Morgunblaðið - 11.08.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1973, Blaðsíða 23
MORGUN'BLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1973 23 NÝTT RÍS Á GRUNNI HINS GAMLA Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri. ,Erum á leið upp úr öldudalnum4 Spjallað við Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóra SIGLFIRÐINGAR eru á þess uni áruni að átta sig á því, að síldveiðar eru úr sögunni, a. m. k. í þeirri niynd, sem þær tíðkuðust, og að þeir verði að byggja afkomu sína á nýjum grunni. Eftir margra ára þyrnirósarsvefn hefur at- vinnulif liæjarbiia nú sýnt merki þess að farið sé að birta af nýjum degi. Ný at- vinnufyrirtieki eru nú óðum að risa með einhuga, sameig- inlegu átaki bæjarbúa, og bjartsýni virðist farið að gæta í hugum þeirra Siglfirðinga. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins var á ferð um Siglu- fjörð fyrir skömmu spjailaði hann tið bæjarstjóra Siglu- fjarðarkaupstaðar, Stefán Friðbjarnarson. Stefán hefur verið bæjarstjóri frá 1966, en starfað fyrir Siglufjarðarbæ frá áriiiu 1949, þannig að hann er flestum hnútum kunnugur í þessuni fyrrverandi höfuð- stað sjávarútvegsins á íslandi. Við háðum hann því að segja frá lífinu á Siglufirði í stuttu máli. — Siglufjörður byggðist raunverulega upp i kringum síldveiðarnar, sem hófust hér um síðustu aldamót. Afkoma bæjaráns byggðist eingöngu á síldveiðunum, og þjónustu- greinum tengdum veiðunum og sildariðnað:,num. Svo þeg- ar sildin hvarf, bæði vegna of- veiði og breytinga á sjávarlif- inu, er eins og stoðunum sé kippt undan tlverurétti bæj- arfélagsins. Ég hef stundum líkt þessu við náttúruhamfarir, sem hafa skflið hér eftir sviðna jörð í atvinnulífi. Fólk hefur þurft að flýja í stórum stál vegna þess að nóg atvinna hefur ekki verið fyrir hendi. Flýja írá fasteignum, sem voru orðnar verðlitlar og jafnvel einskis nýtar, og leita sér fót- festu á öðrum sviðum. Segja má, að allar götur síðan sildin hvarf, þá hafi Siglufjörður háð varnarstríð fyrir tilveru sinni, og i þessu stríði orðið fyrir miklu mann tjóni i brottfluttum Siglfirð- ingum. Þeir eru nú orðnir um 30% af þeim íbúafjölda, sem hér var mestur, en það var ár ið 1948 að ibúafjöldinn náði hámarki 3100 manns. Síðan hefur íbúum stöðugt fækkað, en þeir eru nú rétt liðlega 2000 talsins. Ég tel, að þetta vamarstrið hafi átt rétt á sér fyrir margra hluta sakir. Nægir í þvi sambandi að benda á þrjú atriði. 1 fyrsta lagi, að Siglu- fjörður er bezta höfn'm á Norðurlandi frá náttúrunnar hendi. í öðru lagi nálægð við gjöful fiskimið, og í þriðja lagi, að hér er ýmiss konar að staða, sem í liggja miklir fjár munjr og geta þjónað allt að 3—4 þúsund manna byggð. Hér eru tii staðar skólar, íþróttahús, sundlaug, æsku- lýðsheimili, bókhlaða, sjúkra- hús og raforkuver, svo eitt- hvað sé nefnt. Það myndi kosta þjóðfélagið . drjúgan skildiing að byggja þetta allt upp annars staðar á landinu ef enginn yrði til að nýta það ihér. — Telur þú, að þetta varn- arstríð hafi borið árangur? — Það er mitt mat, að við séum í dag á leið upp úr öldu dalnum. Nú er verið að leggja grunn að nýjum atvinnufyrir tækjum, sem munu treysta at vinnuöryggd bæjarbúa. Má þar fyrst nefna fyrirtækið Þormóð ramma, sem stofn- að er til útgerðar og fisk- vinnslu. Það mun nú á næstu vilkum hefja byggingu nýs og fullkomims f iskið j uvers þar sem síldarverksmiðjan Rauðka hefur staðið í ára- tugi, en hana er nú verið að rífa. Þá á fyrirtækið nú tvo fullkomna skuttogara í smíð- um. Annar þeirra, Stálvík, var sjósettur 30. júní sl. og fer væntanlega á veiðar um miðj an ágústmánuð. Það er fyrsti skuttogarinn, sem smíðaður er hér á landi. Þess má til gamans geta, að fyrsti skut- togarinn, sem keyptur var til landsins, var keyptur hingað til Siglufjarðar. 