Morgunblaðið - 03.07.1973, Page 2
MORGUNÍBLAÐiÐ, URÍÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1973
Kópavogur:
Andrés Kristjánsson
ráðinn fræðslustjóri
Lætur af starfi ritstjóra
Tímans innan tíöar
BÆ-IABSTJÓRN Kópavogs hef
ur samþykkt að ráða Andrés
Kristjánsson, ritstjóra Tímans,
í stiiðu fræðslustjóra Kópavofrs.
Andrés sagði í viðtati við Mbl.
í gær, að hann myndi væntan-
lega taka við hinn nýja starfi
itnnan tíðar og þá jafnframt láta
af starfi ritstjóra hjá Tíman-
um. Hann hefur um rvokkurt
skeið ritstýrt Sunnudagsiblaði
Tímans. — Andrés verður
fræðslustjóri í stað Karls Guð-
jónssonar, sem Uéat fyrir nokkr-
um mánuðum.
' ' • 1
Jon
i. x y'
i;- ; 'X’.y
Friðjón
Magnús
Þorvaldur
>»
Islandsvinir í Þýzkalandi:
Söfnuðu um 800 þús.
kr. til Vestmannaeyja
OSWALD Dreyer-Eimbcke,
nýskipaður ræðismaður ís-
lands í Hamborg, afhenti i
gær bæjarsjóði Vestmanna-
eyja um 23.700 þýzk mörk,
eða nni 800 þúsund íslenzkar
kr., sem söfnuðust í söfnun
fslandsvinafélagsins í Þýzka-
landi vegna hamfaranna í
Vestmannaeyjum.
í viðtali við Mbl. sagði
ræðjgm aðu rinn, að félags-
menn hefðu með þessu vilj-
að sýna, að þjóðirnar væru
bundnar frilðarböndum og að
íslendingar ættu rni'kla samúð
meðal Þjóðverja, eins og
alltaf áður.
íslandsvinafélagið var stofn
að 1952 og eru nú í því um
200 féiagsmenn. Það hefur
gengizt fyrir fyrirlestrahaldi
um fsland og sýningum og
einnig ferðum til fslands. Hef
ur félagið átt góð samskipti
við félagið Germaníu í Reykja
vík.
03wald Dreyer-Eimbcke er
sonur Enrst Dreyer-Eimbcke
sem verið hefur ræðismaður
fslands í Hamborg um langt
skeið. f hófi, sem Ernst hélt í
tilefni af þjóðhátíðardegi ís-
lands, færði dr. Sverrir
Schopka, formaður Félags ís
WSiss
Oswald Dreyer-Eimbcke,
ræðisniaður
lendinga í Hamborg, honum
bókina ís og eldur eftir Hjálm
ar R. Bárðarson að gjöf frá.
íslendingum, búsettum í Ham
borg, og þakkaði honum fyrir
stuðning við félagið. Jafn-
framt bauð hann hinn nýja
ræðismann velkominn til
starfa.
Héraðsmót Sjálfstæð-
isflokksins hefjast
um næstu helgi
Verða þá í Breiðabliki,
Tjarnarlundi og Sævangi
Héraðsmót Sjá 1 fstæðiisflokksi ns
UM næsitu helgi hefjast héraðs-
mót Sjál fstæðils flók)ks ins á
þesisu su/mri og verða þá haldin
þrjú mót seim hér segiir:
Breiðabliki, Snæf. föstudaginin
6. júlí kl. 21:00. Ræðuimenn
verða: Gunmar Thoroddsen,
alþm., Jón Árnason, alþm. og
Sigþór Sigurðsson, fulltrúi,
Tjarnarlundi, Sauirbæ, Dal.:
laugardaginm 7. júlí kil. 21:00.
Ræðumenn Gunnar Thoroddsen,
ailþm., Friðjón Þórðarson, alþm.
og Helgi Kristjánsson, verstj.
Sævangi, Strandasýslu: sunmu-
dagimn 8. júlí kl. 21:00. Ræðu-
menn: Magnús Jónsson, alþm.,
Þorvaldur Garðar Krisitjánsson,
alþm. og Ólaifur H. Guðbjarts-
son, form. Kjördærmisráðs.
Skemmtiatriði á héraðsmótun-
uim annast hljómisvei't Ólafs
Gauks ásarnt Svanhiídi, Jörundi
Guðmundssyni og Þorvaildi Hall-
dórssyni. Hljómsveitiinna sktpa
Ólafur Gauibur, Carl Möller, Br-
lendur Svavarsson og Krfetinn
Sigmarsson.
