Morgunblaðið - 26.05.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBiLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAl 1973
21
— Hann er glæsilegtir með
golfkylfurnar hann faðir
þinn, hann heldur það að
minnsta kosfi sjálfur.
— Ást, nei, ég veit ekld
hvað það er, barnið gott.
— Ég er búinn að segja þér
það á hverju kvöldi i sjö ár
og segi það enn: Þú ert gift-
ur og getur ekki farið út með
strákunum á hverju kvöldi.
— Hvað heldurðu að við sé-
um með fyrir aftan bak?
— Ég nenni ekki að skrifa
kveðjubréf, lögfræðingurinn
talar bara við þig í fyrramál-
ið.
— Þessi er ekki svo vitlaus.
— Mundu svo eftir þvi að
„voðalega“ Afríka var þín
uppástunga.
— Viija lögfræðingarnir
gera svo vel að taka sér sæti.
stjörnu
. JEANE DIXON SDðf
dirúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú getur luignazt talsvert á aukavinnu, en áhætta og ævintýra-
mennska gragna þér Iltt.
Nautið, 20. aprO — 20. maí.
I»ú grerir þér mikinn mat úr kynnum og samskiptum við óvenju-
legrar manneskjur, og: öll tækifæri til að þroska hugr þinn.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
Tækifærin snúast öll þér í hag:. Þú gætir vel að öllum smáatrið-
um.
Krabbinn, 21. júni — #2. júlí.
I»ú mátt ekki láea stoltlð hamla því að þá sért dálítið mann-
legrur.
Ljónið. 23. júlí — 22. ágúst.
Gott er að hefja vinnu snemma dagrs, en þú verður að hvíla þigr
vel um miðjan dag og: hugleiða lffið.
Mærin, 23. ágúst — 22. september.
Unga fólkrð er mjög mikið í sviðsljósinu, og er mjög hvetjandi,
þót sumpart valdi það þér áhygffjum.
Vogin, 23. september — 22. október.
I»ú ferð þínar eigiti leiðir, og' hespar af verkunum.
Sporðdrekinn, 28. október — 21. nóvember.
Þetta er ágætur tími til að brjóta vandamáiin til mergjar, og
koma þér eitthvað á laggirnar.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú hefur nóg að staifa, og gengur allt mjög vel. Smáatriði, sem
þér komav á óvart, verða þér mjög gagnleg.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú grlpur þau tækifæri, sem þér gefast, og hugsar þá jafnframt
fyrir morgundeginum.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
f bili er dálítið vandlifað á köflum. l»ú færð gagnlegar fréttir.
Fiskarnir, 19. íebrúar — 20. marz.
I»ú kemur þér snemma af stað f dag, og hittir fólk, sem þér kem-
Bjarni Sigurður
Jakobsson — Minning
Æfinnar um sóknarsvið
sérhvers bíður glíma,
því er bezt að venjast við,
vosbúðina í tíma.
Þannig kemst dr. Jón Þorkels-
son að orðí og vel mega þessi
orð heimfærast til vinar míns
Bjarna Jakobssonar sem nú hef-
ir lokið sinnd heimsreisu. Hann
vissii fuEkomlega að til þess að
öðlast eitthvað í lífinu varð að
hafa fyrir þvl. 1 æsku var hon-
um innrætt trúmennska og holl-
usta. Hann fékk gott veganesti
hjá foreidrum sinum, Ingibjörgu
Ólafsdóttur og Jakobi Jakobssynd
skósmið á Isafirði, en þair var
Bjarni fæddur 20. júlí 1899. Hann
var því aldamótabajm og þróun-
inni siðan varð hann votbur að.
