Morgunblaðið - 21.06.1973, Síða 12

Morgunblaðið - 21.06.1973, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNI 1973 Kaupfélagiö Þór, Hellu: Félag með mikla möguleika FYRIR skömmu brugðu Morgunblaðsmenn sér austur á Hellu i Rangárvallasýslu og grennsluðust fyrir um af- komu kaupfélagsins Þórs, sem hefur aðsetur þar og er með umfangsmikinn rekstur. KaupfélagSstj. Hilmar .lóns- son leysti greiðlega úr spurn- ingunum og fræddi okkur um afkomu félagsins, möguleika þess til vaxtar o.fl. Hilmar er fæddur Reykvíkingur, hefur loldð Samvinnuskólaprófi og verið kaupfélagsstjóri kaup- félagsins Þórs í 4 ár, en lætur nú bráðlega af störfum, þar sem hann hefur fengið freist- andi atvinnutilboð annars staðar frá. AFKOMAN 1972 — Hvernig var fjárhags- teg afkoma félagsins sl. ár, Hiimar? — Heildarvöruvelta var um 180 milljómr króna, sem er 28% aukning frá 1971. Samt sem áður var rekstrartap um ein milljón króna eftir af- skriftir. Varasjóður jókst svo um 1100 þúsund krónur á ár- inu 1971—'72. — En eru mikldr sjóðir til í ei@u félagsins? — Hinir raunverulegu sjóð- ir félagsins eru mismunurinn á matsverði eigna ag bók- færðu verði eigna. Sá rnismun ur er um 40 milljónir. Hins vegar verður rekstrarfjár- þörfinni ekki fullnægt, þegar verðlag fer stöðugt hækkandi og krónan sífellt lækkandi. Það kemur fram í öllum grein um viðskipta, hversu óhag- stæð þessi geigvænlega þróun verðlagsins er. Greiðslufrest- ur viðskiptavinanna styttist t.d. til muna og erfiðara reyn ist fyrir fyrirtækin að fé lán til rekstrar, sem getur komið þeim á vonarvöl, ef illa stend- ur á. DEILDIR FÉLAGSINS — Hversu margir félagar eru í Kaupfélaginu Þór, Hilm ar? — Það eru rúmlega 400 fé- lagar í kaupfélaginu, en við- skiptamannafjöldinn er eðli tega miklu meiri. Mig minnir, að um 1300 viðskiptavinir hafi notið lánafyrirgreiðslu félagsins. Haraldtir Teitsson, veitingastjóri í GriIIskálanum, Hellu. — Hverjar eru deildir fé- lagsins? — Það er hin almenna verzlun, bUaverkstæði, frysti- hús, trésmiðja, rafmagns- verkstæði, sláturhús, sem er verið að Ijúka við, svo það fái lögigildingu sem stórgripaslát- urhús og vöruflutninigar, sem er dálítið umfangsmikil deild. — Hvað sér félagið mörg- um fyrir vinnu? — Það eru 50 fastir starfs- menn hjá því. MÖGULEIKAR I FRAMTlÐINNI — Hvernig er með mögu- leika á áframhaldandi upp- byggingu og aukningu um- svifa, Hilmar? -— Möguleikarnir eru stór- kostlegir. Þegar lokið verður við lagningu hraðbrautar hing að austur munu möguleikam- ir aukast að mun. Mér finnst staðurinn vel í sveit settur, hvað snertir fjarlægð frá Reykjavík, og einnig mun hringvegurinn örugglega geta orðið til þess, að umsvifin aukast. Einnig verða meiri möguleikar til aukins iðnaðar á staðnum með bættu vega- sambandi. KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR Kaupfélagið Þór var stofn- að 1935 og hefur starfað óslit ið síðan. Það var stofnað sem þjónustufyrirtæki og kjörorð þ«;ss er að selja vöruna á lægsta verði til viðskiptavina, og borga innlendu vöruna hæsta verði. Stjórnarformað- ur kaupfélagsins er séra Sig- urður Haukdal, en kaupfé- lagsstjóri Hilmar Jónsson, sem mun brátt láta af störf- um, eins og fyrr segir, og hef- ur starfið verið auglýst til umsóknar Það hefur veitt starfsfólki sínu stöðuga at- vinnu, enda byggist atvinnu- reksturinn ekki á stopulum gæftum, eins og gengur í sumum atvinnugreinum. I GRILLSKÁLANUM Nýlega tók Haraldur Teits- son við stjóm Grillskálans á Hellu, Grillskálinn er eign BP og Kaupfélagsins Þórs, en Haraidur rekur hann fyrir eig inn reikning. Mbl.