Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1973 23 GUNNAR MATTHÍASSON UM þessar mundir berast hinig- að till lands jarðneskar leifair Gunnars Matthíassonar, og verða jarðsettar í gnafreit foreldra htanis að Akureyri. Gunmar Matthíasson var fædd ur að Odda á Rangárvöllum 7. ágúst 1882. Lézt í Angelwood í Kaliforniu 16. janúar 1973, níræð ur að aldri. Foreldrar hans voru séra Matthías Jochumsson skáld og kona hans Guðrún Runólfs- dóttir. Árið 1887 fluttist séra Matthias frá Odda ti'l Akureyrar, hafði honum þá verið veitt það brauð. Lagt var upp í ferðina að vor- lagi, verið höfðu isaár mötrg í röð, og veður ekki vænlegt til ferðalaga með það sem Matthías kaliar í ,,Söguköflum“ sínum, glerlest (8 börn). Farið frá Reykjavík með póstskipiuu Laura — norður. Skipið komst tád Sauðárkröks, en þar varð ferðafólkið að yfirgefa það, sak iir ísa og leggja land undir fót það sem eftir var leiðarimnar, að áfangastað, til Akureyrar. Séra Matthias segir: „Þegar við riðum upp heiðardrögin, var ég aftastur og teymdi undir Gunnari litla, sem var á fimmta ári. Hann var dulur og ibygginn af batni að vera, og sá ég, að hann góndi fast upp i fjallatind- ana, sem honum var nýnæmi að sjá svo nærri. „Þykja þér ekki fjöllin stór?“ spurði ég. Hann tók ekki undir það, heldur segir „Því drepti ekki Guð tröllim þeg- ar hann skapti?" „Ég svaraði því sem mér sýndist, og eins og poka prestar mundu gert hafa, ef eim- hver einfeldn ngur spyrði prest- inn og sagði: „Hvers vegna lét Guð saklausan deyja fyrir seka?“ Líklegt er, að ef athugaðar væru vel hugsanir og spurning- air barna, þó ung séu, mætti all snemma verða nokkurs áskynja um hvað í þeiim byggi, hver yrðu þeirra áhugamál og persónuleiki i framtíðinni. Þessi spurning drengsins unga mun hafa átt sér hljómgrunn í öllu lífi Gunnars. Hann sveið oft mikið hvað hið neikvæða, ilíla, birtist öflugt og réð miklu í lifi mannanna. Af sum- um var hann talinn helzt til mik- ið til vinstri. Hann var mannvin- ur, hjartahlýr, heimspekilega Sinnaður sveimhugi, eims og hann átti kyn tiil. Var gæddur ríkri kímnigáfu, lista söngmaður, enda eftirsóttur til mannfagnað- ar og stundum ekki síður ef huggunar þurfti við. Sextán ára gamall kvaddi Gunn air foreldrahús og fór til Vestur- heims, þar fyrirhitti hann gott fólk, sem greiddi götu hans. Með al anmarra, sem liann kynntist fyrst og vann hjá, var Árni Sveimsson stórbóndi i Argyle, Manitoba. Þangað átti hann sannarlega erindi, þvi þar fann hann brúði sína Guðnýju Ámadóttur, hina ágætustu konu. Þau giftust 1905 og settust að í borgimni Seattle Wash., þar sem þau bjuggu svo um lamgit árabill og böm þeirra fjögur ólust upp. Guðný lifir mamn sinn í hárri elli, varð níræð 3. þ.m. og dvelst nú að islenzka elli- og hjúkrunarheimilinu „Staf holt“ í Blaine Wash. 1 þvi ná- grenni er hún umkringd vinum og ættingjum, enn við nokkra heilsu, en hefir tapað mjög minni. Ung og ekki hraust og eim- mana úti í hinum stóra heimi, sem þá barst á banaspjótum ægi legar en nokkru sinni fyrr, kom ég á heimili Gunnars frænda mins (við vorum bræðraböm) dag nokkum í nmrz 1916. Hann sótti mig á jámbrautarstöðina og tók mig heim til konu sinnar Guðnýjair og fjögurra bama þeiirra. Þau voru Elín Guðrún, 8 ára, Unnur Helga, 4 ára, Þóra Anna, 2ja ára og Matthías