Morgunblaðið - 24.07.1973, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.07.1973, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLf 1973 Björn i Bæ segir frá: Noregs- og Danmerkur- ferð bænda Björn í Bæ flytur þakkarræðu. l. hluti Það er nú ekki talinn við- burður þó skotizt sé til út- landa. Þetta er eins og bæjar leið í gamla daga, en við- burður er það þó í lifi eldra fólks og þeiirra sem ekkert hafa kannað, utan ættjarðar- innar, og ég, karl á áttræðis aldri, heimaaliningur, var þvi nokkuð spenntur, er Noregs- og Danmerkurferð bauðst mér með 120 manna bænda- hóp. Að segja frá þessu ferða- lagi sem var bæði skemmti- legt og fróðlegt væri ef til vMl þessum 120 ánægja að að rifja upp, en kannski fleirum lesefni. Ég ritaði hjá mér nokkurs- konar dagbókarpunkta, en óvíst er að nokkur hafi ánægju af þessari frásögn, nema ef till vill þeir sem voru með í ferðinni. Raunverulega byrjar ævin- týrið í fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli þar sem fólkið hittist fyrst al:lt sajman til glaðlegra viðræðna og kynna, kaupa#á ýmsu ódýru að okkur fannst, ætu og óætu. Einn af hinum frlðu Föxum var far- kostur okkar og virtist hann rúma vel þessa 120 landa, sem þó var æði misjafnlega í skinn komíð eins og gengur. Við viss um þó varla þá, hver átti hvað, og vorum því svolítið feimnir, m. k. þessir stöku. Flugstjóri sagði 50 gráðu frost utan flug vélar, þegar í loftið var komið, enda æði iangt til jarðar eða sjávar. Einstaka sinnum sást móta fyrir sjónum í gegn um skýjarof, en þar niðri hefði ég ekki viljað vera á smákænu. Ekki var þó timi til slíkra hugrenninga því að fallegar flugfreyjur báru fram mat, góðan og riflegan oins og islenzkum konum er lagið að gera. Þessar íslenzku flug- freyjur eru landi okkar áreið- anlega til sóma, hvar sem þær fara, enda öfundaði ég einn fararstjóra okkar, er hann tók um mitti einnar. Jóhann átti það ekki skilið. Ég fékk að koma fram i til flugstjórnar, liklega vegna aldurs míns eða þá friðleika en hvað um það, þar sátu þeir þessir miklu menn, höfðu fleiri hundruð takka og snerla til að hugsa um, en spjölluðu þó um allt milli himins og jarðar, sögðu meira að segja vafasama brandara. En svona geta menn hagað sér, þegar allt er orðið sjálfvirkt, en ekki kunnu þeir að mjólika kýr með vél- um og fannst mér að okkar lærdómur jafnaðist þá nokkuð, jú þetta er gamla sagan, hver maður á sínu sviði á sinum stað, þá mun vel fara. Raunar áður en nokkurn varði voru belti spennt og allt óleyfilegt bannað, því að Sólarflugvöllur var framund- an. Fyrstu kynnin voru: Nokkur stormur en golan hlý. Þetta var hin miik- la hlýja, sem Noregur og fól'kið þar sýndi okkur í þessari ferð. Úr flugvéi fórum við beint í bíla, sem fluttu okkur tii gististaðar, skólaseturs Trygg heim. Þar var raðað niður af mikilli fyrirhyggju norskra og íslenzkra fagmanna, enda sváfu að sögn kvenna allir vel, iausingjar sem karlar sinna eigin kvenna. Þarna gist um við nokkrar nætur, enda ekki i kot vísað. Glæsiiegur staður með stórkootlegum trjágróðri, sem við erum