Morgunblaðið - 01.08.1973, Síða 16
16
MORGU'NBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1973
flfaKgtiitirliiMfe
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rítstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Kor.ráð Jðnsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80,
Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. einíakið.
T ýðveldi hefur nú verið sett
á fót í Grikklandi og
konungdæmi afnumið að
undangenginni þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Konstantín
II, sem erfði konungdæmið í
Grikklandi árið 1964, hefur á
þinn bóginn lýst yfir því, að
þjóðaratkvæðagreiðslan hafi
verið skammarlegt sjónarspil
og hann telji sig áfram kon-
ung Grikkja.
Sennilega hefur hinn af-
setti konungur lög að mæla,
þegar hann bendir á, að þjóð-
aratkvæðagreið&lan hafi ver-
ið sjónarspil eitt. En í þessu
sambandi er þó rétt að líta
á þá staðreynd, að konung*-
dómurinn er arfleifð gamals
tíma, allt annarra þjóðslífs-
og stjórnarhátta en vestræn-
ar þjóðir búa við í dag. Af
þeim sökum vekur það ekki
furðu, þó að konungi sé nú
vikið til hliðar að fullu og
öllu og lýðveldi stofnsett.
Einnig er á það að líta, að
Konstantín beitti þjóðhöfð-
ingjavaldi sínu á sínum tíma
á annan veg en talið er sam-
rýmast þingræðishugmynd-
um Vesturlanda. Um hann
verður því ekki sagt, að hann
hafi virt til hlítar leikreglur
lýðræðisskipulagsins, þó að
hann hafi síðustu árin verið
Að hinu leytinu verður að
líta á þjóðaratkvæðagreiðsl-
una um lýðveldisstofnunina
og forsetakjör Papadopoulos-
ar eins og hvern annan sjón-
leik.
Þegar áður en byrjað var
að telja atkvæði sökuðu and-
stæðingar stjórnarinnar hana
um kosningasvik. Þeir héldu
því m.a. fram, að fólk hefði
ekki fengið að greiða leyni-
lega atkvæði, og víða hefðu
kjósendur fengið atkvæða-
seðla, er gerðu þeim einungis
kleift að greiða atkvæði með
stjórninni. Þar sem einræðis-
stjórnir sitja við völd, er
sjaldnast unnt að taka mark
á úrslitum atkvæðagreiðslna
af þessu tagi. Athygli hefur
þó vakið, að opinberar niður-
stöðutölur kosninganna sýna,
að rúmlega ein milljón
manna hefur greitt atkvæði
einræðisins séu ekki eins
sterk í Grikklandi eins og í
ríkjum sósíalista, fer því víðs-
fjarri, að Grikkir búi í dag
við þess háttar mannréttindi,
sem talin eru sjálfsögð á
Vesturlöndum. Og eflaust á
gríska þjóðin langa baráttu
fyrir höndum til þess að end-
urheimta lýðræði og óskorað
skoðanafrelsi í landi sínu. Að
vísu má segja, að lýðræðið
hafi ekki staðið sérlega föst-
um fótum í Grikklandi frem-
ur en víða annars staðar. Eigi
að síður eygja menn vonir
til þess að gríska þjóðin end-
urheimti lýðræðisskipulagið
og herforingjastjórnin víki.
Grikkir eru aðilar að At-
Iantshafsbandalaginu, sem
m.a. var stofnað til þess að
standa vörð um lýðræðislega
stjórnarhætti aðildarríkj-
anna. Bandalagið getur á
SJONARSPIL GRISKU HER-
FORINGJASTJÓRNARINNAR
í andstöðu við herforingja-
stjórnina.
Með hliðsjón af þessum
sjónarmiðum er ekki unnt að
áfellast grísku herforingja-
stjórnina fyrir afnám kon-
ungdæmisins. Sú ákvörðun
ein út af fyrir sig er í fullu
samræmi við nútíðar hug-
myndir um stjórnarhætti.
gegn herforingjastjórninni
eða rúmlega 20% kjósenda.
Niðurstöðurnar eru því ekki
á sama veg og jafnan á sér
stað. í sósíalísku ríkjunum,
þar sem yfir 99% kjósenda
eru sagðir greiða atkvæði
með einræðisstjórninni.