Ámi, 1 árs. Við þeirra heimili'sarinn og umhyggju, hresstist ég fljótt. Liitlu frændsystkiniin áttu sinn þátt í að svo varð. Þau urðu mér undur kær, fannst ég vera stóra systir, vair líka höfð eins og ég væri elzta systirin 1 húsimu. Það voru góðir dagar! Heimili þeirra Guðnýjar og Gumnars var ekki Íburðarmikið, en Iþar var hjiartarúm því meira. Þeirra hús stóð ævinlega opið frændum og vinum, já öllum Is- lendingum ekki sízt ungu mennta fólki héðan að heiman, sem stupd aði framhaldsnám þar vestra. Það sýndi það líka í verki að það mat og vildi endurgjalda slika rausn, tók siig saman og með hjálp aðstandenda bauð þeim og kostaði för þeirra hingað heiim sumarið 1947. Þrátt fyrir eldgos i landi og eilifan himnagrát, því það mátti heita að aldrei stytti upp það sumar, likt og nú, en var hlýrra. En þau voru samt glöð og þakklát fyrir að hafa fengið og getað þegið þetta góða boð vina sinna. Hvorugt þeirra hafði komið hér heim fyrr, en Gunnar hafði komið í heimsókn 1909 foreldrum sinum og skyldu liði til mákillar .ánægju. Sumarið ’53 var hann hér heima og einnig um sumarið ’61 dvaldist hann liíka hér heima um hríð, hugðist ef til viill dvelja vetrarlangt, en er hausta tók og honum þótti ís- lenzkt tíðarfar gerast nokkuð hrjúft hvarf hann heim titl Kali- forinu aftur. Ég heimsótti þau þar veturinn ’64 og gisti þar um tveggja mánaða skeið. Við vor- um aðeins þrjú í heimili. Það voru aftur góðir dagar. Mangt bar á góma, við ræddum um ætt jörðina og ættjarðarást og síð- ustu för Gunnars til Islands. Kvaðst hann í þeirri för sinni hafa orðið margs vísari, þekkt og skiilið sjúlfan sig meir, áttað sig betur á ýmsu á eftir. Við minntumst orða skáldsins, „Vatn og grjót oss varðar engu“ — og þó — við felldum talið, Gunnar söng: Ó leyf mér þig að leiða / til landsins fjatla heiða o. s. frv. Það var, sem fugla klið Fæddur 7. ágúst 1882. Dáinn 16. janúar 1973 HANN hvarf siðastur barna séra Matthíasar úr þessum heimi. Hann fór fyrstur bræðra sinna ef ekki allra systkina al- farinn úr föðurgarði, aðeins sextán ára sveinn. Nú eftir 75 ár frá brottför Gunnars Matthías- sonar vestur um haf kom aska hans alla leið frá Kaliforniu og var lögð í kyrrþey í leiði for- eldra hans á Akureyri í fyrra- dag. Þannig geta jarðneskar leif ar okkar átt eftir að fljúga á milli heimisálfa í pósti með amer- ískum stil og hraða eftir andlát okkar, hvar sem er á jarðar- kringtunni. Þetta mun vera fimmta för Gunnars eða þess, sem eftiir er af þeim góða dreng, ur og íslenzkra blóma angan fyllti húsið: Hversu ógleyman- legt! Ég held ekki að Gunnar hafi saknað íslands, landsins sjálfs svo mjög, hann fór héðan svo ungur, og hið nýja fósturiand hafði svo óendanlega miklu meira upp á að bjóða en gamla Ísland í þann tíð. En æskuheimiilis, for- eidra og systkima rniun hann hafa saknað ævilangt. Það var heldur engin venjuleg fjölskylda, sem hann var hrifinn frá svo ungur. Óvenju hæfileikum bún- um foreldrum og systkinahópn- um stóra, sem allur söng. „Ég gekk í þungum þönkum, um stræti stórrar borgar, minn hugur þráði heim, mér bárust unaðsómar, ég barst í kirkju inn, þar glitruðu tár í augum, þvi Gunnar Matthíasson söng.“ „Ó sjá þú Drottins björtu braut, þú bam, sem kvíðir vetrar þraut, í sannleik þar sem sólin skín, er sjálfur Guð að leita þín.