sinn var það þó til, en langt er
síðan Listvinafélagið var og hét.
Listamennirnir, sem verk eiga
á færeyslku sýningunni í Norr-
æna húaimu eru sjö talsins, og
milli sextíu. og sjötiu verk hafa
verið valin tU þessarar sýning-
ar. Þar kennir að visu margra
grasa, en heildarsvipur sýning-
arinnar er heiðarlegur og ber
sterklega vitni um grósku
og virðingu fyrir fyrirmyndum
og þjóðlegu umhverfi. Þess-
ir ungu listamenn virðast ekki
hafa þá köllun að frelsa heim-
inn, sem svo margir sam-
tíðarmenn þeirra virðast þrúgað
ir af. Þeir koma tii dyra eins og
þeir eru, og látalæti eða yfir-
borðskák er þeim alls fjarri.
Þeir eru um margt gerólík-
ir þeim eldri mönnum, sem við
könnumst við í myndlist Fær-
eyja, og ég fæ ekki betur séð
en að með þessu unga fólki sé
að myndast meiri breidd í mynd-
list Færeyja. Ef litið er á þenn-
an hóp í heild, eru þetta nokk-
uð jafnir listamenn, sem þó vekja
áhuga manns á mismunandi hátt.
Það er eins og gengur og ger-
ist, að einn hefur meira vald á
lit en annar, sem svo hefur sterk
ari tök á formi en sá næsti. En
það sem einkennir hópinn, er
hve vandað virðist vera til þess-
arar sýningar. Þvi er það, að
sýningin í heild verður Færey-
ingum til mikils sóma.
Tróndur Patursson, notar
hreina og einfalda myndbygg-
ingu, bæði í lit og formi, og út-
færir hugdettur sínar á nýstár-
legan hátt. Hann virðist hafa
sérstöðu og vera sérlega efni-
legnr. Zakarias Heinesen mun að
einhverju leyti vera skólaður
hér á landi. Hann sýnir bæði
oliumálverk, vatnslitamyndir og
krítarteikningar. Verk hans eru
djörf í lit, og það er hressileg-
ur blær yfir flestu, er hann ger-
ir, en stundum vili koma fyrir,
að hann kann sér ekki hóf í lita-
meðferð, og þá fer í verra.
Bárður Jacobsen er auðsjáanlega
eftirtektarverður listamaður,
sem glímir við myndflötinn á
kunnáttusamlegan liátt, og það
bregður fyrir í verkum hans
áhrifum frá ýmsum frönsk-
um meisturum, en litameðferð
hans er sérstæð og persónuleg.
Elinborg Liitzen hefur ný-
lega vakið athygli hérlendis með
svartlistarmyndum sinum, sem
eru að mínu áliti ágætar og gerð-
ar af mikilli kunnáttu. Eyvind
Mohr er mjög leikinn málari, sem
notar gráa tóna í einföldum og
sterkum fyrirmyndum. Hann hef
ur sérstakan tón í verkum sín-
um, sem verða manni minnis-
stæð. Aniariel Norðoy sýnir
þarna hressilegt listaverk i létt-
um og leikandi formum, sem
nefnist Mikladaiur. Tummas |
Arge er einnig á góðri leið með
að verða persónulegur listamað-
ur, verk hans eru svolítið dul-
mögnuð, og það tekur nokkum
t.íma að komast í tengsl við þau.
Eins og sjá má af þessum Mn-
um, er ég mjög ánægður með
Mynd Tróndur Patursson:
þessa sýningu, og ég er ekki í
nokkrum vafa um, að fleiri, sem
fylgjast með óg fást við mynd-
list á Islandi, eru mér sammála.
Allt eru þetta ungir menn, sem
eru þegar búnir að tileinka sér
viissa hluti, en eru auðsjáanlega
fcnn í mótun sem myndlistarmenn.
