Morgunblaðið - 21.06.1973, Síða 4
MÖRGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1973
® 22-0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
n 21190 21188
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚM 29
ÞVERHOLT 1SATEL. 25780
STAKSTEINAR
Átök í um-
hverfismálum
Birfjir Isleifur Gunnarsson,
borgarstjóri, svarar i Alþýðu-
blaðinu í gær nokkriun spurn
ingum blaðsins varðandi uin-
hverfismálefni og hreinlæti i
höfuðborginni. í svari sínu
segir borgarstjóri m.a.: „Það
er alit of algengt víða í iðnað-
arhverfum, að menn safni að
sér alls kyns drasli, sem er til
stórlýta fyrir umhverfið.
Undir slíkum kringumstæð
um reynir borgin að beita for
tölum og þegar verst gegnir
hótunum um hreinsun á kostn
að eigenda. Stundum eru slík-
ar hótanir framkvæmdar, en
þá kemur í Ijós, að mönntim
þykir oft ótrúlega vænt um
draslið sitt. Borgin á t.d. nú
í nokkrum skaðabótamálum,
þar sem hún er ásökuð um að
hafa fjarlægt verðmæti og
valdið þar með eigendum
tjóni. Borgin verður því að
fara mjög varlega í slíkar
hreinsunaraðgerðir, sem eru
framkvæmdar án vilja eig-
enda.
Þegar kemur að þeim auðu
svæðum, sem eru á ábyrgð
borgarinnar, þá er að sjálf-
sögðu ekld við aðra að sakast
en borgina, ef eitthvað fer úr-
skeiðis. Ég held að það geti
ekki farið fram hjá neinum,
að einmitt nú í snmar er ver-
ið að gera mikið átak til rækt
unar og fegrunar á auðum
svæðuni borgarlandsins og í
undirbúningi er áætlun, þar
sem á kerfisbundinn hátt
verður skipulagt langt fram í
tímann til hvaða nota eigi að
taka hvert svæði. Hér er hins
vegar um mikið átak að ræða,
bæði er stofnkostnaður mikill
við ræktuð svæði og viðhalds-
kostnaður mjög mikill.“
Umgengnin
ræður úrslitum
I svari sinu til Alþýðu-
blaðsins sagði Birgir Isleifur
Gunnarsson ennfremur: „Rétt
er að taka fram, að nú ný-
lega var gerð skipulagsbreyt-
ing á hreinsunardeild borgar-
innar, sem miðar að því að
efla hana og styrkja. Þótt
yfirvöld geti ráðið miklu í
þessu efni, þá ræður þó úr-
slitum, hvernig borgarbúar
ganga um borgina. í þeim efn
um hefur ástandið batnað, en
betur má ef duga skal.
Að því er mengun sjávar-
ins umhverfis borgina snert-
ir, þá hafa borgaryfirvöld
gert sér grein fyrir þvi, að
átak þarf að gera varðandi út-
rásir holræsanna til að koma
í veg fyrir mengun. — Eina
ræsi Reykjavíkur, sem liggur
í sjó fram i Fossvogi, nær út
fyrir oiíustöðina í Skerjafirði
og í hönnun er framlenging
þess ræsis. Hins vegar liggja
nokkur ræsi í sjó fram Kópa-
vogsmegin andspænis Naut-
hólsvik.
Að undanförnu hefur verið
unnið mikið undirbúnings-
starf að sameiningu hinna
mörgn holræsaútrása, sem
liggja i sjó fram umhverfis
Reykjavik. Hér er um að
ræða framkvæmdir, Sem
kunna að kosta allt að 1 millj
arði króna, þannig að þær
þurfa að vinnast á ákveðnu
árabili. Verkið er hafið með
hinu stóra skólpræsi við
Sundahöfn, en til þess var var
ið 30 millj. kr. á sl. vetri.“
Farnir í barn-
eignabindindi!
FRÁ því er skýrt í gríndálki
Melody Maker, að nokkrar
valinkunnar poppstjörnur
hafi strengt þess heit, að
hætta að . . . (eh . . . eh . . .)
búa til börn. Er þetta gert
i þágu „takmarkaðrar fólks-
fjölgunar“, þ. e. tilraunar til
að halda fólksfjölgun niðri,
þannig að aðeins fæðist jafn
mörg börn og gamla fólkið,
sem deyr. Meðal þeirra, sem
skrifað hafa nafn sitt á lista
heiti sínu til staðfestingar,
eru Marc Bolan og plötu-
snúðarnir Tony Blackbtirn,
John Peel, Johnny Walker,
Stuart Henry, Bob Harris og
Pete Drummond, sem allir
vinna hjá BBC, og allur dans-
flokkurinn Pan’s People, sem
er fastráðinn í sjónvarps-
þætti hjá BBC. Og Sandie
Shaw og eiginmaður henn-
ar, Jeff Banks, hafa tilkynnt,
að þau muni aðeins eignast
„litla fjölskyldu”!