svo fátæk af, en Normenn geta státað af hvar sem iitið er. Ekki er sæmandi að láta dragast lengur að kyr.na hina sívakandi fararstjóra okkar. Höfuðpaurinn var Agnar Guðnason, ráðunautur, rösk- legur og sívakandi yfir and- legri og likamlegri velferð okkar, með hoffmannavik og g'leraugu. Sem be-tur fór var Fjóla með honum. Matthías Eggertsson kennari á Hólum, athugulil, höfðinglegur, hvort sem var í ræðustóld eða á söngpalli. Því miður var kon- an heima. Jóhann Jónasson i Grænmetinu, það var auðséð, hvar sem á hann var litið, að þar fór forstjóri af fyrstu gráðu, enda óþrjótandi fræða- þulur bæði í gammi og alvöru. Sem betur fór var Margrét hans með honum. Frá Tryggheim var ekið dag hvern í allar áttir til skoðun ar, fróðleiks og veizluhalda. Það var mikið að sjá og heyra, en nokkuð fór þó inn um annað eyrað og út um hitt, jafnvel þó að Bjöm I Bæ og ýmsir aðrir gengju með skrif- færi og revndu að gripa fróð- leikinm, sem ástæða væri nú til að reyna að rifja upp eftir því sem hægt er. Kl. 7 að morgni var vana- lega vakið og morgunverður etinn, en fljótlega ekið af stað um Jaðar. Rogalandsfylki er mesta landbúnaðarhérað Nor- egs enda eru þar 9820 bú- jarðir, þar af eru 4051, með minna en 5 ha ræktaðs lands. Með því fyrsta er við skoð- uðum var Rogalands Felles- sálg Forus. Þó aðeins séu 3 ár síðan byggt var sláturhús með allri nýjustu tækni, er það þegar að verða of litið svo ört vex framleiðslan. Þarna störfuðu á Sl. ári 650 mánims. Slátrað var þar 44000 lömbum með 16,1 kig meðal- viigt. Eru þau fieist 5 mánaða gömul og helmingur af þeim tvílembingar. 91000 grisum er þarna slátrað, lOOjOOO.kálfum og 14000 nautgriipum eldri. Tækni öll er þarna meiiri en við höfum séð hér heirma, vélum er jafnvel stjórnað með tölivu. Tvær miímútur voru þeir að taka húð af stórgrip og aðrar tvær að saga skrokkinn. Þar létu þeir skinn af hausnum fylgja húðinni og vitanlega er allt nýtt, sem af skepnunni kemur. Við þáðum þarna veg- legt hádegisverðarboð þ£ir sem forstjórinn, Stefens- sen, skýrði með kvikmynd og í orði ýmsa þætti i framleiðslu og dreifingu. Ekki myndum við Islendingar vera fíknir ; að taka það land til ræktunar, sem Norðmenn eiga eftir og hafa ræktað. Við myndum kalla það grjót- urð, en það grjót sem úr land- inu kemur við ræktun, nota þeir í garða kring um akrana og meðfram heimreiðum, sem allar eru oLiumalarbornar eða steyptar, og sama má segja um öll svæði i krimig um heimahús. Jú, 400,000 segja þeir að kosti að rækta hvern hektara en af þvi fá þeir 140,000 kr. fram- lag úr ríkissjóði. Samtök bænda á Rogalandi eru um margt svipuð stéttar- samtökum okkar hér heima. Samvinnufél. standa fyrir kaupum á áburði, sem er mjög ódýr miðað við afurðaverð. Stærstu sölusamtökin eru svo mjólkurfélögin, en auk þeirra eru grænmetisfélög, loðdýra- ræktarfélög, ofl, sem mynda svo allsherjarsamtök. Eftirtekt- arvert er, hve margar búgrein- ar þeir hafa til fjáröflunnar td. eru 700 bændur skráðir með mimkabú á Jaðrinum og fjöl- margir með aðrar búgreinar svo sem aMfuglarækt ýmis- konar, grænmeti