Þó að þessar kosningar
gefi til kynna, að heljartök
hinn bóginn ekki hlutast til
um innanríkismál þeirra
ríkja, sem aðild eiga að því.
I því efni greinir m.a. á milli
Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins. íslend-
ingar eiga því aðeins aðild að
bandalaginu, að það getur
ekki hlutazt til um innanrík-
ismál okkar, þó að við tækj-
um ákvarðanir, er brytu í
bága við hagsmuni eða sjón-
armið meirihluta aðildarríkj-
anna. Sama regla hlýtur að
gilda gagnvart öllum áðild-
arþjóðunum.
í umræðum um stjórnar-
faríð í Grikklandi hafa ýms-
ir bent á, að hvergi nærri
allar þjóðir væru undir það
búnar að búa við lýðræði í
vestrænni mynd. Að vísu
verður ekki fallizt á, að þetta
eigi við um Grikkland. En
hitt er þó alveg ljóst, að lýð-
ræðið á sér langa þróunar-
sögu að baki, og stjórnkerfi,
sem á því byggist, verður
ekki úr garði gert á einum
degi. í raun réttri búa mun
færri ríki við lýðræði en ein-
ræði. Flest nýfrjáls ríki í
Afríku, sem brotizt hafa und-
an nýlenduokinu, búa þannig
við einræðisstjórn. Mönnum
kemur ekki til hugar, að
vestrænu lýðræði verði kom-
ið þar á fót í einu vetfangi.
Menning þjóðanna er í svo
mörgu frábrugðin vestrænni
menningu, að lýðræðisþróun-
in í þessum ríkjum hlýtur
óhjákvæmilega að taka lang-
an tíma.
í þessu sambandi er þó
rétt að líta á þá staðreynd,
að næst fjölmennasta ríki
heims, Indlandi, auðnaðist að
tileinka sér lýðræðishefðir
brezka nýlenduveldisins og
hefur haldið þeim í þann ald-
arfjórðung, sem landið hefur
búið við sjálfstæði.
Landkynningin þýðingarmikill þátt-
ur í starfinu
Rabbað við Flugfélagsfólk
í London um starfsemina og
áhrif þorskastríðsins
Oxford í júlí.
ÍSLAND hefur verið mikið í
fréttum hér í Bretlamdi s.l.
ár, eins og reyndar í mörg-
um öðrum löndum. Skákein-
vígið, fiskveiðideiian, Heima-
eyjargosið og fundur Nixons
og Pompidou hafa dregið
erlenda fréttameran til ísianda
og þeir hafa sent fréttir af
þessum viðburðum til blaða
sinina og fréttastofniaara. I>ótt
meginverkefni þeirra hafi
verið að afla frétta, sem geta
dregið að sér iesendur með
fyrirsögnum eins og „íslend-
iragar skjóta á óvopnaðan
brezkan togara“ eða „Árás á
brezka sendiráðið í Reykja-
vík“, þá hafa þeir notað
tækifærið til að afla al-
menmra upplýsiinga um ís-
laind, bæði fólkið og landið.
Þammig hefur verið meira um
alimennar íslandsgreinar í
blöðum og íslandsþætti í
sjónvarpi hér í Bretlandi en
ég mámmist að hafa séð áður,
og þótt upplýsingamar, sem
þar hafa komið fram, hafi
ekki alltaf verið jafn réttar, þá
hefur heildarmyndin jafnan
verið íslandi í hag. Minmist
ég sérstaklega sjónvarpsþátt-
ar, sem sýndur var i vor og
nefndist „Hin hliðin á fs-
landi“ (The other Iceland).
Var þar farið viða um land og
sýndair gullfallegar lltkvik-
mymdir af landslagi, fólki og
dýralífi. Held ég að þótt allir
ferðamálaspekingar íslands
hefðu lagzt á eitt hefðu þeir
ekki getað gert betri auglýs-
ingamynd fyrir ísiland/
Þegar fréttir koma af átök-
um á íslandsmiðum og sýnd-
ar eru í sjónvarpi myndir af
unglingum að grýta brezka
sendiráðið, setur að fólki
augnabliks óhug, rétt eirns og
þegar fréttir berast af enn
einu morðimu á Norður-ír-
landi. En svona fréttir virðast
gleymast fljótt. Fallegar sjón
varpsimyndir af jöklum og
vel sferifaðar greinar um
hvað íslamd getur boðið
ferðamanminum upp á, eru
líklegri til að festast fólki í
minml.