1 öðru lagi má nefna lag- metisiðjuna Siglósild, sem er brautryðjandi á þvi sviði að fullvinna síld til útflutnings, en þar hafa unnið á annað hundrað manns undanfarin ár. 1 þriðja lagi er svo fyrir- tækið Húseiningar h.f., sem framleiða mun íbúðarhús úr timbri í einingum. Það fyr irtæki mun væntanlega hefja starfsemi sína á næstu vik- um. Þessi þrjú fyrirtæki koma til með að verða afgerandi í uppbyggingu siiglfirzks at- vinnulifs á næstu misserum. Þá má geta þess, að hér starf ar nú saumastofa, þar sem vinna um 20 stúlkur. Framleið ir hún ýmiss konar vörur fyr ir Álafoss, svo sem ullarkáp- ur, sem seldar eru á Banda- ríkjamarkað. — Hafa ekki orðið miklar breytingar til batnaðar í sam- göngumálum ykkar Siglfirð- inga á síðustu árum? — Jú, við höfum unnið mjög á i samgöngumálum, sem, með tiikomu Stráka- ganga og Strákavegar ásamt flugvelli, tryggja okkur sam- göngur allt árið í lofti og á landi. Þar að auki gengur flóa báturinn Drangur milli Akur eyrar og Siglufjarðar tvisvar í vi'ku yfir vetrarmánuðina. Þess má geta, að til stend- ur að raflýsa Strákagöngin á þessu ári, og er áætlaður kostnaður við þá framkvæmd um 2 milljónir króna. Einnig á nú að ráðast í byggingu flugstöðvar, sem kosta mun um 3 milljónir, og eru fram- kvæmdir við þá byggingu nú hafnar. Loks hefur bæjarstjórn Siglufjarðar farið þess á leit við flugmálastjómina, að flug brautin verði lengd úr 750 metrum, eins og hún nú er, í 1300 metra eins og upphaf- lega var ráðgert. Sú lenging mundi auka mjög á öryggi á flugvellinum, bæði við lend- ingar og flugtök. — Nú er það staðreynd, að hér standa fjölmörg hús auð og yfirgefin. Samt sem áður á fólk í erfiðleikum með að út- vega sér hér húsnæði. Hvern ig getur þetta tvennt farið saman? — Jú, það er rétt, að hér er töluvert um húsnæði, sem ekki er nýtt. En í þvi sam- bandi er rétt að geta þess, að hér er um að ræða mjög SIGLUFJÖRÐUR gamalt húsnæði, sem ekki svarar þeim kröfum, sem gerðar eru til húsnæðis í dag. Þessum húsum hafði mörgum verið breytt í „bragga“ á síld arárunum, og eru því mjög illa fariin mörg hver. Það hefur sem betur fer borið á því, að eftirspurn eft ir húsnæði hefur aukizt, sem bendir til þess að íbúaflótt- inn sé stöðvaður, og dæmið hafi snúizt við. Þess vegna eru hér i smíðum nokkur hús í dag, sem er nýlunda, og horf ur eru á því að nýbygging húsnæðis fari vaxandi í ná- inni framtíð. Nýlega hafa ver ið tekin í notkun sex ný eiin- býlishús, og 9 slík eru nú í smíðum. Ég held að nýbygging hús- næðis sé forsenda þess, að fólk setjist hér að. — Nú var hér geysilegt at- vinnu'leysi á Si.glufirði fyrir nokkrum árum. Hvernig standa þau mál í dag? — Atvinnuleysi hefur verið mjög lítið undanfarið miðað við það, sem var. Megin- vandamálið er í dag að tryggja Siglósíld hráefni, en þar viinna jú á annað hundrað manns, eins og ég sagði áðan. Ekki eru til nema tvær leiðir til úrbóta. Annaðhvort er að veita undanþágur til lagmetis iðnaðarins til sildveiða, en hann þarf til þess að gera mjög lítið magn til árlegs rekstrar. Hefur þegar verið sótt um slíka Undanþágu ti'l sjávarútvegsráðuneytisins. Að öðrum kosti verður að flytja þetta hráefni utanlands frá, t. d. frá Færeyjum. Otvegun þessa hráefnis er ekki einungis nauðsynleg til þess að tryggja atvinnu held- ur ekki siður til þess að halda þeim mörkuðum, sem unnizt hafa, en hætt er við að þeir glatist til annarra ef fram- leiðslan