Morgunblaðið - 03.07.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLl 1973 17 J? slóit um eröaleiaqsi tis Tryggvi Halldórsson: Borgarf jörður eystri SÓLARGANGURINN lengist og björtu kvöldin sanna til- veru vorsins og nálsegð sum- arsins. Vetrardrunginn er rokinn út í veður og vind. Náttúruunnandinn er farinn að hugsa til lengri ferða en rétt miili húsa eða um næsta nágrenni við heimili sitt. Eitt er það, sem margur ferðamað urinn veltir gjarnan fyrir sér áður en hann leggur af stað, hvernig muni rætast úr veðr inu. Menn draga fram á síð- ustu stund að ákveða sig. „Á ég að fara“, „ætli veðrið verði gott“, „verður rigning11, „ég er ekki ákveðinn, en mig langar“ heyrist oft og iðulega, þegar verið er að ræða um ferðir og ferðalög. Það er mín reynsla, að ef mig langar til að fara einhverja ferð, þá hugsa ég sízt af öllu um hvem ig veðrið muni verða, þvi ís- lenzk veðrátta er svo breyti leg og duttlungafull, að ógjörn ingur er að staðhætfa eitt eða neitt um hvernig veðurfarið verði nema aðeins fyrir Xíð- andi stund. Það er því aðeins eitt ráð, sem ég jafnan gef í sambandi við ferðalög og það er þetta: Langi þig í ákveðna ferð, vertu ekki að velta vöng um yfir hvernig veðrið muni verða, heldur skalt þú búa þig vel út, gera ráð fyrir öllu hinu versta og siðan fara. Reynsl- an verður venjulegast sú, að þegar heim er komið og at- burðir ferðarinnar rifjaðir upp hefur veðrið verið ljóm andi og ferðin heppnazt ágæt lega. Ég minnist þess til gamans, að veðurútlitið var ekki gott, þegar bíll Ferðafélags Islands lagði af stað frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes um sl. hvítasunnu. Ganga átti á jök ulinn. Þegar við höfðum tjald að á laugardagskvöldið birti til og var ákveðið að ganga á jökulinn um nóttina. Kl. 07,00 að morgni hvítasunnudags stóð 37 manna hópur á hæsta tindi jökulsins í glampandi sól skini og logni og naut til fulls hins dýrðlega útsýnis, sem er fáu líkt hérlendis'. Svo var bliðan mikil, að fólkið fækk- aði fötum og gat lagt athafnir sínar að jöfnu við sóldýrkend ur á Spánarströndum. Það, sem að framan er sagt, er reyndar smáútúrdúr frá að alefni þessarar greinar, en ætl un mín er, að spjalla nokkuð um Borgarfjörð eystri og lýsa honum, eins og hann kom mér fyrir sjónir, er óg átti þar leið um í ágúst 1971 og einnig að benda á gönguleiðir, sem kemur til greina að fara, þeg ar menn vilja kynnast land- inu nánar, eins og ætlunin er að gera í ferð Ferðafélagsins um þessar slóðir hinn 5. júlí n.k. Frá Egilsstöðum er farið sem leið liggur ytfir Vatns- skarð og niður í Njarðvíkur. Þegar þangað er kornið blasa við vegfarendum mörg lípar ítfjöll, fagurleg ásýndum, Má þar nefna m.a. Sönghotfsfjall, Tóarfjall, Skjaldarfjall og Grjótfjall. Ekki er ætlunin að staldra við í Njarðvíkum, held ur leggja leið sína um hinar frægu og hrikalegu Njarðvik- urskriður. Þegar þær eru að baki, opnast brátt útsýnin inn til Borgarfj arðar og fegurð hans blasir við, sem er rómuð af ölium, er hana hafa augum litið. Sveitin sjálf og lögun fjallanna, sem umlykja hana er svo sérstæð að ferðamað- ur, sem kemur þar í fyrsta sinn hlýtur að verða fyrir djúpum áhrifum og sannfær- ast um það, sem haldið hefur verið fram, að þetta hérað sé stolt Austfjarða. Við, sem með Ferðafélaginu förum, veljum okkur bæki- stöð nálægt þorpinu í firðin um, sem Bakkagerði heitir. Það liggur vel við og þaðan er gott að fara, bæði í stuttar eða langar gönguferðir. 1 ferð okkar höfum við 6 daga til að kynnast sveitinni og um- hverfi hennar. En hvaða mögu leikar eru i boði? Einn daginn förum við til Loðmundarfjarð ar. Við leggjum leið okkar um Kækjuskörð, en þangað eru um það bil 10—12 kílómetrar frá tjaldstað. Þaðan er hæg ganga niður í Loðmundarfjörð inn. Þar sem okkur liggur ekk ert á, er sjálfsagt að gista þar og litast um í þessum fagra firði, sem nú er ekki lengur byggður mönnum, en var áð- ur fyrr vettvangur mikilla at hafna og fjörugs mannlífs. Nú ríkir þar friður og ró. Þegar við höldum af stað heimileið is er upplagt að fara til Húsa- víkur og síðan um Gunnhildar dal. Þá gefst okkur tækifæri til að ganga á Hvítserk, sem er hægra megin við skarðið milli dalanna. Hvítserkur er lípar- ítshnúkur, 774 m á hæð og fagur á að Mta. Af honum sést vel yfir Húsavikina og næsta nágrenni. Aðra ferð gerum við okkur á Beinageitarfjall, sem er sunnan Dyrfjalla, milli Borg- arfjarðar og Héraðs. Á hæsta tindi þess erum við í 1107 m hæð og útsýnin víð og fögur. 