Morgunblaðið - 01.08.1973, Page 1

Morgunblaðið - 01.08.1973, Page 1
32 SÍÐUR 168. tbl. 60. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGUST 1973 ______________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lögrpgliimciin og sjúkralið í froðnþöktn braki úr DC-9 vélinni, sem fórst í niðaþokn í lend- ingu á Logan-flugv elli i Boston í gær. DC9 sprakk í tætlur í lendingu og 89 fórust Boston, 31. júlí — AP-NTB DC9-ÞOTA flugfélagsins Delta Airlines með 89 manns innanborðs steyptist til jarð- ar og splundraðist í lendingu í niðaþoku á Logan-flugvelli í Boston í dag. Einn niaður komst lífs af, en er alvarlega slasaður. Annar maður komst lífs af, en lézt í sjúkrahúsi. Sjónarvottur sagði að ílugvéi- in hefði steypzt til jarðar í mýr- lendi við flugbrautima um 3 km frá höfninni í Boston sem ftug- völlurinn liggur út í. Áhöfnin var fimm manms og þurfti að nota blíndflugstæki vegna þok- unnar, sem var koLsvört. Að sögn lögreglunnar virðist flugvélin hafa rekizt á varnar- garð þegar hún kom inn til lend- ingar. Skarð var á garðimum og benti það til þess að lemdingar- búnaður flugvélarinnar hefði rof ið það. Skyggni var 400—800 metrar og flugvélin um 1.000 fet- um of lágt í lendimgunni. Aðkoman á slysstaðnum var ægileg og nokkur fjöldi biia, sem þangað fóru, festust í mýrimni. Fiugvéiin kom frá Buriimgton i Vermont og kom við i Manch- ester i New Hampshire þótt það væri ekki samkvæmt áætlun. Engin skýring var á því gefin. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir þriggja ferkílómetra svæði, og hún bókstaflega sprakik í tætiur. Af ummerkjum var varla hægt að sjá að fiugvél Framhald á bls. 20. Geimgöngunni frestað vegna geimveikinnar Houston, 31. júM — AP. TVEIR geimfaranna í Skylab 2, leiðangursstjórinn Alan Bean og læknirinn Owen Garríott, sögðu i dag að þeir hefðu að mestu náð sér eftir geimveikina, sem þeir ferigu í gær, og félagi þeirra, Jack Lousnm, sagðist vera miklu betri. Þó verður að fresta geimgöng unni, sem var fyrirhuguð í dag, og af henni getur ekki orðið fyrr en i fyrsta lagi á laugar- dag. Göngunni hefur þegar ver- ið frestað tvisvar sinnum. í Houston er sagt að þótt hætta verði við nokkrar tilraun- ir i ferðinni, sem ráðgert er að standi 59 daga. muni það engim alvarleg áhrif hafa á heildarár- angurimn. Störfum hefur verið iétt af geimförunum vegna veik- indanna. Geimfararnir hafa neitað að taka lyf gegn ógleðinni, sem hef ur þjakað þá, þótt þeim hafi ver- ið ráðlagt það. í dag reyndu þeir enn að gera við bilun á skólp- kerfinu og tóku tij við nauðsyn- legar hreingerningar, sem hafa orðið að bíða vegna veikindanna. Læknar eru sannfærðir um að veikindin hafi stafað af því að þeir hafi átt erfitt með að venj- ast þyngdarleysinu, en þó er sagt að þrír dagar séu ekki óeðli lega langur timi til að venjast þvi. Eitt mikilvægasta verkefnið sem biður geimfaranna er að koma fyrir sólhlíf á annarri söl- hlif sem geimfararnir í fyrstu Skylabferðinni komu fyrir. Nixon til Japans Washington, ‘31. júlí, AP. NIXON forseti fer til Jap- ans og Hirohito keisari fer til Bandaríkjanna í opin- bera heimsókn að því er til kynnt va.r eftir viðræður Nix ons og Kakuei Tanaka, for sætisráðherra Japans, í dag. Talið er að Nixon fari til Japans seint á næata ári eða í árbyriun 1974. Hirohito fer í heimsókn sína einhvern tima á næsta ári. Horfur á samkomulagi í gjaldeyrismálunum Skotárás í Chile á bílstjóra Santiago, 31. júli — AP. VÖRUBÍLSTJÓRAR sem hafa gert verkfall til að mótmæla stefnu Salvador AHendes for- sefa sögðu í dag að þeir hefðu orðið fyrir skotárás flokks vinstrisinna þar sem þeir höfðu lagt um 500 vörubílum i litluin bæ nm 30 km suður af Santiago. Nokkrir menn særðust í skotárásinni, þar af einn al- varlega. Hermenn leituðu að vopnum í búðum vörubílstjór anna en fundu engin. Vinstri mennimir komu akandi i nokkrum hópferðabílum. Óljósar fréttir hafa eitnnig borizt af sprengjuárásum í ýmsum héruðum. Samkvæmt óstaðfestri frétt lögðust járn- brautcisamöngur milli Santi- ago og hafnarborgarinnar Vaf