Hann sá menn hefjasf úr fátækt
til velmegunar, kjörin batna og
þjónsstarfið sett ofar. Hann gat
því munað tvenna tímana. Hing-
að í Stykkishólm kom Bjarni
1916 og stundaði um hríð bakara
störf, en síðan öll almenn störf
sem gáfust hverju sinni og sein-
ustu árin sá hann um Stykkis-
hólmsbió, að halda því hireinu og
vistlegu. Bjami var trúr starfs-
maður og vann sín verk með það
fyrir augum að sem allra minnst
yrðd að þeim fundið. Hann var
léttur í lund, hversdagsgæfur og
heldur fár, eins og segir í kvæð-
inu. Ákveðinn í því sem honum
fannst sannast og réttast og þar
var ekki hvikað. Árið 1926 kvsent
ist hann Kriistínu Daviðsdóttur
og eignuðust þau 9 mamnvænleg
börn sem öli hafa verið þeim ást
rík og góð.
Bjarni var einn af þeim góðu
dremgjum sem hugsa fyrst um
að gera gagn og sdðan hvað hægt
sé að veita sjálfum sér. Því var
hann nægjusamur og kröfur
gerði hann ekki stórar til lífsins.
Húsakynni þeirra hjóna voru
ekki stór, en inniain þeirna veggja
hefir oft verið roeiri gleði og
ánœgja en í hinurn stææri, þar
sem fátt eitt skortiir og vist er
um það að þau bundu sérstaka
tryggð við húsið sitt og þar var
atíivarf þeirra og ekki hugðust
þau breyta til hins stærra.
Bjami var tryggur og viinfast-
ur. Það fékk undirritaður að
reyna i ríkum mæld. Oft kom
hann með hugsiandr siínar og
vandamál og gott var að ræða
við hann. Víðreist gerði hann
ekki um dagaraa. Hversu oft
hann fór út fyrir landamerki
Stykkishólms, veit ég ekki, en
þau skipti hafa verið teljanleg.
Bjami átti marga góða vimi og
vinnufélaga sem nú sakna hans
úr hópnum. Þeiir minnast þess
yls sem ætíð var í för með hon-
um, finna hann lengi og sjá bros
ið sem var svo fölskvalaust.
Þegar vorið byrjaði að klæða
grund og hlið skarti Móma og
fegurðar, gekk þessi grandvari
maður á vit nýrra verkefna í nýj
um heimkynnum. Hann vildi öll-
um vel og gladdist ef eitthvað
varð betra og fegurra i kringum
hann.
Honum fylgja því þakkir og
hlýjar kveðjur yfir landamærin.
Guð blessi góðan drerag.
Ámi Helgason.
Séra Páll Pálsson:
Biskupssvein
um svarað
Hugvekjur hef ég ritað fyrir
Morgunblaðið og hóíst það þeg-
ar árið byrjaði. Þær hafa verið
stuttar, en vakið mikia athygli.
Þetta sýraa þau mörgu og vin-
samlogu bréf og orð, sem mér
hafa borizt vegna þeirra, og hér
með skal þakkað fyrir.
Meira að segja biskupsstofan
hefur rekizt á þessar stuttu
greinar minar og segi menn svo
að kraf taverk gerist ekki á okk
ar tímum.
Biskupssveinar komust í upp-
nám af bugvekju, sem ég skrif-
aði í Mbl. 20. þ.m. Raunar hafa
biskupssveinar komið við sögu
ístands allt frá fomu fari, stund
um á einstæðan hátt og gera
enn. 1 dag senda þeir mér skeyti
sin og imi ég því vel. Herra
Guðmundur Einarsson hringdi
til mín vegna áðumefndrar hug
vekju miranar. Hann spurði mig,
hvort ég tryði þvi, sem ég hefði
skrifað?! Er pilturinn kanniski
vanur því að setja fram skoð-
anir sínar án þess að trúa þeim?
Eða hvemig ber að skilja
svona furðulega spurningu?
Hann setti einnig rétt i síman-
um og kvað á stundinni upp eft-
irfarandi dóm: „Hugvekja þin
eýkur ekki virðingu þina!“ Það
er nú þetta, Guðmuindur miiran,
rraeð virðiraguna. Ég sagðd þér og
segi eran, að mitt ágæti ledði ég
hjá mér. Það kamn þvd að henta
ved, að aðrir taki að sér að gæta
virðingar minnar.