Nú bíðum við aðeins eftir
sams konar yfirlýsingum frá
íslenzkum poppurum og við
munum með ánægju birta
þær í þessum dálkum!
Stór beat-konsert
í Sjónleikarhúsinu
ÞETTA var yfirskriftin á
hljómleikaauglýsingu í fær-
eysku blaði á dögunum, en þá
var efnt til tveggja hljóm-
leika til ágóða fyrir „Ung-
dómshúsið Skansastova" í
Þórshöfn. Hljómsveitimar,
sem léku, voru:
Gastro
Cassiopeia
Mjölnir
Tey af Kamarinum
Monster
Ólavur Presley and his
Darty Rak Raks
Torv
úr herberginu, en ekki Þeir af
kamrinum! Eða svo er okkur
sagt.
Herálvur Andreasen and
Co.
Fata Morgana
Og aðgöngumiðarnir kost-
uðu 15 kr. hver. — Sumum
koma þessi nöfn vafalaust ein
kennilega fyrir sjónir, en þeir
sömu ættu þá að hlusta á
dansleikjaauglýslngarnar í rik
isútvarpinu um hverja helgi
— þar er engu minna úrval af
skemmtii.egum og skrýtnum
nöfnum. — Rétt í lokin, fyrir
þá, sem ekki kimna færeysku:
Tey af Kamarinum þýðir Þeir
úr herberginu, em ekki þeir
af kamrinum! Eða svo er
okkur sagt.
AV/S
SIMI 24460
LAUGAVEGI 66
BÍLALEIGAN
%IEYSIR
CAR RENTAL
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
HÚFFERÐIB
Til leigu í lengri og skemmri
ferðir 8—50 farþega bílar.
KJARTAN INGIMARSSON,
sími 86155 og 32716.
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga. - Simi 81260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
F.mm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
Málflutningssk rif stof a
Einars B. Guðmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Axel Einarssonar
Aðalstræti 6, III. hæð.
mnRGFnLORR
mRRKRÐ VÐRR
Húsmæður í Gullbringu-,
Kjósursýslu og KeUuvík
Orlofsheimili húsmæðra í Gufudal, Ölfusi, tekur
til starfa 23. júní.
Fyrstu vikurnar eru ætlaðar fyrir mæður með
börn. Hver hópur dvelur í 7 daga. Ágústmánuður
verður fyrir húsmæður í 10 daga dvöl.
Nánari upplýsingar hjá orlofsnefndarkonum.
Þær konur, er ætla sér í orlofsdvöl, leggi inn um-
sókn sem allra fyrst.
Framkvæmdanef ndin.
Parhiís við Túngötu
Til sölu er parhúsiö aö Túngötu 39, hér
í borg, tvær hæðir og kjaliari ásamt bíl-
skúr og trjágaröi á baklóð. Húsið, sem
er vandað steinhús, um 60 fm. að
grunnfleti, var nánast innréttað að nýju
fyrir fáum árum og svarar því til óska
hinna kröfuhörðustu í dag.
Tilboð óskast
Stefán Hirst hdl.
Austurstræti 18 sími 22320
Tilboð óskast
í Volkswagen 1300 árg. ’72. Lítið ekinn, skemmdan
eftir tjón. Bifreiðin verður til sýnis að Dugguvog
9—11, Kænuvogsmegin, fimmtudag og föstudag.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora eigi síðar en
mánudag 25. júní.
fÍíý V SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSIANDS?
BIFREIÐADEILD — LAUGAVEGI 176, SÍMI 11700
gE]E]E]E]ElE1E1ElBjElElE1ElE]ElE|ElETI5jEr
Til sölu — Hufnurfjörður
3ja herb. íbúð við Amarhraun ca. 105 fm. Ibúðin
skiptist í stóra stofu og 2 góð svefnherbergi.
5 herb. íbúð við Álfaskeið. Góðar og miklar inn-
réttingar eru í íbúðinni. Ibúðin er laus 1. sept.
3ja herb. vönduð íbúð í fjölbýlishúsi. Öll sameign
frágengin. Bílskúrsréttur. Góðar og miklar inn-
réttingar eru í íbúðinni. Ibúðin gæti losnað mjög
fljótlega.
HAMRANES
Strandgötu 11, Hafnarfirði. Símar: 51888 og 52680.
Sölustjóri: Jón Rafnar Jónsson, heimasími 52844.