fellur niður. — Svo við vikjum nú að lok um að höfnlinni, þá blasir hér hvarvetna við niðurníðsla hafnarmannvirkja. Síldar- p'lönin, sem áður voru slagæð Siglufjarðarkaupstaðar, eru nú að grotna niður, og hvergi sjást þess merki að þeim sé ætlað að gegna neinu hlut- verki. Er ekki ætlun:n að ráðast i einhverjar framkvæmdiir við hafnarmannvirki á næstunni? — Jú, vissulega, og þær eru þegar hafnar. Má þar eink um nefna þrennt, sem er í bí- gerð. Bygging öldubrjóts, sem er i senn flóðvarnargarður og viðlegubryggja. Þeirri fram- kvæmd er að mestu lokið, en þó er eftir að steypa bryggju- kant og bryggjuþekju. 1 öðru lagi höfum við nú nýlokið við endurbyggmgu dráttar- brautar, slipps, þar sem hægt á að vera að taka á land báta allt að 150 tonn að stærð. I þriðja lagi eru áform um að gera viðlegubryggju sunnan nýja fiskiðjuversins, en sú viðlegubryggja á að ganga vestur úr hafnarbryggjunmi okkar, sem e:nnig er nýlega endurbyggð. Hvað eldri mannvirkjunum viðvikur, þ. e. a. s. gömlu trébryggjunum frá tíma síld- arævintýranna, þá eru þær flestar mjög illa fam- ar, og verða fyrirsjáanlega ekki nýttar. Þær hljóta því smám samam að hverfa fyrir nýjum hafnarmannvirkjum. Sama er að segja um ýmis önmur mannvirki við höfnima frá sildarárunum, sem eiga fyrirsjáanlega það eitt fyrir höndum að verða rifin. Til dæmis er nú byrjað að rifa byggingar tiilheyrandi gömlu Rauðkuverksmiðjunni, en þar er einnrftt fyrirhugað að byggja nýja fiskiðjuverið. Það er dæmigert fyrir bæjarlífið hér í dag, að þar rís nýtt á grunni hins gamla. — GBG. — Húseiningar Framhald af bls. 17. húsunum átti svo Hafsteinn Ólafsson, húsasmíðameistari úr Reykj avík, og hefur hann fylgzt með og unmið að allri undirbúmingsvinnu, en hann verður f ramlieiðslustj óri í himmi nýju verksmiðju. — Er um að ræða aðeins eimia „týpu“ af húsum, eða verða þær fleiri? — Það eru ótal möguileikar á niðurröðun eininganna, a. m. k. verður það þegar verk- smiðjan er komin í full af- köst, Til að byrja með verður hiins vegar um tiltölulega fá- ar gerðir að ræða. —- Hvað kemur verksmiðj- an till með að geta framleiitt mörg hús á ári? — Reikmað er með að fram- leidd verði 20 hús fyrsta árið, og síðan bætist 10 hús við framleiðsluma annað árið. Þegar verksmiðjan verður svo komin í fuU afköst, hef- ur verið nefnt, að húm geti framLeitt aUt að 100 hús á ári. Þá er þess að geta, að verk- smdðjan getur einnig fram- leiitt ým®a hluiti til notkunar í öðrum húsum, þ. á m. glugga, þaksperrur, skilrúm og ýmislegt fleira. — Teljið þið að nægur markaður sé hér á landi fyr- ir framilieiðslu þessarar verk- smiðju? — Það bendir aUt til þess að markaður sé nœgur hér á landd. Fjölmargir aðilar hafa leitað til okkar, bæði einstakl- ingar og sveitarfélög, og sýnt áhuga á að festa kaup á hús- unum. Þá liggur fyrir miWl þörf húsnæðis fyrir Vest- manmaeyinga á næstummi, og standa nú yfir samningavið- ræður við Viðlagasjóð um sölu húsa 'tiíl Vestmannaeyja. Við höfum hins vegar ekki tekið Vlð neinum pöntunum ennþá, hvorW frá þeim né öðrum aði'lum. — Hvað koma margir til með að vinna við framleiðsl- una? — Þegar komin verða full afköst, má gera ráð fyrir að um 30 manns verði starfahdi við veriksimiðjuna. — Koma þessi hús til með að verða ódýrari en venjuleg hús, t. d. steinhús? — Stærð þéirra er miðuð við 134 fermetra, sem er það hámark, sem húsnæðismála- stjóm setur til lánveitinga. í verkfræðiskýrslunni er reifcn- að mieð að þessi hús, sem eru timburhús, verði allt að 30% ódýrari en steinhús sömu stærðar. — G. B. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.