Sinf óníuhl j óms veitin
Enn einu sinni leggur Uri Se-
gal leið sína hingað til að stjórna
Sinfóníuhljómsveitinni, einhverj-
um bragðdaufustu tónleikum
vetrarins. Hvort það er stjóm-
andanum að kenna eða óáran í
hljómsveitinni, t.d. mættu ekki
nema fjögur celló til leiks, og
ýmsir aðrir leikmenn voru furðu
sofándalegir og ónákvæmir í inn
komum sínum, er óvíst. Hins
vegar ei víst, að það þarf meir
en lítinn sannfæringarkraft tii
að koma. verki eins og „Ruy
Blas“ forleik Mendelssohns á
framfæri, tækifærimúsík löngu
iiðins tækifæris. Þogar Mendels-
sohn var sjálfur að endurvekja
verk, sem áður höfðu lifað,
fannst kollega hans Berlioz stund
um nóg um og sagði „að Mend-
elssohn elskaði allt of mikið hina
dauðu“. Hvað segði sá góði mað-
ur við þeirri áráttu okkar tíma,
þegar reynt er að lífga við verk,
sem fædd voru andvana fyrir
135 árum? Og það eingöngu til
að standa í vegi nýsaminna of
lifandi verka! Pianókonsert Moz-
arts í C-dúr K.V.467 skildi líka
eftir daufieg áhrif. Einleikarinn,
André Tsjaikovský, er óneitan-
lega frábærlega flinkur maður,
og hann spilar furðulegar kad-
ensur, jafnframt því sem hann
laðar fram hrífandi blæbrigði í
styrkleika — en það stoðar lítið,
þegar hljómsveitin „svarar í axar
skaft“, eins og hún sé ekki með-
vitandi um samleik. Þegar Ijóst
er að einleikarinn er kominn til
að flytja kammermúsík, er líka
óskiljaniegt, hvers vegna hljóm-
sveitin þarf að safna saman öll-
um fáanlegum nemendum i
strengjasveitina. Sömuieiðis er
óskiljanlegt, að stjórnandi, sem
þekkir viðbragðsflýti leikmanna
sinna skuli ekki reyna að fyrir
byggja, að þeir drattist inn eins
og þeir séu í „fram, fram fylk
ing“.
Berlioz er e.t.v. ekki eins við
kvæmur fyrir ónéikvæmninni
og Mozart, en samt eru tak-
mörk fyrir því, hvað Symphonde
fantastique þolir mörg tempi
samhliða eða innkomur mörgum
töktum of snemma. 1 þriðja þætti
tók sinfónían loks flugið i sam-
leik óbós og enska homsins og
úr því tókst að leiða verkið til
skammlausra lykta.
ÞORKELL SIGURBJORNSSON SKRIFAR UM
Nr. 58 — Gongru-Rolvur.
Ekki ætla ég neimu að spá hér í
þessum lmum um það, hvemi.g
hluti.rnir eiga eftir að þróast i
náinni framtíð, en eitt er víst, að
með þeim þrótti og þeirri getu,
sem þegar er fyrir hendi hjá
þessu fólki, þurfa Færeyingar
ekki að hafa áhyggj-ur af fram-
tíð myndMstar í landi siinu.
Þetta eru sérlega góðir gestir
hér á sóMkum kuldadögum, og
sannleikurinn er sá, að ég held,
að þessi sýning standi of stutt
til að geta haft fyllileg áhrif
(aðeins fimm daga). Það er orð-
ið of áberandi hér í Reykjavík,
hvað sýningar eru orðnar stutt-
ar oig jafnvel mætti segja snubb-
óttar. Það er sannleikur, sem
ekki verður hrakinn, að mynd-
list krefst nokkurs tima til að
komast inn fyrir dyr hjá fólki.
Það er hvergi nægiiegt að sjá
sýningar aðeins einu sinni, það
er alltaf eitthvað að gerast
í góðri myndlist, sem tekur tima
að kynnast. Ég held, að þessi
sýning hefði þurft að standa
aðra viku til, og ég efast ekki
um, að margur hefði fagnað þvi.