Að loknu hvérju héraðsimóti
verður hatdinn dansleikur, þar
sem hljómsveit Ólefs Gauks
leikur fyrir dansi og söngvarar
hljámsveittarinnar koma fram.
Sjúkrabíll
í árekstri
SJÚKRABÍLL og fóiksbíll lentu
í alHhörðum árekstri á mótum
Milklubrautar og Grensásvegar
um kl. 22 á i a u g a rd a gsik völd.
Var sjúkrabíllinn á lieið í útikaU
og vair með rautt ljós og sírenu
í gaingi. Ók hann yfir gatna-
mótin á rauðu ljósi og lenti þá
aftan á fóilksbílnum. Litlar
skemimdir urðu á sjúkrabilnuim.
en talsverðar á fólkabílnum.
Annar sjúkrabíll var sendur í
útkallið, sem var vegna veiks
manns í Þiingvallasveit.
Enn reynt
að leigja
aðra þotu
ENN heflur Loftlieiðum ekfci tefc-
izt að fá aðra ftugvél á leigu i
stað þeirrar, sem hlekktist á í
lendingu á Kennedy-flugvelili i
New York, en haldið er áfrana.
að reyna að fá leigða vél, að
sögn Alfreðs Elíassonar, for-
stjóra Ivoftleiða. Véhn, sem
hiiekktfet á, hafði veæið notuð í
Norðurl'andafHugið og hafa leigu-
vélar verið fengnar til að fara
eina og eina ferð og einnig haflla
aðrar vélar Loftleiða hlaupið í
skarðið.
Júní farinn til veiða
KR vann
KR sigraði Bre ðablik í fyrri leik
liðanna í 1. deild Islandsmótsins
í fenattspyrnu, sem háður var á
Laugardalsvellinum í gærkvöidi.
KR skorað 2 mörk gegn engu,
en í hálfleik var saðan 1:0. —
Nánar i blaðinu á morgun.
VÍDIDALSÁ
Þyngsti iaxinn sem í sumar
hefur komið úr Víðidalsá,
veíddist á sunnudag, og var
þ*ð Björn Hjartarson, útibús
stjóri í Útvegsbankanum, sem
l«ndaði honum. Fengurinn var
24 punda hrygna, sem Bjöm
veiddi á maðk í hylnum Kæli.
Gunnlaug ráðskona í veiði-
húsinu, sagði, að fram til
þessa hefði verið nokkuð jöfn
og góð veiði í Víðidaisá, og
hefði hún farið batnandi síð-
ustu daga. Alls væru nú komn
ir 210 laxar á land. Laxinn
væri óvenju vænn, eða um 12
pund að meðalvigt. Mest væri
ennþá veitt á maðk, en flugu-
veiði væri nú mjög farin að
aukast.
Veður hefur verið fremur
leiðinlegt við Víðidalsá að
undanförnu að sögn Gunnla'Jg
ar, — þokusúld og norðan
nepja.
ÞVERÁ
750 laxar eru nú komnir á
land úr Þverá, en það er að
sögn Magnúsar Kjartansson-
ar, „blaðafulltrúa" á Guðna-
bakka, um 100% meiri veiði
en var á sama tíma í fyrra.
Sagði Magnús, að mest væri
um vænan lax í ánni, og
hefðu fjölmargir veiðzt, sem
vegið hefðu milli 20 og 22
pund.
Undanf arnar vikur hafa
eingöngu Bandaríkjamenn
verið við veiðar í Þverá, og
sagði Magnús, að þeir hefðu
einungis notað flugu. Væru
Black Doctor og Blue Sharm
sýnu vinsælastar.
Aðspurður um það hverjar
ástæður hann teldi liggja að
baki hinni miklu veiðiaukn-
ingu, svaraði Magnús því
til, að þeirra væri
vafalaust að leita í því að
keypt hefðu verið upp öll net
í Hvítá milli Þverár og Gríms
ár. Þar hefðu að undanfömu
veiðzt um milM 1 og 2 þúsund
laxar í net á ári hverju, en sá
1-ax færi nó augljóslega í
Þverá.
NORÐURÁ
740 laxar eru nú komnir á
land úr Norðurá, að sögn Þór-
eyjar ráðskonu. Sagði hún, að
veiði hefði verið ágæt undan
fama daga, t.d. hefði einn
veiðimaður sett í 8 á þremur
tímum þá um morguninn. Þá
hefði Bandaríkjamaður einn
haldið heimleiðis á sunnudag
með 60 laxa eftir viku dvöl
við ána. Hefði sá afli eingöngu
fenigiat á flm gu, en niú væru
menn almennt famir að snúa
sér meir að flugunni heldur
en verið hefði í vor.
