Morgunblaðið - 06.05.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1973, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1973 Mænusótt- arbólu- setning ÁRLEG mænusóttarbólusetning: Heilsuverndarstöðvarinnar stend ur að þessu sinni frá 7. til 30. maí, alla virka daga, nema laug- ardaga, kl. 16—18, og er inngang ur frá baklóð stöðvarinnar. Ónæmisaðgerðin er ætluð fóllki frá 18 ára aldiri sem ékki hefur látið bólusetja sig sl. 5 ár eða lét bólusetja sig sl. vor og var sagt að koma aftur að ári. Bólusetnmgin er ó'keypis. Sterk- ar líkur eru á, að slík bólusetn- ing veit'í ekki vörn gegn sjúk- dómnum nema í 5 ár, og er þvi talin hætta á, að þó nokkur hluti almennings sé óvarinn fyrir veik inni, þar sem hún hefur ekki gengið hér síðan 1955, þar sem það tók hana hvorki á unga aldri né hefur nægilega vöm vegna bólusetninga. Kaffisala í Grensás- sókn FÁ ORÐ hafa fegurri hljóm í islenzkri tungu en orðin vor og sumar. Saga þjóðarinnar geymir margar frásagnir af erfiðleikum vegna óblíðrar veðráttu og ógur- legra náttúruhamfara. Liðinn vet ur hefur enn minnt á þessar gömlu staðreyndir. En þjóðin 'hefur aldrei látið bugast. Á hverj um vetri hafa menn horft fram til vorkomunnar og ieitað vor- boðanna. Og þegar þeir komu, lyftist brúnin á mörgum bóndan um, bjartsýnin jókst og hann fékk nýtt afl til átaka. Við, sem nú lifum, eigum að mörgu leyti auðveldari Mfsbar- áttu en forfeðurnir. I>ó lifir þessi tilfinning enn með þjóðinni. Enn er glaðzt yfir sumarkomu, sum- ardagurinn fyrsti er einn af há- tíðisdögum ársins. Og enn þykja það fréttir, er fyrstu faríuglar vorsins birtast. Þá er vorið ör- uggiega í nánd. Seinustu árin hefur nýr vor- boði bætzt í hóp hinna gömlu hér í borginni. Það eru kaffisöl- tu- hinma margvíslegustu félaga: samtaka, og auðvitað fara kven- félögin þar í f ararbroddi eins og í flestu öðru félagsstarfi. Ein'k- um munu það vera kvenfélög hinna ýmsu safnaða og Mknar- félaga, sem hér láta að sér kveða. Tilefni þessara Mna er það, að á morgun, sunnudaginn 6. mal, býður Kvenfélag Grensássóknar sóknarfólki og velunnurum safn- aðarins til kaffidrykkju eins og undanfarin vor, en að þessu sinni á nýjum stað. Eftir að safnaðar- heimilið var tekið i notkun, hefur starfsemi félagsins færzt þang- að. Þess vegna verður kaffisalan í safnaðarheimilinu og stendur miili kl. 3 og 6 síðdegis. Guðs- þjónustutíminn breytist jafn- framt og verður kl. 11 i sumar. Ég veit, að ég þarf ekki að fara mörgum orðum um gildi þess starfs, sem Kvenfélag Grensás- sóknar vinnur í sókninni. Það þekkja kunnugir. Aðeins langar mig til þess að hvetja fólk ti'l þess að sækja kaffisöluna og styrkja starf félagsins, um leið og það nýtur hinna alþekktu veit inga. Með þvi leggið þið lið því starfi að fuliigjöra hið nýja safn- aðarheimili. Jónas Gíslason. Ekið á kyrr- stæða bifreið UM kl. 11.30 á föstudagsmorgun var bakkað á bláa Ford-sendibif- reið, G-2578, við svæði Bifreiða- eftirlitsins í Reykjavík, Stein- túnsmegin, og dælduð vinstri hlið hennar aftán til. Þéir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar uim ákeyrsluna, eru beðnir að láta rannsóknarlögregliuna vita. Skákmót í Hafnarfirði NÝLOKIÐ er skákmóti, sem hið nýstofnaða Skákfélag Hafnar- fjarðar gekkst fyrir. Sigurveg- ari varð Sigurður Herlufsen. Hann hlauf 8 vinninga. 