paraiso niður um tíma þar sem teinar voru sprengdir upp. Washington, 31. júií — AP FYRRVERANDI fjármálaráð- herra. Hollands, Johannes Witte- veen, var i dag skipaður for- stöðumaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) og jafnframt rík- ir bjartsýnl eftir fund 20 fjár- niálaráðherra urn endurskipu- lagningu alþjóðagjaldeyriskerf- isins. Witteveen tekur við starfinu 1. septemtoer af dr. Piarre-Paul Schweitzer, sem hefur gegnt þvi í tíu ár og var ekki endurkjör- in;n vegna andstöðu bandarísku stjórnarimnar. Wititeveen, sem var kjöriinn einróma, er sagður frábær hagfræðingur. Áður en fundur fjármálaráð- herranefndar IMF hófst voru menin vondaufir uim árangur, en greinilegt var að viðhörfin höfðu breytzt efitir fundiina í dag. „Ég heid, að þeitta sé lang bezti fund- urinin, sem við höfum haldið," sagði bandaríski fjármáiaráð- herramin, George Shultz. Fyrir fundinum lá að reyna að ná samkomulagi um nýjar regl- Herskip til Kúbu Moskvu, 31. júlí, AP. TVEIR sovézkir tiindurspitiar og kafbátar eru nú við æfingar á Atlantsha.fi og koma í floíaheim- sókn til Havaua og aunarra hafna á Kúbu 4. ágúst, að sögu Tass. ur um alþjóðakerfi gjaldeyris- málanna og Shuiltz sagði, að miklum tima hefði verið varið til þess ’að leysa þetta mál og tekizt hefðd að ná árangri, sem væri hægt að byggja á. Je le Zijlstra, bainkasitjóri hol- lenzka seðJabankans, sagðist hafa gert sér lliitlar vonir um ár- angur, þegar hann kom til fund- arins, en orðiö undrandi. Hann spáði því, að IMF sendi drög að umbátum, sem gert yrði grein fyrir í aðaJatriðum á ársfundi sjóðsins i Kenya í haust, og að endanilegt samkomulag næðist á næsta ári. Hann sagði, að nú væri fyrir hendi vilji til-að þoka málunum áleiöis og kvað margt benda til þess, að samkomulag tækist um reglur um, hvernig þjóðir gætu skipt gjaldmiiðlum sinum. Jafnframt styrkitist staða Baindaríkjadollars yfirieitt á gja'ldeyrismör^uðum í Evrópu í dag, en þó ekki í Frankfurt. Staða pundsins styrktist eiinnig. Fangar gera uppreisn Leavenworth, Kansas, 31. júlS. NTB. Fang-avörður var stunginn til hana og fjórir aðrir voru teiinij' í gíslingu þegar 100 fangar í alríkisfangeisinu í Leavenworth í Ivansas gerðn uppreisn í dag. Fangarnir lögðu undir sig þvottahús fangelsisins, en ek'ki er vitað u.m ástæður upp- redsnarinnar. Fyrir fjórum ,dögum var gerð uppreisn í fangeisi i Qklahoma. Tveir fangar biðu bai.a og skemmdir voru metnar á 20 milljónir dollara. Ervin sakar Haldeman um að bera falsvitni Washington, 31. júli AP FORMAÐUR W'atergate-nefndar öldungadeildarinnar, Sam Ervin, bar í dag brigður á vitnisburð H. R. Haldemans um það sem hann heyrði af hljóðritunum í Hvíta hiisinu og sakaði hann nm að bera „falsvitni“. Ervin sagði að vitnisburður Haldemans yrði ekki tekinn til greina fyrir nokkrum dómstóli þar sem hljóðritanii'rnar væru ennþá til og þær væru hezta sönnunargagnið. Varaform. nefndarinniar, How ard Bialkier, iét í ljós von um að lögfræðingur Haldemans hjáip aði nefndinni að fá aðgang að hljóðritunum, sem Nixon forseti neitar að afhenda. Haideman seg ir að tvær segulbandsspólur, sem hann hafi hlustað á, hreki fram- burð John Deans, fv. starfs- manns Hvíta hússins. Haldeman viðurkemndi í yfir- heyrslum að hafa samþykkt 90.000 dollara fjárframlag í kosn ingabaráttunni til „svartra að- gerða", sem svo eru kallaðar og áttu að vera undir stjórn Charl- es Colson, annars fyrrverandi náðunauits, en Haideman kvaðat ekki vita hvaða aðgerðir þetta hefðu verið. Áður hefur komið fram að þetta heiti hafi verið notað um pölitisk skemmdar- verk og ýms bellibrögð. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa heyrt um 300.000 dollara fjárframlag til njósna i kosningabaráttunni, en það firam lag er sagt tengt hleruniunum í Watergate. Haldeman neitaði þeiim fram- burði fv. aðstoðarmanris, Gord- ons Stracharis, að harim hefði Skipað honum að eýðileggja greina.rgei’ð þar sem minnzt var á þessa fjárhagsáætlun og önn- ur viðkvæm skjöi sköm-mu eft- Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.