Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 21
IVJ/RGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1973 21 — Mundu |)itð, dreiiííiir niinn að beljubolllir eru óhollar! stjörnu JEANEDIXON spar iirúttirinn, 21. marz — 19. apríl. Góðar frét€ir og vinsamleg:ar umræðtir setja svip á dag:inn. Hvers daffsleikinn breytist við óvænt atvik, en allt fer vel tim síðir. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Ef l»ú sleppir timræðttm um fjármál, fer allt á betri vejj. Róntan tíkin fylgrir sennileg:a einhverri upplyfting:ii, en kannski gerir hún vart við sig:, þrátt fyrir rólegar aðstæður. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni Ef þú kemur vel fram, verða ýmsir til þess að létta þér störfin og: kannski verða þau unnin algerlega fyrir þig. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. I*ú ert viðsýnn og tekur fólk vel, þótt þú eyðir ekki aleigiinni i það. Ljónið. 23. júlí — 22. ágúst. >1 ikilv;»‘R viðskipti á að skjalfæra til að komast lijá rugliiigi or kannski tapi. Mærln, 23. ágúst — 22. september. Pú aðskilur vonaudi fjöiskyldumál og fésýslu. Smávægileg: óþæg indi eru nauðsynleg i bili, til að koma ár sinni vel fyrir borð. Vogin, 23. september — 22. október. l>ú legKnr þig í lfma við aft kynnast fóiki vet. Allar fáanle^ar upplýsingar cru |iit licin nauðsyn mcð tilliti tii framtíðarstarfa. Sporðdreldnn, 23. október — 21. nóvember. I»ú Kctur marg:t ffrætt ú misvindi daKsins. ef l>ú vinnur vel að cisinhaKsmunum. Bogmaðurlnn, 22. nóvember — 21. desember. I*ú ffcrir citthvað til að Kleðja maka þinn, iiíi lilustar ú «rð yngrra fólksins. Eittlivað breytist starf þitt á næstunni. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Riiðin cr komin að þór til að see.ia huB þinn ok útskýra hUB- myndir þínar. Mundu, að þær vcrða að KiiKna þinum nánustu líkn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. f»ú sÍBrast á letinni ob hrindir cinhvcrju tfmaliært. orðið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. niarz. Porsónuleiki þinn minnir mest á flugnapappír í dug, og getur orð ið þér að ómetanlegu lftði. Smárifrildi gengur fljótt yfir. verk, sem er löngu Bróðurlegt bréf til Jónasar Péturssonar — frá Ragnari Halldórssym , Kirkjubrú, Álftanesi Kæri, gamli sikólabróðir! Ég las með ánægju, nokkuð blandiinni þó, hugleiðingar þín- ar við Lagarfoss, sem birtust s.l. þjóðhátíðardag í Morgunhlaðinu. Að ég sendi þér þetta kunn- ingjabréf, er vegna tilvitnana þinna í orð bóndans Einars Höskuldssonar, sem ég samheng is vegna verð að tilfæra. Bóndi er spurður: „Hefur þú lagt mikið í kostnað við að koma þér upp hreinhvíta fénu“? Hann svarar: „Nokbuð, en þó einkum fyrirhöfn. Hins vegar hefur þetta aukið mér ánægju og þann þátt met ég ekki til fjár“. (Leturbreyting þin). önnur spurn ing: „Hefur þú reitonað út, hvað vorrúniing kostar, ef vininan væri reiknuð í tímakaupi“ ? Einar svar ar:„Nei, og mtm ekki gera það. Við bændur verðum að koma verkum okkar af og skiptum ekki vinnutlmanum niður i dag- vinnu, eftirvinnu, næturvdnnu og helgidagavinnu, a.m.k. er ég ekki með neinar vahgaveltur um það, hvenær á sólarhringnum ég vinn með lögboðið taxtakaup verkamanna eða annara fyrir augum". Og Einar bætir við: „Eg er bóndasonur, ákvað ungur að verða bóndi, og mér þykir vaent um að ég stóð við það.“ Vdð þetta bætir þú: „Þarna er 100% bóndi, sem stendur af sér öldufall þess hugsunarháttar, sem metur í krónum augnabliksins og snýst eftir þvi stefnulaus að öðru leyti." Nú vil ég taka það fram, að ég er þér fyllilega samdóma um ágæti iífsviðhorfs þessa áður- nefnda bónda og ég efa ekki að sú andlega lífsfylling, sem þar liggur að baki reynist honum gott veganesti. Mér virðist þó, að þarna sé verið að beina máliinu inn á dýpstu svið siða- lærdóma eða lifsspeki, þar sem margir eru kaliaðir en fáir út- valdiir, og því miður er ég ekki í tölu himna síðarnefndu. Þó ég sé ykkur Einari sammála um þann grundvöU, sem