1 tjaldstað náum við um kvöld ið, þreytt og ánægð etftir hæfi lega áreynslu, bæði líkamlega Við Dyrnar og á það ekki sízt við um göng una á Dyrfjöllin. Við leggjum snemma af stað og hefjum göngu okkar við Jökulsá. Við fylgjum ánni inn dalinn og stefnum á hæstu tindana. — Þetta er þaagileg gönguleið, landið hækkar jafnt og þétt, án þess að áreynslan aukist að marki. Við göngum um valllendismóa þakta kræki- berjalyngi en eru hér og þar Séð til Dyrfjalla og andlega. Nú höfum við eytt þremur dögum af leyfinu, en enn er mikið eftir að skoða. Ekki er úr vegi að eyða dagstund til þess að kynnast Svartafelli og Staðarfjaili, en það eru tvö liparítsfjöll, austan við byiggð ina, rúmlega 500 m hiá hvort. Þessi tvö fell eru með þeim dýrlegustu liparítsfjöllum, sem ég hef séð og ætti hver náttúruunnandi að gefa sér góðan tíma til að virða þau fyrir sér og ganga á þau. Það margborgar sig. En við eigum eftir það mesta og bezta. Að ganga á Dyrfjöll. Þau eru fjöll fjall anna og held ég, að flestir geti verið mér sammála um það, að þau beri af öðrum fjöll um Austfjarða sökum tignar og sérstæðrar fegurðar. Það er alltaf tilhlökkunarefni að eiga i vændum fjallgöngu, sem við vitum fyrirfram að verði okkur til ánægju og gleði. Þannig verkar það á miig sundurskornir af melabörð- um og litlum lækjarsprænum, sem falla niður í ána. Við gef um okkur góðan tima, tökum okkur góðar hvildir, og virð- um fyrir okkur landið, sem að baki liggur, fjöllin, fellin og hið gróna land, sem sifellt breytir um svip, eftir þvi, sem okkur miöar áfram og hærra kemur. Þótt Dyrfjöllin séu tignar- leg að sjá, bæði frá Héraði og Borgarfirði með Álfaborgina í forgrunn, þá taka þau á sig annan svip þegar nær dreg- ur. Við stefnum á Dyrnar, hina sérstæðu og furðulegu náttúrusmið, er setja þann sérstæða svip á þessi fjöll, er allir þekkja. Það er gaman að doka við undir þeim, stikla þar stein af steini, skoða litina i klettunum og virða fyrir sér hamravegg'na, sem mynda hina furðulegustu stuðla og dranga. Síðan göngum við upp í sjálfar Dyrnar. Þær eru í 850 m hæð yfir sjó. Ekki er þetta torfarin leið, en samt ráðlegg ég þeim, sem hættir til að sundla, að gæta fyllstu varkárni. En gaman er að standa þarna uppi á þröskuldi tfjallsins og njóta þess, sem við blasir. Það mangborgar erfiðið. Ekki skulum við láta Dym ar verða lokatakmarkið í ferð inni heldur ráðast til upp- göngu á hæsta tindinn, sem er norðan við Dyrnar og er í 1136 m hæð yfir sjó. Gangan þangað upp er flestum ferða- mönnum fær, uppgangan þægileg en nokkuð brött. Fyr ir tveimur árum stóð óg á þessum tindi í glampandi sól og afburðagóðu skyggni. — Þeirri fegurð, sem þar blasti við er ekki unnt að lýsa með orðum, maður skynjar áhrifin frá umhverfinu, kemst í snert ingu við töfra hinnar stórkost legustu náttúrufegurðar, en að gefa sanna mynd með orð um er ekki á mínu færi. Hver og einn verður að kynnast því sjálfur af eigin raun. Og þá vaknaði sú spurning í huga miér, hvort ég hefði litið feg- urri sjón á Islandi en hér. Svar ið var játandi. Ég hafði staðið á einum stað öði’um, sem tók þessu fram. Það var útsýnið frá Hvannadalshnúki i öræfa jökli. Ef áætlun okkar hefur stað izt eigum v ð einn dag eftir. Honum er rétt að eyða í Brúna vik og ganga þar á fjörur. Ég hef í þessu spjalli aðeins stiki að á stóru. Minnast má á ótal margt fleira, t.d. að leita skráutsteina, sem gnægð er af og finnast á ýmsum stöðum, eða virða fyr' r sér sveitina sjálfa, hin fögru tún, grösugu engjar, beljandi ár og fjalla- hringinn sjálfan, þakinn hamrabeltum, tröilslegum tindum og bröttum skriðum. Þetta er hið kjörna lands hins gangandi manns. Eftir að hafa dvalizt í þesa ari sveit og kynnzt að nokkru hinni sérstæðu fegurð hennar, undrast maður ekki, þótt meistari Kjarval hafi dvalizt þar löngum, og skapað þar mörg af si.num fegurstu lista verkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.