“ „Söngtöfrar báru mig heim!“ Þannig mælti aldraður íslend- ingur í Seattle og mun ekki hafa verið einn um það að njóta slíkira áhrifa undir söng Gunnars. Marga heyrði ég minnast þess, hve huggandi, sefandi hefði oft verið, þegar harmar sóttu að, að heyra hann þá syngja sáhna föð ur síns. Léki hann Skugga-Svein, sem hann gerði oft víðs vegar um íslendiingabyggðir, gerði það stormandi lukku. Stundum heyrði ég sagt, og það með nokkrum trega: Gunnar, hann hefði átt að fæðast í þessu landi og fá að menntast og njóta Sin nóigu snemma, þá hefði hann aldrei þurft að gera annað en syngja, svo hreinn, svo bjartur barítón sem hann er. Vestur-lslendingair töldu hann sinn langbezta söng- mann um langt árabil. Nokkru áður en heknskreppan mikla 1929—35 skall yfir, hafði hinzta heimförin til gömlu Akur- eyrar, síðan hann hvarf þaðan vestur um haf í leit að gæfunni árið átján hundæuð niutíu og átta. Eins og ég hefi áður minnzt á í greinarkorni um þennan bjarta, glaða og syngjandi son skáldjöfursins, var engu líkara en við hefðum misst milljón kaló- riur eða hitaeiningar af meðfædd um Matthiasaryl, varma og sjarma vestur um haf með þeim mæta manni Gunnari. Og vorum við sizt aflögufærir á slíkt góð- gæti hér á þessum tilfinninga- freðnu og þunglamalegu norður- slóðum. Þegar ég dvaldi við nám í Kali forníu á siðari stríðsárum, var hvergi betra að koma en i arin- Gunnar keypt þeim heimili á sjávarbakka á undur fögrum stað i Seattle, þar sem útsýni var að mörgum fannst, óviðjafn- anlegt. Ste'ngrími lækni varð líika að orði er hann heimsótti bróður sinn þar: „Hér er aM't, sem ísland hefir að bjóða og mi'.klu, mi'klu meira!“ En heimskreppan mikla, sem ef til vill kom harðar niður á Bandarikjunum en öðrum lönd- um, varð þess valdandi að marg- ir flosnuðu upp og gengu slyppir og snauðir frá eignum sínum, fluttust till og leituðu gæfunnar á ný. Gunnar var einn þeirra, og fluttist til Kali'fornlíu, höfðu börn 'hans flutzt þangað á undan hon- um. Þar bjó hann svo síðustu 30 —35 ár ævinnar eða þar til yfir lauk. Dóttir hans Þóra skri’far mér nýlega. „Jafnvel þó faðir minn gerði ekki ráðstafanir, áður en hann lézt viðvíkjandi flutningi heim, vissum við öll, að hugur hans og hjarta var að öllum jafn aði heima á íslandi. Hann var lika alltaf svo ungur í anda og hlýjuna á heimiili Gunnars við Skógargötu eða East Parkway 720 í Inglewood, einu af úthverf- um Los Angeles. Þar bjó Gunnar í eigin húsi íisamt indælli eigin- konu, Guðnýju Árnadóttur, fæddri vestanhafs, sem varð ni- ræð 3. júll s.l. og dvelst nú á heim ili aldraðra Vesitur-íslendinga i Blaine í Washingtonfylki á Kyrra hafsströnd. Við Gunnar vorum það sem kallað er skakkir þre- menningar að frændsemi, eða af öðrum og fjórða kynlið. Guð- rún, móðir hans, Runólfsdóttir frá Saurbæ i Kjalarnesi, var al- systir Karítasar langömmu minn ar í Mýrairhúsum á Seltjarnar- nesi og naut ég þeirrar frænd- semi í ríkum mæti. Fyrir móttök urnar í Skógargötu þakka ég af alhug sem og höfðinglega rausn og risnu i þá gömlu og gengnu daga. Ég þykist vita, að allt is- lenzka námsfólkið, sem dvaldist þar vestra á þessum árum, taki heiishugar undiir þær þakkir. Það hlýtur að vera erfitt oft á tíðum, að vera sonur jafn mik- ils persónuleika og störmennis og séra Matthíasar án þeis að gufa