Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ _ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1973 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BfLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 /f* 14444 & I# 25555 mniF/sifí BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 AV/S SIMi 24460 'c- BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL CAR RENTAL BÍLALEIGA TRAUSTl » ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 BlLALEIGA JÓNASAR & KARLS Ármúla 23 — Sími 81315 wmmmm kvJ ■HŒSuSO BÍLALEIGA BÖBGARi\E88 Kveldúlfsgötu 19, simi 93-7298. SKODA EYÐIR MINNA. Shodh LBGAH AUÐBREKKU 44-46. Æ SÍMI 42600. STAKSTEINAR Snúast á sveif með stjórnar- andstöðunni Landsmenn hafa nú öðru sinni fengrið að súpa seyðið af skattastefnu vinstri stjórnar- innar. Heildarupphæð tekju- skatts í Reykjavík hefur hækkað um nærfellt 35% frá síðasta ári. En samkvæmt árs skýrslu Seðlabanka Islands hækkuðu laun að meðaltaii um 28% á síðasta ári. StjórUarandstaðan lagðist eindregrið gregrn skattpíningar- stefnu þeirri, sem ríkisstjórn- in markaði með nýju skatta- iögunum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur lengi bent á, að nauðsyniegrt væri að innheimta stærri hluta af tekjum ríkis- sjóðs með óbeinum sköttum og skattlegrgfja eyðsluna. Á jnirm hátt má veita þeim umb un, sem sýna hagrsýni og: ráð- deildarsemi. Kommúnistar hafa alla tíð barizt harkalega gegn jþessum sjónarmiðum og; haldið því fram, að þau kæmu þeim lægrstlaunuðu verst. Og: fram- sóknarmenn tóku undir þessi sjónarmið, þegar skattalögin voru sett. Eftir að skattaálögumar voru kunnar í fyrra, var þeirri skoðun hins vegar lýst í rit- stjórnargrein í Tímanum, að r-ðlilegft væri að innheimta stærri hluta af tekjum rikis- ins i formi óbeinna skatta. Á- lögurnar, sem nú hafa dunið yfir, hafa síðan opnað aug:u Þjóðviljans fyrir því, að skatta stefna núverandi ríkisstjórnar er með öllu óhæf. Og: Þjóð- viljinn fellst á hugmyndir Sjálfstæðisfiokksins um ó- beina skatta. Þjóðviljinn segir orðrétt í forystugrein: „Við erum einn- ig þeirrar skoðunar, að vafa- samt sé að afia með beinum tekjusköttum svo mikils hluta af tekjum opinberra aðila, eins og hér hefður tíðkazt.“ Þriðja stuðningsblað ríkis- stjórnarinnar, Nýtt land, seg- ir um þetta atriði: „Sparsemi og ráðdeild eru orðin böl, en ekki dyggð. — Beinir skattar eru með öðrum orðum orðnir aiit of háir, og það verður að breyta um stefnu í skattamál um.“ Þannig hafa öll helztu mál- gögn ríkisstjómarinnar tekið undir kröfur Sjálfstæðisflokks ins um aukna hlutdeiid 6- beinna skatta í tekjuöflun rík- issjóðs. Fátt sýnir betur í hvert óefni skattastefna ríkis stjórnarinnar hefur ieitt en einmitt það, að öll stuðnings- blöð ríkisstjórnarinnar hafa nú tekið undir meginstefnu- mið stjórnarandstöðunnar í skattamálum. Betur hefði að vísu farið á því, að augu þeirra hefðn opnazt fyrr. En nú er að sjá, hvort stjórnar- flokkarnir á Alþingi hafa ein- urð í sér til þess að verða við kröfum stjóraarandstöðunnar og stuðningsblaða sinna og breyta um stefnu. Þannig virðist flestum vera orðið ljóst, nema ríkisstjöm- inni, að iengur verður ekld beðið með að gera grundvall- arbreytingar á þeim skatta- lögum, sem sett vom að til- hlutan stjórnarflokkanna þriggja. Stefna ríkisstjómar- innar í skattamálum hefur reynzt óskynsamleg eins og raunin hefur orðið á í flestum öðrum efnum, er stjórnin hef- ur fengizt við. Stjórnin kepp- ist nú við að taka ákvarðanir, er ganga í þveröfuga átt við fyrirheit stjómarsáttmálans. Ef þar segir, að vexti af stofn lánum skuli lækka, þá eru vextirnir hækkaðir, og þann- ig mætti lengi telja. Nú er fyr- irsjáanlegt, að stjórnarflokk- arnir verða að taka aftur öll stóru orðin um ágæti nýju skattalaganna og setja nýja skattaiöggjöf með hliðsjón af stefnu stjórnarandstöðuunar. Ég minntist á Heydalsveg í fyrra spjalli, að ég hefði hug á að gera honum nánari skil síðar og nú er komið að þvi. En það er fleira en þesSi nýi vegur, sem vert er að greina frá á þeiim slóðum, og á ég þar við í Kolbeinsstaða- og Eyjahrepp, hinn forna Hnappadal. Flestir ferðamenn þeytast yfir þetta landssvæði, á leið véstur undir Jökul eða heim þaðan, í þeirri trú, að Kolbeinsstaðafjall, Fagraskógarf,jall og Grettisbæli. Gísli Guðmundsson: Ferðaspjall þar sé fátt forvitnilegt. En það er nú öðru nær. Á þessu svæði býður íslenzk náttúra upp á meiri fjölbreytni en nokkum getur órað fyrir að óathuguðu máili og mun ég nú reyna að renna stoðum undir þá fullyrðingu mina. Vestan Hítarár er komið