1 öðru og þriðja sæti urðu þeir Garðar Ástváldsson og Grimur Árssels- son með 7 vinn. hvor. Helgi Elen tinusson hlaut 6 vmninga, Jón Jóhannsson 514, Bjarni Linnet og Júlíus Karlsson 5 vimininga hvor. Haraldur Magnússon, Jóhann Jónsson og Ársæll Gunnarsson hlutu 4% vinn. hvor. Þátttakendur voru 20 og tefld ar voru 9 umferðir eftir svo- nefndu Monrad-kerfi. Hraðskákmót á vegum skák- félagsins fer fram í dag i sal Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarð ar við Linnetsstig og hefst kl. 14.00. Öll'um er heimil þátttaka. (Prá stjóm Skákfélags Hafnar f jarðar). Framhald af bls. 1 mílna markanna. Er haft fyr- ir satt í London, að flotinn hafi tilbúna áætlun um það, hvernig eigi að bera sig að á íslandsmiðum, verði herskip send þangað. Ein ráðagerðin gengur út á það, að sagt er, að senda þangað freigátur, er stöðugt fýlgist með varðskip unum íslenzku — og reyni þau að náigast togara, skuli freigáturnar sigla milli og draga á eftir sér stálvíra, sem eiga að fanga skrúfur varð- skipanna. Ekki hafa þessar sögusagnir fengizt staðfestar. Ðagblaðið ,,Guardian“ sagði Tónleikar í kvöld TÓNLEIKAR verða í dag haldn- ir á veguim Tónskólans í Reykja- vík í Háteiigskirkju og hefjast þe:r kiukkan 21. Á efnisskrá tón- leikainna verða sembalverk eftir WiMiam Byrd og J. PH. Rameau og leikur Elin Guðmrindsdóttir á sembal. Síðan verða sónata í c-mioll eftir Telemamn fyrir fla'utu, fiðlu, fagot og sernbal. þar leáka Freyr Sigurjónsson, Liiija Hjaltadóttir, Rúnar H. Vil- bergsson og Elín Guðmu ndsdótt- ir. Eftir hlé verða leifcnir sex þættir úr Oratoriunni eftir Messías eftir G. F. Hándel, kór og hljómsveit Tónlistarsikólans flytja. Stjórnendur hinna sex þátta eru Elínborg Sigurgeirs- dótt'r, Ágúst Ármann Þorláks- son, Áslaug Bergsteinsdóttir, Anma Stefánsdóttir og Jón Krist- imn Cortez. í morgun, að vandséð væri hvernig brezka stjórnin fengi lengur staðizt kröfur þing- manna um íhlutun flotans. Patrick Kethley skrifar: „Verði manntjón meðal brezku sjómannanna má búast við því, að flotinn grípi til gagn- aðgerða og þá getur þessi „striðsleikur“ orðið alvara." Aðrar heimildir herma þó, að brezka stjórnin muni halda áfram að reyna að leysa mál- ið eftir diplómatískum leiðum. Er gert ráð fyrir, að Sir Alec Douglas-Home, utanrikisráð- herra, taki það til athugunar og endurskoðunar í næstu viku. Athugíð Hjón með tvö stálpuð börn óska eftir að komast út á land, margt kemur til greina. Til greina kemur skipti á íbúð í Reykjavík. Tilböð merkt: „Framtíð — 8446“ sendist Mbl. fyrir 15. maí n.k. Skíðafélag Reykjavíkur og íþróttafélag kvenna skipulögðu skíðagöngu fyrir trimmara uni páskana. Þrátt fyrir að þoka væri til fjalla og veður ekki hið bezta létu þó 350 áhugasamir trimmarar veðrið ekki aftra sér. Göngubrautirnar voru vel merktar með trinunkarlinuni eins og sést á meðfylgjandi mynd. — Hert á kröfum Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit. Sýning Skálatúns verður í Norræna husinu 6. maí. Opið frá 2-—10. Verið velkomin. V erz/unarstjóri Óskast í varahlutaverzlun. Framtíðarstarf með góð- um launum fyrir réttan mann. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „8100“. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem algjört trún- aðarmál. HUN HEFUR GRENNZT!! og það meira en lítið Fjöldamargir islertdingar hafa sannreynt notagildi D. I. grenningarfatanna og árang- urinn orðið stórkostlegur á tiltölulega stuttum tíma. BEZTU MEÐMÆLIN Stöðugt berast okkur bréf frá kunningjum þeirra, sem notað hafa grenningarfötin, með ósk um grenningárföt til kaups, enda séð árangurinn með berum augum. Látið ekki hjá líða að senda okkur afklippinginn hér að neðan og munum við senda yður rtánari upplýsingar um hæl. Vinsamlegast sendið mér litmyndabækling yöar og nánari upplýsingar um D. I. GRENNINGARFÖTIN mér að kostn- aðarlausu og án skuldbindinga frá minni hálfu. Nafn: Heimilisf: Sætaáklæði (cover) á allar tegundir bifreiða Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem,er. Fyllið út meðfylgjandi miða og fáið póstsent sýnishorn og verð. CANDELA H/F., Höfðatúni 4 Pósthólf 5161 R. Nafn: Heimilisfang: Pósthús: Tegund og árg. bifreiðar: KOMIÐ -SKRIFIÐ - HRINGIÐ Candela hf. Höfðatúni 4. Pósthólf 5161 Simar 10470 — 12465

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.