Þá er það hiran bisikupssveinin
inn, herra Erlendur Sigmunds-
son biskupsritari. Hann ritar
einstæða „athugasemd" í Morg-
unblaðið 23. mai. Þar rekur hann
upp mikið ramakvein út af hug-
vekju miirani. Þetta hefði blessað
ur Erlendur minn okki átt að
gera, t.d. vegna þess, að allt það
er máli skiptir í hugvekju mirani,
stendur óhaggað. Að magni til
er „athugasemd" herra Ertends
margfalt lengri, en þær fáu lin-
ur, sem ég beindi að biskups-
stofurani. Og sýnir það bezt að
honum hefur þótt mikils við
þurfa. Herra Ertendur talar um
einstæða hugvekju. Þar ratast
honum rétt á munn. Ég er nefni-
lega alls ekki skyldugur til þess
að skrifa eins og einliverjir aðr-
ir prestar. Herra Erlendur finn-
ur minni stuttu hugvekju flest
til foráttu og þusar um að ég
fari með ósatt mál, ræðir um ein
hverja fjölmiðlunamefnd og ósk
frá presti um útvarpsmessu (á
þar sennitega við séra Jón Auð-
uns fyrrverandi dómprófast) og
að biskupsstofunni beri ekki að
vita um störf presta hjá frí-
kirkjusöfnuðum! Þá veit maður
það. Þótt bak við orð herra
Ertends virðist gægjast fram sú
hugsun, að biskupsstofunni
komi frikirkjusöfnuðir hairia lít
ið við, gæti fólk þó spurf: Um
hvað ber biskupsstofunni að
vita og hva-ð vill hún vita? Er
það nú víst, að biskupsistofunni
hafi verið ókunnugt um það, sem
herra Erlendur segir, að hún
hafi ekki vitað? Að minnsta
kosti fór sú messugjörð, er ég
kvaddi fríkirkjusöfnuðinn í
Reykjavdk, ekki fram með neinni
leynd. Fyrst þú, herra Erlendur,
gerir heila nefnd ábyrga fyrir
þvi, sem ég eignaði biskupsstof-
unni, er vægast sagt óviðkunn-
anlegt að þú .skulir ekki geta
þess i „athugasemdinni", hvaða
mönnum nefndin sé skipuð og
hver sé formaður hennar. Þú ját
ar hugsanleg mistök. En ekki er
mér kummiugt, að mofekum tima
hafi biskupsstofan beðizt afsök-
unar á mistökum, sem hún kamn
að hafa átt sök á. Þó að þú gef-
ir í skyn, að svokölluð fjölmiðl-
unamefnd úthluti tjtvarpsmess
um til presta, grunar mig ein
hvem veginn, að fyrrgreind
nefnd og biiskupsstofan séu að
eimhverju leyti einn og sami að
ilinn. A.m.k. hlýtur þessi grun
ur að endast mér á meðan mér
er ókunnugt, hverjir nefnd
ina skipa og á hvaða grundvelli
hún starfar.
Þá vii ég eindregið vara bisk
upsritara við því að bera mér
vísvitandi ósannindi á brýn. Að
eins fáar vikur eru liðnar síðan
mór barst bréf frá Hjálparstofn
un kirkjunnar með tilmæium um
að ég kynnti að nokkru starf
semi hennar! Þá þóttu hugvekj
ur mínar einhvers virði! Af sér
stökum ástæðum gat ég ekki orð
ið við þessari beiðni. Kann það
að vaida gremju biskupssveiraa
til mín.
1 hugvekju minni nefndi ég til
tekin dæmi, sem óþarft er að
endurtaka hér. Við þeim dæmum
er engin svör að fá i „athuga
semd“ herra Eriends. Á málþóf
ið eitt að nægjr*iem svar?
Að lokum vil ég niælast til að
biskupssveinar gæti stilling
ar, þó að prestur leyfi sér að
neyta þess réttar, sem tjáningar
frelsi heitir, er liann telur að
gengið sé á svig við sanngirnl
og réttlæti.
Páll Pálsson.
Lærið ensku í Englandi í sumarfríinu
Enn er möguleiki að komast á hin vinsælu sumamámskeið
SCANBRIT er sótt er um strax.
Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson i síma 14029.
KAUPUM
hreinar og stórar
léreftstuskur