ofl. Allt er þetta rekið undir eftirlifi til- raunastöðva og leiðbeiningar- þjónustu. Samtök bænda reka 6-7 tlliraunastöðvar i landinu, sem skipt er niður á héruð. Þar eru framkvæmdar tilraunir á flestum sviðum landbúnaðar og leiðbeiningarþjónuetan sam- hiiða. Á eina slíka komum við, sem stofnuð var 1947 með 50 ha. lands, nú er þar tilrauna- bú með beitirækt, bygg, hafra kartöflur, grænmeti ofl, og svo uppeldi ungviðis fyrir bændur- na. Stöð þessi er einnig með miklar tiilraunir í féiagi við áhugasama bændur út um héruðin. Eru margir komnir þar býsna langt, vitanlega undir eftirliti ráðunauta og dýralækna, sem fylgjast vel með heilsufari búfjár. Þeim fannst dýralækniaþjónustan dýr en örugg. Þarna kom fram að of mikil kjarnfóðurgjöf eða skökk sam- setning fóðurefna hiindra eðli- legan vöxt ungviðis og afurðir búfjár. Á sumum stöðum töldu þeir vandkvæði á að nýta hús dýraáburð, þar sem dreifing á graslendi gerði sáralífið gagn a.m.k. í þurrviðrasveiitum. Áburðinn plægja þeir þvi nið- ur og hafa tún ekki eldri en 3-4 ára og akrana plægja þeir vitanlega árlega. Okkur þótti skrýtið að hreppurinn sem lengst er kominn I ræktun og búnaði heitir Kleppur og íbú- arnir Kleppsbúar. Á nýtýzku nauta og kyn- bótastöð koffium við þar, sem ættstofnar og einstaklingar eru raninsakaðir. Þarna voru aðal- lega tveir stofnar, dökkrauð norsk og svartskjöldóttar Frisiau. Fyrir allan Noreig eru tvær stöðvar af þessu tagi. Frá þessum stöðvum er nautunum dreift ársgömium til sæðinga- stöðvanna. 130 býli hafa verið valin til að senda ungviði inn á þessar stöðvar til rannsókna. 1959 var hafin á þessari stöð rannsókn á grísum, sem er þó akki komin eins langt áleiðis og á nautpeningi. Einar Örn Björnsson, Mýnesi; Samneyti Eysteins við komm- únista skapar hættuástand í íslenzkri stjórnmálabaráttu JÓNSMESSURÆÐA Magnús- ar Kjartarassonar, iðnaðarráð- herra, í sumarferð kommúnösta er samnefnari þeirra óhróðurs- skrifa, er stunduð hafa verið í Þjóðviljanum um samskipti ÍSlendmga við vestrænar þjóð- ir og herhvöt til hemámsand- stæðinga, sem kommúnistar ráðá, að ógleymdu athæfi þefimra að beita /Bskulýðssam- bandi íslandg fyrir stríðsvagn sitnin. Fyrmefnd ræða er meng- uð af fáryrðum og samsetn- injgi, er kommún.istar hafa boð- að um árabill, en færzt í aukana í hvert sin.n, er þeir hafa tek- ið þátt í stjórn landsins. Hér er sýnishom úr ræðu ráðherr- ans: „Ég hef sagt það áður og segi það enn að fyrirheiitið um brottför hersins var forsenda þess að núverandi stjóm var mynduð, og framtíð hennar er undir því komin að við það fyrirheit verði staðið undan- bragðalaust.