En það þýðir vist ekki að fást
um það, og þvi vendi ég mínu
kvæði í kross og færi öllum, sem
að þessari sýrúngu Færeyinga í
Norræna húsinu standa, mínar
beztu þakkir fyrir skemmtilega
viðkynningu og vona, að ekki
líði en.n einn áratugur, þar til
við fáum að sjá meira af Fær-
eyskri myndlist.
Valtýr Pétursson.
Haukur Ingibergsson:
HUOMPLÖTUR
Sólskinskórinn
Fjögur barnalög
45. s. EP. Mono
SG-hljóniplötur
Á þessari hljómplötu eru
fjögur bamalög, sem Her-
mann Ragnar Stefánsson dans
kennari valdi, og munu dans-
ar við þessi lög vera kenndir
í flestum dansskólum, og það
segir sig þá sjálft, að lögin
hljóta að vera með góðum
takti og skemmtileg, enda er
sú raunin á. Við það bætist
svo, að textamir eru mjög við
hæfi barna, en þeir eru eftir
Magnús Pétursson, sem einn-
ig stjórnar kórnum og hljóm-
sveitinni, sem leikur undir. En
það er að segja af þessum kór,
Sólskinskórnum, að hann er
skipaður telpum, sem allar
eru í Melaskólanum í Reykja
vík, þar sem Magnús er söng
kennari, og er platan frekar
vel sungin. Aðalgallinn er
hins vegar sá, hversu hljóðrit
unin er mött, auk þess sem
platan er í mono.
Sólskinskórinn.
Einar Hólni
45. s stereo
SG-hljómpIötur
Enn ein hljómplatan, þar
sem íslenzkum söng er bætt
við erlendan undirleik. Og i
þetta sinn er það Einar Hólm,
sem spreytir sig við lögin
„Eldar minninganna" og „Við
leiddumst tvö“.
Einar er ekki mjög þekkt
ur söngvari, en hann var um
tima meðlimur í hljómsveit
Magnúsar Ingimarssonar.
Hann er þó frekar snjall
söngvari, þótt öll hans geta
komi hins vegar ekki fram á
þessari plötu, en bæði var
hljóðritunargerð í flaustri og
eins hafði Einar þá ekkert
sungið í nokkra mánuði og
var því ekki í sem beztri æf-
ingu. Við það bætist, að lögin
eru róleg og erfið i söng. Er
það mjög óvenjulegt, þar sem
róleg lög eru oft á tíðum ekki
eins vel fallin til vinsælda og
hröð lög og lífleg.
Með þessar staðreyndir í
huga kemur það þvi ekki á
óvart, að söngurinn er ekki
eins góður og maður hefði
getað búizt við, þótt margt
hafi heyrzt mun verra á ís-
lenzkum plötum. En undirleik
urinn er góður, og það hjálp-
ar mikið, þannig að þetta er
mjög þokkaleg plata, þótt
ekki sé hún likleg til að kom-
ast á vinsældalista.
Pink Floyd:
The dark side of the moon.
LP, Stereo
Fálkinn
Pink Floyd er hljómsveit
gömul i hettunni, en hefur þó
alltaf verið að gera eitthvað
nýtt. Tónlistin hefur venjuleg
ast verið mjög þung, og á
plötum þeirra hefur verið tölu
vert af elektróniskum brell-
um, sem hljómsveitin hefur
dálæti á.
Á þessari plötu er hvatt til
fegurra mannlífs og bent
bæði beint og óbeint á gagns
leysi geimferða og raunar
allrar tæknidýrkunar. Þrátt
fyrir það er tæknin óspart
notuð, og eru elektrónisku
kaflarnir vissulega með þeim
beztu, sem komið hafa á hljóm
plötu. En það eru nú ekki all-
ir, sem hafa gaman af svona
„fiffum", jafnvel þótt þau séu
snilldarvel gerð, og ættu þeir
hinir sömu þá að forðast
þessa plötu, svo og ailir þeir,
sem unna kúlutyggjómúsik.