í Hnappadalssýslu og þar skul- um við staldra við og litast um. Framundan er Hnappadal urinn með háreist basalt- og líparítf jöll á báðar hendur, lág ar heiðarbungur fyrir botni en sjálfur hinn breiði dalbotn allur sundurtættur af eld- virkni og þakinn óhugnanlega stórum hraunfeldum. Ef byrj að er á umgjörðiinni að aust- an, þá gnæfa þar tvö hömrótt basaltfjöll, Fagraskógar- og Kolbeinsstaðafjall, hið síðar- nefnda sýnu hrlkalegra og há reistara. Suðaustan í Fagra- skógarfjalli er dökk, skrið- runnin goskeila, Grettisbæli, og ættu allir er leggja leið sína vestur að lesa fyrst kafl- ann í Grettissögu um dvöl út- lagans þar. Fyrir botni dails- ins er hin lága bunga Rauða- melsheiðar, Sátufjall vestar og efst á því situr sátan. Vest- an dalisins eru fjölbreytMeg timdafjöll. Hestur nyrst, þá Þnífjöll (Skyrtunna), Ljósu- fjöll, aðeins fjær, eru úr lípa- rfti og ber hæst, en fram á láglendið gengur basaltborgin Hafursfell. Meðfram strömd- inni eru hinar frægu Löngu- fjörur, hvítkögraðar af brim- öldunni. Fyrsta hraunbreiðan, Barna borgahraun, er skammt norð- an við ána, Bamaborgir eru tvær strýtur, sem risa upp úr því. Þetta hraun er all vel gróið og í því Vimialegt birki- kjarr. Nær sjónnm og vestar rís gigurinn Eldborg upp úr miklum hraunfeldi. Þessi gíg- ur er viðfrægur vegna form- fegurðar, barrnar hans mynda reglulegan hring og gígskálin er afar djúp og keilulaga. 1 Landnámu er skemmtileg frá sögn um eldgos þarna, sem var lengi vel talin bábiája ein, en nú hafa jarðfræðimgar kom izt að raun um, að líklegast hafi þessi eldstöð gosið fyrir um 1000 árum síðan. Það er viissuiega þess virði að leggja leið sína þangað, gangan frá vegi tekur um eina stund hvora leið og upplýsingar um leiðina er hægt að fá á bæn- um Grund, alveg við veginn til vinstri. Inmar í dalnum er hra'un- breiða um hann þveran, Rauðhálsahraun, og rauðflekk ótt eldstöð í því miðju. Sums staðar er það alófært apall- hraun en í því finnst einnig marflatt helluhraun. Auk þess er þar að finna athyglisverð óbrynni, stórþýfða vallendis- móa, girta hri'kabruna á aiia vegu og tel ég, að vel sé varið degi i þeiim furðuheim. Ofan við þetta hraun, við rastur Kolbeinsstaðafjalls, er Mýr- dalsgjá, talin fom spréngi- gígur og skoðunarverð. Að- eirns innar eru áberandi strýt- ur, Hrafnatindar, tíklegast gígtappi úr sundurtættum gjailgig. Athyglisverðir staðir eru einnig undir vesturfjöllunum og mest áberandi tvær form- fagrar gjallkúlur, Rauðamels- kúlur, með skærrauðum flekkj um. Suður af þeim eru Gerðu bergshamrar, tíklegast mesti stuðlabergsveggur Landsins, en nor'ðar og utan í lágum hálsi er hin fræga Rauðamels ölkelda. Hliðarvegur liiggur þarna inn með fjallinu iinn að bænum Höfða og aðeins spöl- ur firá honum að ölkeldunni. Heydalsvegur liggur til hægri af Stykkishólmsvegi á móts við kirkjustaðLrm Kol- beinsstaði, sveigir upp að fjaH inu og inn með þvi ofan við Rauðhálsahraun. Þar í hraun- jaðrinum er Mýrdalsrétt og á skilið athygli vegna þess, að hún er öll hlaðin úr hraun- grýti. Þar inmar af tekur við það sem í dag nefnist Hnappa dalur, og á þessu svæði nær samfelldur hraunsjór. Fyrsit er Rauðamelshraun en innar Gullborgarhraun með sam- nefndum gíg í miðju og i þvS eru hinir nýfundnu Hraun- holtahellar. Tvær móbergs- strýtur, Hnúkar, eru á hægri hönd og inni i dalbotrui tvö stór vötn sitt hvoru megin vegar, Hlíðarvatn til hægri en Oddastaðavatn ti'l vinstri, bæði veiðisæl. Bæir eru á strjálingi í dalnum, sumir í byggð en aðrir komnir í eyði. Sá innsti nefnist Ölverskross og þar leggur vegurinn upp afliðandi brekku norður Heydal. Á brekkubrúninni er sjálfsagt að staldra við og horfa út yfir dalinn og sveitina til sjávar. Frá þessum sjónarhóli sýnir Kolbeinsstaðafjall alveg nýja ásýnd og fjölin vestan dals- ins eru einnig mjög svipmikill þaðan séð. Ekki er hún þá Síður áhrifamikiil yfirsýnin þaðan yfir öll hraunn og eld- stöðvarnar, vissulega hroll- vekjandi mynd, sem á sér þó atlhyglisverða og margbreytta fegurð, þá farið er að skoða hana nánar. Fátt er frásagnarvert um Heydal, sem raunar er aðeins grunn lægð í gegn um hinar ávölu bungur Rauðamelsheið- ar. Ekki er Skógarströndin þar norður af tilkomumikill heldur, en fagur er hann Hvammsfjörðurinn norðan hennar, er Klofningsfjöllin spegla sig í honum, lognkynr- um. Að lokum þetta. Ég tel, að ferðamenn eigi að aka suður Heydal. Frá Stykkishólmi er leiðin 15 km lengri en suður Kerlingarskarð, en úr Dölum 25 km lengri en suður Bröttu brekku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.