-menn fengu sér matarbita i Grillskálanum Fráfarandi kaupfélagsstjóri kaupfél&gsins Þórs, Hilmar Jónsson. og spjölluðu í leiðinni dálitið við Harald um starfsemina og vonir i sambandi við framtíð- ina. — Hvemiig hafa viðskiptin gengið, Haraldur? — Heldur hefur nú verið dauft yfir þeim fram að þessu, en virðast þó aðeins vera byrjuð að glæðast. — En hvemig er með túr- ista? — Það hefur litið bólað á þeim, nema núna rétt undan- farið. En það korna hingað margir, sem stunda t.d. flutn- inga og annað slikt. Senni- lega er það vegna þess, að ég hef á matseðlinum, fyrir ut- an þessa klassisku griMrétti, svokallaðan rétt dagsins, sem er venjulega heimatilbúinn matur, sem menn hafa vanizt frá langri tíð. — En ertu ekki annars bjart sýnn á framtíðina? — Jú. Ég er mjög bjart- sýnn. Sérstaklega held ég að viðskiptin komd til með að glæðast, þegar hringvegurinn verður fullgerður. Að þessu mæltu vorum við búnir með matinn og fórum mett'r á braut eftír að hafa kvatt Harald, og árnað hon- um allra heilla. 1 þessu húsi er hin almenna verzlun félagsins rekin. Aldamótastíll í Tónabæ Unnið að breytingum Pjetur Maack skeytir vegg í fordyH hússins. I.jósm. Kr. Ben. Unnið að breytingum í Tónabæ. EKKI alls fyrir löngu var hafizt handa við breytingar í Tónabæ, húsi æskulýðsráðs. Breytingamar em viðamikl- ar, og hafa í för með sér, að efri salur hússins verður nú eingöngu notaður sem „sparisalur“, eins og Kol- beinn Pálsson, framkvæmda- stjóri hússins orðaði það. Fyrsti dansleikur í nýbreytt- um salnum verður á laugar- dagskvöldið. KolbeMMi Pálsson, tjáði blaðinu ein n.iig, að síðasti dansleikur í Tónabæ, hefði verfð haldánn 2. páskadag, en skömmiu áður hefðl ákvörð- un verið tekin um að breyta í faúsinu, Inmiréttiniguina í efri saþnn sem er í aldamútastíl, teilkn- aði Bjöm Bjömsson leik- myndateiknari sjóravarpsins, og valdi hann jafniframt liti. Danssalnum er skifpt niður í básia, sem girfciir eru a.f með báum rimlum, rauðgulum með brúnni grind, hvort tveggja litað með „bæsi“. í hverjum bá® verða mynd- Skreyttir flekar og sessur brúnar steinfllisar. Þá hefur verður komið fyrir í iofti hússims, og á gólfi er ekki tenigur teppi, heldur dölkk- brúnar steindMsar. Þá hefur hljómsveitarpallur og disko- tek tekið miklum breytinig- um í samræmii við aðrar, svo og inngangur. Kolbeinn gat þess, að kostnaður við breyt- inigamar væri ekki ýkja miik- iM, og sagði, að ef eingönigu hefði verið keyptór stólar og barð í sal'inn., hefði það kost- að meírn en smíði innrétt- in'ganina, sem unnar eru i salnium. Auk áðurnefindra breyt- iniga, er nú unaiið að gerð neyðarútbúnaðar samkvæmt ósk brunaeftirlitsins, og stiga nið’ur í kjallara hússins. Þá er einniiig uirmið að viðgerð- um á þaki hússins. í kjallara hússins verða vænitanilega 2 saliir, sem tefcn- ir vedða í notitoun í sumar. Unint er að hafa opið á millli aðalsaiar og kjallara og þá er rýimii fyrfr 700 manns í hús- iniu. Þrátt fyirir, að efri salur, sem rúmar 200 mianns verði eingönigu notaður fyrir dans- leifci, þá verður áfram „Opið hiús“ á diagskrá hússins, og þá í kjailara og vedtingasal uppi. Opiið hús í Tónabæ verður með svipuðum hætti og í öðrum hverfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.