LANGÁ
Fyrir nokbrum dögum gerð
ist það við Langá, að Sigurð-
ur Jónsson úr Reykjavlk,
9etti í 19 punda lax, en svo
stór lax hefur ekki veiðzt í
Langá um áraraðir. Var þessi
lax nákvæmlega jafn þungur
þeim tveimur löxum, sem
þyngstir hafa veiðzt úr ánni,
og nú setja svip sinm á stof-
una í veiðihúsinu, en þar
hangir tréskurðarmynd af
þeim.
Er tíðindamaður þáttarins
leit við í veiðihúsinu um helg
ina höfðu rúmlega 250 laxar
veiðzt á neðsta svæðóniu, og
um 100 á svæðunum þar fyriir
ofan. 444 laxar höfðu farið
um laxastigann frá því 1 vor.
Þess má geta, að aðeins 4 lax
ar hafa veiðzt á flugu i sum-
ar.
JÚNÍ, hinn nýi skuttogari Bæj-
arútgerðar Hanfarfjarðar, hélt í
fyrstu veiðiferðina í gær, fjórum
vikurn eftir að skipið kom til
Hafnarfjarðar fyrsta sinni.
Að sögn Einairs Sveinssonar,
framkvæmdiastjóra Bæjarútgerð-
ariinnar, er nú lokið öll'um breyt-
ingum og umbótum á vinmu-
dekki og ffekmóttöku og komin
loftstýring á annað grandara-
spi-Mð. Sagði Einar, að skipið
færi liíklega á karfamiiðin vestur
aif landinu. Skiipstjóni á Júní er
Hailidór Halldórsson, sem áður
var með togarann Mai.
Erun er unnið að viðgerðum á
skutJtogaranum Bjarna Bene-
diktssynii, en að sögn Þorsteins
Arnalds, forstjóra Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur, er vonazt til,
að togariinn komist á veiðar í
þessum mánuði. — Búizt er við,
að maitsmenn þeir, sem skipaðSr
voru af Borgardómi til að meta
skemmdirniar á vélum skipsins,
að ósk BÚR, skili matsgjörðinni
í dag eða næstu daga.
Magnús J. Brynjólfs-
son kaupmaður látinn
MAGNÚS J. Brynjólfsson, kaup-
maður lézt s.l. sunnudag á heim-
iLi sínu i Reykjavík, 73 ára að
aldri.
Magnús var um langt skeið
einn af forystumönnum íslenzkr
ar verzlunarstéttar, en hann var
eigandi og forstjóri leðurverzlun
ar Jóns Brynjólfssonar. Jafn-
framt átti hann hlut að ýmsum
öðrum fyrirtækjum, svo sem nið
ursuðuverksmiðj unni Ora og
Austurstræti 3 h.f. Magnús Sinnti
ýmsum féiagsstörfum, var eiitt
sinn formaður verzlunarráðs, og
formaður skólanefndar Verzlun-
arskólans um árabil. Þá var hann
um skeið einn af forkólfum með
al áhugamanna um skíðaiþrótt-
ina, og sá m.a. um byggimgu
skíðaskálans í Hveradölum.
Koma 60 km veg
— til mannfræðirannsókna
GEYSILEG þátttaka hefur
verið I mannfræðirannsókn-
um þeim, er nú standa yfir í
S-Þingeyjarsýslu. Jens Páls-
son mannfræðingur, sem
stjórnar rannsókninni, sagði i
samtali við Morgunblaðið i
gær, að áhugi Þingeyinga á
rannsólaiiinum væri ótrúleg-
wr og yrði hann seint fullþakk
aður.
Mannfræðirannsóknirnar
fara fram á Húsavík, én Jens
sagði, að að undanförnu hefði
verið lögð áherzla á að rann
saka íl-úa suðursýslunnar. —
Sem dæmi um þátttökuna gat
Jens þess að iðulega væru
rannsakaðir um 4Q manos á
dag, sem þætti góð útkoma,
en þó hefðu sérfræðingarnir
einn daginn kom'zt upp í að
rannsaka 71 mann. Sagði Jens
að þess væru dæmi að menn
kæmu akandi 60—70 km veg
til að láta athuga sig.
Gert er ráð fyrir, að mann
fræðirannsóknunum ljúki að
þessu sinni eftir um tvær vik
ur, en alls hafa þá verið gerð
ar rannsóknir á um 500 Þing
eyingum í þéssum 'áfanga. —
Hins vegar gerir fannsóknar-
áætlunin ráð fyrir að alls verðl
um 1300 Þingeýingar skoðað-
ir. - ' •»