ætti að vera, þá sló því samt niður í hug minn, hvort við færum nú að gerast gamtaðir og kcmniir út úr farvegi líðandi stundar eins og aJ'lt virtist í slnum nakta veru- leika. Hvort við stæðum ekki ein mitt hinu megin á bakkanum og „kynsióðabilið“ stæði á milld okkar. Þú segir: „Ég hef mér til skelf- ingar fundið að þessi setning „Kaun bænda“ er að gróa fastar og fastar í hug bændanna og þeir farnir að velta þvi fyrir sér í bústarfinu: Hvað hef ég í kaup við þetta“ ? Ég skii sjónarmið þitt og hef emga löngun tU að rangsnúa því á neinn hátt, enda ert þú þama í fylgd með HaUgrími Péturs- syni, sem segir: „Safna höglega heiimsins auð, hugsýkin sturlar geð“. Samt er það nú svo, að allt frá því er ■„fornar súlur flutu á land“ og nokkru fyrir okkar daga birtist draummaður ungum bónda og spurði, hvort hann vildi gæðin heldur í þessu lífi eða hinu næsta og bóndi svar- aði: Veit hönd hvað hefir, vU það heldur hérna megin". Enn segir þú: „Þegar bændur eru farnir að hugsa eins og laun- þegar, meta starf sitt í vinnu- stundum og kaupi, þá er Islenzki bóndinn dauður". Þó ég skilji fyiliiega hvað fyrir þér vakir, vil ég samt gera hér nokkrar athugasemd, vegna viðhorfa þeirra mörgu, sem standa á öndverðum gjár- bakka okkur í kynslóðabiliinu. Ég vona að ég geri þér ekki nangt ti'l þó ég skiigreind mein- ingo þína eitthvað á þessa leið: Bóndimn er sáðmaður drottins. Hann yrkir jörðina og hjálpar grasiinu að gróa. Hann finnur sig eitt með húsdýrum sinum. Hann horfir á lUjur vallarins og sjá, „jafmvel Salomon var ekki svo skrýddur sem ein þeirra“. Eða gömiu hjónin i Gljúfrinu, sem sögðu: „Og fögur þótti okkur jörðina og skógarilminn fundum við gegnum svefniinn." Sjálfur gæti ég svo bætt við orðum meistarans: „Hafið því ekki á- hyggjur hverju þér skulið klæð- ast, eða hvað þér skúluð eta.“ Þetta er fagurt, þetta er róm- antík, jafnvel æðstu sannindi. Sigurður Breiðfjörð kvað: „Hér að kveða kvæðin sin/ kalla ég heimsku tóma/það er að fleygja fyrjr svin/fögrum Rínar ljóma“. Getum vi'ð orðið sammála um, að þetta sé aðeins fagur draum- ur. Mér virðist að varla sé við meiru að búast, en að aðeins hluta þess draums verði unnt að flytja inn í veruieikann og að í vökumni rekum við okkur á öliu kaldranalegri staðreyndir. Mér virðist að hér sem oftar verði að fara samningaleiðina milli hugsjóna og veruieitoa. Horfum til jarðarinnar, því þar erum við, hvað sem hver segir. Hér gefur á að líta. Á þessu landi strita og hafa um langan aldur stritað stórir og smáir hagsmunahópar, sem hver um sig reynir að yfdrgnæfa hinn í í hrópum sem þessutn: Meira — Eiturskipið Framh. af bls. 1 Fundimum iauk kl. 12 í gær- kvöld og voru ráðherramir á- nægðiir með árangurinn. Eftir fundinn sagði Kamþmann að ráð herramir hefðu komið sér sam- an um fyrstu vinnnáætlun og væri það söguleg ákvörðun. Sagði hann að Efnahagsbanda- iagið væri nú ekki aðeins mark aðsbandalag heldur einnig banda iag um umhverfisverndun, þar sem þetta samkomulag værd grumdvöltar að aukinni samvinnu á sviði umhverfisvemdar. Sagði hann að bandalagið hefði fengið mannlegt amdlit. Eiturskipamálið, sem upp kom í Esbjerg fyrir nokkru, setti svip á fumdinn, en einis og fram hefur komið hefur dan.ska efna- og lyfjaverksmiðjan Grindsted- verken fengið heimild til að varpa úrganigsefnum í Atlants- hafið úti fyrir strönd Irlands. írar hafa miklar áhyggjur út af þessum áætlunum Dama og ræddi Tully, umhverfismálar&ð- herra Iriands málið tvisvar við Kampmann, og gáfu ráðherrarn ir, eftir fundina, upplýsingar sem stangast mjög á. Samkvæmt írum hafa Danir i hyggjn að varpa um 18.000 les-t um af úrgangi í hafið 200—250 sjómiílum utan við strönd Ir- lands. En Kampmann segir að ætlunin sé að varpa úrgangin- u-m fyrir borð á um 5000 metra dýpi, að 99,5% af úrganginum sé skaðlaus, að farið verði í öllu eftir Óslóarsamkomulaginú, að ekki sé um 18.000 lestir að ræða og að sendiherra Irtands í Kaupmannahöfn hafi fengið