upp í sterkri nálægðinni og vera sér þess jafnframt með- vitandi vegna ættlægra gáfna, að ókleift muni reynast að gerast föðurbetrungur á skeiðbrautum andans. Gunnar var svo vel gerð ur, eins og öll börn séra Matthías ar, að hann lét ekki slífct sjúk- legt grufl standa sér fyrir sál- rænum þrifurn. Slik einstæð happasending sem séra Matthías kemur aðeins einu sinni á öld til lítillar smáþjóðar, eins og Is- lenöinga. Aliit líf Gunnars einkenndist af heil'brigðu eirðarleysi, eiins og Lifandi list margra skapandi listamanna. Hann varð aldrei spíssborgaralegnr og gamall í háttum og hugsun. 1 stjómmála- skoðunum hafði hann jafnan samúð með hinum bæ.da og glaður, að dauðinn virtist honum fjarlægur til hinztu stundar.“ Þrem vikum áður en hann lézt, skri'faði hann mér sitt síðasta bréf, þá orðinn sjóndapur mjög. Hann kvaðst þá ekki hafa yfir miklu að kvarta, vel eins og væri fyrir þeim séð og hlynnt að á allan hátt. En eitt er það þó, móðurmálið mitt heyri ég nú svo sjaldan. Móðurmálið, sem ég held, að hann hafi altaf talið „allri rödd fegra“. Að honum gengnum hefir fs- land á bak að sjá einum sínum bezta fultrúa og kynni í Vestur- heimi um 74 ára skeið og lengi mun hans saknað vestra, söng hans og hrífandi persónuleifca i hvivetna. Innilegar ástar og saknaðar- kveðjur ástvinanna fylgja hon- um he'm í ættjarðarskaut, í graf reit foreldranna og Steingríms. Einn’g alúðar þakkir frá mér og sonum mínum. Ég gleðst og samfagna mínum elskuilega frænda og vini, — fæddum inn | nýjan söng. — Ástriður G. Eggertsdóttir. ■4 „spælda" „underdog" þjóðfélags- ins. Því þótti hann jafnan rauð- ur á ameríska vísu og upplitað- Ist ekki teljandi né gerðist litLaus og „pink“ með aldrinum. Skoð- anir hans voru frekar sprottnar af hellbrigðri samúð en sjúkLegrl andúð. Hann var óvenju pólitisk- ur af húmorista að vera. f lífs- baráttunni fékkst hann við allt millii himins og jarðar í stað þess að koðna niður í einu og sama ieiðigjarna lífsstarfinu og deyja saddur iífdaga langt, langt um aldur fram. Mark Twain sagði: „Everybody talks about the weather, but nobody does any- thlng about it“ eða, allir tala um veðrið, en engiinn geri'r neiitt I því. Það er líkt farið um mörg lífsstörf. Menn kvarta og kveina án þess að reyna að breyta tLL En til siíks þarf áræði og kjark eins og Gunnar Matthíasson hafði til að bera og vera ekki allt- af stilltur inn á hefðbunOinn hé- góma og viðhorf vanans og ann- arra. Þannig ná menn gjarnam niræðisaidri og geta drukkið giað ir s'nn whiskysjúss og reykt s’inn sígar allt fram í andlátið, e'nis og kempan Gunnar Matthías son, sá lífsglaði sonur þjóðskálds ins. Af öllum þe'm fjölþættu störf- um, sem Gunnar lagði á gjörva hönd, all-t frá búhokri til apótek- arahalds og frá kúfiskaútgerð á Kyrrahafi til fjölbyggingafram- kvæmda, þá ætla ég, að sönglist- in hafi staðið hjarta hans naesit. Hann söng iðulega einsöng með karlakórum á konsertum stór- borganna á vesturströndinni á yngri árum. Svo frábær vair rödd in og beiting hennar llstræn. Hann þeytti ungur lniður með Magnúsi Einarssyni, organista. og blásarasveit hans á Akureyri forðum. Dóttir hans, Þóra, þóttl með slyngari söngkonum í Suð- ur-Kaliforníu þegair ég var þar. Framhald áb ls. 25. Gunnar Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.