“ Og síðan segir: „Jafnvel þótt einhverjir kynnu að hugsa sér að hægt væri að gera málamiðlun um „hernám- ið“ eins og við verðum að gera um fjöimörg atriði í sfjórn þriggja flokka, leiddi slíkt að- eins till þess að stjórnarsam- starfið brysti." Þarna er skýrt mörkuð sú stefna, er kommúnistar boða og Vinna að með þátttöku sinni í ríkisstjóm Ólafs Jóhemnesson- ar. Nú er eftir að vita, hvort ráðherrar Framsókniarflokksins og Frjálslyndra bíta á agnið og ganga erinda kommúnista í ut- anríkiismálum um að einangra íslendinga frá samstarfi um varnir og öryggi, sem fyrst og frems't er stefnit gegn sam- skiptum Islendiniga við Banda- ríkin, sem er máttugasta þjóð- in í Atlanitshafsbandailaginu og torveldar þeim að breiða út veldi sitt. Er ekki kominn tími till að stokka upp og hrinda þeim öflum úr valdastólmim og póilitísku starfi, sem reyna eft- ir mætti að ala á sundrung meðal íslendinga til að lama samskiptiin við þjóðiir Vestur- landa, sem vilja viðhalda frelsii og lýðréttindum, iwi ekki kalla yfir s'g ófrelsi og einokun kommúnismans. Lúðvík Jósepsson vill ekki vera eftirbátur þessara afla og boðar til funda um landhelgis- málið vítt um landið. Þannig reynir Lúðvík að fara einför- um einis og á vinstristjórnarár- unum og tileinka sér land- helgismá’ið og vanvirða sam- starf.simenn sína í ríkisstjóm- innd og þá samstöðu, er tekizt hefur með þjóðinind til að bjarga mállinu í höfn, og taka það þar með úr höndum óprútt inna pólitíkusa, sem vilja nota Iandhelgiismálið tiil að breiða yfir alilan ósómann og stjórm- leysið, sem ríkir í landiinu, þa.r sem dýrtíðarskriðan og skatta- æðið ætlar alla að drepa, og verkar eins og eyðandi eidur á framtak og athafnaþrá manma. Lúðvík láðist á einkafundum s'ínium um landhélgismálið að ræða um þá breytingu, sem verður óhjákvæftn'ilega í rekstri og framviindu sjávarútvegsins, þegar Íslendingar faira að at- hafraa sig og nýta fislkiimrðin innan 50 mílna landhelginnar. Þá þarf ræktunarandinin og skipuleg nýtánig að haildasf í hendur, því hver sá, sem kirefs't alls af llífinu án þess að láta því eitthvað í té í staðinn, stundar guðlaust athæfi. Það á einniig við í sjávarútvegi. Lúðvík Jósepssjrii, sjávarút- vegsráðherra, var ekki slikt í huga, er hann lét fresta frum- varpi á Alþimgi, er borið var fram af þingnefnd, sem ferðazt hafði um landið til að íhuga um friðun og nýtingu fiskimið- arnna. Þetta er samræmið i orðum og aithöfnum hjá þesisum höfuðpostula kommiúnista í sjávarútvegsmálum. Það er sér- stök aðferð kommúndsta, er þeir hefja sig til vegs, að setja sig í dýrðlingatölu eða steypa hver öðrum af stalli, en alþýð- an á að vegsamia goðiin og velkjast um í sínu eigin bóli. Það er hennar fórn í kerfiimu. Fylgjendur Fraimisókna'rflokks ins, Frjálslyndra og fjölmargir, er studdu kommúnd&ta í síð- ustu alþingis'kosniingum, eru furðu lostmiir yfir uppivöðslu og yfirgangi kreddumanna, sem ævinlega hafa setið ofan á, bæðd í Sósíalistaflokknum og því gervibandalagi, er komm- únistar nota í æðisgenginni baráttu sinnd ti:l að koma á- formum sínum fram, að vega að lýðræðinu og stjórmiarfars- legu sjálfstæði fsl.ands, er sæk- ir styrk sinin í þátttöku íslend- inga í varnarsamtökum vest- rænna þjóða. Gegn því berjast kommúnist- ar með öllum tiltækum ráðum, enda kallar Magnús Kjartams- son slíka baráttu þann grund- völl, er byggja verður á tiil að framifylgja sannri „vinstri stefnu“. Skyldi ekki koma ó- bragð í munniinn á mörgum Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.