all ar upplýsingar um málið. Þrátt fyrir þetta hefur utan- ríkisráðherra Iriands skrifað bréf tii dönsku rikisstjómarinn ar, og látið í ljós miklar áhyggj ur af fyrirhugaðri úrgangslos- un. Um formieg mótmæli hefur þó ekki verið að ræða. Álitið er að skipið, sem filytúr úrganginn muni halda frá Kaúpmannahöfn á þriðjúdag eftir hádegi og að það komi á áfangastað 48 klst. síðar. Einu staðreyndimar sem Kamp mann viidi láta hafa eftir sér í Briissel voru að Danir munu skýra nákvæmlega frá hvar úr- gamiginum verður varpað i sjó- inn. kaup. Hærri eftirvinnu og helgi dagataxta. Styttri vinnudag. Lengra sumarfrí. Betri vinnuað- stöðu. Meira orlofsfé. Meira fé ti'l tómstunda og skemmtiiðkana. Meiri námslán og styrki. Meira fé til rithöfunda og listamanna (1-ika gerfimanna). Hærri lán og aðstoð til stærri og fínni ó- hófsíbúða. Fleiri og stærri skóla og lengri skólagöngu. Leysið vandamál tómstundanna! Allir í háskólan-n, enginn að vinna meir en fjóra daga í viku! Lægri fargjöld til alheimsreisu, ódýrari landbúnaðarvörur, lægri skatta. Meira, meira, en mér mest. Finnst okkur ekki fara lítið fyrir fegurð liijunnar og skóg- ariimi gegnum svefninn hjá þess- um söngkór? Mér finnst það. Þegar styrjaldarverðbólgan hóf göngu sína fyrir mörgum árum, sáu bændur lengra en aðrir og gáfu efir stóran hlut af lögmætum tekj-um sínum til lækkunar eða stöðvunar verðlags, í þvl trausti að aðrar stéttir sýndu sama vilja. Hvað gerðfet? Engin stétt fylgdi í fót spor þeirra. Bændur uppskáru aðeins vorkunnsemi betri manna en aðhlátur himna. Ég held að það, sem haldið hefur 1-ífi í sveitum landsins fram á þennan dag, sé sú stað- reynd að tveir stærstu stjóm- málaflokkar landsins hafa orðið að bítast um hvert atkvæði sveita fólksins i hverjum alþingfekosn- ingum. Þar hefur hver haidið lífi í öðrum. Sennilega má telja á fingrum aninarrar handar kratana í bænda stétt landsins, og sjáðu líka Gylfa! Hver eru viðbrögðin? Bændur eru dragbítir, óalandi og óferjandi, hánast eins og refurinn, sem eins og Örn Arnar kVað um: „Og svo er hann ekki ætur, sem út yfir tekur þó“. Það á að fækka bændum, segir sá góði maður. Fregnir herma að nú fækki refum óð- fluga, ekki kæmi mér á óvart þó Alþýðublaðið hressi okkur bráðlega á því að svó verði einniig um bændur og að þar fylgist inn í eilífðlna tveir verð- ugir förunautar. Nú mátt þú ekki, góð: vinur, halda að ég vilji feigar allar fornar dyggðir, í sjálfum boð- skapnum er ég þér sammála, en við verðum að lifa í heimi veru- (eika-ns. íslenzki bóndinn getur ekki látið sem svo, að umhverfið útan túngarðs hans sé ekki til. Öriög Bjarts í Sumarhúsum eru ^ öag jafnvel enn sannari og terdómsrikari en þau voru, þegar skáldið festi þau á bók. Sá merki maður, Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, sagði fyrir nokkrum árum í útvarpið, eitt- hvað á þessa le'ð: „Það er illa gert að níðast á því fólki, sem af innri þörf ennþá stundar landbúnað í landinu“. Það er rétt hjá þér, innri þöi-f er undirstaða búskapar, innri þörf er undirstaða fagurs manniífs yfirleitt. Það er þessi innri þörf, sem að m nni hyggju verður að sameinast mögúlóikan- um tid að lifa mannsæmandd lífi. Bóndinn einn getur ekki stað- ið með konu sina og barnahóp, utan þess mannlífs, sem lifað er umhverfis han-n. Nauðugur viij- ugur verður ha-nn að dansa með. Ef við trúum því, að enn Mfl meiri andlegur þróttur og mann- legri viðhorf í sveitum landsins en imnan borgarmúranna, þá verð um við að vona, að sú arfieifð endfet þar enn um sinn, en um lífskjör sín verða bændur að standa þétt saman, ef ekki á iila að fara, eða verða troðnir und- ir elíla. Ef þroski þeirra er meiri en annarra, þá trúi ég því, að við það þurfi þeir ekki að bíða tjón á sáta sinn-i, heldur fád þelr 1 enn ríkari mæli notið dásemda náttúrunnar, lifandi og dauðrar og finni betur en aðrir skógar- iliminn gegnum svefninn. Með bezt-u kveðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.