Morgunblaðið - 19.05.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 19.05.1973, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: Samferrfa i darjriann ið heim og saman. Hafi þessi ungi maður verið Roderick, hlýt ur hann að hafa ekið þaðan beint heim til Meredith. Hann hefði alls ekki haft tíma til neinna útúrkróka. Og ef Mere- dithhjónin báru það, að hann hefði alls ekki farið þaðan að heiman fyrr en næsta morgun, þá var Creed reiðubúinn að trúa því. Hvenær hefði Roder- ick þá getað gefið frænku sinni rósirnar? Var það hugsanlegt að hún hefði beðið í bílnum með an hann keypti rósirnar, og hann svo gefið henni þær strax síðan sleppt henni einhvers stað ar á leiðinni og hún farið heim til sín ein, eða kannski með ein- hverjum öðrum? Væri svo, hvers vegna hafði Roderick þá ekki sagt frá því ? Allt í einu datt Creed nokk uð nýtt í hug. Hafði Margot Dal- ziel verið dauð í bíl frænda síns þegar hann keypti blómin? Hafði hann fleygt líkinu i ein- hverja tjöm eða skóg skömmu SJÍnna og svo einhvern veginn getað komizt í húsið hennar og gengið þar frá öllu þannig, að það liti út eins og þar hefðu ein 1./er átök átt sér stað? Blóm í stofunni gerðu þetta sennilegra af þvi að vitað var, að henni þótti vænt um blóm. En uvenær hefði hann bara getað komið öllu þessu af? Um hánóttina kannski? Nei, ekki nema því að eins að unga konan hans væri í vitorði með honum. Nú, það var ekkert óhugsandi, að hún hefði verið það, en það var bara erf- itt að hugsa sér nokkum til- Tilboð óskast í Le Roy loftpressu, 600 cubic-fet, er verður sýnd að Grensásvegi 9 næstu daga. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri, fimmtudaginn 24. maí kl. 11 árdegis. SALA VARNARLIÐSEIGNA. STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 TRJÁPLÖNTUR Brekkuvíðir og birki í limgerði. gang með þessu. En það væri nú samt réttara að athuga það. Hefði hún ekki verið i vitorði með honum væru tvær mínútur eini tíminn, sem Roderick var einn 'i húsinu. Það voru þessar t/ær mínútur eða svo, sem hann halði verið inni, meðan Jane tal- aði við ungfrú Hardwicke. Þá hafði hann tekið eftir óreiðunni inni. Og þeirri óreiðu hefði eng- inn maður getað Komið i kring á tveimur minútum. Var þá rétta skýringin sú, að Roderick hefði keypt þessi blóm handa tengdamóður sinni? Eða var kannski um tvo blómvendi að ræða? Creed nísti tönnum. Hvers vegna hafði honum eiginlega dottið þetta í hug? Rétt eins og ekki væri nóg af blómum fyrir i málinu, krýsantemum og dalí- um, þó að ekki þyrftu að vera tveir rósavendir í stað eins. En þetta var bara svo einföld skýr- ing og miklu liklegri en nokkur önnur. Og nú, úr þvi honum afði dottið hún í hug, þá varð hann að rannsaka hana, hann þyrfti að spyrja gömlu gribbuna spjörunum úr og kannski verða fyrir aðhlátri og aðfinnslum, sem hún var vís til að hella yfir hann, hvort sem hann hefði á réttu eða röngu að standa. Hefði 1-ann á réttu að standa, mundi hún ha >ast að honum fyrir að hafa ekki séð þetta strax, en hefði hann á röngu að standa, þá fyrir það að hafa nokkurn tíma látið sér detta þetta í hug. Creed greip símann þreytu- lega og sagði, að nú