Þótt fréttir af átökum á mið-
unum hafi eitthvað dregið úr
ferðum Breta til íslands í
sumar, má ætta að sú aug-
lýsing, sem Island hefur feng-
ið hér síðasta árið, muni, er
fram líða stundir, hafa já-
kvæð áhrif á gang ferðamála
og laða til íslands fólk, sem
annars hefði kannski aldrei
látið sér ísland til hugar koma
sem stað, þar sem eyða mætti
sumarleyfinu. Sú er að minnsta
kosti skoðun Jóhanns Sigurðs-
sonar, sem veitt hefur skrif-
stofu Flugfélags Is'Jands i
London forstöðu í 20 ár og
þekkiir manna bezt tii þess-
ara máia.
Nú er hálft þriðja ár lið-
ið slðan sknifstofa Flugfélags
islands flutti úr umferðinni á
Piccadilly yfir á Grosvenor-
street og þar rabbaði ég við
Jóhann einn sólsfeinsdaginn
fyrir skömmu.
„Þegar við fluttum frá Picea
diJly voru margir hræddir um
að við myndum missa talsvert
af viðskiptum," sagði Jóhann
„Á PiccadiiUy vorum við í
hjarta borgarinniar og stöðug
ur straumur fólks framhjá
skrifstofunni. En þrengslin
voru mikil og við þurftum að
vera með skrifstofuna á tveim
ur stöðum og möguleifear iitlir
til flestra hluta. Hér erum við
aftur á rnóti fjær aðalumferð-
inni, en i góðu húsnæði, sem
gerir okkur kleiít að haida
uppi m-args konar kynningu
á landinu, en landkynning er
mjög þýðingarmikill þáttur í
starfinu. Fólk kemur nefni-
1-ega ekkí inn í skrifstofuna
og segist vilja fá eiran far-
miða til Islands, eftir það eitt
að hafa séð íslands-
myndir í glugga skrif-
stofunnar. ísiandsferð er
oftast ekki ákveðim fyrr en
fólk er búið að lesa ser th
um landið, fá upplýsingar hjá
vinum, sem hafa verið á is-
landi, ræða við starf sf ólk ferða
skrifstofa o. s. frv. Hér höfum
við góðar geymslur og getum
því haft á iager mikið af bæk-
lingum um ísland og reynum
við að senda þá út jafnóðum
og okkur berast fyrirspumir.
1 vetur fengum við tiil dænais
mllli 20 og 30 þúsund fyrir-
spurnir f rá almenningi og þeim
var svarað jafnóðum.
1 kjállaranum erum við með
rúmgóðan sal, þar sem hægt
er að koma fyrir um 60 marnis
í sæti. Þar höfum við Is-
landskvöld tvisvar í viku
yfitr vetrarmánuðina, þar sem
sýndar eru Ísliandskvikmyndir
og veittar upplýsingar. Þamg-
að eru allir velfeomnir og aug-
lýsum við þessi kvðld í blöð-
um og litlum bæklingum, sem
við sendum ferðaskrifstofum
og einstakiingum. Þarna höld
um við einnig öðru hverju
kynningar- og móttökukvöld
títi fyrir skrifstofu F.í. í I.on-
don. frá v: Friðjón Sæmunds-
son, Alan Dickson, Wenche
Georgiadis, Halla Aradóttir,
Robcrt Miller, Nigel Lander
og Jóhann Sigurðsson. Á
myndina vantar Karitas Guð-
mundsdóttur og Celiu Good-
ridge, sem voru í sumarfríi
er myndin var tekin og einnig
vantar Mariu Wright.
fyrir ferðaskrifstofustarfsfólk
og eitnnig fyrir ferðaskrifara
blaðanna, þvi það hefur mikið
að segja að minna á okkur.
Bjóðum vlð þá upp á smá
hressingu og skrifstofustúlk-
urnar okkar smyrja og bera
fram brauð með ísienzkri síld.
Verða því þessi kyraniinga-
kvöld því þægilegri og ódýr-
ari og huggulegri en ef við
þyrftum að leigja sál út í bæ.
— Ef ferðaskrifstofur hafa
áhuga á að kynna Islands-
ferðir sínar stendur þeim kjall
ariinn okkár alltaf til boða.
Framhald á bls. 24