gæti hann talað við hr. Dalziel. Ungi maðurinn, sem hafði áð- ur verið með Creed, kom nú inn með Dalziel. Creed gaf hon- um bendingu um að vera kyrr inni, og bauð Dalziel stól. — Mér þykir leitt, að við skyldum farast á mis, sagði hánn, —- og þvi miður höfum við engar góðar fréttir að færa af systur yðar. — Hafið þér yfirleitt nokkrar fréttir? spurði Dalaiel. Hann horfði rannsakandi á Creed. Svo krosslagði hann fæturna og horfði á tána á öðrum skón- um sínum. — Ekkert ákveðið, er ég hræddur um, sagði Creed. — Þessi hræðilegi atburður með Applinkrakkann. . . — Já, hvað um það? — Það getur vist ekki staðið í neinu sambandi hvort við annað ? — Hvers vegna ætti það ekki að geta verið? sagði Creed. — Það er þá eitthvert sam- band. . . ? í þýóingu Páls Skúlasonar. til kynferðisglæps, ef þér eigið við það, sagði Creed — og það gefur vitanlega ástæðu til að halda. . . Hann yppti öxlum. Dalziel leit snöggvast upp og síðan aftur á skóinm. — Ég skil, sagði hann. — Já. . . Jæja, vilj- ið þér ekki spyrja mig einhvers, fulltrúi? Ég var þarna á staðn- um, skiljið þér. Ég var í húsinu, þegar það gerðist. Það er að segja, þannig er mín saga. . . . En enginn getur víst sagt yður, hvenær ég kom þangað. — Þetta er gengið beint að efninu, sagði Creed og brosti ofurlítið vandræðalega. Hann var alltaf varkár gagnvart mönnum, sem vildu láta allt koma heim og saman, enda þótt enginn spyrði þá. — Getið þér útskýrt þetta eitthvað nánar? — Já, til þess kom ég hingað, sagði Dalziel. — Ég vildi segja yður hvers vegna ég kom þang- að. Mér datt í hug að líta dálít- ið nánar á bækur systur minn ar. Sumar þeirra eru talsvert verðmætar, svo að það er hæp- ið að skilja þær eftiir í húsi, sem er oftast mannlaust. En þær eru þar nú samt. Svo að mér datt í hug, að það væri ómaks- ins vert að athuga, hvort þær væru þar enn — aliar. Mér datt ekki í hug að gera þetta í leyni, en þar sem enginn svaraði, þeg- ar ég hringdi og ég fann, að dyrnar voru ekki læstar, þá þótti mér það ekkert miður. Ég gekk bara inn og íór að athuga bækurnar. Ég sá strax, að nokkrar þeirra vantaði. M.a. tvær bækur eftir Newton. Verið getur að fleiri séu horfnar, en ég athugaði það ekki nánar. Ég athugaði þær bara eftir minni, en svo var ég truflaður von bráðar. Fyrst kom frú Dalziel ut an úr garðinum. En hún kom inn bakdyramegin og dokaði eitthvað í eldhúsinu, svo að ég vakti ekki athygli hennar á þvi, — Það er ekkert, sem bendir Hestomannolélagið Mdni heldur sína árlegu firmakeppni, laugardaginn 19. maí 1973 á Mánagrund við Garðveg. Hefst hún klukkan 14.00. DAGSKRÁ: 1. Hópreið Mánafélaga. 2. Keppni í A-flokki um Kaupfélagsbikarinn. 3. Keppni i B-flokki um Sörlabikarinn. 4. Keppni unglinga innan 16 ára. Verðlaunapeningar. Fjáröflunarnefnd MÁNA. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Sala prestsseturshúsa Hér er bréf frá séra Þorbergi Kristjánssyni, presti í Kópa- vogi: „1 Lesendaþjónustu Morgun blaðsins í dag, 17. maí, er fyr- irspum varðandi sölu prests- seturshússins við Garðastræti, svo og svar stjómarráðins, þar sem sala þess er boðuð. Þetta er annað húsið i Reykjavík, sem bótalaust er tekið af kirkjunni nú á skömmum tíma. Þótt öðrum standi það ugglaust nær, finnst mér ekki unnt að láta þetta við gangast, án þess að mótmælt sé opinberlega þessari eignaupp- töku. 0 Prestssetur hafa sérstöðu Allar eigur kirkjunnar eru að vísu í umsjá ríkisins, en á móti leggur það henni nokkurt rekstrarfé. Prestsseturshúsin eru byggð fyrir hluta þess rekstrarfjár, sem rlkið hef ur lagt kirkjunni til. Séu þau af henni tekin gegn vilja henn- ar virðist mér um beina vald- niðslu að ræða. Hér skal ekki orðlengt um þetta mál, en að- eins undirstrikað, að prestsset- urshús hafa algera sér- stöðu meðal embættisbústaða — eru þýðingarmikill hluti af starfsaðstöðu prestsins. Einstak ir prestar kunna að vera svo efnum búnir, að þeir geti lagt sér þessa starfsaðstöðu til, en ég trúi því ekki, að söfnuðim- ir á Reykjavíkursvæðinu ætl- ist til þess, að prestar þeirra reki embætti sin á eigin kostn- að, þannig að það verði raun- verulega ekki öðrum fært en efnamönnum að þjóna þeim. 0 Embættismannabústaðir í nágrannalöndunum Við vitnum oft til þess, sem gerist með öðrum þjóðum, og þá ekki sízt á Norðurlöndum. Af því er skemmst að segja, að þar eru sóknarprestum alls staðar lagðir til embættisbú- staðir og sums staðar hafa þetr þó sérstakar skrifstofur að auki. Að vísu mun nokkuð á það skorta nú, að Kaupmanna- hafnarprestar hafi allir eigin- lega embættisbústaði, en þeim útvega söfnuðimir þá hæfileg hús. Húsaleigustyrk hafa þeir að sjálfsögðu. 1 Danmörku hefur nú annars um sinn verið rætt nokkuð um endurskoðun á lögum um emb- ættisbústaði almennt, en eng- um ábyrgum aðila mun hafa komið til hugar að hrófla við prestsseturshúsum i þvi sstm- bandi. Séra Þorbergur Kristjánsson." 0 Á að kaupa köttinn í sekknum? Maður nokkur, sem sagðist vera gagnrýninn neytandi, hringdi. Hann sagðist hafa les- ið spumingu og svar við henmi í þættinum „Spurt og svarað“ hér í blaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar hefði verið innt eftir því, hvers vegna kartðíl- ur væru ekki hafðar i glær- um plastpokum svo að kaup- andinn gæti séð vöruna áður en hann festi kaup á henni. Svar forstjóra Grænmetis- sölunnar var það, að kartöfl- ur geymdust Mla í slíkum um- búðum, sem auðvitað er alveg hárrétt. Það, sem bæði spyrj- andi og svarandi virðast þó ekki hafa komið auga á í þess- um bollaleggingum er það, að auðvitað á neytandinn skilyrð islausa kröfu á að fá að sjá vöruna áður en hann kaupir hana, þótt ekki sé hún seld í plastpokum. Kaupmanm- inum ber sem sé skylda til þess að opna hina rammgerðu pappírspoka og sýna kaupand anum innihaldið óski hann þess. Til sölu Camaro '72 mjög fullkominn. Upplýsingar í síma 83874 milli kl. 19-—20. Skósmiðir — útvarpsvirkjar og fleiri Um 50 ferm. húsnæði til sölu eða leigu í verzlunar- húsinu Hólmgarði 34. Upplýsingar í síma 34129. Humarbátur Til leigu er mb. Reykjaröst GK 17 104 tonn. Upplýsingar í símum 8086 og 8043, Grindavík. íbúð til sölu Til sölu er 3ja herbergja sólrík og skemmtileg íbúð á 3. hæð við Skúlagötu. Selst milliliðalaust. Uppl. í síma 16890 eftir kl. 5 í kvöld og næstu kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.